Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 17 Hestaþáttur í DV-Magassni: HESTASPORTIÐ Umsjón: Guömundur Guölaugsson - ek@ek.is Askur segist vera sáttur viö lífiJ Umræðan um hestamennsku snýst eðlilega að mestu leyti um sjónarhorn hestamannsins. Þó hafa verið skrifaðar góðar bækur um heilsufar og eöli. Þar hefur veriö gerð grein íyrir byggingarlagi hesta og hvemig best er að ala þá upp og umgangast. Það er langt í frá auð- velt að ala hross svo vel fari og því mikilvægt að fólk kynni sér það til hlítar. Mér vitanlega hefur aldrei verið tekið viðtal við hest. Ég ákvað að reyna þetta og notaöi til þess nýj- ustu tækni, HDSL þráðlaust kerfi, svokölluð Silly Horse box útgáfa frá fyrirtækinu Just joking. Fyrir valinu varð Askur, 10 vetra klárhestur. Brúnn. Hann byijaði á að segja okkur að hann heföi verið tekinn á hús fyrir jól. Það þótti hon- um óþarfi því að þá var svo gott veð- ur og hann hafði haft það gott í vetr- arfríinu. Honum finnst eðlilegra að fá að vera úti þar til veðrið er orðið verra svona eins og það er ofl í jan- úar og febrúar. Einnig finnst hon- um leiðinlegt að vera á húsi á með- an sprengjuárásirnar em. Annars viil hann helst fá að vera bara I haganum en segist þó gera sér grein fyrir því að það gangi ekki. Félagsskapurinn í húsinu sé ágætur. Ekkert stuð en allt í lagi. Því miður fái þeir sjaldan að vera allir úti sam- an. Og svo er einn í húsinu, grað- hestur, sem þarf alltaf að vera einn. Aðspurður segist hann ekki alltaf skilja tilganginn hjá manninum sem kemur alltaf til hans. Hann sé alltaf að röfla upp í eyrað á sér en þó sé gott þegar hann klóri sér með ein- hverju skafti. Áður en þessi maður tók við honum þegar hann var ung- ur hafði hann oft verið hræddur. Sérstaklega á brautinni þar sem grindumar em. Honum hafl lika þótt jámið sem sett er upp í hann vont og það hafl meitt sig fyrst. Síð- an hafi hann smám saman lært hvað hann átti að gera til að meiða sig ekki. Svo kom þessi maður og hann gerði allt öömvísi fyrst. Stundum vildi hann t.d. beygja í eina átt en hallað sér í hina. Annaö slagið fór hann skyndilega af mér á fullri ferð en var þó ekki reiður því ég beið alltaf eftir honum. Þetta hefur þó allt lagast en ég skil ekki alltaf hvað hann vill. Stundum flnn ég til heldur Askur áfram. Einu sinn var sett á mig sæti sem meiddi mig. Það var vont en þá kom maður og stakk mig og það lag- aðist. Síðan finn ég stundum til í tippinu. Annað slagið kemur kona í slopp og tosar í tippið á mér. Það er rosalega vont fyrst en síðan líöur mér vel. Hún kemur alltaf einu sinni á hústíma. Aski finnst skemmtilegast á vorin þegar maöurinn stoppar og leyfir honum að bíta nýja grasið og þegar hann er kominn í hagann og fær að vera í friði með hinum hestunum. Leiðinlegast fmnst honum þegar maðurinn vill alltaf fara fram og til baka um sömu brautina dag eftir dag. í dag segist hann vera sáttur við lífið. Hann sé í stórri stíu og fái alltaf að borða. Einnig líði honum vel þó að það sé leiðinlegt að fara á brautimar. Að lokum vildi hann bæta því að honum finnst hundur- inn ótrúlega vitlaus. ek@ek.is Þaö er langt í frá auövelt aö ala hross svo vel fari og því mikilvægt aö fólk kynnl sér þaö tll hlítar. Hrímnir á opnunartilboði Einn vandaðasti og besti hnakkur á markaðnum Verð kr. 139.900 Opnunartilboð kr. 99.900 YÍnTrajr ístölt BÆJARLIND 2 • KÓPAVOGI SÍMI 555 1100 Gluggaö í góöa bók. Væntanlega eru það ekki síst ungir Islendingar af er- lendu bergi brotnlr sem fagna bókinni um hvernig eigi aö fara af staö í ís- lenskunámi. Magasín-myndir Siguröur Jökuli Fólk geti bjargað sér í málinu „Bókinni er afskaplega vel tekið og þeir sem hafa prufukeyrt hana við kennslu eru mjög ánægðir," segir Ingibjörg Hafstað hjá Fjölmenningu ehf. Fyrirtækið efndi til útgáfuhófs síðasta föstudag í Alþjóðahúsinu. Þar var Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra afhent fyrsta eintakið af nýrri kennslubók fyrir útlendinga. Af stað heitir bókin sem er fyrir fyrstu 50 kennslustundimar af 150, sem útlendingar þurfa að sækja í íslensku áður en þeir öðlast ríkisborgararétt hér á landi. Fleiri bækur eru svo áformaðar i kjölfarið. Fjölmenning sérhæfir sig í ráðgjöf varðandi nýbúa og kennslu íslensku. Eigendur eru Ingibjörg Hafstað og Bima Ambjömsdóttur, helstu sérfræð- ingar landsins í málefnum nýbúa. „í þessari bók er mest áhersla lögð á tal- málið og að fólk geti náð að bjarga sér í málinu," segir Ingibjörg. Hún kveðst áætla að í dag búi á íslandi í kringum níu þúsund útlending- ar sem ekki eru komnir með íslenskt ríkisfang. Þar séu á bilinu þrjú til fjög- ur þúsund komin aö þeim tímapunkti að hefja íslenskunám svo þeir form- lega geti öðlast réttindi og skyldur sem íslenskir borgarar. „Hófið á fostudag var góður selskapur og menntamálaráðherrann okkar, Tómas Ingi, er maður við alþýðuskap. Fyrir íslenskukennsluna og nýbúana held ég að sé til góðs að hann er gamall tungumálakennari í Menntaskólan- um á Akureyri," segir Ingibjörg, -sbs Bera saman bækur. Ingibjörg Hafstað hjá Fjölmenningu, Guðrún Halldórs- dóttlr, forstööumaöur Námsflokka Reykjavíkur, og Tómas Ingi Olrich menntamálaráöherra. HJOLABORÐ FBCQm MEB SKUFFUM FAcoM-Plastbakkar Öruggur staður fyrir fyrir öll uerkfæri FACOM verkfærin, □g allt á sínum stað! það sein fagmaðurinn notar! Armúli 17, 108 Reykjavík slmi: 533 1334 fax, 55B 0499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.