Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Síða 17
16 17 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvœmdastjóri: Örn Valdimarsson AOalritstjóri: Óli Bjöm Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, sfmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viötöl víð þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Fyrir hverja? Fyrir hvern eöa hverja aetlar ríkis- stjórnin aö byggja menningarhús í Vestmannaeyjum og á Akureyri fyrir eitt þúsund miUjónir króna? Alveg ör- ugglega ekki þá sem eru svo ógæfusam- ir aö vera án atvinnu. En kannski eru þúsund milljónirnar fyrir fámennan hóp fólks sem mætir prúöbúið á alla menningarviðburði til aö skála við hvert ann- aö í fábreytilegum léttleika tilverunnar. Ríkisstjórnin tilkynnti síðastliðinn þriðjudag að alls yrði 6,3 milljörðum króna varið í ýmis verkefni á næstu 18 mánuðum til að styrkja atvinnulífið og auka atvinnu. Hér er um gríðar- lega mikla fjármuni að ræða eða nær 22 þúsund krónur á hvern íslending eða um 88 þúsund krónur á hverja fjögurra manna íjölskyldu. Krafan um að fjármununum sé skynsam- lega varið er því eðlileg og nauðsynleg. Tilgangur ríkisstjómarinnar er góður en i góðseminni sést mönnum því miður ekki fyrir í öllu. Fjárfesting í innviðum er skynsamleg og því vart hægt að gera athugasemdir við ákvörð- un um að verja 4,6 milljöröum króna í vegaframkvæmdir. Hins vegar má vissulega setja spurningarmerki við forgangs- röðun í þeim efnum enda önnur sjónarmið en arðsemi sem ráða ferðinni. Annað í aðgerðum ríkisstjórnarinnar er rangt, hvernig sem litið er á málin - hagræðilega eða pólitískt. Sérstakt atvinnuþróunarátak verður sett af stað á vegum Byggðastofnunar og renna 700 milljónir króna af almannafé til verkefnisins. Ekki er laust við að kaldur hrollur fari um þá sem muna eftir sértækum aögerðum rikisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Sérstakt atvinnuþróunarátak Byggðastofnun- ar nú minnir óþyrmilega á atvinnutryggingarstjóð og hluta- fjársjóð Steingríms - einhverja mestu sukksjóði sem stjórn- málamenn hafa komið á fót hér á landi. Hugmyndin um menningarhús víða um land er nokkurra ára gamall draugur sem fylgt hefur ríkisstjórninni. Eitt þús- und milljónir króna eru engir smápeningar til að kveða niður draug. Dregið skal í efa að Vestmannaeyingar telji best að verja 500 milljónum króna til að byggja menningarhús í Eyj- um. Þeir eru það skynsamir að sjá í gegnum vitleysuna. Yfir 110 þúsund krónur og nær 450 þúsund á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Eyjum til að byggja hús, fær fleiri en Eyjamenn til að segja hingað og ekki lengra. Skattalœkkanir „Það er engin goðgá að huga að breytingum á sköttum í rétta átt, til lækkunar, en ekki hækkunar,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á Viðskiptaþingi síðastliðinn miðviku- dag. Boðskapur forsætisráðherra um skattalækkanir er mikið fagnaðarefni. Lækkun skatta er skynsamleg og farsæl leiö til að örva efnahagslífið og það er rétt hjá Davíð Oddssyni að einstaklingar fara betur með fjár- muni en ríkið: „Það er betra, miklu betra, að skilja sem mest eftir hjá fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Þó að margt sé á reiki í hagvísindunum er það þó margsannað að almenn- ingur fer að jafnaði mun betur með peningana heldur en stjórnmálamennirnir. Þessi möguleiki til skattalækkana, sem við nú stöndum frammi fyrir, sé rétt haldið á málum, möguleiki sem við eigum svo sannarlega að nýta okkur, sýn- ir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er að tryggja að þjóðarframleiðslan vaxi jafnt og þétt.“ Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert stórátak í að gera ísland samkeppnishæft við önnur lönd er varðar skattalegt umhverfi fyrirtækja. Nú er hins vegar röðin komin að einstaklingunum, að fjölskyldunum. Stóra verkefnið er að gera íslenskt skattaumhverfi fjölskylduvænt. Og til þess eru öll ytri skilyrði sé rétt haldið á málum. Óli Björn Kárason + _____________________________________FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003_FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 DV Traust tortryggni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarp- aði flokksstjómarfund Samfylking- arinnar í fyrsta sinn um síðustu helgi. Hún notaði þar tækifærið til þess meðal annars - eins og hún sjálf kemst að orði - að „ýta upp á yfirborðið umræðu" um meint af- skipti forsætisráðherra af atvinnu- lífinu og skoðanir hans á tilteknum fyrirtækjum. Og víst er að ræöa Ingibjargar Sólrúnar kallar á frek- ari umræðu. Hiö sérstaka dálæti Ingibjörg Sólrún sagði í ræðu sinni, að sú útbreidda skoðun að forsætisráðherra hefði dálæti á ís- lendri erfðagreiningu hefði skaðað málefnalega umræðu um fyrirtæk- ið. Sú spurning vaknar hvort í því efni sé ekki fremur við þá að sakast sem láti skoðanir annarra trufla sig frá því að halda uppi mál- efnalegri umræðu. Ingibjörg segir að kannski megi færa rök fyrir því. Forsætisráð- herra hafi hins vegar eins og fleiri stutt við íslenska erfðagreiningu og í umfjöllun The Guardian hafi því verið haldið fram að fyrirtækið væri undir vemdarvæng forsætisráðherra og hann hefði sérstakt dálæti á því. „Þegar íslensk erfðagreining þarf síðan á ríkisábyrgð að halda er eölilegt að grunsemdir geti vaknað um hvort afstaða til slíkrar beiðni verði fagleg og málefnaleg eða hvort hún muni byggjast á pólitík. Slíkar grunsemdir geta skaðað fyrirtækið," segir Ingibjörg. Enn er spurt hvort það sé þá fyrst og fremst sú aðgerð stjóm- valda að veita íslenskri erfðagrein- ingu ríkisábyrgð sem Ingibjörg geri athugasemdir við - frekar en að forsætisráðhera hafi með ein- hverjum hætti gefið erlendum blaðamönnum tilefni til að ætla að hann hafi sérstakt dálæti á fyrir- tækinu. Ingibjörg segir að vissulega megi deila um ríkisábyrgðina því að hún sé sértæk og beinist að einu fyrir- tæki. „En það sem ég er að segja er að þegar saman fer umdeild aðgerð í þágu eins fyrirtækis og meint dá- læti forsætisráðherra á fyrirtæk- inu þá vakna upp grunsemdir og efasemdir." En þetta meinta dálœti, er þaó eitthvaö sem hönd á festir? “Eftir höfðinu dansa limirnir. Það er ákveðið andrúmsloft í sam- félaginu og tilfmning og stimdum verður maður að þora að setja út- breiddar tilfinningar í orð. Við þurfum ekkert annað en til dæmis að lesa það sem berst til útlanda um íslenskt samfélag." En getur sú umfjöllun ekki ein- faldlega veriö óvönduð og ómálefna- leg? “Margt af því sem sagt hefur verið um íslenska erfðagreiningu erlendis er ómálefnalegt. íslensk erföagreining er gott fyrirtæki..." Máttu segja þaö án þess aö vekja upp grunsemdir um aó þú hafir sér- stakt dálœti á því? “íslensk erfðagreining er mjög mikilvægt fyrirtæki fyrir íslenskt samfélag. Ég held að það blandist engum hugur um það. Baugur er líka mikilvægt fyrirtæki fyrir ís- lenskt samfélag. Norðurljós er það líka. Við þurfum hins vegar að greina á milli fyrirtækjanna sjálfra annars vegar og forystumanna þeirra hins vegar. Menn geta t.d. haft sínar skoðanir á Jóni Ólafssyni persónulega en ég sé ekki að það eigi endilega að þýða að starfsemi Norðurljósa sé af hinu vonda. Aðalatriðið hlýtur að vera að mismuna ekki fyrirtækjum og búa ekki til þannig andrúmsloft í sam- félaginu að fólk hafi á tilfinning- imni að það sé verið að deila og drottna og að menn séu annað- hvort í þessu liðinu eða hinu lið- inu.“ Andrúmsloftið Spurt er hvort Ingibjörg Sólrún sé ekki einmitt sjálf að búa til slíkt andrúmsloft með ræðu sinni - og hún svarar: “Það hefur löngum þótt til lítils að hengja boðbera válegra tíðinda. Það er alltaf spuming hvort það er við þann að sakast sem bendir á keisar- ann og segir: Hann er buxnalaus." Er hann buxnalaus? Þannig aö fyr- irtœkjum hefur veriö mismunaö hér? “Við vitum að pólitísku valdi hefur verið beitt í þágu ákveðinna eignahópa - og auðvitað get ég nefnt dæmi um það. Þú sérð alveg dæmin, þau koma til dæmis fram í nýlegum greinaflokki Agnesar Bragadóttur. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, ásamt forystumönnum í ýmsum atvinnufyrirtækjum situr leynifund til að ákveða að Lands- bankinn kaupi hlut í Trygginga- miðstöðinni á yfirverði til þess að tryggja að tilteknir eigendur fari þar með völd. Það er auðvitað ákveðin mismunum.“ Telur þú aö forsœtisráöherra hafi haft áhrif á að hafin var rannsókn á Baugi og Noröurljósum? “Ég hlýt að gefa mér að þessar stofnanir - hvort sem það er Ríkis- lögreglustjóri, Skattrannsóknar- stjóri, Samkeppnisstofnun eða Fjármálaeftirlitið - vinni á full- komlega málefnalegum og fagleg- um grundvelli. Það má ekki snúa mínu máli upp í það að ég haldi því fram aö forsáetisráðherra gefi þessum stofnunum fyrirmæli um einstök verkefni,“ segir Ingibjörg Sólrún og bætir ’við að hún sé að tala um ákveðið andrúmsloft í samfélaginu, andrúmsloft sem meðal annars geri það að verkum að menn eins og Hallgrímur Helgason skrifi blaða- grein um Bláu höndina; sú grein endurómi ákveðna umræðu í sam- félaginu. Ég skildi rœðu þína þannig aö ástœöa vœri til aö efast um að stofn- anirnar hefðu staöiö faglega aö rannsóknum á Baugi og Noröur- Ijósum. “Þú verður að lesa ræðu mína í samhengi. Ég er að tala um aö þeg- ar stofnanirnar grípi til aðgerða treysti fólk þeim ekki. Það sé til- fmning fólks að ekki sé allt eins og það eigi að vera. Það er eðlilegt þegar stjórnvöld hafa dregið fyrirtæki í dilka og sterk tilfinning er fyrir því hverjir eru í uppáhaldi og hverjir ekki.“ “Þarna cr efinn, “ segir þú í rœö- unni, „og honum veröur ekki eytt fyrr en hinum pólitísku afskiptum linnir. “ Hvaöa pólitísku afskiptum? “Þau afskipti sem ég hef þegar rakið og það hvernig menn draga fyrirtæki í dilka. Mér kemur ekk- ert við hvað fyrirtæki heita eða hvað stjómendur þeirra heita. Við eigum ekki að vera að ræða ein- stök fyrirtæki eða breiða út sögur um þau nema við höfum eitthvað ákveðið fyrir okkur í þeim eíhum. Við eigum að ræða um atvinnulíf- ið, leikreglurnar og atvinnugrein- ar, en við eigum ekki að draga fyr- irtæki í dilka.“ Deilt á fyrirtæki Sá sem hefur gagnrýnt verslunar- veldi Baugs hvað harðast er formað- ur Samfylkingarinnar, Össur Skarp- héðinsson. Hann hefur oftar en einu sinni sagt á Alþingi að Baugur hafi „hreðjatak" á neytendum, notfæri sér það til að hækka vöruverð og hafi þannig milljarða króna af almenn- ingi. Telur Ingibjörg Sólrún slík um- mæli gagnrýnisverð? „Ég held að á meðan við höfum fá og markaðsráðandi fyrirtæki hljót- um við alltaf að hafa andvara á okk- ur gagnvart því hvort þau eru með einhverjum hætti að misnota stöðu sína.“ En þegar formaöur Samfylkingar- innar segir aö „hreöjatak" Baugs kosti neytendur milljaröa króna - eru þaö ummœli sem œtti ekki aö viöhafa? “Ég myndi ekki nota hugtakið hreðjatak ef þú ert aö spyrja um það!“ Össur hefur lika sagt á Alþingi að Sjóvá-Almennar, Skeljungur og Buróarás láti eigin útgeröarfyrirtæki kaupa af sér þjónustu sem hugsan- lega mœtti fá ódýrar annars staöar; aöaleigendur þeirra, „kolkrabbinn", hygli þannig sjálfum sér á kostnaó smœrri hluthafa. Er ekki þarna verið aó draga nafngreind fyrirtæki í dilka og bera þau sökum? “Mér finnst svona umræða almennt orka mjög tvímælis. Slík umræða getur hins vegar átt fullt erindi ef þeir sem standa fyrir henni færa fram fullgild rök. Dylgjur og hálfkveðnar vísur eru verstar." Formaður Samfylkingarinnar sagöi líka í umrœöum um dóm Hæsta- réttar í máli Öryrkjabandalagsins aö forseti Hæstaréttar vœri vildarvinur ríkisstjórnarinnar. Finnst þér þaö vera til þess falliö aö auka traust á stofnunum samfélagsins? “Nei, en það er hins vegar óheppilegt fyrir almennt hlutleysi þessara stofnana að Sjálfstæðisflokkurinn skuli jafn hiklaust og raun ber vitni hafa raðað sínu fólki inn í áhrifastöður þeirra í langan tíma. Það rýrir traust þeirra og er ekki líklegt til að skapa þá sátt um þær sem er svo mikilvæg." Umræða, traust og tortryggni Fyrst Ingibjörg Sólrún gefur sér aö rannsóknir á Baugi og Norðurljósum hafi verið gerðar á faglegum forsend- um, væri þá ekki nær að mótmæla orörómi um að það hafi verið öðru vísi - til þess að endurreisa hið mik- ilsverða traust almennings á stofnun- um samfélagsins? „Ég gef mér það, eins og ég segi. Ég gef hins vegar ekki út siðferðisvott- orð, hvorki til fyrirtækja né stofn- ana. Ég gef mér að menn séu að vinna eftir leikreglum meðan ég veit ekki annað.“ En ert þú ekki aö ýta undir um- rœöu sem þú segir sjálf aö sé skaóleg? “Ég er að ýta umræðu um þessi mál upp á yfirborðið þannig að við getum tekist á viö þetta. Ég er ekki ein um það. Þú þarft ekki annað en að hlusta á ræðu Sigurðar Einarsson- ar, forstjóra Kaupþings á Viðskipta- þingi. Hann er að tala um nákvæm- lega sama hlut; rógburð, afskipti og að alið sé á tortryggni.“ Afskipti afhálfu stjórnvalda? “Hann undanskilur ekkert, hvorki stjómvöld né stjómendur." Þannig aö þetta er raunverulegt vandamál? “Já, ég held að þetta sé raunveru- legt vandamál. Þú þarft ekki annað en að horfa upp á þetta með Trygg- ingamiðstöðina; horfa upp á einka- væðingarferli Símans, hvemig Þór- arni V. var fyrst með handafli troðið inn sem forstjóra og hann svo settur út aftur með handafli, aö því er virð- ist fyrir engar sakir, og við borgum 40 milljónir; við höfum horft upp á Steingrím Ara segja sig úr einkavæð- ingamefnd og segja að hann hafi aldrei séð önnur eins vinnubrögð, og svo framvegis. Þetta hlýtur að skapa tortryggni." -ÓTG Skoðun Afstaða Ellerts Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur Kjallari Afstaða Eilerts Schram hef- ur vakið mikla og verð- skuldaða athygli. Hann hef- ur að minnsta kosti í bili sagt skilið við Sjálfstæðis- flokkinn og býður sig nú fram fyrir Samfylkinguna. Ellert hefur um árabil starfað í Áhugahópi um auölindir í al- mannaþágu og lagt þar mikla áherslu á breytta fiskveiöistjórnun. Þar er auðvitaö fyrst og fremst átt við að fiskimiðin hafa ranglega verið afhent til gjafar þeim sem áttu fiskiskip í 3 ár á níunda ára- tugnum og að ákvæði stjórnar- skrár um atvinnufrelsi og jafhræði til atvinnurekstrar eru ekki hald- in. Hópurinn hefur haldið fram hinni svonefndu fymingarleiö. Hættur að skrifa. Ellert hefur um langt bil ritað ágætar greinar í Morgunblaðið. Ég hef orðið var við að þær hafa verið mikið lesnar. Nú sagði hann frá því í síðustu grein að hann mundi hætta vegna þess að blaðið teldi ekki við hæfi að frambjóðandi rit- aði fasta pistla. Þetta virðist ekki gilda um alla og rita sumir fram- bjóðendur áfram jafnvel fasta pistla að því er virðist. í þessum greinum sínum hefur Ellert komið víða við og má af þeim ráða hver hans baráttumál eru einkum. Hann hefur tekið mjög á því hversu fámennir hópar eru að ná völdum og áhrifum í þjóðfélaginu í skjóli fjármagns sem þeir i raun eiga ekki á sama tíma og hinn almenni borgari verður út undan. Að hvorki löggjafinn né stjórnmálaflokkamir hafa megnað að móta lög og reglur er stuðla að réttlátum leikreglum á fjármála- markaði. Ég get ekki meira Ég hef sagt við samherja mína í Framsóknarflokknum að þegar svo er komið að helstu baráttumál flokksins em að viðhalda kvóta- kerfinu og ganga í Evrópubanda- Ellert B. Schram forsetl ISI Vann fyrir Sjálfstæöisflokkinn - nú fyrir Samfylkinguna. Framleiösla á þingmönnum Mér hefur skilist að Ellert geti orðið áhrifamaður við ákvörðun um stefnuna í fiskveiðimálum ef Samfylkingin kemst í stjórnarað- stööu. Við hefðum auðvitað, félag- ar hans, viljað sjá hann ofar á lista meö meiri áhrif. Reyndar er það svo að íslendingar eru fastheldnir á flokka og kjósa nánast alltaf sama flokkinn þó þeir séu jafnvel orðnir ósammála flokknum í öllum aðalatriðum. Því er hættan sú að margir sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn sem vilja fá breytingu á fiskveiði- stjóminni geti ekki hugsað sér aö kjósa Samfylkinguna. Stjómmála- flokkarnir eru nefnilega orðnir verksmiðjur til framleiðslu þing- manna og þar hanga menn saman jafnvel þótt flokkamir séu klofnir í herðar niður í veigamiklum mál- um, fiskveiðistjóm, Evrópumálum o.s.frv. lagið sé ég kominn í vanda. Ég hef barist með Framsóknarflokknum í fjölda ára en þegar flokkurinn er á móti þeim grundvallaratriðum sem ég vil halda í heiðri þá get ég ekki meira. Menn styðja stjórnmálaflokk til þess að koma fram ákveönum mál- um, hafa áhrif í þjóöfélaginu í ákveðna átt. Ekki er unnt að styðja v' stjórnmálaflokk af gömlum vana gegn helstu stefnumálum manns sjálfs. Ég á hins vegar afar erfitt með að styðja Samfylkinguna. Það vantar vettvang fyrir óánægða framsóknarmenn og sjálfstæðis- menn sem ekki geta stutt Samfylk- inguna eða Vinstri græna. Ein- hverja grasrótarhreyfingu manna úr öllum flokkum sem vilja breyt- ingar, jafnvel án þess að ganga úr sínum gömlu flokkum nema tíma- bundið. Eigi að síður hljótum við félagamir að óska Ellerti velgeng- is, hann er að berjast fyrir sömu málum og við. Sandkom Hœttulegur vegur? Þeir Davíð Odds- son og Halldór Ás- grímsson kynntu í vikunni ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja nokkra milljarða í vega- framkvæmdir og fleira. Meðal annars er um að ræða 500 milljónir til þess að grafa göng undir Almannaskarð - en eitthvað virtust menn ekki vera sammála um ástæður fyrir nauðsyn þeirrar framkvæmdar. Þegar Davíð sagði aö þessi vegarkafli væri stórhættu- legur greip Halldór leiftursnöggt sandkorn@dv.is fram í: „Hann er ekkert hættuleg- ur!“ Hugsað upphátt Ýmislegt í ræðu Davíðs á við- skiptaþingi Verslunarráðs vakti at- hygli en ekki rataði það allt í frétt- ir. Upphafsorðin voru til dæmis mjög athyglisverð því að Davíð hóf mál sitt á því að segja að hann myndi í ræðunni leitast við að „hugsa upphátt" með fundarmönn- um. Nú velta menn vitanlega fyrir sér hvort það fari fyrir Davíð eins og þeim sem síðast tjáði sig á opin- berum vettvangi undir þessari fyr- irsögn, en sá gekk sem kunnugt er úr Sjálfstæðisflokkknum og fór í framboð fyrir Samfylkinguna... +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.