Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Síða 13
13 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003___________________________________________________________________________________________ PV_______________________________________________________ Útlönd Á von á því að vopna- eftirlitið fái meiri tíma - segir ElBaradei, annar yfirmaður vopnaeftirlits SÞ, sem gefur skýrslu í Öryggisráðinu í dag Mohammed ElBaradei, annar yfir- maöur vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í írak, sagist í gær frekar búast við því að Öryggisráðið gæfi vopnaeftirlitinu meiri tlma ef stjórn- völd í Bagdad kæmu til móts við kröfur ráðsins og sýndu viija til þess að leysa deiluna á friðsamlegan hátt. „Þeir hafa enn tíma til þess að hreinsa sig af áburði en tíminn er naumur og þýðingarmikið að nota hann vel. En það eina sem þeir geta raunverulega boðið i stöðunni er hundrað prósent samvinna," sagði ElBaradei, sem í dag mun ásamt Hans Blix gefa Öryggisráðinu endur- skoðaða skýrslu um stöðu vopnaeft- irlitsins i írak. Skýrslunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst eftir að vopnaeftirlitið tilkynnti um fund ólöglegra stýriflauga sem hægt væri að skjóta allt að 180 kílómetra vega- lengd, sem er 30 kílómetrum lengra en leyfilegt er samkvæmt settum Mohammed EIBaradei „Þeir hafa enn tíma til þess að hreinsa sig af áburöi en tíminn er naumur og þýöingarmikið aö nota hann vel. En þaö eina sem þeir geta raunverulega boðiö í stööunni er hundraö prósent samvinna, “ sagöi EIBaradei um stööu vopnaeftirlitsins í írak. skilyrðum SÞ. Sjálfir segjast írakar hafa bent vopnaeftirlitinu á flaug- amar og tilkynnt að þær væru lang- drægari en leyfilegt væri en á móti hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi lýst uppgötvuninni sem al- varlegu máli og er Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, einn þeirra sem sagt hafa álit sitt. Sumir taka svo djúpt í árinni að segja að stríð sé svo gott sem óum- flýjanlegt eftir þessar síðustu upp- götvanir og að þær sanni að írakar hafi óhreint mjöl í pokahorninu. ElBaradei sagðist að svo komnu ekki hafa neinar sannanir fyrir því að írakar hefðu haldið áfram þrónun og smíði kjamavopna og að félagi hans, Hans Blix, hefði heldur engar sannanir fyrir efna- og sýklavopnum. „Viö getum þó ekki útilokað neitt og sú staða er sumun meðlimum Ör- yggisráðsins greinilega ekki að skapi,“ sagði ElBaradei. REUTERSMYND Sek um morð Tannlæknirinn Clara Harris á yfir höfði sér langa fangelsisvist. Fundin sek um að myrða karlinn með Benzinum Kviðdómur í Houston í Texas úrskurðaði í gær að tannlæknir- inn Clara Harris væri sek um að hafa myrt eiginmann sinn með því að keyra hann niður með Mercedes Benz glæsibifreið sinni. Harris hafði staðið karlinn að ffamhjáhaldi. Harris, sem á yfir höfði sér 99 ára fangelsisdóm, hélt því fram við réttarhöldin að hún hefði keyrt yfir eiginmanninn af slysni en saksóknarar héldu því fram að hún hefði gert það af ásettu ráði. Atburðurinn átti sér stað á bíla- stæði hótels þar sem eiginmaður- inn hafði verið með ástkonu sinni. Dóttir eiginmannsins var i Benzinum þegar þetta gerðist. Talið að rafgas hafí komist inn í geimskutluna Bandarískir vísindamenn telja nú nær öruggt að gat hafi komið á geimskutluna Columbiu skömmu áður en hún fórst og að þannig hafi brennandi heitt raf- gas komist inn í hjólabúnað hennar. Rafgas umlykur alla jafna geimskutluna þegar hún er á leið niður til jarðar. Bráðabirgðanið- urstöður rannsóknarhóps NASA benda hins vegar til að heitt loft- ið hafi komist inn fyrir vamir skutlunnar. Ýmislegt þykir benda til að Columbia hafi brotnað milli borg- anna Amarillo og Lubbock í Texas, 550 km vestur af Dallas. REUTERSMYND Elsklð loðdýrin Fyrirsætur á vegum samtakanna PETA, sem berjast fyrir siölegri meöferö á dýrum, komu sér fyrir í rúmi fyrir utan ráöhúsiö í Toronto í Kanada í gær til að minna almenning á aö þaö sé ósiölegt, aö þeirra mati, aö klæöast loöfeldum. Níu stiga frost var í Toronto í gær en fyrirsæturnar létu það ekki aftra sér frá því að fækka fötum. Utanríkisráðherra Tyrklands: Vandræðagangurinn í NATO skaðar trúverðugleika þess komið í veg fyrir samþykki áætl- ana um að koma upp flugskeytum og öðrum varnarbúnaði í Tyrk- landi. „Við teljum að síðustu vending- ar i NATO hafi haft neikvæð áhrif á trúverðugleika bandalagsins,“ sagði Yakis við fréttamenn. Fundi sendiherra NATO-ríkj- anna nítján var frestað á síðustu stundu í gær þar sem Frakkar, Þjóðverjar og Belgar neita að breyta afstöðu sinni fyrr en eftir að Hans Blix, yfirmaður vopnaeft- irlits Sameinuðu þjóðanna, flytur skýrslu sína um gang mála í írak á fundi Öryggisráðsins í dag. Talsmaður NATO sagði ljóst að fundurinn myndi ekki skila nein- um árangri. Trúverðugleiki Atlantshafs- bandalagsins (NATO) beið hnekki þegar því mistókst að koma sér saman um leiðir til að verja Tyrk- land, komi til stríðs Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra við írak. Það mun þó ekki hafa áhrif á öryggi Tyrklands. Þetta sagði Yasar Yakis, utan- ríkisráðherra Tyrklands, eftir fund með bandarískum starfsbróð- ur sínum, Colin Powell, í Washington í gær. Yakis sagði enn fremur að Tyrk- ir myndu fá það sem þeir þyrftu til að verjast gagnárásum Iraka með tvíhliða samningum, ef nauð- syn krefði. Frakkar, Þjóðverjar og Belgar, sem eru andvígir þvi að farið verði í stríð gegn írak í flýti, hafa REUTERSMYND George Robertson Framkvæmdastjóra NATO hefur ekki tekist aö jafna alvarlegan ágreining innan bandalagsins síöustu daga. Hjálparstarf í Afganistan. Afganar styrktir utan fjárlaga Bandaríska þingið hefur ákveðið að veita allt að 300 milljónir dollara til mannúðar- og uppbyggingarmála i Afganistan, fram hjá íjárlögum, eftir að Bush-stjómin hafði einhverra hluta vegna ekki beðið um fjárveit- ingu til þess við síðustu fjárlagaaf- greiðslu. Með þessu eru bandarísk stjóm- völd að efna hluta gefinna loforða sem afgönsku þjóðinni voru gefin í upphafi stríðsins fyrir sextán mánuð- um síðan, en þá lofuðu þau að ganga ekki burt frá vandanum og hétu full- um stuðningi við uppbygginguna. Bush Bandarikjaforseti hefur jafn- vel í hyggju að gera enn betur og hef- ur verið með ráðagerðir um að koma á stofn einskonar Marshall-hjálp eins og komið var á fyrir stríðshijáðar þjóðir seinni heimsstyrjaldarinnar. Hamid Karzai, forseti Afganistans, mun væntanlegur í heimsókn til Washington seinna í mánuðinum þar sem uppbyggingarstarfið í Afgan- istan verður rætt nánar. Tveir Bandaríkja- menn fórust Tveir bandarískir borgarar munu hafa látið lífið þegar flugvél í eigu bandarískra stjórnvalda brotlenti á yfirráðasvæði skæru- liðasamtaka marxista í Caqueta- héraði, um 380 kílómetra suður af höfuðborginni Bogota í Kólumbíu í gær. Talsmaður bandaríska sendiráðs- ins í Bogota neitaði í morgun að staðfesta hvort mennirnir hefðu látist í brotlendingunni eða hvort þeir voru drepnir eftir hana. Tveggja annarra bandarískra borgara og eins Kólumbíumanns, sem einnig voru í vélinni, er sakn- að og fundust engar vísbendingar um örlög þeirra þegar björgunar- leiðangur stjórnarhersins kom á slysstaðinn í gær. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Helgubraut 9, þingl. eig. Valborg Guð- mundsdóttir og Þór Þráinsson, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki íslands, Byko hf, Hegas ehf., Húsasmiðjan hf., fbúðalánasjóður, Kópavogsbær, Merkúr hf., Sýslumaðurinn í Kópavogi og Víkurás ehf., þriðjudaginn 18. febr- úar 2003 kl. 13.30._________ Landspilda úr Vatnsendalandi nr. 139, þingl. eig. Gunnar Richter, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki íslands, Kópa- vogsbær og Vátryggingafélag íslands hf., þriðjudaginn 18. febrúar 2003 kl. 11.30. Nýbýlavegur 24, 1. hæð, þingl. eig. Tara, umboðs- og heildverslun, gerðar- beiðendur Kópavogsbær, Lúmex ehf., Slippfélagið í Reykjavík hf., Spari- sjóður Kópavogs og Vátryggingafélag íslands hf., þriðjudaginn 18. febrúar 2003 kl. 14.30. Skjólbraut 20, þingl. eig. Jón Magnús- son, gerðarbeiðendur Hampiðjan hf., íslandsbanki hf., Kópavogsbær, Kreditkort hf.,Vélsmiðja Orms ogVíg- lundar ehf. og Þróunarsjóður sjávarút- vegsins, þriðjudaginn 18. febrúar 2003 kl. 13.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.