Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 15
■4 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 15 M agasm Einstakar konur Fjölmenni sótti heim systumar Erlu og Ástríði Gunnarsdætur í Austurbrún 2 í Reykjavík þegar sú síðarnefnda hélt upp á 75 ára afmæli sitt á dögunum. Uppi á tólftu hæð í blokkinni, þar sem systumar eiga fimm íbúðir af sex, héldu þær hóf fyrir vini sína og vanda- menn og voru gestir um hundrað talsins. „Þetta var alveg stórkostlegur dagur og mikið ævintýri. Við systurnar erum alveg uppi í skýjunum, þar sem sólin skín,“ sagði afmælis- bamið Ástríður í samtali við DV-Magasín. Henni barst fiöldi góðra gjafa - en sömuleiðis segir hún að sér hafi þótt mikils um verður sá einstaki hlýhugur sem hún fann frá gestum. Ómar með fjöldasöng Rætt var við systurnar í DV-Magasín fyrir tveimur vikum, þar sem fram kom að Ástríður væri meðal landnema í blokkinni háu í Aust- urbrún. Mættu í afmælið á sunnudaginn þeir sem bjuggu með henni á hæðinni á frumbýl- ingsárunum þar fyrir um fiörutíu árum. Þeirra á meðal er Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður, sem sagði gestum sögur frá þeim tíma þegar hann bjó þama, þá tvítugur strák- ur. Stjómaði hann fiöldasöng í afmælinu Ástríði til heiðurs. Góðir gestgjafar Meðal annarra gesta má nefna fólk sem Ástriður kynntist og starfaði með á löngum ferli sínum í bandaríska sendiráðinu. Einnig fólk úr frændgarði þeirra systranna norðan úr Skagafirði, auk margra annarra. „Þessar syst- ur era einstakar. Kjarkmiklar, duglegar og skemmtilegar eins og afmælið bar með sér,“ sagði einn gesta þeirra, Sverrir Sigfússon, löngum kenndur við Heklu hf. „Systurnar, Ástríður og Erla, em góðir gest- gjafar og það er ævinlega ánægjulegt að koma til þeirra. Þær hafa frá mörgu að segja, enda hafa þær ferðast mikið og margt reynt," sagði annar afmælisgestur, Kristín Hjartar, ritari í Seðlabankanum. -sbs Fjölmenni í afmæli systranna í Austurbrún: mmm Wmmm I ■- . Uti á Lífinu Mikið var gaman að því. Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður, Júlíus Vífill Ingvarsson forstjóri og Ástriður Gunnarsdóttír. Að baki Ómars sést í Einar Kr. Guðfinnsson alþingismann. ■r U ■ : * JR Vinkonur. Súsanna Svavarsdóttir og Erla til hægri. Að ofan til vinstri eru Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, Erla Gunnarsdóttir og Maria Haraldsdóttlr sem lengi bjó vestur í Bolungarvík. 'j vinaranni. Þorvaldur Þorvaldsson borgararktitekt og Steinunn Jónsdóttir kona hans. Til hægri Mar- grét Eria Guðmundsdóttir og Sigurður Þorsteinsson. Vinafundur. Kristín Hjartar, einkaritari í Seðlabankanum, Ríkey Ríkarðsdóttir hjúkrunarfræðingur og Jón Eiríksson Drangeyjaijari í Fagranesi í Skagafirðl. % A m ■ Landnemar. Frá vinstri talið: Sigurður Gunnarsson, Omar Ragnarsson, Karl Guömundsson, Ástríöur Gunnarsdóttir og Jóhann Pálsson en þau voru öll frumbyggjar á 12. hæð í Austurbrún 2. Næst kemur Sigurður Gunnarsson, byggingameistari hússins fyrir 45 árum, og lengst til hægri er Eria Gunnarsdóttir. Magasín-myndir GVA Góðir gestlr. Hjónin Sverrir Sigfússon Heklubróðir og Stefanía Davíðsdóttir með systrunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.