Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003
Fréttir
9
DV
ég átta mig á því að sá aðili sem
ég var að tala við leit ekki á
þetta samtal sem trúnaðarsam-
tal. Það er því ekki mitt að meta
hvort sú frásögn er
ærumeiðandi eða ekki,“ segir
Davíð.
Sár út í Hrein
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að þeir Davíð og Hreinn
Loftsson voru um árabil nánir
samstarfsmenn. Davíð segist
afar sár út í Hrein.
„Þetta er maður sem ég hef frá
fyrstu tíð viljað vel. Ég hef reynt
að greiða götu hans og sýnt hon-
um mikinn trúnað, bæði sem
mínum nánasta aðstoðarmanni
og síðan sem formanni einka-
væðingarnefndar. Ég varði hann
þar hvað sem á dundi. Ýmsir
vildu leggja til hans á þeim tima,
sumt af því vissi hann og sumt
ekki, og ég varði hann alltaf í
bak og' fyrir. Þannig að þetta er
allt saman afskaplega mikil von-
brigði og óskiljanlegt, því að enn
þá vil ég trúa því að þetta sé góð-
ur maður. Éinhvern timann
verður hann að gefa mér ein-
hverjar skýringar sem eru fram-
bærilegar. Þær hafa ekki komið
enn þá.“
- Éigið þið eitthvað vantalað?
„Við eigum heilmikið vantal-
að auðvitað því að þetta er
óskiljanlegt. Það er í mínum
huga alveg kristalklárt að hann
tekur þátt í því að upp á mig séu
bornar lygar.“
- í atlögu að þér?
„Atlögu. Hann viðurkennir að
hafa lesið yfir þessar greinar
[fréttir Fréttablaðsins sl. laugar-
dag] og forsendan fyrir allri
lygaþvælunni þar er sú, að hann
lýsir því yfir að ég hafi sagt eitt-
hvað sem ég hef aldrei sagt.“
Þarna vísar Davíð til þess að
Hreinn segir hann hafa minnst á
„Jón Gerhard Sullenberger" á
fundi þeirra í janúar í fyrra, en
Davíö segist fyrst hafa heyrt
minnst á Sullenberger eftir að
sagt var frá kærumálum hans í
fréttum löngu síðar.
„Og síðan hefur komið á dag-
inn að það sem hann undirbjó
þessi ósannindi með - að hann
hefði aldrei heyrt manninn
nefndan né fyrirtæki hans - það
hefur verið afhjúpað sem blekk-
ing,“ segir Davíð og vísar meðal
annars til umfjöllunar um Nor-
dica í ársskýrslum Baugs og um-
mæla Sullenbergers sjálfs.
„Hann náttúrlega getur bjarg-
að sér, sálu sinni og friði, með
því bara að biðjast afsökunar og
gefa einhverjar skýringar,“ segir
Davíð.
- Myndirðu taka hana til
greina?
„Já, að sjálfsögðu. í mínum
huga er það þó þannig að þetta
er óskiljanlegt. Algjörlega óskilj-
anlegt.“
Hreinn háöur Baugi
- Þú sagðir í sjónvarpsviðtali
að Hreinn væri háður þessum
mönnum. Hvað áttu við með
því?
„Hann er náttúrlega stjórnar-
formaður í krafti atkvæða
þeirra. Ég veit ekki til þess að
hann eigi neitt í fyrirtækinu. Og
hann hefur náttúrlega farið í alls
konar viðskiptaævintýri meö
þessum mönnum eins og menn
þekkja. Ég tel - fyrst hann bind-
ur trúnað sinn við þá með þess-
um hætti, sem þeir launa nú
ekki endilega - að þá geti ekki
verið önnur skýring á því en að
hann sé illilega háður þeim.“
- Fundur ykkar Hreins í
Lundúnum í janúar í fyrra var
nokkrum dögum eftir umræður
á Alþingi þar sem þið Össur
Skarphéðinsson deilduð báðir
hart á Baug. Telur þú að sú um-
ræða hafl verið tilefhi þess að
Hreinn óskaði eftir fundi með
þér?
„Hann nefndi ekkert sérstakt
tilefni, bað bara um að fá að
hitta mig þarna úti og ræða mál-
in. Ég taldi svo sem víst að það
væri að hluta til um málefni
Baugs en hann kom þarna auð-
vitað sem trúnaðarvinur minn
og fyrrum aðstoðarmaður, ekki
sem útsendari þeirra feðga eins
og hann virðist hafa talið sig
vera. Hann naut minnar vináttu
þarna á hótelinu og við borðuð-
um saman sem gamlir vinir og
ég hafði ekki það hugmyndaflug
að hann liti frekar á sig sem út-
sendara þeirra feðga í samtölum
við mig til þess að fara að lepja
til baka í þá eins og húsbændur
sína frekar en að sýna mér trún-
að. Það er mér mikið áfall."
Frelsið misnotaö
Davíð hefur lýst því að hann
hafi átt bágt með að sofna eftir
samtal þeirra Hreins í Lundún-
um. Ástæðan fyrir því hve hon-
um var brugðið er ekki síst sú,
að hans sögn, að hann sé stoltur
yfir því að hafa átt þátt í því að
opna íslenskt viðskiptalíf, gefa
mönnum færi og losa um reglur.
„Ég hef verið afskaplega stolt-
ur af þessu, þó að ég sé reyndar
þeirrar gerðar að ég er ekki að-
dáandi þess sem ég kalla guð-
lausan kapítalisma sem sér ekk-
ert nema græðgi. Mér finnst það
jafnógeðfellt og kommúnisminn
sem sér ekkert nema kúgun á
einstaklingunum í þágu fjöld-
ans. En ég trúi á heilbrigt við-
skiptalíf og frelsi einstakling-
anna. Og mér fannst blóðugt að
þurfa að horfa upp á það að ein-
hverjir merrn væru að nota það
nýfengna frelsi, sem ég hafði átt
þátt í að skapa, með þessum
hætti. Og ég hafði það mjög á til-
finningunni að þetta væru
vinnubrögð sem menn teldu
eðlileg og sjálfsögð og teldu að
allir féllu fyrir.
Þetta var mér mikið áfall og
þess vegna svaf ég illa þessa
nótt. Það kemur yfirleitt ekki
fyrir mig, hvað sem á gengur í
stjómmálunum. Einstaka sinn-
um ef ég hef verið að spila
bridds og tapað illa, þá hef ég átt
erfitt með að sofna."
0
Þjálfunar og æfingarpunktar
Það var fyrst árið 1993 að bandarísku hjartasamtökin (American Heart Association)
töldu þjálfunarleysi til eins af megináhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Jákvæð
áhrif reglubundinnar þjálfunar á hjarta- og æðakerfið birtist í mörgum myndum.
Til að mynda hefur komið í Ijós þegar slagæðar skokkara eru athugaðar að æðar
þeirra hafa meiri þangetu en æðar þeirra sem hafa tamið sér kyrrsetu. Þetta þýðir
einfaldlega að æðarnar (sem eru vöðvavefir) eru betur þjálfaðar.
Vísbendingar hníga í þá átt að reglubundin þolþjálfun, eins og rösk ganga, sé
áhrifarík til að lækka LDL (leiðinlega) kólesterólið og hækka HDL (hjálplega)
kólesterólið. Einnig virðist reglubundin þolþjálfun styrkja slag- og háræðar; leiða
til breyttrar líkamssamsetningar með því að auka hlutfall grannra líkamsvefja á
kostnað fituvefja; auka súrefnisflæði frá hjarta til vefja og draga þannig úr vinnuálagi
hjartans; breyta hormónastarfsemi líkamans á þann veg að það lækkar blóðþrýsting.
Þessar breytingar eru svo jákvæðar að sumir sérfræðingar eru á þeirri skoðun að
þegar um er að ræða forvarnastarfsemi gegn hjarta- og æðasjúkdómum ætti
áherslan frekar að vera lögð á líkamsþjálfun heldur en mataræði. Ef einstaklingur
sem hefur þegar fengið hjarta- og æðasjúkdóm fer í meðferð, þar sem rík áhersla
er lögð á reglubundna þjálfun, er jafnvel möguleiki á að snúa þróuninni við. Með
reglubundinni þjálfun virðist sem möguleiki sé á uppbyggingu nýrra æða í stað
þeirra sem hafa "dáið"en þærfá þá það hlutverk að næra hjartavöðvann. Þetta
getur skýrt þann stórkostlega bata sem sumir hjartasjúklingar ná þegar þeir fara
að stunda þjálfun reglubundið.
Flest fagfólk er þó þeirrar skoðunar að samtenging þjálfunar og ákveðinna
mataræðisþátta sé vænlegri til árangurs en ef aðeins annar þáttanna er tekinn fyrir.
Matseðill dagsins
Dagur 20 (sprengidagur) Morgunverður: Hrísmjólk Banani 1 dós 1 stk.
Hádegisverður: Beygla m/pitsubragði Léttmjólk 1 stk. 1 glas
Miðdegisverður: Appelsína Gulrætur 1 stk. 2 stk.
Kvöldverður: Saltkjöt (mesta fitan skorin burtu) Baunasúpa Kartöflur Rófur Kál 200 g 2,5 dl 2 „eggstórar 1/2 stk. 100 g +
Kvöldhressing: Epli 1 stk.
íþróttamenn nota oft meira prótrn en þeir sem ekki þjálfa (fer þó eftir eðli og erfiði
þjálfunar) en samt er engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta og ráðast í mikla
neyslu á prótínríkum afurðum eða að fjárfesta í prótíndufti eða amínósýrum. Sumir
íþróttamenn, ekki síst þeir sem stunda kraftíþróttir eins og lyftingar, vaxtarrækt og
„fitness", trúa því að mikil neysla á prótínum og amínósýrum leiði til mikillar og hraðrar
vöðvauppbyggingar. Það er ekki rétt enda fer stækkun og efling vöðva aðallega eftir
þvf álagi sem við leggjum á þá en ekki eftir magni þeirra prótína sem við neytum. Þó
er vert að geta þess að við mjög litla neyslu á kolvetnum neyðist líkaminn til að grípa
til þess ráðs að umbreyta amínósýrum í glúkósa. En auðvitað á íþróttamaðurinn að
bregðast við slíku með því að auka neyslu á kolvetnaríkum mat en ekki prótínríkum. Of
mikil prótínneysla ásamt ónógri vökvadrykkju getur leitt til ofþornunar líkamans og farið
illa með líffæri eins og nýrun.
Til fróðleiks má geta þess að fyrir þá sem þjálfa ekki stíft er ráðlagður
dagskammtur af prótínum 0,8 g fyrir hvert líkamskíló. En það merkir
að 80 kg maður þarf á 64 g af prótínum að halda á dag til að ná
ráðlögðum dagskammti. Ráðlögð neysla fyrir íþróttamenn er öllu hærri,
eða á bilinu 1,0-1,7 g fyrir hvert líkamskíló. Meðalneysla íslenskra
karlmanna á prótínum er vel yfir 100 g á dag. Hvort sem fólk æfir Iftt
eða mikið ætti ekki að vera nein þörf á neyslu prótína í fæðubótarformi
en dæmi um fæðuflokka, auðuga af prótínum, eru mjólkurmatur, fiskur,
kjöt og baunir.
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
I
HReynnc