Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 I>V Fréttir 11 Aftur til fortíðar Anna Sui er meöal þeirra hönnuöa sem leita aftur til sjöunda áratugarins. Efnin eru þunn og fatnaöurínn frjálslegur. ■ Rautt latex Gúmmí er áberandi í haustlínu Gaelyn og Cianfarani. Fjaöraþytur Ofurfyrirsætan Eva Herzegova er nakin undir fiöruöum kvöldkjól úr smiöju Oscars de la Renta. Kjóllinn var einn af hápunktum sýningar de la Renta enda afar glæsilegur. .. t Ull og leður Látlaus ullarkjóll úr smiöju Tommys Hilfigers. Áhrífa sjöunda áratugarins gætir augljóslega hér. Síldarmynstriö er víöa aö finna í haustlínu Hilfigers aö þessu sinni. Þjálfunar og æfingarpunktar Það er mikilvægt heilsu að halda ákjósanlegri þyngd. Ákjósanleg þyngd hvers og eins fer eftir þáttum eins og kyni, hæð, aldri og erfðum. Of mikil líkamsfita eykur líkur á að fólk verði fyrir barðinu á of háum blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum, heilablóðfalli, sykursýki og sumum tegundum krabbameins, svo eitthvað sé nefnt. Hafa ber í huga að fólk sem er of grannt á líka á hættu að fá ýmsa sjúkdóma, eins og beinþynningu, og það gefur augaleið að vannærður maður er heilsuveill maður. Ef áhugi er fyrir hendi til að afla sér haldgóðra upplýsinga um mataræði ætti að leita til næringarfræðinga/næringarráðgjafa, enda þeir vel menntaðir á því sviði og eiga því auðvelt með að geina hismið frá kjarnanum. En ekki má gleyma mikilvægi líkamsþjálfunar sem að flestra áliti er mikilvægasta forvarnarleiðin gegn þróun offitu. Hreyfing er nauðsynleg! Matseðill dagsins Dagur 5 Morgunverður: Kornflex, 3 dl = 1 diskur Fjörmjólk, 2,5 dl = 1 glas Hádegisverður: Engjaþykkni, létt, 1 dós Heilhveitibrauð, 1 sneið Létta, 1 tsk. Sardínur í tómatsósu, 3 stk. Miðdegisverður: Tekex, 2 stk Marmelaði, 1 msk. Pera, 1 stk. Fjörmjólk, 2,5 d1 = 1 glas Kvöldverður: Hrísgrjónagrautur, 3 dl = 1 diskur Rúsínur, 2 msk. Fjörmjólk, 2,5 dl = 1 glas Kvöldhressing: Mandarínur, 4 stk. Til umhugsunar: Fólk sem stundar líkams- ræktarstöðvar spyr oft út í hvaða mataræði sé hentugast fyrir þjálfun svo það nái hvað bestum afköstum. Ef við gefum okkur að það séu um tveir tímar þar til viðkomandi fer að þjálfa gætum við verið að tala um 300-600 hitaeiningar - fer að sjálfsögðu eftir ýmsum þáttum, eins og kynferði, hæð og þyngd. Hitaeiningarnar ættu aðallega að koma úr kolvetnaríkum en jafnframt frekar trefjalitlum mat sem einstaklingurinn kannast við og þolir vel. Ástæðan er sú að trefjaefni í meltingarkerfi draga til sín vatn úr blóði og ef einstaklingurinn fer að þjálfa uppþembdur getur það leitt til meltingartruflana, ógleði og jafnvel uppkasta. Sem dæmi má nefna að tvær brauðsneiðar með léttu viðbiti og banana sem skolað er niður með undanrennuglasi gefa um 400 hitaeiningar. Kveðja, Olafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReynnc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.