Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Side 16
4 16 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 JDV M agasm Árinu eldri Sverrir Her- mannsson þing- maður verður 73 ára 26. febrú- ar. í systkina- hópi í Ögurvík ólst hann upp, gekk mennta- veginn og vann sig úr litlum efnum til álna. Varð þingmaður, ráöherra og bankastjóri og síöast hrópandi í eyðimörk kvót- ans sem formaður Frjálslynda flokksins. Andrés Valdimarsson, fyrrv. sýslumað- ur, verður 66 ára 25. febrúar. Hann hefur ver- ið veraldlegt yf- irvald Stranda- manna, Snæfell- inga og síöast Ámesinga. Nú hefur hann vikið af velli og sinnir öðrum störfum. Kannski ljóðagyðjunni, enda náfrændi Davíðs frá Fagraskógi. Engilbert Jensen tónlist- armaður verður 62 ára 24. febrú- ar. Á fyrri árum var hann trymb- ill í þeim hljóm- sveitum sem mestra vinsælda nutu á Bítlaárunum - og rís nafn Hljóma þar hæst. Seinni árin hefur Engilbert verið fjarri heimsins glaumi og einbeitt sér að fluguhnýt- ingum. Gudfinna Ey- dal sálfræðing- ur verður 57 ára 27. febrúar. Hún hefur lengi starfrækt sál- fræðistofu í Reykjavík og ráðlagt þar mörgum sem kunna ekki að fóta sig í hinum hverfula og háskalega heimi. Jafnframt hefur hún skrífað bækur um þessi efni sem eru mörg- um kærkomnar. Albert Ey- mundsson, bæj- arstjóri á Homa- firði, verður 54 ára 24. febrúar. Hann er Hom- firðingur í húð og hár og hefur búið þar lengst af. Hann hefur verið kennari og skóla- stjóra Hafnarskóla en jafnframt mik- ið sinnt félagsmálum á vegum íþróttafélagsins Sindra og er vara- þingmaður Sjálfstæðisflokks. Snorri Ósk- arsson, safnað- arhirðir og kennari, verður 51 árs 26. febrú- ar. Rætur hans eru í Eyjum og þar hefur hann lengstum búið; kennt við grunnskólann þar og í Bet- el flutt hið heilaga orð. Fyrir fáum árum flutti hann svo norður á Akur- eyri og lætur þar sem annars staðar að sér kveða og til sín taka. Helga Soffía Konráósdóttir prestur verður 43 ára 23. febr- úar. Hún er brosmild og blíöleg að sjá og er ekki ofsögum sagt að hún laði kristilegar kenndir fram í hveijum manni. Hún þjónar við Háteigs- kirkju í Reykjavík og var um hríð formaður Prestafélags íslands. Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur verður 42 ára 27. febrúar. Hann er einn helsti fræðimað- ur í sinni grein við Háskóla ís- lands en sem sagnaritari hefur hann einbeitt sér að skrifum um ísland og kalda stríðið. Hafa bækur hans raun- ar æriega hreyft við þjóðinni hvað varðar vitund um þau efni. Baltasar Kormákur leik- ari verður 37 ára 27. febrúar. Óhætt er að segja að hann sé meðal helstu stórleikara þjóðarinnar - en af snilld hef- ur hann túlkað hlutverk bæði á sviði og í kvikmyndum. Mynd hans, Haf- ið, sem sýnd var á hvíta tjaldinu á síðasta ári, sýndi okkur líka svart á hvítu mikla leikstjórahæfiieika hans. Nafn: Valdís Regína Gunnarsdóttir. Aldur: Fertug og rúmlega það - því hætt að telja. Er sporðdreki af fullum tilfinn- ingaþunga, með ölium kostum og göllum. Maki: Hef ekki séð hann enn þá. Á Hrafn Jónsson sem er mitt líf og yndi, átta ára stór og sterkur og svakalega blíður og fallegur strákur. Menntun og starf: Ég hef nú ekki enn lokið því markmiði sem ég setti mér í sam- bandi viö menntun. Eyddi óþarílega mikl- um tima og árum í fjölmiðlanám sem mun aldrei skila sér. Stefnan er á frekara nám, þó ekki aftur í Ameriku heldur hér á landi. Langar mest í Kennaraháskólann eða í hjúkrunafræði í Háskólanum næsta haust. Starfa sjálfstætt, fyrir utan að ég hef tekið útvarpsþátt við og við, þó ég sé löngu hætt í þeim bransa! Bifreið: Volkswagen bjalla, keypti hann í fyrra. Svartur og alltaf skítugur en skemmtilegur bíll. Kaupi alltaf mína bOa hjá Heklu sem er gamall vani. Fallegasti maður sem þú hefur séð: Ætli ég skipti þessu ekki á milli tveggja leikara, annars vegar Viggos Mortensens og hins vegar Vals Kilmers. Báðir eru hæfi- lega „wild“, vel hærðir og með snyrti- mennskuna í fyrirúmi. Er nær viss um að ég myndi fara út að borða með báöum þess- um mönnum - og myndi mjálma allt kvöld- „Mínar frístundir miðast við þarfir átta ára drengs - ég tel það verð- ugasta verkefni síðari ára,“ segir Valdís Gunnarsdóttir. Síðasti föstu- dagur, Valentínusardagurinn, sem er 14. febrúar, er stundum nefndur Valdísardagur, enda má segja að hún hafi innleitt hann hér á landi. Eg myndi mjálma allt kvöldiá - segir Valdís Gunnarsdóttir ið. Helstu áhugamál: Minar frístundir miðast við þarfir átta ára drengs; ég tel það verðugasta verkefni síðari ára. Mottóið er að gera hann að góðum og gildum þjóðfélagsþegn sem hefur fallega yfirsýn yfir lífiö og tilveruna. Uppáhaldsmatur: Állt úr sjó, eins frumstætt og hugsast getur og helst borðað með puttunum. Uppáhaldsdrykkur: Á erfitt með að neita góðu rauðvíns- glasi en vatn er auðvitað langbest. Faliegasti staður á íslandi: ísland er allt fallegt, nema Laugavegurinn. Uppáhaldsstaður erlendis: New York í aliri sinni dýrð. Bíð eftir að mér sé boðið - þangað hef ekki komið eftir að turnamir féllu. Verð að fara að drífa mig, er komin með frá- hvarfseinkenni. Elska borgina. Fylgjandi eða andvig ríkisstjóminni: Davíð er minn maður! Hvaða þjóðþrifamáli á íslandi er brýnast að bæta úr: Heiibrigðismálin em í molum. Myndi nú hrista vel upp þar og huga að þeim sem em eldri og reyndari í þjóðfélaginu. Fyrst og fremst þurfum við að læra kurteisi og að bera virð- ingu fyrir gamla fólkinu okkar. Langar til að gráta þegar ég hugsa um þau mál. Við ættum aö skammast okkar þar. Hvaöa bók ertu með á náttborðinu: Margar. Nýr Blíð- finnur eftir Þorvald Þorsteins, Harry Potter, Fegraðu líf þitt eftir Victoriu Moran, Afródíta eftir Isabelle Allende og BO eftb' Gísla Rúnar. Þarf ekki annað en opna hana, þá fer ég að hlæja. Eftirlætisrithöfundur: Isabelle Allende, að öllum öðrum ólöstuðum. Hún hrífur mig ævinlega með sér á vit ævintýr- anna - og þaö geta ekki margir! Eftirlætistónlistarmaður: Allt of margir: Mark Knopler, Björgvin Halldórsson, Ry Cooder og meira aö segja country- kallar. Er alæta á góða tónlist. Gera þegar ég er orðin stór: Hjúkrunarfræöingur eða ljósmóðir. Uppáhaldsíþróttafélag: Eitt sinn og ávallt Valsari. En Stjaman sleppur af því að strákurinn minn æfir handbolta með því félagi. Hann ætlar að verða atvinnumaður og sjá um mömmu gömlu. Ef það klikkar ætlar hann að verða flug- maður. Af erlendum liðum er allt sem tengist Manchester United í dýrlingatölu. Persónuleg markmið fyrir komandi mánuði: Ná úr mér sleninu og fara að æfa aftur og núna í nýju Sporthúsi. Tilgangur lífsins: Að takast á við verkefni líðandi stund- ar af æðruleysi og taka nýjum degi fagnandi. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.