Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 DV M agasm í Helgarblaði DV á laugardag- inn verður ítarlega fjallað um menningarverðlaun DV sem eru nú afhent í 25 sinn. Rætt er við verölaunahafana og reynt að varpa ljósi á stöðu þeirra í hverri listgrein fyrir sig. Mynd- ir frá afhendingunni, sem fram fer á Apótekinu í Pósthússtræti, setja einnig svip á blaðiö. í blaðinu er einnig fjallað ítar- lega um spádóma Nostradamus- ar en um þessar mundir eru þau átök í uppsiglingu í heiminum sem margir telja hann hafa spáð fyrir. Blaðið fjallar um erfxðleika McDonalds veitingakeðjunnar sem er hin stærsta í heiminum og merkisberi amerískra lífs- hátta. McDonalds á undir högg að sækja vegna sérstæðra mála- ferla og keðjan sýndi tap á síð- asta ársfjórðungi í fyrsta sinn í sögunni. Blaðið tekur saman sögur af þjóðhöfðingjum sem hafa lifað af banatilræði í gegnum söguna en þeir eru fjölmargir. Það er aug- ljóslega frekar hættulegt starf að vera þjóðarleiðtogi. 1 (t) Cry me a river Justin Timberlake 7 2 (2) Beautiful Christina Aquilera 10 3 (4) l'm with you Avril Lavigne 7 4 (5) Shape Sugarbabes 4 5 (3) Sound of the underground Girls Aloud 7 6 (7) Clocks Coldplay 4 7 (9) Segðu mér í svörtum fötum 4 8 (12) Not gonna get us T.A.T.U 3 9 (6) Sorry seems to be.. Blue ft. Elton John 10 10 (13) Stole Kelly Rowland 3 11 (11) Hidden Agenda Craig David 4 12 (15) All i have J. Lo. ft. LL. Cool J 3 13 (18) Blowing me up JC Chasez 2 14 (8) Á einu augabragði Silin 6 15 (19) Tu es foutu In Grid 2 16 (10) 8 mile Eminem 5 17 (20) Naughty girl Holly Valance 2 18 (-) Get the party Pink ft. Redman 1 19 (-) Bump Bump Bump P. Diddi ft. B2K 1 20 B (-) = Nýtt Year 3000 Busted 1 ADDI ALBERTZ KYNNIR LISTANN ÖLL MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL 22:00 Endurfluttur 6 sunnudögum kl. 20.00 www.sterio.is vera skylda „Óhætt er að segja að skákvakning hafi orðið á íslandi nú á allra síðustu misserum. Verði rétt á málum haldið og áhersla lögð á æskulýðsstarfið tel ég víst að skák verði brátt vinsælasta tómstundagaman ungs fólks á íslandi," segir Hrafn Jökulsson, forseti Skákfé- lagsins Hróksins. Birgitta og tíu stórmeistar- ar Á þriðudag hófst á Kjarvalsstöðum í Reykjavík Stórmót Hróksins, með mjög svo fjölbreyttri dagskrá. Tíu stór- meistarar í skák taka þátt í mótinu og tefla allir á móti öllum. Skákskýringar verða á leikjum þeirra og tefld verða fjöltefli. Þá munu listamenn íslands í skák kenna ungu kynslóðinni sóknar- og vamarleiki hinna hvítu og svörtu riddara - þannig að á endanum sé hægt að segja skák og mát. Út á það gengur skákin víst. Á sunnudag verður fjölskyldudag- skrá, sem miðast við þarfir og áhuga æskufólks skáklistarinnar. Munu þar tefla Birgitta Haukdal, KK, Bubbi Morthens, Jónsi i hljómsveitinni í svörtum fótum og Guðmundur Þ. Guð- mundsson, landsliðsþjálfari í hand- bolta - auk stórmeistara sem taka þátt í mótinu. Stórmeistararnir sem taka þátt í mótinu em tíu eins og áður sagði. Úr þeim hópi má nefna Michael Adams, sem er númer 6 á stigalista heimsins og Bosníumanninn Ivan Sokolov. Gamli refurinn Viktor Kortsnoj, 71 árs, mætir til leiks og lætur engan bilbug á sér finna. Er hann, þrátt fyrir að vera farinn að reskjast, enn númer 43 á heimslistanum. Fleiri keppendur mætti nefna, en ís- lenskir meistarar sem taka þátt eru Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson. Hinn síðastnefndi er tvítugur að aldri, en þrátt fyrir ungan aldur orðinn fimasterkur í skáklistinni. Allir læra mannganginn Hrafn Jökulsson segir að vissulega hafi íslensk skáklist verið í lægð síð- ustu ár, eftir blómaskeið í áratugi á undan. „Nú er þetta mikið að breytast aftur og við viljum efla skákina enn frekar. Sjáum fyrir okkur að hún verði tekin sem skyldugrein inn í skólana, ein kennslustund í viku. Ég skynja áhuga fyrir því, enda er þetta holl og skemmtileg iðja sem allir géta stundað. Það geta ekki allir orðið afreksmenn í fótbolta eða ekið formúlubh. En hver sem er getur geta lært mannganginn í skák og náð þar nokkrum tökum. Þjálf- að einbeitni sína og rökhugsun, en út á hana gengur skákin. Að hafa slíka hluti á hreinu skiptir ekki svo litlu máli í nútímanum." -sbs Drópu sig og hundana Hjón á miðjum aldri frömdu saman sjálfsmorð á dögunum en eiginmaðurinn átti að mæta fyrir rétti eftir nokkra daga. Hann var ákærður fyrir að veitast að manni með hnífi. David Mark Edwards, 40 ára og kona hans Christina, 32 ára, frömdu sjálfsmorðið í bílskúr og er lögreglan kom að bílskúrnum var bifreiö þeirra hjóna í gangi en dymar lok- aðar. Voru þau látin þegar lögreglan kom á staðinn og einnig hundar þeirra tveir. Málið er ekki rannsakað sem sakamál og talið fullvíst að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Var biöin einskis virði? Sautján ára stúlka i Mexíkó er dauðvona eftir hjarta- og lungnaígræðslu. Stúlkan hafði beðið í þrjú ár í Mexíkó eft- ir nýju hjarta og lungum. Kallið kom á dögunum frá háskólasjúkrahúsinu i Duke í Bandaríkjunum. Stúlkan var flutt í ofboði á sjúkrahúsiö og gekkst þar undir mikla aðgerð. Læknum og fjölskyldu stúlkimnar til mikillar gremju uppgötvaðist það of seint að líffæragjafinn var í öðrum blóðflokki en stúlkan frá Mexíkó. Lungun virka ekki sem skyldi og sjá blóðinu ekki fyrir nægjanlega miklu súrefni. Læknar hafa viðurkennt mistök- in en stúlkan lifir líkast til ekki lengi. Hryggbrotinn Brassi Ungur maður í Brasilíu nær þvi ekki að ástkona hans til sex ára hefur sagt skilið við hann. Hann hét því á dögunum að sá sem gæti talið stúlkunni hughvarf fengi bíl að launum. Það hef- ur ekki skilað árangri enn sem komið er. Á dögunum dreifði hann peningaseðlum með árituðum ást- arjátningum til stúlkunnar. Hann afhenti gangandi vegfarend- um seðlana í þeirri von að þeir gætu hjálpað honum í vandræð- unum. „Ef þið sjáið hana segið henni þá að ég sé að deyja úr ástarsorg. Mér líður eins og ég hafi verið dæmdur til dauða,“ sagði ungi maðurinn en konan neitar að tjá sig við fjölmiðla. PÓST „En hver sem er getur lært mannganginn í skák og náð þar nokkrum tökum. Þjálfað elnbeitni sína og rökhugsun, en út á hana gengur skákin," segir forseti Hróksins, Hrafn Jökulsson. Magasín-mynd E.OI. m a cf 895 STERI Steríó er líka á Breiðbandinu á tíðninni 95,2 STERÍÓ 895 OG MAGASÍN KYNNA STERÍÓLISTANN TOPP 20 19.-25. FEBRÚAR. 2003 Nr. SÍÐAST LAG FLYTJANDI VIKUR Æskuskák, fjöltefli og meistarar á Stórmóti Hróksins á Kjarvalsstöðum: Skákin ætti áb M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.