Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 19 M agasm Syngjandi löggur á Broadway: Hvað ætlar þú að gera um helgina: Spilast eftir eyranu „Þaö er hluti af mínum lífsstíl og starfi aö fylgjast meö veðurspánni og það mun ég auðvitað gera um helgina. Febrúar er tiðarfarsins vegna alltaf annasamur hjá okkur björgunarsveitarmönnum og við þurfum alltaf að vera á vaktinni," segir Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Hann segir síðustu daga hafa ver- ið annasama hjá sér og björgunar- sveitimar hafi þurft að sinna mörg- um aðkallandi verkefnum. Um síð- ustu helgi hafi verið hvassviðri í Reykjavík, skip var hætt komið í Grindavíkurhöfn og á þriðjudag var allt á tjá og tundri austur á Seyðis- firði. „Sjáifur var ég í björgunarsveit árum saman og er því vanur að þurfa að bregaðst við á öllum tímum. Sama gildir í nú- verandi starfi mínu þar sem mitt er að miðla upplýs- ingum um aðgerðir á hverjum tíma.“ Valgeir vonast þó til þess að helg- in verði skapleg hjá sér - og að hann geti að minnsta kosti ann- an daginn átt góða stund með konu og börnum. „Stund- um er gott að eiga rólega stund heima. Einnig höf- um við alltaf gam- an af ferðalögum og útiveru. Fjöru- ferðir nru alltaf vinsælar hjá okk- ur: Laugarnesið, Grótta og Geld- inganes. Annars er komandi helgi ekki mikið plönuð hjá mér og allt verður þetta að spilast eft- ir eyranu." -sbs „Hluti af mínum lífsstíl og starfi er að fylgjast með veðurspánnl," seglr Valgeir Elíasson, upplýsingafull- trúi Landsbjargar. „Mér flnnst þessi tónllst sem er vinsælust í dag ærið mlsjöfn, er að mlnnsta kosti ekki hrifinn af rappinu," segir Björgvin Þ. Valdimarsson. Tónlistin í hlustunum: Æskufjör í F-dúr „Undanfarið hef ég lagt mig eftir því að hlusta á messur eftir Josep Hayden. Sérstaklega hef ég verið að stúdera Missa Brevis í F-dúr sem er messa sem við í Skagfirsku söngsveitinni hyggjumst flytja á tónleikum i vor. Þá messu samdi tónskáldið átján ára gamall og er hún full af æskufjöri, fyrir utan að vera mjög falleg og melódísk," segir Björg- vin Þ. Valdimarsson, tónlistarkennari og kórstjóri í Reykjavík. Hann er faðir tveggja dætra og er sú yngri þeirra nú í fiðlunámi við Listaháskóla íslands. Er hún núna meðal annars að æfa konsert eftir Brahms - og á hann segist hann talsvert hlusta með dóttur sinni. „Sjálfur lærði ég á píanó sem ungur maður - og því er ég svolítið að kynnast flðlunni, meðtaka hana og gefa henni meira rými í því sem ég hlusta á,“ segir Björgvin sem að öðru leyti hlustar á flestar tegundir tónlistar. Til dæmis popplög líðandi stundar með eldri dótturinni „... og á móti hlustar hún á einhverja aðra tónlist með mér. Þetta eru eins konar vöruskipti. Mér finnst þessi tónlist sem er vinsælust í dag ærið misjöfn, er að minnsta kosti ekki hriflnn af rappinu." Um íslenska dægurtónlist almennt segist Björgvin alltaf vera hrifinn af söng Vilhjálms Vilhjálmssonar og lögum Gunnars Þórö- arsonar sem sum hver megi flokka sem góðar tónsmíðar. Nefnir hann í því sambandi meðal annars lagið Þitt fyrsta bros en það ásamt fleiri sígildum dægurlögum notar Björgvin við kennslu pí- anónemenda sinna. -sbs Bækurnar á náttborbinu Gott ab grípa í Davíð „Ég er að lesa Don Kíkóta sem mér fmnst mjög skemmtileg bók. Ég las hana fyrir mörgum árum og er núna að lesa hana aftur,“ segir Ragnheiöur Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Hún er íslenskufræðingur að mennt og tók við bæjarstjórastarfinu eft- ir sigur sjálfstæðismanna í MosfeOsbæ í síðustu bæjarstjómar- kosningum. Aðspurð segir hún bæjarstjórastarfið og bóklestur fara vel saman og gott sé að geta gripiö í fleiri en eina bók í einu. „Ég er líka með nýju bókina hans Davíðs Oddssonar, Stolið frá höfundi stafrófsins. Þótt mér þyki sögumar nokkuð misjafnar fmnst mér Davíð skemmtilegur stílisti og bókin góð. Ég hef líka lesið fyrra smásagnasafnið hans, Nokkrir góðir dagar án Guðnýj- ar, sem kom út fyrir fáum árum. Fannst það líka gott. Smásögu- fox-mið virðist henta forsætisráðherranum vel, enda báðar bæk- urnar skemmtileg lesning," segir Ragnheiður. Hún segir gott að geta gripið í Davíð og lesið eina sögu og farið svo yfir í hinar bækumar sem hún er að lesa. „Ég er líka að lesa Mýrina eftir Amald Indriðason sem er mjög skemmtileg og spenn- andi bók. Mér fmnst Arnaldur flottur penni en ég hef ekki lesið fleiri bækur eftir hann. Þaö er gaman að lesa um atburði sem ger- ast í umhverfi sem maður þekkir og ég mun örugglega lesa fleiri bækur eftir hann,“ segir Ragnheiður. -HH Ragnhelður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er að lesa Don Kíkóta og finnst bókln skemmtileg. Lögreglukórinn á góðri stundu. Löggubílar og gæsluþyrlan í baksýn. ir i öndvegi steinsson skógarbóndi, Hjálm- ar Freysteinsson læknir og Sig- hvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsam- virmustofnunar. Veislustjóri verður Ólafur G. Einarsson, fyirv. forseti Alþingis. Menning og metnað- ur Að sögn Guðmundar Inga er starf Lögreglukórs Reykjavík- ur, sem verður sjötíu ára á næsta ári, líflegt. Mót nor- rænna lögreglukóra verður haldið hér á landi að ári en þau hafa verið haldin tii skipist á Norðurlöndunum í um hálfa öld. Hann segir kórinn vera einu menningarstarfsemina innan lögreglunnar - og ánægjulegt þegar finna megi að starfið sé að skila árangri. Þannig sé stjóm Guðlaugs Vik- torssonar metnaðarfull og kór- inn standi öðrum kórnum fylli- lega á sporði hvað varðar radd- styk og róm. -sbs „Það er einhver besta afslöppun sem maður fær að syngja í kór. Þá er líka eins gott að vera ekki falskur, hvort heldur er í söng eða samskipt- um sínum við fólk, en út á það gengur lögreglustaríið,“ segir Guðmundur Ingi Ingason, gjaldkeri Lögreglukórs Reykja- víkur. Kórinn heldur skemmti- og hagyrðingakvöld á Hótel ís- landi nú á föstudagkvöldið. Hefst það klukkan 19. Matur byrjar kl. 20, skemmtidagskrá tveimur stundum síðar og dansleikur síðan á miðnætti. Aðgangseyrir fyrir mat og skemmtun eru 4.900 kr. Þekktir hagyrðingar Söngur 32 einkennisklæddra lögreglumanna verður í önd- vegi - og með þeim tekur tenór- inn Jóhann Friðgeir Valdi- marsson nokkur lög. Þá koma fram landsþekktir hagyrðingar, þeir sr. Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur, Hákon Aðal- SMÁAU§- LÝSIN§AR ► www.dv.is DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.