Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Page 8
8_______
Fréttir
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003
DV
Krafinn um laun tvo
mánuði aftur í tímann
Óttar Sveinsson
blaöamaöur
Fféttaljós
Fangaverðir á Litla-Hrauni
fjölmenntu á fund í Félagsheim-
ilið Stað á Eyrarbakka í gær-
kvöld þar sem samþykkt var
harðorð ályktun til dómsmála-
ráðherra um að þeir væru orðn-
ir langþreyttir á þeirri ringul-
reið sem ríki í starfsmannamál-
um þeirra.
Kurr og óánægja hefur verið á
meðal fangavarðanna síðustu
mánuði og misseri en steininn
tók úr að undanförnu eftir að
framkvæmdastjóri Litla-Hrauns
kraföi einn þeirra um endur-
greiðslu á launum hans tvo mán-
uði aftur í tímann - allt aftur til
29. nóvember. Hér var um að
ræða mann sem hafði sýnt fram
á með vottorðum lækna að hann
væri óstarfhæfur um hríð eftir
að eiginkona hans og barn lágu
meðvitundarlaus á gjörgæslu
sjúkrahúss en bíll fjölskyldunn-
ar hafði farið í Hólmsá við Geit-
háls. Tvö önnur börn hjónanna
voru einnig í bílnum þegar slys-
ið varð í lok nóvember. Fanga-
vörðurinn annaðist því bömin
þrjú í desember og janúar á með-
an konan ýmist lá milli heims og
helju, var komin á almenna
deild og endurhæfingu en síðast
heim.
Óvissa á heimili
Þungt hefur verið í fangavörð-
um að undanförnu vegna fram-
angreinds máls - þykir mönnum
að forstöðumaður fangelsisins
sýni félaga þeirra kuldalega og
óréttláta framkomu. Þeir álykt-
uðu í gærkvöld að krafa þeirra
sé sú að dómsmálaráðherra
grípi þegar í stað til aðgerða og
fái utanaðkomandi aðila til að
stjórna þeim endurbótum sem
gera þurfi í starfsmannamálum
Fangelsismálastofnunar ríksins.
Nútimalegri viðhorf verði í
starfsmannamálum en að baki
þeirri kröfu segja fangaverðimir
vera ópersónulega framkomu yf-
irstjómenda en nú sem fyrr sé
hún ekki byggð á mannúð.
Þegar slysið átti sér stað við
Hólmsá, og þjóðin fylgdist í fjöl-
miðlum með líðan þriggja barna
móðurinnar sem haldið var sof-
andi eftir slysið, tók maðurinn
sér veikindafrí þegar í stað enda
óvinnuhæfur með öllu. Eitt
barnanna, þriggja ára, hafði
einnig legið meðvitundarlaust
en það komst til rænu heldur
fyrr en móöirin en hafði þó ekki
náð sér af meiðslunum. Var
fangavörðurinn því að gæta bús
og bama á meðan óvissa var
með hina illa slösuðu eiginkonu
og móður þriggja barna þeirra.
Krafinn skýringa
Þann 10. desember var gefið út
læknisvottorð til Fangelsisins á
Litla-Hrauni vegna fjarvista
heimilisföðurins. Læknir stað-
festi þá að fangavörðurinn væri
með öllu óvinnufær vegna „ann-
ars slyss“. Öllum starfsmönnum
Litla-Hrauns var kunnugt um
það frá upphafi hvers vegna um-
ræddur fangavöröur var fjarver-
andi.
Þann 9. janúar skrifaði Krist-
ján Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Litla-Hrauns, fangaverðin-
um bréf þar sem fram kom að
„okkur þætti vænt um að þú
gerðir okkur grein fyrir eðli
slyssins og hvenær má vænta að
þú komir tU vinnu aftur“. At-
vinnurekandinn vUdi því eðli-
lega vita hvernig staðan væri
hjá starfsmanninum. Fangavörð-
urinn útvegaði þá annað vottorð
þar sem læknir skýrði að um-
■