Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 11 DV Ferðir Einn á ferö Það er alveg sérstök tilfinning aö feröast einn og ég lít á þessa ferö sem andlega og líkamlega hleðslu. Að sögn Jakobs tekur þó stein- inn úr þegar sótt er um vegabréfs- áritun til Hvíta-Rússlands og Úkraínu. „Þar þarf að fyrirfram- bóka allar gistinætur eða þekkja heimamann sem sækir um visa fyrir mann. Maður þarf einnig að tilgreina hvenær komið er til landsins og farið þaðan.“ Jakob segist reyndar hafa heyrt að kerf- inu sé stjórnað af mafiunni og ákveðnar ferðaskrifstofur fái leyfi til að fyrirframbóka þannig að ferðamenn skipti aðeins við „val- in“ hótel. Hjólin hafa marga kosti „í Austur-Evrópu ferðast marg- ir um hlykkjótta fjaliavegi á götu- hjólum, eða liðast um láglendið á fjölskyldubílnum. Flestir sem fara um Norður-Afríku ferðast á jepp- um, þó að mótorhjólið hafi verið að koma sterkt inn á undanforn- um árum. í Sahara er sérstaklega Erg Chebbi-sandaldan í Atlas-fjöllunum Jakob segir aö mun betra sé aö feröast um á mótorhjóli en jeppa í Saharaeyöi- mörkinni. „Nálægöin við umhverfiö er mun meiri en þegar feröast er í bíl. Nær- veran getur reyndar orðiö of mikil og yfir- þyrmandi eins og í slæmum sandstormi. “ horft til burðargetu farartækjanna og jeppar því algengastir þó að mótorhjólin fari hraðar yfir.“ Að sögn Jakobs er mun betra að ferðast um á mótorhjóli í Sahara en jeppa. „Vandamálið er bara hvað hjólin hafa litla burðargetu. Oft ferðast mótorhjól og jeppar því saman í eyðimörkinni. Hjólin eru notuð til að finna góðar leiðir gegnum sandöldurnar en jepparn- ir sjá um burðinn." Jakob segir að kostirnir við að feröast á mótorhjóli séu fjölmarg- ir. „Nálægðin við umhverfið er til dæmis mun meiri en þegar ferðast er í bíl, nálægðin getur reyndar orðið allt of mikil og yfirþyrmandi eins og í slæmum sandstormi. Hjólin hafa líka þann kost að rekstrarkostnaður þeirra er lágur miðað við bíl, hvort sem litið er til viðgerða, tolla eða flutnings- gjalda." Tæki og búnaöur „Reyndir ferðalangar ráðleggja öllum sem fara um Sahara að ferð- ast létt og tryggja sér áreiðanlegt farartæki. Það hafa margir brennt sig á því að fara með of þung hjól út á sandinn og lent í miklu basli með að stjórna þeim þar. Bilanir eru ekki æskilegar í Sahara, því engin er þjónustan, og það geta liðið margir dagar þangað til næsta farartæki fer hjá.“ Jakob segist hafa valið Suzuki DR650SE til fararinnar. „Almennt er talaö um að eins strokks, fjórgengismótorar séu bestir í ferðalög í eyðimörkinni, en þeir eru nokkuð léttari og eyðslugrennri en tveggja strokka mótorarnir. Venjuleg mótorhjól eru ekki ætluð fyrir þau átök sem fylgja langferðum í eyðimörk, ekki einu sinni hjól sem eru sér- staklega gerð fyrir langferðir, og gangast flest hjól því undir ein- hverjar breytingar." Jakob segist ætla að setja álkist- ur á hjólið og stækka tankinn þannig að hjólið fari sex til sjö hundruð kílómetra án þess að þurfa að fylla á. Hann ætlar einnig að setja staðsetningartæki á stýr- ið, koma fyrir vatnsbrúsum, verk- færum, varahlutum og ýmsu fleira á hjólið. „Vatn er mjög mikilvægur þátt- ur í ferðalagi um Sahara. Yfir vetrarmánuðina þarf að innbyrða átta til tólf lítra af vatni á dag til að halda vatnsbúskapnum í jafn- vægi. Þetta gerir það að verkum að í þriggja daga ferð í óbyggðum Sahara, þar sem engar bensín- stöðvar né brunnar er að finna, þarf ég að bera rúmlega fjörutíu lítra af bensíni og rúma þrjátíu lítra af vatni, auk alls annars bún- aðar.“ Jakob segir að oft sé vandratað um óbyggðir Norður-Afriku og því hafi legið beinast við að hafa staö- setningartæki með. „Staðsetning- artækin eru svo sem ekki nauð- synleg á ferðalagi sem þessu en ör- yggið sem fylgir því að hafa GPS er svo mikið að það borgar sig ekki að sleppa því. Tækið gerir það að verkum að mistök í leiðar- vali verða smávægileg og sparar þannig tíma, eldsneyti og vatn.“ Fjallgöngur og hellaferðir „Ég tók snemma þá ákvörðun að halda mig fjarri öllum stór- borgum, söfnum, kirkjum og köstulum í ferðinni og einbeita mér frekar að göngu- og hellaferð- um. Það er óopinbert markmið ferðarinnar að klífa alla hæstu tinda þeirra landa sem ég fer um og fljótt á litið ætti það að takast. Það getur þó átt eftir að breytast vegna veðurs og annara hindrana sem verða á veginum." Jakob hef- ur stundað hellamennsku í nokk- ur ár og þykkir því tilvalið að leita uppi hellamenn í þeim lönd- um sem hann heimsækir og fá þá til að fylgja sér um heimahagana. „Sum hellakerfm í Líbanon og Líbíu eru víst fagurlega skreytt og hafa verið rannsóknarefni hella- og fornleifafræðinga í fleiri ára- tugi.“ Jakob heldur úti heimasíðu þar sem hægt er að lesa um undirbún- ing ferðarinnar og þar veröur hægt að fylgjast með ferðalaginu eftir að hann leggur af stað. Slóð- in er www.simnet.is/geokobbi. Utan við Quarzazate í Marokkó Borgin er miðstöö feröalanga sem stefna til High-Atlas- og Jebel Sarhro-fjall- garöanna. Kvikmyndaver hafa hreiöraö um sig í borginni. Todra-gflið í Marokkó ÞegarJakob fór þarna um voru miklar vegaframkvæmdir í gilinu og ekki er langt aö bíöa þangaö til allt gilið, tugir kílómetra, veröur oröiö malbikað. Heimasíður fyrir mótorhjólamenn www.horlzonsunlimited.com www.sahara-overland.com www.adventure-motorcycling.com/ www.advrider.com/ http://webmaster10.com/ldr/lndex.html www.whitehorsepress.com/ - Bækur fyrir mótorhjólafélk. www.cooikarim.freeuk.com/ - Kallm er kúl hjólamaður. www.globeriders.com/ - Heimasíða manns sem hjólaðl um holminn í tíu ór. www.jupitalla.com/ - Ted Simons er elnn af Irumkvöðlum langlerða a mótorhjóli og er að lara i annað sinn í kringum hnöttinn. www.calle.com/world/ - Velur sem birtlr kort og getur upp staðsetningar um allan heim. FerOast úi* sófanum Ekkert er skemmtilegra en að ferðast, hvort sem það er innanlands eða utan. Ferðalög opna hugann, víkka sjóndeildarhringinn og gera ferðalanginn umburðarlyndari gagn- vart menningu og lífsháttum ólíkum sínum eigin. Helsti þröskuldur þess að fólk ferðist meira en það gerir er sá hvað ferðalög eru tímafrek og geta verið dýr. Startgjaldið er yfirleitt dýrast en eftir það fer kostnaður eftir áfangastað. Ferðast í huganum Þeir sem ekki hafa tima, heilsu né fjárhagslegt bolmagn til að leggjast í ferðalög, eins og sagt var i gamla daga, en langar samt til að kynnast menningiu framandi þjóða eiga þess kost að lesa ferðabækur. Með lestri góðra ferðabóka er hægt að ferðast í huganum til fjarlægra slóða og kynnast sögu, menningu og lífi fólks allt frá suður- til norðurpóls. Góðir ferðasöguhöfundar á borð við Paul Theroyx, Tahir Shar, Vitali Vitaliev, Roy Lancaster, Colin Thubon og ýmsir fleiri hafa ein- stakan hæfileika til að lýsa um- hverfmu þannig að það lifhar fyrir augum lesandans. Þegar best lætur heyrir lesandinn skarkala borgarinnar, söng fuglanna, dregur í sig anda menningarinnar og finnur óþef holræsanna eða angan blómanna. Heilinn í skottinu Driving Mr. Albert. A Trip Across America with Einstein’s Brain eftir Michael Patemiti er að stofni til ferðasaga sem fjallar um ökuferð tveggja manna þvert yfir Bandaríkin til að skila bamabami Einsteins heila snillingsins. Eldri maðurinn í ferðalaginu sá um krufn- ingu Einsteins á sínum tíma og stal heilanum sem hann hefúr geymt í fonnalíni frá því karlinn féll frá. í bókinni er að finna skemmtilega og oft fyndna samantekt um líf Ein- steins og sagt frá áráttu manna að safna lík- amshlutum eða líf- færum úr frægu fólki. Lítið púður fer í að lýsa landslagi eða lifii- aðarháttum fólks á þeim stöðum sem ferið er um. Höfundi tekst þó ágætlega upp þegar hann lýsir heimsókn í Aldin- garðinn Eden sem er eft- irgerð biblíusögunnar, gerð úr steinsteypu. Driving Mr. Albert. A Trip Across America with Einstein’s Brain, fæst í bókabúð Máls og menningar og kostar 1.495 krónur. Bílanmst Bestir fyrir bílinn þinn S Kerti og þurrkublöö s Viftureimar og kveikjuhlutir s Rafgeymar og pústkerfi Ehnaust ’sími 535 9000 www.bilanaust.is Borgartúni. ReykjavíK. : Hrismýri. Se.foss? Bíldshöfða. Reyk;avík. Í Dalbraut. Akureyr Siðumúla Reykjavik. j Grófinni. Keha-* ••v. Smiðjuvegi, Kopavogi. Lyngási Egusstoðurr Dalshraun. Hafnarfíröí. Álaugarvegi Hornafirð;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.