Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Qupperneq 29
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 29 - þurfa að henda út fimm hundruð sætum Stólarnir á KR-vellinum viö Frostaskjól standast ekki evrópska knattspyrnustaöla og veröa því aö víkja á næstu misserum. DV-mynd Sigurður Jökull Samkvæmt nýju leyfiskerfi Knatt- spyrnusambands íslands er ljóst að innan margra ára þurfa KR-ingar að henda út þeim 500 sætum sem nú eru í áhorfendastúkunni við knatt- spymuvöil félagsins í Frostaskjóli. Ástæðan er að hæðin á baki stól- anna, frá sæti að efri brún, er að- eins 24 cm en skal vera 30 cm sam- kvæmt stöðlum þeim sem knatt- spymusamband Evrópu hefur sett og teknir hafa verið upp hjá aðildar- samböndunum í Evrópu. Ómar Smárason, leyfisstjóri hjá Knattspymusambandi íslands, stað- festi þetta í samtali við DV-Sport og sagði að innan einhverra ára yrðu KR-ingar að skipta út þessum sæt- um. Leyfismál hafa verið í brenni- depli að undanfórnu innan knatt- spymuhreyfmgar og þurfa knatt- spyrnufélög í efstu deild að uppfylla ýmis skilyrði til að fá þátttökurétt í Símadeild karla, en þau fá þá aðlög- unartíma ef þau sýna fram á tillög- ur að úrbótum til að uppfyUa þau skilyrði sem sett eru. Að sögn Arnar Steinsen, fram- kvæmdastjóra Hússtjómar KR, er stjómin einmitt aö vinna að tiUög- um að úrbótum. Stjórnin sé að skoða þær kröfur sem gerðar séu, en það sé stefnt að því að setja upp 1500 sæti við vöUinn sem er lág- markssætafjöldi á KR-veUi sam- kvæmt fyrmefndum stöðlum. Gera má ráð fyrir því að kostnað- urinn af því að geta ekki notað þau 500 sæti sem fyrir eru nemi 2-2,5 milljónum króna. Á móti kemur að KR-ingar geta hugsanlega selt þau tU félaga sem fyrirsjáanlega munu ekki nota þau í SímadeUdinni. -PS Fjölgar í þrjá bíla í hverju liði? Ef liðum í Formúlu 1 fækkar nið- ur í níu verða þau að fjölga bílunum í þrjá sem þau senda tU keppni. Lið- in voru áður 12 með 24 bUa, en eftir að Prost og Arrows féllu út og fátt bendir tU að Minardi nái að fjár- magna starfsemi sína fyrir komandi keppnistímabU getur bílunum fækk- að niður 118. í reglum Formúlunn- ar kemur hins vegar skýrt fram að ef bílunum fækkar niður fyrir 20 þá verða liðin sem eftir verða að fjölga bUunum í þrjá. Hafa menn miklar áhyggjur af þessu þar sem þetta þýðir að liðin þurfa að leggja fram gríðarlega mikla fjármuni tU viðbót- ar sem mörg þeirra eiga ekki tU eins og staðan er nú. -PS keppni i hverju orði Rafpostur: dvsport@dv.is KR-ingar undirbúa tillögur að urbÆi á áhorfendaaðstöðu: Bökin of lág sam kvæmt stöðlum r- Sigurður Bjarnason frá keppni í sex Svekkjan - krossbönd í hné slitin - framtíði David Beckham ósáttur: Byrjunar- liðið olli vonbrigðum David Beckham fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu viður- kennir að byrjunarlið landsliðs- ins gegn Áströlum á miðvikudag, þegar liðið tapaði háðuglega 3-1, hafi valdið miklum vonbrigðum. MikU reiði var meðal áhorfenda á leiknum og þá fóru enskir fjölmiðlar engum silkihönskum um frammistöðu leikmanna liðsins og þá sérstaklega stórstjarnanna sem hófu leikinn. Hann segir að þeir sem hófu leikinn og þurftu að fara af veUi í hálfleik vegna þeirrar ákvörö- unar Svens Görans Eiriksson landsliðsþjálfara að skipta alger- lega um lið í hálfleik, hefðu að sjálfsögðu viijað vera áfram inni á og reyna að laga þá slæmu stöðu sem var í hálfleik, en Ástr- alar höfðu þá tveggja marka for- ystu. „Við vorum að sjálfsögðu mjög ósáttir og urðum fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa okkur. Landsliðsþjálfarinn átti í sjálfu sér ekki aðra kosti þar sem það er mikU pressa frá félagsliðunum að nota menn ekki of mikið vegna hættunnar á meiðslum. En það sem fór í taugamar á mér er að áhorfendur, sem bauluðu á okkur í hálfleik, gáfu yngri strákunum ekki möguleika í þeim síöari og héldu uppteknum hætti. Ungu strákarnir fengu sömu meðferð og viö hinir reynd- ari sem mátti gera meiri kröfur tU að stæðu sig. Ungu strákamir áttu þetta ekki skUið," sagði Beckham „Þetta var fyrsti landsleikur margra þeirra og leikur sem þeir muna eftir um langan tíma. Ég held og ég vona að þessi fram- koma hafi ekki eyðUagt hann fyr- ir þeim. Við megum hins vegar ekki láta þessa frammistööu okk- ar hafa áhrif á undirbúning okk- ar fyrir leikina gegn Lichtenstein og Tyrklandi í mars og aprU næstkomandi, en þeir em liður í undankeppni EM 2004 í Portúgal. -PS Eins og fram kom í gær meiddist Sigurður Bjarnason, landsliðsmað- ur í handknattleik, á æfingu með fé- lagi sínu, Wetzlar, sl. mánudag og í fyrstu var talið að hann hefði slitið liðþófa í hnénu. Sigurður fór í gær í speglun og kom þá í ljós aö fremra krossband í hægra hné var slitið. Þessi meiðsli hafa það i för með sér að Sigurður leikur ekki meira með Wetzlar á þessu tímbUi og verður frá keppni að minnsta kosti í sex mánuði. Þessi meiðsli koma upp á afar viðkvæmum tíma því Sigurður átti í viðræðum við forsvarsmenn Wetzlar um nýjan samning við fé- lagið en eins hafði hann og fjöl- skylda hans uppi áform um að koma heim tU íslands. „Það er mjög svekkjandi að standa i þessu og maður verður að taka þessu með jafnaðargeði og vera bjartsýnn á framhaldið. Nú er bara spurning hvað framhaldið ber í skauti sér og ég og eiginkona mín erum að velta því fyrir okkur hver næstu spor verða. Wetzlar vUl halda mér og gera við mig nýjan samning en ég er að auki með ýmis önnur mál í skoðun, bæði hér í Þýskalandi sem og annars staðar. Það er óhætt að segja, eins og staðan er í dag, að framtíðin er óljós hvað mig varðar. Úrslitin í íslandsmótinu í glímu ráðast á sunnudaginn næstkomandi en þá fer fram þriðja og síðasta um- ferðin í íslandsmótinu í glímu, sem köUuð er Leppinmótaröðin. Keppn- in fer fram í íþróttahúsinu í Haga- skóla og er keppt i sjö flokkum karla, kvenna og unglinga. Fyrir þriðju og síðustu umferð er Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK, efst- ur með 12 stig, en í öðru tU þriðja Ég myndi þó segja að mestar líkur væru á því að koma heim og leika þar 1-2 ár tU viðbótar. Þetta er mál sem ég tek ákvörðun um í samráði við konuna mína. Ég ætla að skoða mín mál vel og vandlega á næstunni og ætli ákvörðun liggi ekki fyrir innan tveggja vikna,“ sagði Sigurð- ur Bjamason í samtali við DV í gærkvöld. Sigurður hefur leikið í Þýska- landi í níu og hálft ár en þetta er ekki i fyrsta sinn sem hann lendir í alvarlegum meiðslum. Eftir heims- meistaramótiö i Svíþjóð 1993 sleit hann innra liðband 1 vinstra hné og þau meiðsli voru samt mun alvar- legri en þau sem hann stendur nú í. Vegna þeirra var Sigurður frá keppni og æfingum í 14 mánuði og lék hann ekkert i handknattleik frá mars 1993 tU haustsins 1994. Sigurður sagði að góðu fréttirnar í gær hefðu verið þær að liðbrjóskið hefði ekki skaddast og það skipti miklu máli. Hugurinn stefnir á EM og ÓL „Ég ætla að vona og trúi ekki öðru en ég nái mér að fuUu og geti leikið handbolta áfram. Hugurinn stefnir að því að leika með landslið- inu á Evrópumótinu í Slóveníu í sæti eru þeir Lárus Kjartansson, HSK, og Jón Smári Eyþórsson, HSÞ. Ólafur Oddur stendur sömuleiðis efstur í +85 kg flokki með 12 stig, Lárus Kjartansson í öðru sæti með 10 stig og Jón Smári Eyþórsson í því þriðja með 8 stig. í opnum flokki kvenna er Inga Gerður Pétursdóttir, HSÞ, með 12 stig, Berglind Pétursdóttir, HSK, í öðru sæti með 9 stig og Soffia Siguröur Bjarnason fagnar meö fé- lögum sínum í landsliöinu sigrinum á Júgóslövum á HM í Lissabon sem tryggöi liöinu sæti á Ólympíuleikun- um í Aþenu á næsta ári. DV-mynd Hilmar Þór byrjun næsta árs og eins að vera með á Ólympíuleikunum í Aþenu. Spumingin er hins vegar hvort lík- aminn fylgir með. Úr því sem kom- ið er þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn," sagði Sigurður í spjall- inu við DV. krýndur Bjömsdóttir HSÞ með 5 stig. í +65 kg flokki kvenna er röðin sú sama og í opna flokknum og keppendur með sama stigafjölda. Þess má geta að Ingibergur Sig- urðsson, Glímukóngur íslands, er meðal keppenda á mótinu, en hann hefur ekki keppt í glímu síðan á síð- ustu Íslandsglímu. -PS Roy Keane: Man. City höfð- ar ekki mál Enska úrvaldsdeildarfélagið Man. City hefur ákveðið aö liöfða * ekki mál gegn knattspymumann- inum Roy Keane vegna grófs brots á Alf Inge Haaland, leik- manni Man. City, í nágrannaslag félaganna árið 2001. Brotiö þótti sérlega ógeðfellt og gortaði Roy Keane síðar af því í bók sem hann ritaði að hann hefði gert þetta viljandi og til að reyna að meiða andstæðinginn, til að hefna fyrir meint brot Alf Inge á Keane áriö áður, sem síöar kom í ljós aö hafði verið öfugt farið. Eftir að bók Keane kom út var t hann dæmdur í fimm leikjá bann, auk þess sem forsvars- menn City höfðu hótaö að höfða mál á hendur leikmanninum þar sem Haaland lék lítið sem ekkert með Man. City eftir atvikið. Það er þó ekki víst að málinu sé lokið þar sem Alf Inge Haaland er enn að íhuga málsókn ^ á hendur Roy Keane. -PS -JKS ^ Þriðja umferð íslandsmótsins í glímu á sunnudag: Islandsmeistari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.