Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 13 M agasm M agasm W S3> . ■■ ■-.. ■'- ■ :• ' :•■■■ V Eivör ásamt fjölskyldu sinni og vinum sem komu hingaö til lands til aö fylgjast meö stelpunni sinni syngja í Evróvisjón um síðustu helgi. „Stundum fæ ég heimþrá og fer út, flugið tekur ekki nema rúman klukkutíma. Heimþráin kemur sjaldnar nú í seinni tíö og mér líkar sí- fellt betur aö vera hér.“ Færeyska stúkan í Evróvisjón sem syngur fró hjartanu fyrir Islendinga: Söngfuglinn úr Austurey „I tonlistinm hef eg fengiö morg goö tækifæri her. Það hefur opnaö mér alveg nýjar víddir aö koma hingað til lands,“ segir Eivör. Hún býr á heimili þeirra Jóns Stefánssonar, organista og kórstjóra í Langholtskirkju, og Ólafar Kolbrúnar Haröardóttur sem er einmitt söngkennari hennar. 0 :>•■ « MaOasín-myndir E.OL. „Satt að segja er ég ekkert að velta fyrir I mér frægð. Tónlistin sjálf skiptir mig öllu. Meginmálið er að vera heil og sönn í þvi sem ég geri. Mér finnst öll tónlist verða aö koma frá hjartanu, en því miður er raunin oft ekki á þann veg í popptónlist. Sjálf hef ég sungið djass, rokk, þjóðlög, popp og í | kirkjum. Því finnst mér óþarft að setja mig í einhvern ákveðinn flokk í tónlistinni, ég | er bara söngkona,“ segir hin færeyska Eivör Pálsdóttir. | Meö mikla hæfileika Óhætt er að segja að Eivör hafi vakið I verðskuldaða athygli í forkeppni íslendinga vegna Evróvisjón um áL helgi. Gagnrýnend- um götunnar ber saman um að þarna fari góð söngkona með mikla hæfileika. Þá legg- I ur hún alúð viö að rækta, en á íslandi hef- ur hún verið búsett síöasta árið og er viö | nám við Söngskólann í ReyKjavík. Þar í skólanum hitti DV-Magasín söng- I konuna ungu nú i vikunni. Ómur af ljúf- lingslögum fyllti skólahúsiö. Okkur bar saman um að finna annan fundarstað. Gengum Snorrabraut og niður á Laugar- veg. Á þeim stutta speli mættum við fær- eyska söngkonan einni stúlku grænlenskri og annarri með skásett augu og japanskt út- lit. Allt er þetta til staðfestu um hve alþjóö- legt íslenskt samfélag er orðið. | Kom af sjólfu sér „Það var aldrei nein ákvörðun hjá mér I aö ætla aö verða söngkona. Þetta hefur allt komiö af sjálfu sér og hvað í beinu fram- | haldi af ööru,“ segir Eivör þar sem viö sitj- um á kaffihúsi við Laugaveg. Hún boröar bláberjaskyr úr lítilli dós - og brosir. Talar íslensku reiprennandi sem kannski er ekki í frásögur færandi, svo lík- ar eru íslensk tunga og færeysk. Og þjóð- irnar um margt tengdar hvað varðar menn- ingarhefðir, atvinnuhætti og landslag. Sólmarnir eins og öldubrot Eivör, sem er nítján ára, er frá Götu á Austurey, en það er um þúsund manna byggðarlag. Ellefu ára gömul fékk hún gít- arinn sem móðir hennar átti og fór aö fikra sig áfram. „Fyrst lærði ég hljóm í D-dúr, næst kom A. Loks G-dúrinn. Með því að kunna þessa þrjá hljóma gat ég heilmikið spilað og farið að semja lög, sem ég hef talsvert gert af í gegnum tíðina," segir Eivör. Hún hefur víöa komið viö á tónlistarferli sínum þrátt fyrir ungan aldur. Meðal ann- ars sungið með sveitinni Click heze sem var eitt af stærri númerunum á Hró- arskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra. „Það sem við ílytjum er eins konar sambland af þjóðlögum og rokki. Hálfgerð neðanjarðar- tónlist." Hvað tónlistina varðar segir Eivör að sér sé menningararfur sinnar þjóðar mjög hug- leikinn og hafi mikið sótt í hann. Nefnir hún í þessu sambandi rímur, vikivaka- dansa og Kingo-sálmana, sem eiga sér djúp- ar rætur meðal þeirra sem byggja Færeyj- ar. „Sálmarnir eru einsog öldubrot sem ganga upp og niöur og hver syngur með sínu nefi,“ segir hún. Sjálfstæði í sólarátt „Mér finnst mjög mikilvægt í tónlist að vera með einhverjar rætur. Hafa einhvem boðskap. Liggja eitthvað á hjarta. Þannig nær maður til fólks,“ segir Eivör - sem ut- an tónlistar hefur aðeins fengist viö aö teikna og mála. Hún er því greinilega býsna fjölhæf listakona. „i myndunum mínum reyni ég að boða bjartsýni. Stefna í sólarátt. Sýna sjálfstæði. Heima hugsar fólk mikið um sjálfstæði eyj- anna frá Dönum. Sjálf vil ég eindregið að við fáum að eiga okkur sjálf, það er hugsun okkar unga fólksins. Hinir eldri vilja fara hægar og sækja fullveldiskröfu ekki jafn- stíft. Hópamir sem fara vilja leið sjálfstæð- is eða halda sambandinu við Dani held ég að séu um það bil jafnstórir," segir Eivör. „Annars er ég nú ekki besta manneskjan til að tala við um pólitík,“ bætir hún við og brosir. Gömlu konurnar tórast Aö ungt fólk sækir úr fásinni dreifbýlis og reynir fyrir sér á nýjum slóðum er göm- ul saga og ný - og ekki sérislensk. í Færeyj- um sækir uppvaxandi kynslóð mikið til herraþjóðarinnar Dana, hvort heldur er til náms eða starfa. „Að fara til Danmerkur er eins og gamall vani,“ segir Eivör, sem alltaf átti íslandsdrauminn í hjarta sínu. „f gamla daga sóttu mennirnir okkar mikið hingað til fiskveiða. Gömlu konurn- ar á íslandi fá stundum tár í augun þegar minnst er á færeysku fiskimennina. Hér í Reykjavík lendir maöur líka alltaf á miklu spjalli við fólk ef maður segist vera frá Fær- eyjum. Fólk er greinilega áhugasamt um landið rnitt," segir Eivör. Áherslan í máli hennar er slík að ekki þarf að efast um þann metnað sem hún hef- ur fyrir hönd sinnar þjóöar. Gott boó fró Ólöfu Síðustu ár hefur Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir reglulega farið utan til Færeyja og tekið söngfugla eyjanna í tíma. Eivör er þeirra á meðal. Góð kynni tókust milli hennar og Ólafar. Þau leiddu til þess að hún bauð Eivöru að koma hingað til lands. Sækja hjá sér tíma, leggja rækt við tónlist- ina og búa á heimili sínu og eiginmanns stns, Jóns Stefánssonar, organista og kór- stjóra í Langholtskirkju. Þessu góða boði - og stórkostlega tæki- færi - tók Eivör og hefur nú dvalist hér á landi í um eitt ár. Kveðst kunna einstak- lega vel við sig á íslandi og hafi strax skot- ið hér rótum. Mörg tækifæri „í tónlistinni hef ég fengið mörg góð tækifæri hér. Það hefur opnað mér alveg nýjar víddir að koma hingað til lands,“ seg- ir Eivör. „Ég sæki tíma til Ólafar Kolbrún- ar í Söngskólanum í Reykjavík og síðan hefur Jón maðurinn hennar fengið mig í Kór Langholtskirkju. Það hefur mér fundist afar gaman því stemningin að syngja í kirkju er oft alveg einstæö. Þar er einhver friður og kirkjugestir svo sannarlega komn- ir til að hlusta á sönginn." Nokkrum sinnum hefur hún sungið ein- söng í kirkjunni sem kennd er við Lang- holt, það er við messugjörðir þar. Nómiö opnar nýjar víddir Utan þessa hefur hin unga söngdúfa frá Færeyjum einnig unnið með þeim Eðvarð Lárussyni, sem er á gítar, Birgi Bragasyni bassaleikara og Pétri Grétarssyni trymbli. Sjálf leikur hún á gítar. Sveit þeirra hefur komið nokkrum sinnum fram opinberlega undanfarið; hér og í Færeyjum. Frekari landvinningar eru fyrirhugaðir í sumar. Þá munu einnig hefjast upptökur á plötu! Hún bætir við að í hljómsveitinni finni hún vel hve söngnámið geri sér gott. Nám í klassískum söng opni sér nýjar víddir, hvort heldur hún syngur djass eða dægur- vísur, rokkara eða þjóðlög. Reyndar tók ég mér svolítinn tíma og hugs- aði mig um áður en ég gaf mig í að syngja í keppni. Ákvað síðan aö slá til. Mér fannst mjög gaman aö taka þátt, upplifði þetta kvöld í Háskólabíói eins og stóra tónleika," segir Eivör. Hún kveöst allan tímann hafa reiknað með að lagiö Segðu mér allt með Birgittu Haukdal myndi sigra, rétt eins og raunin varð. Lagið sem hún söng, 1 nótt, hafi vis- ast ekki átt mikla möguleika. „Þetta var ekki poppur," segir hún á mál- lýsku þjóðar sinnar. stemningin ab syng[a i kirkju er oft olveg einstæb. Þar er emhver fribur og kirkjugestir svo sannarlega komnir til ab hlusta á söngmn." wmmmmmmmmm „Þetta var elcki poppur" Lagið sem Eivör söng í Evróvisjón um síöustu helgi var I nótt eftir Ingva Þór Kor- máksson, við texta Friðriks Erlingssonar. Lagið hefur vakið eftirtekt og vinsældir bæði hér heima og eins í Færeyjum, en sem kunnugt er var keppninni einnig sjónvarp- að þar. „Það var einhverju sinni fyrir áramót sem Ingvi kom til mín og spurði mig hvort ég vildi syngja þetta lag fyrir sig. Ég sló til og mætti í stúdíó. Á þeim tíma var ekkert farið að tala um söngvakeppni. Síðan var lagið sent inn í keppnina og komst í úrslit. Spómaóur í sjónvarpi Rétt eins og við íslendingar þekkjum vel þá gleðjumst við gjarnan þegar landar okk- ar ná góöum árangri erlendis. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi, segir máltæk- ið. Ósagt skal þó látið hvort það gildir um Eivöru. Hins vegar er velgengni hennar sem söngkonu hér á landi farin að vekja at- hygli í Færeyjum og nýlega voru hér stadd- ir menn frá sjónvarpinu þar í landi til að draga að sér efni í þátt sem verið er að gera um Eivöru. Henni fylgdu þeir eftir í heimaranni, í söngtímum, á æfingum, viö kirkjusöng og á bæjarrölti í Reykjavík. Verður þátturinn sýndur í sjónvarpi ytra | fljótlega og væntanlega einnig hérlendis. Skyr og skerpukjöt „Það er þeytingur á mér allan daginn. í raun kem ég engu öðru að en tónlist. Allur minn tími fer í þetta,“ segir Eivör. Hún lýkur við síðustu sleikjurnar af skyrinu sem nýtur orðið slíkra vinsælda hér á landi að sennilega er orðið hægt að tala um það sem þjóðarrétt. I Færeyjum er skerpukjöt hins vegar sá matur sem eyja- skeggjar eru best þekktir fyrir. Ætla nokkr- ir þeirra sem búsettir eru hérlendis einmitt að koma saman um næstu helgi og borða þar þennan þjóðlega rétt sinn. Þangað ætl- ar Eivör að sjálfsögðu að mæta. Næsta víst má telja að þar taki hún lagið. Þó það nú væri! Sungiö fró hjartanu „Á íslandi er gott að vera, en Færeyjar eru heim. Stundum fæ ég heimþrá og fer út, flugið tekur ekki nema rúman klukkutíma. Hins vegar kemur heimþráin sjaldnar nú í seinni tíð og mér líkar sífellt betur að vera hér,“ segir Eivör, færeyska stúlkan sem um síðustu helgi söng sig inn í íslensku þjóð- arsálina. Gjarnan er sagt að það sem komi frá I hjartanu nái á móti til annars hjarta. „Mér | finnst öll tónlist verða að koma frá hjart- anu,“ segir Eivör hér að framan í viðtalinu. Skyldi því enginn efast um hvers vegna hún náð hefur jafn langt og raun ber vitni. Þessi íðilfagra stúlka og söngfugl úr Aust- urey. -sbs Söngkonan. „IVIér finnst mjög mikilvægt í tonlist að vera meö einhverjar rætur. Hafa einhvern boðskap. Liggja eitthvað á hjarta. Þannig nær maður til fólks." c. t. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.