Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Page 8
8 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Þing Framsóknarflokksins geröi víötækar ályktanir, m.a. í sjávarútvegsmáium Ályktaö var m.a. um aö ákvæöi veröi sett í stjórnarskrá íslands um aö fiskistofnarnir séu sameiginleg auölind allrar þjóöarinnar og aö vísindaveiðar á hrefnu hefjist þegar á þessu ári. venileylagjald og auldnn byggðakvóti Ég greiöi þessu atkvæöi mltt Guöni Ágústsson hélt hendinni vel og lengi á lofti í atkvæöagreiöslu viö tillögu ungliöa um tímaákvæöi á setu forystumanna. Engu er líkara en Halldór formaöur sé hálfforviöa á viöbrögöum Guöna en Siv Friöleifsdóttir ýtir við honum, aö því er viröist til merkis um aö nóg sé komiö. Á 27. flokksþingi Framsóknar- flokksins, sem haldið var um helg- ina, var töluverðu púðri eytt í gagn- rýni á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur sem nýjan talsmann Samfylking- arinnar. Ljóst er aö framsóknar- menn eru ekki tilbúnir að fyrirgefa henni uppákomuna sem varð er hún tilkynnti innkomu sína i lands- málapólitíkina í desember. Sam- þykktar voru fjölmargar ályktanir um stefnumótun margvíslegra mála- flokka á þinginu sem lagt verður upp með í kosningabaráttunni sem fram undan er. Sjávarútvegskaflinn í ályktunum um atvinnumál er ekki hvað síst athyglisverður. Er þar m.a. lagt til að úttekt verði gerð á fisk- veiöistjómunarkerfi Færeyinga með tilliti til aðstæðna hér á landi og að hafnar veröi hrefnuveiöar á þessu ári. Einkunnarorð þingsins voru und- ir þrem vöffum; vinna, vöxtur og velferð. í kaflanum um atvinnumál var tekið á sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum, orkumálum, iðnaðarmálum, ferðamálum, ný- sköpun, viðskiptum og neytendamál- um. Þar sagði m.a: „Öflugt atvinnulif er undirstaða velmegunar og lífsgæða. Hlutverk stjómmálanna er að skapa atvinnu- lifi skilyrði til vaxtar og að leggja grunn að eðlilegum viðskiptahátt- um. Þannig ber að tryggja að rekstr- arskilyrði hér jafhist á viö það sem gerist í samkeppnislöndum okkar. Magntengt veiðigjald í sjávarútvegsmálum leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á eft- irfarandi: - Ákvæði verði sett í stjómarskrá íslands um aö fiskistofharnir séu sameiginleg auðlind allrar þjóðar- innar og sameign hennar. - Innheimt verði magntengt veiöi- gjald af þeim sem hafa fengiö úthlut- að eða greitt fyrir aflaheimildir. Með ráðstöfun fjármuna sem innheimtir veröi á grunni veiöigjaldsÝverði ný- sköpun og atvinnuþróun í sjávar- byggðum efld. - Ákvarðanir um heildarafla byggist á fiskifræðilegum aðferðum og sjávarrannsóknir veröi stórefld- ar. - Byggðakvóti veröi aukinn til aö treysta búsetu í viökvæmustu sjáv- arbyggðum. - Unnið verði að því að koma í veg fyrir brottkast afla. - Utræðisréttur strandjarða verði virtur á ný og staðfestur í fiskveiði- lögum. - Gerð verði úttekt á sóknardaga- kerfi Færeyinga.ÝHvemig staðan er þar og hvemig það yrði í fram- kvæmd á íslandi m.t.t. dagafjölda og úthlutunar daga. - Unnið verði að því með fullum þunga að vísindaveiðar á hrefnu hefiist þegar á þessu ári og í fram- haldi af því verði hafnar veiðar á öðrum hvalategundum. - Unnið verði að því að tekin verði upp línuívilnun fyrir dagróð- arbáta þar sem lína er beitt eða stokkuð upp í landi. - Ríkisstjómin skipi nefnd er- lendra og innlendra fræöimanna sem skili mati á aöferðafræði fisk- veiöiráðgjafarinnar fyrir 1. maí 2004. - Veiðarfærarannsóknir verði stórefldar með áherslu á vemdun sjávarbotns. Þróun í þjóðlendumálum mót- mælt Um landbúnaðarmálin segir með- al annars: - Lögð er áhersla á að halda áfram á þeirri braut að auka hagkvæmni íslenskrar búvöruframleiðslu og styrkja samkeppnisstöðu hennar en jafhframt verði unnið að nýjum skil- greiningum og viðurkenningu á fiöl- þættu hlutverki landbúnaðar, dreif- býlis og sveitadvalar fyrir þjóðfélag framtíðarinnar.ÝSettur verði upp starfshópur í samvinnu við samtök bænda og aðila vinnumarkaðarins til að kanna tengsl byggðamála og landbúnaðar. - Flokksþingið mótmælir þeirri þróun sem orðið hefur í framkvæmd laga um þjóðlendur og krefst þess að þinglýstar eignarheimildir landeig- enda séu að fullu virtar. Byggt verði á vetnistækni í orkumálum leggur Framsóknar- flokkurinn áherslu á eftirfarandi: - Stuðlað verði að því að sam- keppni verði innleidd við vinnslu og sölu rafmagns. - Tryggð verði áfram verðjöfnun raforku, m.a. með því styrkja stöðu raforkudreifingar á landsbyggðinni. - Lokið verði gerð rammaáætlun- ar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma. - Áfram verði unnið aö jöfnun húshitunarkostnaðar með rafmagni og heitu vatni. - Að orkulindir séu nýttar sem næst uppnma þeirra m.a. til að stuðla að tryggari búsetu í landinu. Þá segir einnig: - Á grundvelli nýrra laga um leit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.