Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003
25
DV
Tilvera
lífiö
T I R V I N [J U
V-dagurinn í dag
V--dagurinn er í dag en hann er
alþjóðlegur baráttudagur gegn of-
beldi á konum. Dagskrá dagsins á
íslandi hefst með máiþingi í hátíð-
arsal Háskóla íslands kl. 16.30. Kl.
19.30 verður svo dagskrá í Borgar-
leikhúsinu þar sem fjöldi lista-
manna kemur fram. Að dagskrá
lokinni verður V-dagsgleði í Þjóð-
leikhússkjailaranum. V-dags bolir
og merki eru seld í öllum helstu
tískuvöruverslunum og kaöihúsum
á höfuðborgarsvæðinu
Nautnablót við norðurljós
Á Hótel Glym í Hvalfirði er
dekrað við augu, eyru, nef og
munn á nautnablóti með ljós-
myndasýningu, söng og sögum, og
ilmandi krásum sem renna ljúflega
niður. Markmið blótsins er barma-
fullt hjarta af fegurð og hamingju.
Hefst kl. 19 og er verð fyrir kvöld-
verðarhlaðborð með sagnaskemmt-
un og söng aðeins 4900 krónur.
Auk þess verður sérstakt tilboð á
gistingu þessa nótt, aðeins 5000 á
mann með morgunverðarhlaðborði.
Enstmi og Brain Police á
Grand rokk
Hljómsveitimar Ensími og Brain
Police ljúka tónleikaferðalagi sínu
um landið á Grand Rokk í kvöld.
Með þeim spilar Solid I.V. Tónleik-
amir hefjast eftir miðnætti, 500 kr.
inn og 20 ára aldurstakmark.
Mát í Keflavík
Hljómsveitin Mát spOar á KafFi
Duus í Keflavík í kvöld.
Pétur Kristjáns í Sandgeröi
Pétur Kristjáns og hljómsveit
spila á Vitanum Sandgerði í kvöld
eftir þorramat og þjóðleg skemmti-
atriði.
lÁ'iliuiyutiuf-Gí-iiiýai
Tekur þátt í íslandsmóti í pokakasti:
Hóf ekki íþróttaiðkun
fyrr en hundrað
ara
- segir Ágúst Benediktsson sem hefur titil að verja
Sambíóin
Nemesis
- Star Trek:
★★
„Ég byrjaði ekki að æfa neinar
íþróttir fyrr en ég varð hundrað
ára,“ segir Ágúst Benediktsson,
heimilismaður á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, sem nú er á hundraðasta
og þriðja aldursári. Hann ætlar að
taka þátt í „íslandsmóti" í
pokakasti á þriðjudaginn og hefur
titil að verja frá því í fyrra, er
hann sigraði með yfirburðum.
Þótt hann hafi ekki lagt stund á
íþróttir í uppvextinum kveðst
hann eitt sinn hafa tekið þátt
kappslætti og lent í öðru sæti en
segir sér hafa fundist sjálfsagt að
taka þátt í þeim æfingum sem
bjóðast þarna á heimilinu. „Það er
gott að stytta sér stundir með ein-
hverju.. Leikfimitímarnir eru
tvisvar i viku og ég hef alltaf get-
að mætt nema einu sinni síðan ég
flutti hingað og í dag eru nákvæm-
lega tvö ár síðan,“ segir hann.
„Ágúst er venjulega fyrsti maður
á vettvang," segir Helena Björk
Jónasdóttir íþróttafræöingur, en
hún hefur séð um þjálfun heimil-
isfólks Hrafnistu síðustu tvö árin
og stendur fyrir keppninni á
þriðjudaginn. Hún segir aðal-
greinarnar vera pokakast og
hringjakast og þátttakendur séu
15-20 á hverri hæð. Hæðirnar eru
þrjár og lendir bikarinn á þeirri
hæð sem best stendur sig. Ágúst
og tveir aðrir náðu bikarnum á
sína hæð í fyrra. „Það er
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Klónaður geimfari
Langlífasta
geimsería kvik-
myndanna er
Star Trek-serí-
an. Hún er
einnig lang-
lífasta geimserí-
an í sjónvarpi.
Það er ótrúlegt
hversu lengi hef-
ur verið hægt að
halda úti þessu
framtíðarævin-
týri sem hófst á
sjötta áratugn-
um og hefur
spunnið sig
áfram með ýms-
um breytingum
án þess þó að
gleyma upp-
runanum. Star
Trek: Nemesis
er tíunda kvik-
myndin. Sjálf-
sagt verður þetta síðasta kvik-
myndin, þreytumerkin eru aug-
ljós. Nemesis hefur ekkert nýtt
fram að færa. Það er helst atriðið
þar sem við sjáum Enterprise
sigla á annað geimfar sem kemur
adrenalíninu af stað. Þetta atriði
og fleiri tilkomumikil hasaratriði
fela þó ekki veika og máttlausa
sögu.
Star Trek-serían er gærdagurinn
í gerð ævintýrakvikmynda. Þetta
er áberandi þegar hún er borin
saman við stórar og nýjar ævin-
týramyndir á borð við Harry Pott-
er, Hringadróttinssögu og nýjustu
kaflana í Stjömustríðsmyndum Ge-
orge Lucas. Ef á aö bjarga seríunni
þarf að skipta um áhöfn á Enter-
prise og finna nýjan óvin. í Star
Trek: Nemesis erum viö með
Klónaður Plcard
Tom Hardy leikur Shinzon, mann sem
aldrei hefur búiö í mannheimum.
Picard kaptein við
stjórnvölin eins og
í síðustu þremur
myndum og hefur
hlutur hans sjálf-
sagt aldrei verið
stærri. Það kemur
nefnilega i ljós að
hann hefur verið
klónaður og klón-
inn, sem aldrei
hefur í mann-
heimum dvalið,
hefur tekið stjórn-
ina á óvinaslóð-
um.
Það er greini-
legt að aðdráttar-
aflið hefur átt að
vera í samskipt-
um Picards við
„sjálfan sig“.
Þeirra samskipti
er hjarta myndar-
innar. Það er svo
aftur á móti staðreynd að myndin
hægir mikið á sér þegar þeir ræða
tilfinningar. Mim betur heppnað
er þegar vélmennið Data hittir
fyrir eldra módel af sjálfum sér.
Passa þau samskipti betur inn í
Star Trek-ímyndina.
Star Trek: Nemesis er samt ekki
slæm kvikmynd þó hún flokkist
ekki með því besta í seríunni. í
myndinni eru tilþrifamikil atriði
sem eru vel gerð og spennandi.
Vandræðagangurinn er mestur
þegar reynt er að höfða til mann-
legra tilfmninga eins og í brúð-
kaupsveislunni í upphafsatriðinu.
Leikstjóri: Stuart Baird. Handrit: John Logan.
Kvikmyndataka: Jeffrey L. Kimball. Tónlist:
Jerry Goldsmith. Aöalleikarar: Patrick
Stewart, Jonathan Frakes, Brent Spiner, Lev-
ar Burton og Michael Dorn.
DVJVIYND HARI
Eldhress öldungur
„Ég tók einu sinni þátt í kappsiætti á yngri árum og lenti í ööru sæti, “ segir Ágúst. Bak viö hann hanga medalíur sem
hann hefur unniö síöustu ár í keppni á Hrafnistu, tvær fyrir pokakast og ein fyrir hringjakast.
stemning yfir þessu,“ segir Helena
sem hefur greinilega gaman af
sínu starfi.
Byrjaði sex ára að vinna
Ágúst er fæddur aldamótaárið
1900 og ólst upp í Kollafirði á
Ströndum. Sex ára byrjaði hann
að sitja yfir ánum allan daginn
ásamt öðrum. „Svo var ég lánaður
til þess starfa vestur í Barða-
strandarsýslu þegar ég var níu
ára,“ rifjar hann upp. „Það var
annar með mér fyrstu þrjá dagana
og það dofnaði yfir mér eftir að
hann fór. Ég hafði ekki lyst á
matnum í nokkra daga, mér leidd-
ist svo, en ég hélt þetta samt út
sumarið og ég held ég hafi ekki
týnt neinni kind.“
Á Hvalsá í Kollafirði bjó Ágúst í
43 ár, frá 1929-1972, meö konu
sinni, Guðrúnu Þ. Einarsdóttur.
Þeim varð sjö sona auðið en tveir
þeirra féllu frá á besta aldri. Ágúst
stundaði ekki bara landbúnað
heldur reri líka til fiskjar á
haustin og segir strákana hafa
verið unga þegar þeir fóru að róa
með honum. „Þeir urðu þó að ná
niður á botn á balanum," segir
hann kankvís.
Sígarettur rak á fjörur
Ágúst byggði upp öl1 hús á jörð-
inni sinni - sagaði meira að segja
máttarviðina í þau og rafvæddi
bæinn í fyrstu með þvi að smiða
sér vindmyllu - allt úr rekaviði af
Ströndum.
Nú er hann að byrja á tálgunar-
námskeiði á Hrafnistu og á borð-
inu liggja fyrstu smíðisgripirnir,
enda er hann ekki óvanur að fást
við tréð. Hann kveðst hafa unnið
talsvert við smíðar í sveitinni. „Ég
fór oft á vorin þegar sauðburður
var búinn og var í byggingar-
vinnu fram aö slætti,“ segir hann.
Ekki er ofsögum sagt af rekan-
um á Ströndum. Ágúst segir þar
meira að segja hafa rekið sígarett-
ur á stríðsárunum. „Þá byrjaði ég
að reykja,“ segir hann og hlær en
kveðst löngu hættur. Helena
íþróttafræðingur bendir honum
kurteislega á að á peysunni henn-
ar standi: „Reykingar, ógeðsleg
fyla,“ og gerir honum ljóst að hún
hefði ekki viljað kyssa hann með-
an hann reykti. Hann tekur þeirri
athugasemd fálega. Þá minnist
hún á vísur við hann. „Já, það er
mikið safn af vísum i hausnum á
mér,“ segir hann. „En það kemur
ekki fram nema stundum."
Setti upp síðustu netin ald-
argamall
Þegar Ágúst brá búi 1972 og þau
hjón fluttu suður kveið hann að-
gerðaleysinu en ekki liðu nema
tveir dagar þar til hann var farinn
að salta grásleppuhrogn. Síðan tók
netavinna við. „Ég setti upp síð-
ustu netin á hundraðasta árinu,“
segir hann og brosir. Guðrún,
kona hans, lést fyrir rúmum
tveimur árum og höfðu þau þá átt
farsæla samfylgd í yfir 70 ár. Elsti
drengurinn hans á lífi er 72 ára.
„Þetta verða orðnir karlar áður en
ég fer héðan,“ segir hann og hlær.
Nú kveðst hann vera farinn að
sjá svolítið illa og þó sérstaklega
heyra. En hann ætlar að gera sitt
besta í íþróttakeppninni á þriðju-
daginn og svo verður að koma í
ljós hvort hann heldur titlinum.
Það sem mestu skiptir er lífsgleð-
in og Ágúst er greinilega ríkur af
henni. Hann ætlar að skemmta sér
um helgina með fyrrverandi sam-
býlisfólki á Dalbrautinni og er ný-
kominn af dansæfmgu þegar við-
talið er tekið. „Þær sóttu mig
þrjár fram til að dansa,“ segir
hann og bætir við hlæjandi: „Þó
ég sé eins og rekaviðardrumbur af
Ströndum." -Gun.
Allir íþráttaviáburdir í beinni á risaskjám. Pnol. Eóður matseðill.
Tökum að nkkur hnpa, starfsmannafélög. Stórt ng gntt dansgnlf.