Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 DV M agasm i Polanski sniögenginn Bamavemd- arsamtök í Bretlandi hafa hvatt almenn- ing til aö snið- ganga nýjustu mynd leikstjór- ans Romans Polanskis, sem hefur verið sakfelldur í Bandaríkjunum fyr- ir kynferðislegt athæfi með 13 ára stúlku. Polanski viður- kenndi verknaðinn en flúði land- ið áður en hann var settur í fangelsi og hefur verið í útlegð í Frakklandi í meira en 25 ár. Pol- anski er einnig tilnefndur til óskarsverðlaunanna fyrir mynd- ina en lögreglan I Los Angeles hefur varað hann við að ef hann láti sjá sig á bandarískri grund verði hann handtekinn sam- stundis. Verknaðurinn átti sér stað á heimili Jacks Nicholsons þegar leikarinn var ekki heima. Redford og J-Lo Nýjasta mynd sænska leikstjórans Lasse Hall- ström mun skarta engum öörum en Jennifer Lopez og Ro- bert Redford í aðahlutverkum. Myndin heitir An Unfinished Life og fjallar um ógæfusama móður (Lopez) sem neyðist til að flytja inn hjá tengda- föður (Redford) sínum en sam- band hennar og eiginmannsins er löngu kulnað. Tengdafeðginin þurfa því að byggja upp nýtt sam- band sin á milli og hjálpast þau að við að annast litla bamið. mynd Hljómsveitin Tenacius D, sem sam- kvæmt eigin áliti er besta hljómsveit í heimi, er dúó, skipað þeim Jack Black og Kyle Gass. Black er þekktur leikari sem hef- ur leikið í myndum eins og High Fidelity, Shallow Hal, Orange County, EvO Woman og fleiri góðum. En nú hefur verið ákveð- ið að gera mynd, byggða á ferli hljómsveitarinnar sem þykir víst ansi skrautlegur. Leikstjóri myndarinnar mun vera Liam Lynch en allir þrir skrifa hand- ritið. Judi Dench meó Diesel? Svo gæti vel farið aö breska daman Judi Dench leiki í nýjustu mynd Vin Diesel, Chron- icles of Ridd- ick. Dench er ein virtasta leikkona Breta og hefur unnið ógrynni af verðlaunum í gegnum tíðina. Hún er þó ef tO vOl hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem M í síðustu James Bond-myndunum. O'Toole sagði jó Eftir nokkurt þóf hefur leikar- inn Peter O’Toole ákveð- ið að mæta á óskarsverð- launahátíðina og taka við heiðursverð- laununum. Fyrir nokkru skrifaði hann bréf tO stjórnar akademíunnar og bað hana um að bíða með þetta í nokkur ár í viðbót þar sem hann gæti enn unnið stytt- una sem besti leikari sem hon- um hefur ekki tekist hingað tO. Hann hefur þó verið tilnefndur í heil 7 skipti. Tenaciuos D- Daniel Day-Lewis leikur eitt aðalhlutverkanna í Gangs of New York: Einn allra besti leikari samtímans írinn Daniel Day-Lewis tekst á við sitt fyrsta hlutverk í 5 ár í Gangs of New York. Það þykir held- ur langur biðtími fyrir leikara sem er jafnvirtur og Day-Lewis. Hann telst meðal allra virtustu leikara í kvikmyndaheimi nútímans. Gangs of New York gerist á siðari hluta 19. aldar. Hún segir frá erjum tveggja klíkna, italskrar og írskrar, en þar leikur Day-Lewis leiðtoga þeirrar síðarnefndu og Leonardo DiCaprio fer fyrir þeirri ítölsku. DiCaprio ákveður að gera atlögu að írunum tO að hefna dauða föður síns sem persóna Day-Lewis hafði myrt. Daniel Michael Blake Day-Lewis fæddist þann 29. apríl árið 1957 I Lundúnum í Englandi. Foreldrar hans voru báðir mOdir listamenn og var faðir hans, Cecil, hirðskáld bresku drottningarinnar frá 1968 tO dauðadags árið 1972. Móðir hans, JOl Balcon, var þekkt leikkona. Hann ólst upp með foreldrum sín- um og eldri systur en þau systkini voru mjög samrýnd. Þau léku lát- laust saman þar sem þau gerðu það meðal annars að leik sínum að setja upp litla leikþætti. Þunglyndi og depurb Þegar Daniel var aðeins 8 ára gamall fékk pabbi hans hjartaáfaO og þó að hann hafi jafnað sig á því hafði það mjög sterk og djúp áhrif á drenginn. Síðar meir átti hann eftir að skrifa inngang i bók sem var gef- in út með óbirtum verkum CecOs eftir andlát hans þar sem hann minnist þunglyndis og depurðar sem fylgdi honum í gegnum veik- indi föður síns. Engu að síður var æska hans góð og varði fjölskyldan tO að mynda drjúgum tíma á ír- landi, þar sem faðir hans fæddist og ólst upp. En heima fyrir var ekki þeirri sælu að heOsa aOa daga og fékk Daniel að líða fyrir það hjá skólafélögum sínum að vera af fln- um írskum ættum og gyðingatrúar í þokkabót. En hann tamdi sér hegð- unarhætti og að tala hverfismál- lýskuna af slíkri list að hann var óþekkjanlegur frá öðrum drengjum í hverfinu. Þegar Daniel var 11 ára gamaO var hann orðinn hálfgerður vand- ræðaunglingur og ákváðu for- eldrar hans því að senda hann á brott í heimavist- arskóla sem þótti ekki vinsæl ákvörðun. Daniel hataði skólann af lífl og sál en á þeim tveim árrnn sem hann varði þar kynntist hann tveimur mestu ástríöu- verkefnum sín- Martln Scorsese viö tökur á Gangs of New York. hann skólann árið 1975. Þá kom að því að velja starfsferO og voru kost- imir tveir, trésmíði eða leiklist. Hann sótti um að gerast lærlingur hjá húsasmið, sem tekur 5 ár að ljúka, en honum var hafnað. Það var því ekki um annað að ræða en að skeOa sér í leiklistina. Hann nam i 3 ár við Old Vic leik- hússkólann í Bristol sem lauk með því að hann lék í leikriti sem var sett upp í sjálfu leikhúsinu sem þyk- ir eitt hið virtasta í Bretlandi og mjög svo sögufrægt. Hann var vara- skeifa fyrir Peter Postlethwaite, sem síðar átti eftir að leika með honum í stórmyndinni In the Name of the Father árið 1993. Álit Postlet- hwaite var ekki mikið á honum þá en það átti eftir að breytast. Komið sér af stað Við tók leikur í sjónvarpi og á sviði og smám saman tókst honum að festa sig í sessi sem einn af ást- sælustu leikurum þjóðarinnar. Hann var þekktur fyrir að búa sig vel undir þau kvikmyndahlutverk sem hann tók að sér sem meðal ann- ars fól í sér að byggja heOt hús (The Crucible), læra tékknesku (The Un- bearable Lightness of Being), labba um í New York-borg í fatnaði frá 1870 (The Age of Innocence), sitja I hjólastól mánuðum saman (My Left Foot) og nú síðast að gerast sérfræð- ingur í slátrun (Gangs of New York). Eftir mikla sálarkreppu árið 1989 þegar hann hafði sýnt óskarsverð- launaleik í My Left Foot en þó aðal- lega eftir að hafa tekist á við hlut- verk Hamlets á leiksviði báru tO- fmningamar hann ofurliði og í miðri sýningu brast hann skyndi- lega í grát og neitaði að klára kvöld- ið. Samtöl Hamlets við draug föður sins, sem voru í raun samtöl Dani- els við látinn föður sinn, voru hreinlega of mikið fyrir leikara sem sökkti sér af slíkri dýpt í hlutverk- ið. En eftir óskarinn rigndu tOboð- unum hreinlega yfir hann. Hann hafði áður lofað sér að leika aldrei í stórum HoOywood klisju-myndum en hann stóðst ekki mátið þegar Michael Mann bauð honum aöal- hlutverkið í The Last of the Mohicans. Fyrir hlutverkið bætti hann á sig 10 kOóum af vöðvum og þótti mjög svo sannfærandi í hlut- verki síðasta Móhíkanans. Á meðan á tökum þeirrar myndar stóð kom Martin Scorsese að máli við hann um, leiklistinni og tré- smíði. Sumarið áður en hann skipti um skóla fékk hann að spreyta sig á sínu fyrsta kvikmyndahlut- verki. Leikstjóri að nafni John Schlesinger var i ná- grenninu að mynda sína umdeOdu kvikmynd, Sunday Bloddy Sunday, og þurfti nokkur ung hörku- tól tO að leika smáhlut- verk í einu atriðanna. Daniel og félagar hans urðu fyrir valinu og fékk hann 5 pund fyrir dagserf- iðið. Það að myndin gekk eins vel og raunin varð átti eftir að gefa ákveðna vísbendinguna um leiklist- arferO Daniels. Báðir aðal- leikararnir voru tilnefndir tO óskarsverðlaunanna (Glenda Jackson og Peter Finch). Villingurinn Unglingsárin einkennd- ust af miklum ólifnaði Daniels. Búðahnupl, drykkjuskapur, sigarettur og kvensemi. Allt þetta hélt áfram í nýja skólan- um en þegar faðir hans lést, árið 1972, með hinn 15 ára gamla Daniel sér við hlið, tók við mikið þung- lyndistimabO. Þá sökkti hinn harmi slegni ungling- ur sér niður í eina af ástriðum sinum, trésmlð- ina. En leiklistin og slæma hegðunin áttu þó sinn sess áfram og þegar hann kynntist sterkum verkja- lyflum sem hann fékk upp- áskrifuð við migreni kynntist hann nýrri vímu. Yfirvöld litu á hann sem harðasta dópista og lokuðu hann oft á tíðum inni tO að reyna að láta hann hrista fíknina af sér. Daniel hefur síðar sagt að það að sýna að hann væri laus við ávanann hefði krafist einnar bestu frammi- stöðu hans sem leikari fyrr og síðar. Á þessum tima þótti Daniel afar vinsæU hjá kvenþjóðinni og þrátt fyrir nóg framboð hélt hann sig við eina stúlku, Sarah CampbeU, sem hann átti eftir að vera með í meira en áratug. Við útskrift horfði til mun betri vegar en áður og kláraði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.