Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 Sport DV Ferill Teits í 1983- 84 .... 8 leikir, 10 stig (1,3) íslandsmeistari Deildarmeistarí 1984- 85 ... 19 leikir, 107 stig (5,6) Islandsmeistari Deildarmeistarí 1985- 86 .... 9 leikir, 24 stig (2,7) Islandsmeistari 1986- 87 ... 19 leikir, 251 stig (13,2) íslandsmeistari Deildarmeistarí Bikarmeistari 1987- 88 ... 16 leikir, 174 stig (10,9) Deildarmeistari Bikarmeistari 1988- 89 ... 20 leikir, 517 stig (19,9) Deildarmeistari Bikarmeistari Leikmaður ársins 1989- 90 ... 25 leikir, 482 stig (19,3) Bikarmeistari 1990- 91 ... 25 leikir, 497 stig (19,9) íslandsmeistari Deildarmeistari 1991- 92 ... 25 leikir, 508 stig (20,3) Bikarmeistari Leikmaöur ársins 1992- 93 ... 26 leikir, 541 stig 1993- 94 ... 25 leikir, 380 stig (15,2) íslandsmeistari 1994- 95 . . 31 leikur, 580 stig (18,1) Islandsmeistari Deildarmeistari 1995- 96 ... 32 leikir, 679 stig (21,2) Deildarmeistari Meistari Meistaranna Leikmaður ársins 1996- 97 .... Larissa í Grikklandi 1997- 98 ... 22 leikir, 365 Stig (16,6) Islandsmeistari 1998- 99 ... 22 leikir, 398 stig (18,1) Bikarmeistari 1999- 2000 . 21 leikur, 384 stig (18,3) Deildarmeistari Meistari Meistaranna Leikmaður ársins 2000- 01 . . 21 leikur, 241 stig (11,5) Islandsmeistari Deildarmeistari 2001- 02 ... 27 leikir, 230 stig (13,5) íslandsmeistari Bikarmeistari Fyrirtækjabikarmeistari Meistari Meistarann 2002- 03 ... 11 leikir, 137 stig (12,5) Tímabil........................19 Leíkir .......................400 Stig ....................... 6485 íslandsmeistari................10 Bikarmeistari...................7 Deildarmeistari ...............10 Meistari meistaranna............3 Fyrirtækjabikarmeistari.........1 - lék sinn 400. úrvalsdeildarleik gegn Snæfelli í Stykkishólmi í gær 15.12.1983 Teitur Örlygsson fær sinn fyrsta leik skráðan þegar hann situr á bekknum 76-64 sigri Njarðvíkinga á Haukum í Ljónagryfjunni. Með Teiti í liðinu eru þeir Ástþór Ingason, Kristinn Einars- son, Ingimar Jónsson, Júlíus H. Val- geirsson, Hreiðar Hreiðarsson, ísak Tómasson, Gunnar Þorvarðarson, Val- ur Ingimundarson og bróðir hans Sturla Örlygsson sem er stigahæstur Njarðvikinga með 19 stig. Teitur er í treyju númer sex en í „peysunni hans“ númer 11 er Júlíus H. Valgeirsson. 11.03.1984 Teitur Örlygsson skorar sin fyrstu stig í úrvalsdeild í 81-88 tapi Njarðvík- ur gegn ÍR í Seljaskóla. Teitur sem skorar 10 stig í leiknum leikur í treyju númer 15 og leysir þar af Val Ingimund- arson sem hafði meiðst illa á ökkla sem orsakaði það að hann missti af allri úr- slitakeppninni um vorið. 621 og 199 Teitur Örlygsson er jafnan bestur á úrslitastundu og það sést líka vel á töl- fræðinni því enginn hefur skorað fleiri stig í lokaúrslitum um Islandsmeist- aratitlinn eða í bikarúrslitaleikjum í Höllinni. Alls hefur Teitur skorað 621 stig í 42 úrslitaleikjum um Islands- meistaratitlinn og 199 stig í 10 bikarúr- slitaleikjum. 315 - 78,8% Teitur Örlygsson hefur verið i sigur- liöi í 314 úrvalsdeildarleikjum oftar en nokkur maður og er Teitur sá eini sem hefur brotið 300 sigra múrinn. Næstur honum í sigurleikjum kemur Guðjón Skúlason sem hefur verið í sigurliði í 279 leikjum. Teitur státar því af 78,7% sigurhlutfalli sem leikmaður (hefur lækkað um 0,6% í vetur) en þjálfari hans í dag, Friðrik Ragnarsson, vann 259 af 327 leikjum sinum sem leikmað- ur eða 79,2% þeirra. Nítján lið Teitur Örlygsson hefur leikið Ieikina 400 gegn 19 liðum í úrvalsdeild en tlesta hefur hann þó leikið gegn Haukum eða alls 51. Teitur státar af yflr 80% sigur- hlutfalli gegn 14 af þessum 19 liðum en verst hefur honum gengið með Grinda- vík en gegn þeim hefur Teitur „aðeins" unnið 19 af 32 leikjum eða 59,4% þeirra. Leikurinn hans gegn Snæfelli var hans 20. gegn Hólmurum. 86,6% sigurhlutfall 1989-2000 Frá árunum 1989 til 2000 má segja að Teitur Örlygsson hafi verið besti körfu- boltamaður landsins. Á þessum 11 ár- um var Teitur fjórum sinnum kosinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar (1989, 1992, 1996 og 2000) og var jafn- framt 11 sinnum í liði ársins. Teitur var í liði ársins öll tímabilin nema 1996-97 þegar hann lék sem atvinnnu- maður með Larissa í Grikklandi. Eng- inn leikmaður í karlaflokki hefur verið oftar valinn leikmaður ársins eða kos- inn i lið ársins. -ÓÓJ Teitur hefur leikið 202 af 400 leikjum sinum í úrvalsdeild í Ljónagryfjunni í Njarðvík og hefur Njarðvík unnið 175 þeirra eða alls 86,6%. Teitur hefur oft- ast tapað fyrir KR á heimavelli eða sex sinnum (í 26 leikjum) en gegn 12 af þeim 19 liðum sem hann hefur mætt í Ljónagryfjunni státar Teitur af yflr 90% sigurhlutfalli. Teitur hefur skorað 3383 stig í Ljónagryfjunni í úrvalsdeild eða 16,8 að meðaltali. 115 leikir Teitur Örlygsson hefur leikið flesta af þessum 400 leikjum undir stjóm Friðriks Inga Rúnarssonar eða 29% þeirra. Það merkilega er að Friðrik Ingi er einu ári yngri en Teitur, fæddur 1968, en Teitur er fæddur 9. janúar 1967 og er því nýorðinn 36 ára. Alls hafa niu þjálfara stjórnað Teiti á leið hans að 400. leiknum og þar af hefur hann sjálf- ur stjórnað sér i 38 leikjum þar af 21 þeirra í samstarfi við núverandi þjálf- ara hans og Njarðvíkurliðsins, Friðrik Ragnarsson. Teitur Örlygsson náði merkum áfanga í Stykkishólmi í gær þegar að hann lék sinn 400. úrvalsdeildarleik í 60-63 sigri Njarðvík- inga. Teitur átti mikinn þátt í að koma Njarðvíkingum aftur á sigurbraut í Intersportdeildinni en hann gerði átta af síðustu 11 stigum Njarðvíkinga í leiknum, þar af tvær þriggja stiga körfur á síðustu þremur mínútum leiksins. Teitur er að leika sitt 19. tímabil í úr- alsdeild en hann steig sín fyrstu spor étt fyrir jólin 1983. Teitur hefur íjögurra leikja forskot á Val Ingimundarson, spilandi þjálfara Skallagríms, sem mun að öllum likind- um leika sinn 397. leik gegn KR í kvöld. í þriðja sæti er síðan Guðjón Skúlason sem hefur leikið 392 leiki í úrvalsdeild. Teitur Örlygsson hefur 10 sinnum orðið ís- landsmeistari í körfubolta með Njarðvík og í öll skiptin eftir að hafa farið i gegnum úrslita- keppni. Agnar Friðriksson hjá ÍR varð einnig íslandsmeistari í 10 skipti í gömlu 1. deildinni frá 1962-1977 en enginn leikmaður hefur unn- ið oftar titilinn í úrvalsdeild. Auk þessa hefur Teitur unnið bikarinn sjö sinnum og því alls 17 stóra titla á þeim 19 tímabilúm sem hann hefur leikið á íslandi. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir feril Teits Örlygssonar í úrvalsdeild auk þess sem nokkr- ar skemmtilegar staðreyndir um leikina 400 og árangur kappans á ferli hans i úrvalsdeild eru tilgreindar hér í eindálknum til hægri. -ÓÓJ Flestir leikir í úrvalsdeild Teitur lyfti Islandsbikarnum í tíunda sinn síöasta vor. 400 leikir......Teitur Öriygsson (Njarðvik, 1983-) 396 .......Valur Ingimundarson (Njarðvík, Tindastóll, Skallagrimur, 1979-) 392 ............Guöjðn Skúlason (Keflavík, Grindavík, 1983-) 335 ..........Marel Guðlaugsson (Grindavík, KR, Haukar, 1988-) 330 .......Jón Amar Ingvarsson (Haukar, Breiðablik, 1988-) 327 ..........Friðrik Ragnarsson (Njarðvík, KR, 1988-2001) 321........Guðmundur Bragason (Grindavík, Haukar, 1987- 319 ........Tómas Holton (Valur, Skallagrímur, 1982-2000) 316............Birgir Mikaelsson (KR, Skallagrlmur, Snæfell, Breiðablika, 1981-2001) 307 ...........Jón Kr. Gislason (Keflavík, Grindavík, 1982-1997)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.