Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 13 DV Útlönd Aukin spenna milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna: Norður-kóreskan orrustujwtur eltu uppi bandaríska efdrUtsvél Spennan milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur magnast eftir að fjórar norður-kóreskar MIG-orr- ustuþotur eltu bandaríska eftirlits- vél af gerðinni RC-135 og um- kringdu hana þar sem hún var á flugi í alþjóðlegri lofthelgi yfir Jap- anshafl á sunnudaginn. Að sögn talsmanna bandaríska hersins stóð eftirfórin í 22 minútur og mun ein þotan hafa nálgast bandarísku vélina ískyggilega og verið næst henni í aðeins um 15 metra fjarlægð auk þess sem ein þotan mun hafa beint miðunarbún- aði að vélinni. Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega þrjátíu ár sem norður-kóreskar her- þotur ógna bandarískri flugvél, en árið 1969 skutu norður-kóreskar orrustuþotur niður bandaríska her- flutningavél yfir Japanshafi með þeim afleiðingum að 31 fórst. Að sögn bandarískra embættis- manna verða norður-kóreskum stjómvöldum send formleg mót- mæli í dag en frekari ákvarðanir REUTERSMYND Félagar ræöa saman Sinn Fein-félagarnir Martin McGuinness og Gerry Adams ræöa saman viö fundarstaö í Belfast. Samningafundum um N-írland haldið áfram Breskir embættismenn sögðu að miðað hefði í rétta átt á fund- um um samsteypustjórn kaþ- ólikka og mótmælenda á Norður- írlandi í gær, þótt ekki hefðu orð- ið þar nein tímamót. Ákveðið hef- ur verið að halda samningavið- ræðum áfram í dag. Forsætisráðherrar Bretlands og írlands, þeir Tony Blair og Bertie Ahern, sátu í gær á lokuðum fundum með fulltrúum allra stjómmálaflokka Norður-írlands til að reyna að endurlifga stjórn- arsdmstarfið sem var leyst upp fyrir fimm mánuðum. Miklu skiptir fyrir árangur fundanna hvort írski lýðveldis- herinn (IRA) er reiðubúinn að af- vopnast enn frekar. Listamaður vill opna hóruhús fyrir hunda Þýskur listamaður að nafni Karl-Friedrich Lenze hefur sótt um leyfi til að opna vændishús í Berlín fyrir kynsvelta hunda. Hinn 54 ára gamli Lenze segir að það verði fyrsta vændishús sinnar tegundar og hann ætlar að rukka hundaeigendur um 25 evr- ur fyrir hálftíma skammt af himnasælu. „Ef hundar fá ekki það sem þeir vilja verða þeir úrillir, rétt eins og mannfólkið," segir Lenze. Vel verður vandað til vals á „starfsmönnum" hússins sem verða af báðum kynjum. Þeir hundar sem það vilja geta farið afsíðis til að athafna sig og þá verður í húsinu eins konar bar þar sem kúnnamir geta þefað uppi hentugan bólfélaga. um refsiaðgerðir hafi ekki enn ver- ið teknar og verið að ræða málið við suður-kóresk stjórnvöld og aðra bandamenn á svæðinu. Atburðurinn átti sér stað aðeins degi áður en Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn hófu umfangs- miklar heræfingar á svæðinu en bandaríska vélin mim þó hafa verið á venjubundnu eftirlitsflugi í alþjóð- legri lofthelgi, um það bil 240 kíló- metra úti fyrir ströndum Norður- Kóreu. Vélinni var þegar snúið við eftir að norður-kóresku þotumar sneru frá og hélt hún til bækistöðva sinna í Kadena í Japan. „Við lítum á þetta sem alvarlega ógnun og höfum ekki minni áhyggj- ur af því en bandamenn okkar á svæðinu," sagði Jeff Davis, hátt- settur embættismaður í bandarfska varnarmálaráðuneytinu, í gær. Bandarísk RC-135 eftirlitsflugvél Hér á myndinni sjáum viö bandaríska RC-135 eftirlitsvél, afsömu gerö og þá sem noröur-kóresku orrustuþoturnar eltu uppi á Japanshafi um helgina. & MATTHIASAR Miklatorgi - á besta stað ^SAL^ Sfmi 562-1717 Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Ford Escort, árg. 1996, ek. 91 þ. km, beinsk. V.440 þ. TILBOÐ 290 þ. stgr. "Ágætis bíll og hörkudill" VW Polo 1,4, árg. 8/99, ek. 40 þ. km, beinsk. V. 820 þ. TILBOÐ 590 þ. Áhv. 350 þ. ’Allt er vænt sem vel er grænt." Subaru Legacy 2,0, árg. 1995, ek. 138 þ. km, sjálfsk. dráttarkúla, CD o.fl. V. 770 þ. TILBOÐ 590 þ. stgr. "Fjölnota fjölskyldublll" Suzuki Swift, árg. 1995, ekinn aðeins 81 þ. km. Beinsk., rafdr. rúður, nýskoðaður‘04. V. 380þ. TILBOÐ 290 þVstgr. “Budduvænn þessi". Suzuki Grand Vitara V6, árg. 1999, ek. 97 þ. km, sjálfsk., álf., 6 cyl. V. 1.780 þ. TILBOÐ 1.580 þ. (áhv.1.180) = útborgun eða bíll, kr.400 þ. "Bíll sem tekið er eftir." Toyota Yaris Terra WTI, árg. 5/2000, ek. 54 þ. km, beinsk., 5 dyra. V. 820 þ. TILBOÐ 680 þ. "Gn'ptu hvítu gæsina á meðan hún gefst!" MMC Pajero V6, árg. 1995, 32‘, ek. 139 þ. km, sjálfsk., fjarstart, CD, 7 manna, sumar- og vetrardekk á felgum. V. 1.240 þ. TILBOÐ 980 þ. "Mikið fyrir litið". Ford Explorer Eddie Bauer 5,0, árg., 1997, V8. Leður, allt rafdr., topplúga. Ekinn aðeins 73 þ. km, ‘04 skoðun. V. 2.350 þ. TILBOÐ 1.980 þ. "Glóandi gullmoli". Nissan Patrol túrbó dísil, árg. 1995, ek. 200 þ. km, sumar- og vetrardekk, mælir, ‘04 skoðun beinsk. V. 1.540 þ. TILBOÐ 1.380þ. “Bísna fagur" Mazda 323, árg. 1995, ek. 126 þ. km. Beinsk., sumar- og vetrardekk, nýskoðaður‘04. V. 370 þ. "Léttur á fóðrum þessi!" Toyota Corolla XLI, árg. 1995, Ek. 126 þ. km, 5 dyra. V. 490 þ. "Lekkert eintak", nýskoðaður. Suzuki Vitara 1,6 JXLI (stuttur), árg. 1996, ek. 95 þ. km, beinsk., dráttarkúla, rafdr. rúður. V.630 þ. "Þrumugóður bill" Toyota Corolla UB, árg. 1994, ek. 139 þ. km. Nýskoöaður ‘04, góð smurbók. V. 490 þ. "Ekki nýr en sem nýr" Toyota Rav 4, árg. 11/99. Ekinn aðeins 21 þ. km, sjalfsk., sumar- og vetrardekk, dráttarkúla. V. 1.720 þ., áhv. 1.340 þ. Otb. aðeins 380 þ. "Fullvaxinn smájeppi" Toyota Corolla XLI H/B, árg. 1994, ek. 146 þ. km, beinsk., 5 d., góð smurbók, CD, álf. V. 390 þ. "Góður bíll... en er þetta besti bíllinn? Það er erfitt að segja." Suzuki Sidekick Limited, árg. 1992, ek. 153 þ., beinsk., leðurinnrétting. V. 490 þ. "Vel þess virði" SJÁ FLEIRI MYNDIR Á WWW.BILALIF.IS ASAMT FJÖLDA ANNARRA GLÆSIVAGNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.