Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 Fréttir Akureyri: Ölvaður í árekstri Allharður árekstur varð á gatna- mótum Hlíðarbrautar og Hörgár- brautar á Akureyri á tólfta tímanum í gærkvöld, það er þar sem ekið er inn í bæinn norðanvert. Þar rákust saman tveir bílar og þurfti að ijar- lægja þá báða með krana. Ekki urðu slys á fólki, en annar ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Höfðu lögreglu raunar borist ábend- ingar um að svo kynni að vera - og var hún að leita manninn uppi þegar óhappið varð. sbs sinni á áratug - í hvert skipti sem at- vinnustig hefúr daprast." Atvinnuleysið alvarlegt mál - Er atvinnuleysi komið á hættu- legt stig? „Það er grafalvarlegt mál hvað at- vinnuleysið er orðið mikið í dag. Nú eru á sjöunda þúsund atvinnulausir hér á landi. Á annað þúsund manns eru búnir að vera atvinnulausir í hálft ár eða meira. Þetta eru auðvitað að- stæður sem kalla á viðbrögð." Milljarðarnir I vegina - Nú hefúr ríkisstjómin lagt til að veittir verði margir milljarðar til samgönguframkvæmda víða um land tíl að spoma við atvinnuleysi. Mun þetta duga? „Það er ekki hægt að svara því með afgerandi hætti, en auðvitað mun þetta slá á atvinnuleysið. Við höfúm einmitt verið að kalla eftir slíku und- anfarna mánuði. Okkur hefur sýnst að það stefni í það að af framkvæmd- um verði við Kárahnjúka og álver í Reyðarfirði. Frá miðju síðasta ári höf- um viö séð að það hefúr verið að dofna yfir atvinnulífinu og því höfum við kallað eftir því að opinberum framkvæmdum næsta eina og hálfa árið yrði flýtt. Það er vegna þess að framkvæmdir fyrir austan fara ekki að hafa áhrif fyrr en í lok næsta árs. Mikilvægt er því að brúa bilið þangað til. - ASÍ er með öðrum orðum sam- mála þessum aðgerðum: ríkis- stjómarinnar? „Já, við höfum einmitt verið að kaíla eftir þeim. Þörf á meiri vaxtalækkunum Við hefðum kosið að leitað hefði verið samráðs við okur um útfærsl- una. Það hefði haft meiri bein áhrif á atvinnuleysi ef sérstaklega hefði verið litið til mannfrekra framkvæmda sem dæmi sé tekið. Ég neita því þó ekki að eðlilegra hefði verið að meira af fram- kvæmdum kæmi hér á höfuðborgar- svæðið. Hér er stóri hópurinn af at- vinnulausu fólki, án þess þó að ég geri lítið úr atvinnuleysi úti á landi. Það er mikilvægt að stilla þessu verkefni þannig í tima að stjómvöld geti dreg- ið úr opinberum framkvæmdum þau ár sem mestur þungi er á fram- kvæmdum á Austurlandi. Það verður að gerast ef takast á að halda efna- hagsmálunum í sæmilegum skorðum. Jafhframt höfúm við verið að kalla eftir því að Seðlabankinn gengi harð- ar fram í lækkun vaxta. Við vorum að vona að síðasta vaxtalækkun yrði stærri í sniðum. Þeir fara afskaplega varlega en við verðum bara að vona að stutt sé í áframhaldandi vaxtalækk- un.“ Grafalvarleg þróun - Hversu miMð þurfa vextir að lækka? „Ég ætla ekkert að fúllyrða um það. Þróunin síðustu mánuði er hins vegar grafalvarleg. Innlend framleiðslufyrir- tæki eru komin í mjög erfiða stöðu vegna þess að gengið hefur styrkst svo hressilega. Þegar við vorum fyrir ári að leggja upp í þessa vegferð í glímu við verðbólguna þá voru allra bjart- sýnustu menn að spá því að um síð- ustu áramót yrði gengisvísitalan í kringum 130 til 132. Nú er hún aftur á móti um 120. Það er vissulega afar mikilvægt aö halda verðbólgunni í skefjum og það hefúr tekist. Menn verða hins vegar líka að gæta sin á því hvenær þetta fer að hafa áhrif á at- vinnustigið. Ég reikna ekki með því að það sé vilji neins að það dragi veru- lega saman í innlendum framleiðslu- fyrirtækjum." - Af hveiju er gengið svona hátt? „Maður spyr sig auövitað að þvi. Það eru miklar væntingar og bjart- sýni sem kann að vera eðlilegt, en það er þó fyrst og fremst vegna mikils. vaxtamunar milli landa.“ - Dugar vaxtalækkun til að slá á háa gengið og atvinnuleysið? „Já, með því að styrkja samkeppn- ishæfni innlendra fyrirtækja og tryggja þannig að aðgerðir ríkisstjóm- arinnar dragi úr því atvinnuleysi sem nú er, en ekki til að mæta auknu at- vinnuleysi." Mér hugnast ekki allt of vel persónu- bundnir samningar sem eru svo leyndar- mál gagnvart vinnu- félögunum. Þar held ég að við þurfum að fara að gœta að okkur. mikil umræða um félagafrelsi. Vangaveltur voru þá um að lög í þá veru gætu valdið flótta frá verkalýðs- félögunum. Þessi virðist ekki hafa orðið raunin en óttast þú ekki að það gerist? „Nei, ég sé enga ástæðu til þess. Varðandi aðildina er það þannig í flestumfélögum að fólk sækir um inn- göngu með formlegum hætti og það getur á sama hátt sagt sig úr félagi með formlegum hætti. Sú hefur þó ekki verið raunin því félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ eru hátt í 80 þúsund í dag og fer fjölgandi. Fólk er að sækja mjög mikla þjónustu til verkalýðsfélaganna og kannanir sýna aö það kann mjög vel að meta hana. Viðhorf fólks til kjarabaráttu hefur breyst mikið á undan- fómum ámm. Fólk gerir sér grein fyrir því að verkalýðsfélögin sinna mun víðtæk- ari verkefnum en að semja um kaup og kjör. Þau fylgja því eftir að samningum sé fylgt og aðstoða við úrlausn ágreiningsmála ef upp koma. Ennfremur lít- ur fólk á kjara- mál í víðara samhengi en áður tíðkaðist. Kjör snúa um fleira en upp- hæðir sem beinlínis er samið um í kjarasamning- um. Þau snúast um margvísleg réttindi, at- vinnustig, verð- bólgu, aðgang að menntun, rétt til fæðingarorlofs, vexti, lágt vöraverð - svo ég nefni nokkur atriði. Allt er þetta hluti af kjörum launafólks og almenningur gerir kröfúr til verkalýðshreyfing- Atvinnuleysiö er oröiö mjög alvarlegt: Akvörðun um framhaldsskóla Átta útigangs- kindur sóttar í Héðinsfjörð Þrír bændur úr Fljótum fóra á vélsleðum í Héðinsfjörð um síðustu helgi að athuga um kindur sem vit- að var um í firðinum. Þeir fundu alls átta kindur, þijár ær og fimm lömb. Þeim tókst að handsama kind- urn^log vora þær síðan fluttar yfir fjallið í Siglufjörð á snjósleðum. í Héðihsfiröinum hittu leitarmennim- ir nokkra Siglfirðinga sem þar voru í skemmtiferð á vélsleðum og að- stoðuðu þeir við að koma kindunum yfir fiallið. Fimm af kindunum vora úr Ólafsfirði en hinar úr Fljótum. Að sögn eins bóndans voru kindum- ar í mjög góðum holdum enda hefur veturúm verið einstaklega hagstæð- ur á þesum slóðum. Þrátt fyrir þenn- an leiðangur era líkur á að enn sé fé í Héðinsfirði þar sem ekki komu ffarn ær og lamb sem sáust þar eftir hríðina í lok október. Leitarmenn fóra ekki um allan fjörðinn og lögðu alla áherslu á að ná því sem þeir fundu, en það var staðsett framar- lega í firðinum og þar var talsverð- ur snjór. Því gæti enn verið fé í svokölluðum Víkurhólum. Héðins- fjörður er í fjallskilaumdæmi Siglu- fjarðar. Afar seint hefur gengið að ná fé úr firðinum um árabil og það jafnvel gengið þar úti allan vetur- inn.Hafa bæjaryfirvöld verið áhuga- lítil í málinu þrátt fyrir óskir bænda og dýralækna um að reynt sé að sækja þær kindur sem vitað er um í firðinum. -ÖÞ Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, hefur gefið út yfirlýsingu um að hafinn verði undirbúningur að stofnun framhaldsskóla á norðan- verðu Snæfellsnesi sem hefji starf- semi haustið 2004. Bæjarstjórnir sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og Snæfellingar allir fagna innilega þessari ákvörðun menntamálaráðherra. Með því að leggja áherslu á gott aðgengi að menntun í heimabyggð er stigiö eitt veigamesta skrefið til eflingar samfé- lagsins á Snæfellsnesi. -GG DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON Þörf á meiri vaxtalækkunum - segir forseti ASÍ en er sammála nýjustu aðgerðum ríkisstjórnarinnar Grótar Þorsteinsson Nafn: Aldur: 62 ára Heimili: Reykjavík Starf: Forseti ASÍ Umræöuefni: Verkalýðsmál og aö gerðir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir þörf á enn meiri vaxtalækkunum til að slá á atvinnuleysisáhrif af háu gengi krón- unnar. Hann segir þó að skoða verði það í samhengi við útspil ríkisstjóm- ar Davíðs Oddssonar um framkvæmd- ir í samgöngumálum. Grétar Þorsteinsson segist lítt vilja blanda sér í þær deilur sem verið hafa innan verkalýðsfélaganna á Akranesi. Vissulega hafi þetta verið erfitt mál og ekki gott að deilur um aðgang stjóm- armanns Verkalýðsfélags Akraness skyldu fara fyrir dómstóla. - Hvers vegna greip ASÍ ekki í taumana? „Við höfúm ekki tök á að grípa með beinum hætti inn í deilur eins og þama hafa verið uppi. Deilur sem koma upp í verkalýðsfélögunum á að reyna að leysa á vettvangi þeirra sjálfra. Það er hin eðlilega leið og sem betur fer lýsast flest mál þannig. í þessu tilfelli var félagið orðið óstarf- hæft og hafði verið um langa hríð.“ - Var eðlilegt að stjómarmaður í VLFA fengi ekki aðgang að bók- haldi félagsins og þyrfti að leita til dómstóla til að fá úr því skorið? „Stjórnarmenn eiga vegna stöðu sinnar að hafa aðgang að bókhaldi fé- laganna. Þeir eiga að hafa möguleika á að skoða þar gögn ef þeir óska eftir því, enda bera þeir ábyrgð á þeim. Þannig er það í þeim félögum sem ég þekki til. Eg tel reyndar að í verka- lýösfélögunum sé þetta yfirleitt í mjög góðu lagi. Almennir félagsmenn hafa einnig möguleika á að kynna sér reikninga félaganna, en þeir liggja frammi áður en þeir era teknir til um- fjöllunar og afgreiðslu á aðalfúndi. í verkalýðsfélögunum er yfirferð reikn- inga jafnvel með ítarlegri hætti en víða gerist. Auk félagslega kjörinna skoðunarmanna og löggiltra endur- skoðenda sem fara yfir þá, era þeir yf- irleitt kynntir og farið yfir þá á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs.“ - Hvað um framhaldið? „Aðalfundurinn á þriðjudaginn samþykkti að starfsstjóm færi með stjóm félagsins fram á vor. Mér skilst að breiö samstaða hafi verið um það á fundinum og þar hafi komið fram rík- ur vilji til að leysa þessar deilur. Ég vona að þessir menn fái svo frið til að sinna sínu viðfangsefni og hef ekki til- efni til að ætla annað en svo verði." Félagafrelsi - Þegar rætt er um verkalýðsfélög þá var fyrir nokkrum árum uppi Hörður Kristjánsson blaöamaöur arinnar í þessu sambandi. Þess vegna kjósa langflestir að vera í verkalýðsfé- lagi.“ - Nú hafa vinnustaðasainningar verið að ryðja sér æ meir til rúms. Bendir það ekki til þess að verka- lýðshreyfingin sé að missa samn- ingagerðina úr höndum sér? „Nei, svo tel ég ekki vera. Vinnu- staðasamningar hafa viðgengist í ára- tugi. Þeir taka síðan mið af því á líð- andi stund með hvaða formi þeir era. Slík samningagerð hefur þó ekki ver- ið með alveg jafn formlegum hætti hjá okkur og tíðkast hefúr í nágranna- löndunum. Menn þurfa vissulega að gæta sín. Það er afskaplega mikilvægt að okkar fólk eigi alltaf aðgang að fé- laginu sínu varðandi aðstoð viö slíka samninga." - Hvað um persónubundna samn- inga á vinnustöðum? „Ég held ég verði að viðurkenna það að mér hugnast ekki allt of vel persónubundnir samningar sem era svo leyndarmál gagnvart vinnufélög- unum. Þar held ég að yið þurfum að fara að gæta að okkur. Ég kannast við þetta þar sem það hefur brunnið á mínu eigin skinni sem starfsmanns í nokkuð stóra stéttarfélagi. Þetta hefur gerst nokkuð reglulega minnst einu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.