Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 M. agasm „Ég á kannski eitthvaö smá í munnsvipnum. Annars er hann mjög blandaöur," segir móöirin. María Maronsdóttir og Ragnar Heiöar Karlsson meö soninn sem fæddist 9. febrúar. María og Ragnar eignuðust strák - en bjuggust við stelpu: Þurfum að lesa nafna- bækur upp á nýtt „Viö héldum að þetta yrði stelpa, vorum eiginlega handviss. Til dæmis í ljósi þess hvemig kúlan var í laginu. Við vorum búin að ákveða nafnið á dótturina, enda þótt það sé leyndar- mál. En síðan fæddist bara strákur og það kom okkur alveg i opna skjöldu. Því þurfum við að lesa allar nafnabæk- ur upp á nýtt,“ segir María Marons- dóttir. Hún ól sitt fyrsta barn þann 9. febrúar, strák sem var fjórtán merkur og rétt um 50 sentímetrar. Þetta er fyrsta barn Maríu og fóðurins, Ragnars Heiðars Karlssonar. Ég á munnsvipinn Sonurinn fæddist kl. 17.13 áður- nefndan dag en þá hafði María verið með fæðingarhríðir í um hálfan annan sólarhring. „Fæðingin var samt sem áður ekki nándar nærri jafn sársauka- full og ég bjóst við - og ekki eins og margar konur hafa lýst,“ segir Maria, sem fæddi soninn á fæðingardeild Landspitalans - háskólasjúkrahúss. Þar var hún í góðum höndum ljós- mæðranna Ingibjargar Hreiðarsdóttur og Birnu Ólafsdóttur - og læknanem- ans Ágústs Inga Ágústssonar. „Okkur hefur heilsast ákaflega vel eftir fæðinguna og lifum eins og blómi i eggi,“ segir móðirin. Sonurinn ungi er að hennar sögn dökkhærður með svolitinn lubba. Augun þykir hann hafa frá pabba sínum ... en ég á kannski eitthvað smá í munnsvipnum. Annars er hann mjög blandaður," seg- ir hún enn fremur. Alsæl í Rimahverfi Maria og Ragnar Heiðar eiga bæði rætur fyrir austan fjall - og segjast þess fullviss að þar muni þau á endan- um setja sig niður. Þau eru hins vegar fædd og uppalin í Reykjavik og fyrir skömmu keyptu þau sér smekklega íbúð i Rimahverfi. Þar hafa þau komið sér vel fyrir og eru alsæl. María er lærð hárgreiðslukona og hefur starfað sem slík. Á síðustu miss- erum hefur hún hins vegar verið í leyfi frá því og starfað sem aðstoðarmann- eskja á tannlæknastofu. Ragnar Heiðar er smiður og hefur víða komið við, nú síðast við byggingu nýs hótels á Búð- um á Snæfellsnesi. -sbs 'pað besta fyrir bamið Skeifan 8 • simi 568 2200 • www.babysam.is ^ Leikarinn og milljarða- v mæringurinn John Travolta Þrælar sér út Hl db geta etið hamborgara Leikarinn góökunni, John Travolta, hefur viðurkennt að vera fikill þegar hamborgarar eru annars vegar og þá sérstaklega ostborgarar. Travolta berst við aukakilóin eins og fleiri frægir karl- menn en vinur hans segir að Travolta fari létt með að inn- byrða fjóra ostbórg- arar á einu og sama kvöldinu. Til að hlaupa ekki í spik stundar hann svo líkamsrækt af miklu kappi og þá gjaman eftir aö hafa innbyrt skyndibit- ann. Er Travolta svo mikið í mun að halda línunum í lagi að hann stritar oft klukkustundum saman í leikfhnisal sínum til að koma í veg fyrir að þyngj- ast. Annars er það af Travolta að frétta að hann flýgur enn um á einkaþotu sinni sem er ekkert smá- smíði. Hann þykir vera gríðarlega efn- aður og ekki líður svo dagur að hann fái ekki tekjur af sínum frægustu . , _ mvndum Grease oa John Travolta er fíki" Þegar ostborgarar eru mynuum, urease og annars yegar Hér yejfar hann tjj aödáenda sjnna baturaay Night á Daytona kappakstrinum á dögunum og viröist Fever. bara nokkuö „fit“ aö sjá. ^ Affleck er dó fara á taugum Leikarinn Ben Affleck, verðandi eiginmaður Jennifer Lopez ef guð lofar, er að fara á taugum. Nýverið lýsti hann því yfir að hjónaband þeirra Lopez væri ekki á dagskrá í nánustu framtíð. Með þessari yfir- lýsingu vildi AfEleck kveða niður endalausar fréttir í fjöimiölum. Annan daginn skýra fjölmiðlar vestra frá því að hjónabandiö sé yfir- vofandi en hinn daginn er allt að fara til fjandans hjá parinu. Affleck er yfir sig ástfanginn og Lopez lika. Þau eru hins vegar sammála um að hjónaband sé ekki á dagskrá á næstu vikum eða mánuðum. Nia Vardalos meö Gary Götzman, framleiöanda og lan Gomez, eiginmanni sínum til hægri á myndinni. Halar inn milljarðana Gríska leikkonan • Nia Vardalos heldur áfram að græða á tá og fingri á ódýru kvik- myndinni sinni My Big Fat Greek Wedd- ing. Vardalos þótti sýna mikið hugrekki þegar hún ákvað að gera myndina þrátt fyrir að kostnaðurinn væri í algjöru lág- marki eða um 100 milljónir króna. Vardalos fer með aðalhlutverkið í myndinni en hún skrifaði einnig hand- ritið. Hún bjóst í raun ekki við mörgum áhorfendum en stað- reyndin er sú að fólk hefúr flykkst á mynd- ina og hefur hún nú þehar skilað grisku leikkonunni milljörð- um. Og á dögunum var hún tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir handritið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.