Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 18
18
_________________________________________________________FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003
Skoðun Z>V
Strákarnir okkar
Eirikur
skrifar:
Ég gat ekki orða bundist er ég
las grein Hannesar í mánudags-
blaðinu sl. er hann hreinlega
hraunaði yfir íslenskar boltaí-
þróttar eins og þær lögðu sig. Það
er rétt að íslenska karlalandsliðið
er vel innan við 100 bestu knatt-
spyrnuþjóðir heims, sem telst
bara viðunandi, miðað við að við
höfum ekki úr meiru að moða en
við höfum. Sú gagnrýni er
kannski réttmæt að vissu leyti.
En svo þegar áðumefndur
Hannes fer að snúa sér að „strák-
unum okkar“ í handboltalandslið-
inu og segir að þeirra árangur
hafi enginn verið þá fallast mér
hendur (og jafnvel fætur í leið-
inni!). Hann ruglar saman göml-
,Jú, vissulega unnu þeir
VUhjálmur Einarsson,
Gunnar Huseby, Clausen-
brœður, Torfi Bryngeirs-
son og fleiri góð afrek á
sínum tíma. En án þess
að gera lítið úr afrekum
þessara kappa þá hefur
keppnin eflaust ekki
verið eins hörð og
hún er í dag. “
um medaliuhöfum sem „ýmist eru
komnir til Guðs eða á háan aldur“
(eins og hann orðar þetta) en það
þarf nú engan menntamálaráð-
herra og hvað þá vel læsan íslend-
ing til að sjá að menn bera ekki
saman hópíþróttir og einstaklings-
íþróttir!
Jú, vissulega unnu þeir Vil-
hjálmur Einarsson, Gunnar Huse-
by, Clausenbræður, Torfl Bryn-
geirsson og fleiri góð afrek á sín-
um tíma. En án þess að gera lítið
úr afrekum þessara kappa þá hef-
ur keppnin eflaust ekki verið eins
hörð og hún er í dag.
Ég mæli því með, Hannes minn,
að þú setjir á þig sjónvarpsgler-
augun, setjist niður, jafnvel með
kaldan bjór fyrir framan imbann
og fylgist aðeins betur með
íþróttalífmu hér á landi. Ártalið
núna er 2003 en ekki 1950 eða 1960
(hvar sem þú ert í tímanum).
íraksdeilan opinberar
marga bresti í þeirri heims-
mynd sem Bandaríkin undir
forystu Bush hafa reynt að
þröngva upp á aðrar þjóðir. -
Atburðina 11. september var
reynt að nýta til að klæða
bandaríska heimsveldis-
stefnu í skikkju gegn hryðju-
verkum sem almenningi
stendur eðlilega stuggur af.
Flest ríki horfðu í fyrstu
fram hjá því að Bush lýsti
yfir stríði, ekki aðeins bar-
áttu gegn hryðjuverkum, og
áskildi Bandaríkjunum rétt
til að velja andstæðingana.
Fyrst var vopnunum beint
gegn talibönum í Afganistan
og Nató-ríki sem aðrir létu
gott heita. Þeirri herför er
ekki lokið og þegar hefur
verið hlaupist frá loforðum
um fjárhagsstuðning við
uppbyggingu þess stríðs-
hrjáða lands.
Fyrr en varði bentu
Bandaríkin í aðrar áttir á
möndul hins illa: irak, íran
og Norður-Kóreu. Þá fór
sumum gömlum bandamönn-
* um ekki að lítast á blikuna
og gerðust haltir. Krossferð-
in mikla átti greinilega ekki
að snúast um hryðjuverk
heldur um meinta hagsmuni
Bandaríkjanna sem heims-
veldis. NATÓ var stækkað í
austur, til hvers var látið liggja
milli hluta, en nú er komið á dag-
inn að Bandaríkin hyggjast nota
bandalagið sem tæki í eigin þágu
út á við og velja sjálfir stríðstil-
efnin.
■%.
Gatslitin áróðursflík
Rökstuðningur Bandaríkjanna
og Breta fyrir innrás í írak við
núverandi aðstæður er einhver
fáránlegasti málatilbúnaður sem
lengi hefur sést á alþjóðvettvangi.
Ekki aðeins stangast slíkur gjörn-
ingur á við alþjóðalög og hefðir
allt frá lokum 30 ára stríðsins um
miðja 17. öld, eins og Henry Kiss-
inger hefur bent á, heldur og við
alia almenna skynsemi. írak ára-
tug eftir Flóabardaga er ekki ógn
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. - íslendingar vinna að því að fá þar sceti.
við grannríki sín hvaða álit sem
menn hafa á stjórn Saddams
Husseins. Og það er enn síður
ógn við Bandaríkin eða Evrópu.
Það skilur almenningur á Vestur-
löndum og þess vegna er þar yfir-
gnæfandi andstaða við stríðsá-
formin, að ekki sé talað um þriðja
heiminn.
Og þá er gripið til NATÓ til að
reyna að brjóta andstöðuna á bak
aftur, jafnt ríkisstjóma eins og
þeirrar þýsku og frönsku og al-
mennings í þessum löndum.
NATÓ sem sagt var stofnað til að
verjast árás átti nú að beita til að
styðja og réttlæta árásina á írak.
Til þess átti að beita tyrkneska
hælkróknum á Frakka og Þjóð-
verja um siðustu helgi, en í fyrstu
lotu hafa Bandaríkin fallið á eig-
in bragði.
Herför í nafni íslendinga
íslenska ríkisstjórnin hefur
enn og aftur skrifað upp á herför
Bush án fyrirvara, nú síðast á
vettvangi Nató. Á sama tíma er
verið að vinna að því að ísland
fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna og nú er ljóst hvemig
atkvæði okkar myndi falia þar að
óbreyttu. Nær tvöhundruð þús-
und manna herlið Bandaríkja-
manna og Breta stendur grátt fyr-
ir járnum búið fullkomnustu
tækni við landmæri íraks.
Þessi liðsafnaður, sem á sér
ekkert fordæmi í veraldarsög-
unni, lýtur boði forseta Banda-
ríkjanna og forsætisráðherra
Breta, sem segjast munu hundsa
alþjóðasamfélagið og hefja árás
án samþykkis Sameinuðu þjóð-
anna, ef ekki verður skrifað upp
á herforina fyrirfram. Stjórnar-
ráðið í Reykjavík hefur veitt
þeim umboð sitt, Samfylkingin
þegir þunnu hljóöi, en þorri ís-
lendinga er andsnúinn þessu
glapræði.
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrverandi
alþingismaöur
Engin störf
eru í boöi?
Stefán Sigurðsson hringdi:
Ég heyrði viðmælendur í
sjónvarpsþætti eftir fréttir
ræða um atvinnuleysi og at-
vinnuleit þessa dagana. Fram
kom m.a. í máli annars við-
mælandans að „engin störf
væru í boði“ fyrir fólk sem
hefur lokið háskólanámi. Ég
er nú ekki undrandi á því.
Eða hvers vegna ætti þjóöfé-
lagið að hafa störf á lager fyr-
ir allan þann fjölda mennta-
fólks sem úr háskólunum
kemur, bæði hinum innlendu
og svo einnig hinum erlendu?
Þær þúsundir sem flykkjast í
háskólanám - oft með litlum
árangri - eru svo varla vinnu-
færar þegar þaðan kemur sak-
ir reynsluleysis við hin ýmsu
störf sem bjóðast. En því býr
þetta fólk ekki sjálft tU at-
vinnutækifæri með því að
stofna fyrirtæki? TU þess hef-
ur þaö menntunina.
Of mlkið af menntafólki?
Störfin bíöa ekki lengur.
•Herför í nafni íslendinga
Höfuöstöðvar ESB
íslendingum þarf að fækka þar.
Fækka má í Brussel
Birgir Sigurðsson skrifar:
Eftir því sem tíminn liður fjar-
lægjast Islendingar þá skoðun að
eitthvert vit sé í því að sækja um
inngöngu í ESB. Aðgangseyrir þar
er okkur ofviða og ekki bætir úr
skák að mikUl kurr í Evrópu í garð
NATO og Bandaríkjanna gerir það
ekki áhugaverðara fyrir íslendinga
að tipla í kringum ráðamenn Evr-
ópusambandsins í Brussel. Við ætt-
um að gera gangskör að því nú að
fækka starfsmönnum okkar í
Brussel. Þar situr her manns við
það eitt að fletta pappírsörkum og
opna og loka skjalaskúffum í gríð
og erg daglangt. Þama eru mest af-
komendur krata og framsóknar-
manna og eitthvað mun um ætt-
menni sjálfstæðismanna líka. En
burtséð frá því - þetta lið á að
kaUa heim strax.
íbúðaverð allt of hátt
Björn Gíslason hringdi:
Margir eru farnir að sjá að íbúða-
verð hér á höfuðborgarsvæðinu er
orðið aUt of hátt enda sér maður
sömu íbúðirnar á sölulista viku eft-
ir viku, jafnvel mánuð eftir mánuð.
Vextir og annar kostnaður við að
kaupa sér íbúð - að ekki sé nú tal-
að um fyrstu íbúðina - er svo gífur-
legur, ásamt tvenns konar verðbóta-
þáttum sem aldrei lækka þrátt fyrir
nánast enga verðbólgu, að maður
sligast af fjárhagslegum byrðum. Ég
er helst á því að sú sprenging sem
orðið hefur á ibúðaverði sé fyrst og
fremst frá fasteignasölum komin.
Getur ekki eitthvert opinbert eftirlit
kannað þessi ósköp?
Allt fyrir Ingibjörgu?
Sigurbjörg Guðmundsdóttir skrifar:
Furðulegt hve
sumum fjölmiðlum
finnst sannfærandi
að fá aöra utanað-
komandi til að
gera fyrir sig skoðanakönnun.
Þannig lætur nú Stöð 2IBM gera
könnun um fylgi fólks við Ingi-
björgu Sólrúnu sem forsætisráð-
herraefni. Þarna eru hæg heima-
tökin, eða hvað? Er ekki Stöð 2 í
eigu Jóns Ólafssonar fjárafla-
manns? - Sem svo aftur studdi
dyggilega við bakið á Ingibjörgu í
kosningabaráttu hennar, að sögn
fjölmiðla. Er því hér ekki fundin
dágóð forsenda fyrir góðu fylgi við
Ingibjörgu? - En ekki milliliða-
laust, heldur gegnum annan aðila,
IBM! Hver trúir svona hringsóli?
Stríð fyrir S.Þ.?
Einar Ólafsson skrifar:
íraksdeilan er prófsteinn á Sam-
einuðu þjóðimar, segir aðalritsjóri
DV í leiðara 10. febrúar. Aðalvand-
inn er stöðug undanlátssemi og er
vísað til afstöðu Rússa, Kínverja,
Þjóðverja og Frakka. Því má bæta
við að milljónir manna um allan
heim mótmæla stríðsáformum
Bandaríkjanna. Af hverju skyldi
það vera? Skýrslum um afleiðingar
hugsanlegarar innrásar í írak ber
saman um að þar verði mannfall
óbreyttra borgara talið í tugum
þúsunda, flóttamenn verði á aðra
milljón o.s.frv. Þeir sem mótmæla
stríði sjá ekki að það verði til að
bæta orðstír Sameinuðu þjóðanna.
dv| Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV,
Skaftahlíft 24, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.