Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 11 I>V M agasm Hentugt - Hagkvæmt - Gott - Glæsilegt | Skemmtilegar nýiungar, fermingarveisluna. eaa~ Franskir sælkera-veislubakkar eru nú fáanlegir á frábæru verði. Snittur með ostum, skinku, paté, kavíar, laxi og öðru góðgæti. Mini tartalettusnittur sem hægt er að bera fram heitar. Margs konar smásætabrauð sem gerir kaffisamsætið bæði glæsilegt og auðvelt í undirbúningi. Frekari upplýsingar hjá Meistaravörum, s. 568-7000, og á www.meistaravorur.is Flökkusagnir: Grænt M&M sem kynörvi Sælgætisfyrirtæki eitt í New Jerséy í Bandaríkjunum hefur framleitt M&M frá árinu 1941, en árið 1954 setti fyrir- tækið á markað M&M með hnetum. Allt frá því hnetusælgætið kom á markað hafa verið uppi sögusagnir um mismunandi eiginleika hina óliku lita M&M-kúlnanna. Grænu kúlurnar eiga til dæmis að vera kynörvandi, ef síð- asta kúlan í pokanum er rauð er hægt að óska sér og ef hún er gul á sá sem hana fær alls ekki að fara í vinnu dag- inn eftir heldur halda sig heima við. Appelsinugular kúlur veita gæfu en brúnar ógæfu. Liðsmenn þungarokkshljómsveitar nokkurrar (Kiss, Aerosmith, eða var það Grand Funk?) kröfðust þess á tímabili að ávallt væri full skál af M&M-kúlum baksviðs, fyrir og eftir hljómleika. Þeir kröföust þess einnig að allar brúnu kúlumar yrðu fjarlægð- ar vegna ógæfunnar sem fylgdi þeim. Rétt eftir 1970 fóru af stað sögur þess efnis að grænt M&M væri frábær kynörvi sem kæmi lötustu karlmönn- um á fætur og kveikti undir hjá kynköldustu konum. Enginn veit hvemig sagan fór af stað en vitað er að ungir karlmenn fóru óspart að mata elskurnar sínar á grænum M&M í von um að skora eftir að sagan fór af stað. Helsta skýringin á trúnni er sú að grænn litur tengist frjósemi, eins og sjá má á nýrri íslenskri auglýsingu á Ora grænum baunum, og sumir segir að grænir gúmmíkarlar hafi sömu áhrif. Þegar rautt M&M var tekið af mark- aði 1976 vegna óæskilegra efna í litn- um fóru fljótlega að heyrast sögur um að starfsmenn fyrirtækisins stælu öll- um rauðu kúlunum vegna kynörvandi efna í þeim. Rautt M&M var sett aftur á markað 1987, eftir að nýtt og æski- legra litarefni hafði fundist. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem framleiðir M&M hafa ávallt neitað að eiga nokkum þátt i að koma sögunum á stað og segja þær sprottnar frá al- menningi. Árið 1996 hrinti fyrirtækið aftur á móti i framkvæmd auglýsinga- herferð þar sem spilað er inn á trúna á kynmagn grænu M&M-kúlnanna. Slagorð auglýsinganna er: „Is it true what they say about the green ones?“ -Kip Haldiö til haga í myndatexta í síðasta DV- Magasíni var ranglega farið með nafn eins ættfræðinganna sem starfa fyrir Friðrik Skúlason. Sig- urður er Kristjánsson, en ekki Kristinsson eins og ranglega var hermt. Beðist er velvirðingar á þessu. -sbs Farþegar Emblu segja: Máritíus er hin eina sanna suðurhafseyja. Ljós kórallasandurinn blandast lágum klettum og vogum, þar sem litríkir fiskar borða brauð úr hendi manns. Suðræn blóm lita umhverfið gult og bleikt. Hótelið, sem Embla bauð upp á var hrein paradís og á kvöldin speglaðist tunglið í haffletinum, meðan dansað var við bál í fjörunni. Sumarfifið okkar í Máritíus var hin fullkomna blanda af hvfld og upplifun. Snorri Sturluson og Erla Eðvarðsdóttir Márítíus Páskar í Paradís 14.-25.apríl, aðeins 6 vinnudagar SÉRHÖNNUÐ FERÐ FYRIR ÍSLENDINGA - HÓTEL í HÆSTA GÆÐAFLOKKI - ÍSLENSK FARARSTJÓRN Embla býður nú þennan dýrðarstað í þriðja sinn og er stolt af að kynna glænýjan gististað, Legends, sem er innréttaður eftir hugmyndafræði Feng Shui. Jafnframt bjóðum við dvöl á hinu glæsilega Paradise Cove hóteli í lúxus vistarverum. Verð firá 229.900 kr. á mann, aukagjald fyrir einbýli: 25.500 kr. Miðast við hámark 20 manna hóp Ferðin okkar til Barbados í janúar var hréint ffábær. Sól, sjór og sandur léku við okkur hvern dag og loftslagið var eins og best verður á kosið. Kóralrifin við strendurnar voru ævintýraleg og við syntum með skjaldbökum og skötum. Fólkið var vingjamlegt og sérlega kurteist. Best fannst okkur þó að á eyjunni nutum við mikils öryggis og gátum umgengist innfædda á áhyggjulausan hátt. Við mælum með Barbados með Emblu. Bjöm Guðbjömsson oglngunn Ingvarsdóttir. Visrvænar Vera!daríerðir Skólavörðustígur21a • 101 Reykjavík Sími: 511 40 80 info@embla • www.embla.is Verðum við símann frá 14 -17 í dag ZntMu^enð— öð'ucufoi Innifalið: flug um París með Flugleiðum og hágœðaflugfélaginu Air Mauritius, flugyallaskattar,fJutningtil ogfráflugyelli, gistingu í 9 nætur með morgunverðarhlaðborði og veislukvöldverði, allt vatnasport og vönduð skemmtidagsskrá öll kvöld. Barbados Klassi í Karíbahafi 28. maí - 8. júní og 12. - 24. júlí Barbados laðar til sín ferðamenn sem kjósa besta aðbúnað á ferðalögum, þægilegt loftslag, tært túrkisblátt haf, frábæra veitingastaði og hreint og öruggt umhverfi. Casuarina Beach Club er stóiglæsilegt íbúðarhótel á suðurhluta Barbados. Hótelið hefiir hlotið fjölmatgar viðurkenningar fýrir hönnun og einstakan garð en það er m.a. umhverfisvottað af Green Globe 21. Verð frá 114.500 kr. á mann: 2 + 2 böm undir 12 ára í íbúð m/1 svefnh. 142.000 kr. á mann: 2 í stúdíó. Sérstakt tilboð fyrir golfara www.barbadosgolf.com Innifalið: 'beintflugfrá London með British Airways,flugvallask.,flutn. til og fráflugv., gisting i 10 metur með morgunv, allt vatnasport og aðstoð fararstj. Embla býður einnig gistingu á 5* hóteli, Colony Club. Ath ’Ferðin hefit í London. Nýtiðykkur netfargjöld eða þjónustu Emblu. VELDU EMBLU OG ÞÚ UPPLIFIR: • heimsins fegurstu staði • framúrskarandi þægindi og þjónustu • ógleymanleg ævintýri • lúxus aðbúnað • frábæra fararstjórn • öryggi og velferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.