Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003 27 DV Tilvera Kvikmyndagagnrýni Lopez nennti ekki aö ganga 100 m Kátt á Disneydögum Krakkaklúbbs DV: Tígri og Jónsi slógu í gegn Smárabíó/Regnboginn - Daredevil ★★ Svipa rétdæfisins Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Latínubomban Jennifer Lopez sló sjálfri sér við í flottræfils- hættinum um daginn þegar hún pantaði hvorki meira né minna en sex límúsínur fyrir sig og föruneyti sitt til að fara um eitt hundrað metra vegalengd milli lúsxushótela í London. Sjónarvottar að ósköpunum voru víst sem steini lostnir. I mjúkum hrömmum Tígri heillaði krakkana í Kringlunni. UV-IVITINUirc DKJHIVIN DrtLLIUrTOOUIV Tígri var í essinu sínu um síð- ustu helgi á Disney-dögum Krakkaklúbbs DV í Kringlunni. Klúbburinn var með sérstakan litaleik í gangi og gaf Tígrabækur, liti og Tígraboli. Allir krakkar sem mættu í búningum fengu sér- stakan glaðning og auk þess frítt í Kringlubíó á Skógarlíf II, í boði Sambíóanna og Samfilm. Ýmsir skemmtikraftar stigu á svið og sungu Disneylög við mikla gleði áheyrenda. Þá rann gæðadrykkur- inn Frissi fríski frá Norðurmjólk ljúflega um kverkar krakkanna. -Gun. Disneylögin sungin Jónsi í í svörtum fötum söng af innlifun eins og hann er vanur. Ætlaði ekki að komast frá sviðinu eftir sönginn vegna áhugasamra aðdáenda. „Enginn fékk skilið hvers vegna hún gekk bara hreinlega ekki,“ hafði breska blaðið Daily Mail eftir einum sjónvarvottin- um, gesti á Metropolitan hótel- inu þaðan sem JLo fór yfir á hið þekkta Dorchester hótel. Jennifer er þekkt fyrir að líta stórt á sig og fyrir að vera til- ætlunarsöm. Ekki munu til- burðirnir í London verða til að bæta ímynd hennar. Sjálf segir hún að allar prímadonnusögur af sér séu orðum auknar. ém 7 Verðlaunagriplr Kakkaklúbburinn veitir í leikjum sínum vegleg verðlaun sem Sambíóin og Samfilm láta í té. Lögfræöingur á daginn, ofurhugi á nóttunni Ben Affleck í hiutverki Matts Murdocks sem lifir ööru lífi á nóttinni en hann gerir á daginn. Fyrirfram hafði ég búist við að Daredevil yrði á ein- hvern' hátt í líkingu við Spider Man. Báðar eru gerð- ar eftir teiknimyndahetjum frá Marvel-fyrirtækinu bandaríska og fjalla um menn sem lifa tvöföldu lífi. Raimin er önnur, Daredevil er mun dekkri kvikmynd. Meira í ætt við Batman, þá sérstaklega tvær fyrstu Bat- man-myndirnar sem Tim Burton leikstýrði. Það sem helst kemur í veg fyrir að Daredevil nái sömu gæðum og þessar tvær Batman- myndir er hversu óljós Daredevil er og hversu erfiðlega gengur að sannfæra áhorfandann um yfirburði hans. Við vitum að hann er blindur og hefur fengið of- urskynjun á önnur skilningarvit sem helst er sýnilegt þegar heymin á í hlut. Aðrir hæfileikar eru fyrir hendi og sýnilegir á óljósan hátt. Daredevil (Ben Affleck) er Matt Murdock á daginn. Eftir að hafa fylgst með því hvað gerði það að verkum að Murdock missir sjónina og öðlast ofurskynjun fórum við fram í timann, þegar Murdock er lögfræðingur á daginn og ofurhugi á nóttunni. Það er greinilegt að hon- um líður ekki allt of vel í ofurhuga- hlutverkinu. Hann fer reglulega til prests, sem hann hefur gert að trún- aðarvini sínum, og vill fá aflausn synda sinna. Presturinn tekur ekk- ert allt of vel í það, segir hann vera hefndarengil sem friði sig með því að vera að þjóna réttlætinu. Mur- dock getur samt ekki hætt. Það er hans hlutverk að vera svipa réttlæt- isins á þá sem hafa komist undan réttvisinni. Inn í líf Murdocks kemur Elektra Natchios (Jennifer Gamer) sem hef- ur marga af hæfileikum Murdocks þegar kemur að því að berjast við illmenni. Þetta er ást við fyrstu „sýn“ hjá Murdock. Kynni þeirra leiða síðan ofurhug- ann á hættulegri slóðir þar sem undirheimakóngurinn Kingpin (Michael Clarke Duncan) ræður ríkjum og hans svipa á þá sem fyrir honum verða er Bullseye (Colin Farrell) sem að eigin sögn missir aldrei marks. Daredevil er ekki nógu vel heppnuð. Það sem helst dregur úr áhrifum hennar er þegar verið er að reyna að koma til skila hæfileik- um hetjunnar okkar. Er ekki nokkur leið að fá botn í þessi atriði og kannski síst þegar hann fær takmarkaða sjón um leið og fyrstu regndroparnir falla. Að öðru leyti er Daredevil sæmilegasta skemmtun. Ben Affleck er ágætur í hlutverki Murdocks, Jennifer Gamer betri sem Elektra og bestur er Colin Farrell í hlut- verki Bullsey. Ofleikur hann af mik- illi list. Leikstjóri og handritshöfundur: Mark Steven Johnson. Kvikmyndataka: Eric- son Core. Tónlist: Graeme Revell. Aöal- leikarar: Ben Affleck, Jennifer Garner, Colin Farrell, Michael Clarke Duncan, Jon Favreau og Joe Pantoliano. Vinsælustu kvikmyndirnar Jet Li í átökum við nappana Eitthvað er farið að fjara undan Daredevil hvað aðsókn áhrærir. Hún er sú kvikmynd sem sýnd er í flestum kvikmyndasölum en það dugði ekki til að halda efsta sæti listans þriðju vikuna í röð. Féll hún í þriðja sætið. Við toppsætinu tók spennumyndin Cradle 2 the Grave. Með nafninu er ekki verið að gefa til kynna að um sé að ræða kvikmynd númer 2 í röð Cradle- kvikmynda heldur er þetta bjálfa- legur orðaleikur þar sem 2 merkir to þannig að fljótsoðin þýðing gæti orðið Vaggan að gröflnni, sem vonandi fær einhverja merkingu í kvikmynd sem einn gagnrýnandi sagði að væri vídeófóður. Annar gerði grín að nafninu og sagði að myndin værir „2 ridiculous 2 B believed." Vinsældir myndarinnar opnun- arhelgina stafa sjálfsagt af því að vinsæll rappari DMX fer með ann- Cradle 2 the Grave DMX leikur glæpon sem verður fyrir því áfalli að dóttur hans er rænt. að aðalhlutverkið. Fjallar myndin um alþjóðlegan glæpaflokk sem rænir dóttur foringja annars glæpaflokks um leið og demöntum er stolið. Sá sem leikur pabbann er DMX. Jet Li leikur svo FBI löggu sem fær það verk að hafa uppi á stelpunni. Vel er fylgst með honum af DMX í þeirri leit. -HK ÁLla'r UPPHÆÐIR I ÞUSIJNDUM bandaríkjaoollara. SÆTl FYRRI VIKA imu INNKOMA HELGIN: INNKOMA AUS: FJÓLDI BÍÓSALA O Cradle 2 the Grave 16.521 16.521 2625 e 2 Old School 14.039 37.379 2742 o 1 Daredevil 11.121 84.186 3234 o 3 How To Lose a Guy in 10 Days 10.252 77.620: 2923 o 5 Chicago 7.853 104.901 2447 o 4 The Jungle Book 2 6.984 33.865 2814 o 7 Shanghai Knights 5.027 50.931 2515 o 6 The Llfe of David Gale 4.537 13.607 2003 o 8 Gods and Generals 2.946 8.932 1533 0 10 The Recruit 2.728 48.093 1508 © 9 Dark Blue 2.363 7.563 2176 © 12 The Hours 2.051 33.032 1010 0 11 Rnal Destination 2 1.892 43.003 1204 © 16 About Schmidt 1.860 57.979 1007 © 14 Lord of the Rings Two Towers 1.618 330.338 905 © 17 The Pianist 1.459 14.814 564 © © 13 Kangaroo Jack 1.363 63.609 1545 18 The Quiet American 1.123 5.791 222 © 15 Deliver Us from Eva 941 16.069 537 © 22 Gangs of New York 696 74.621 725 IMjósnir í kalda stríöinu Tvær nýjar og vinsælar kvik- myndir sem gefnar voru út á myndbandi og DVD í síðustu viku börðust um efsta sætið og það end- aöi svo að fulltrúi eldri gerðar njó- snara í The Boume Identity hafði betur gegn nýju njósnaraímynd- inni sem við sjáum í XXX. í The Bourne Identity leikur Matt Damon mann sem vaknar á floti úti á úfnu Miðjarðarhafi meö tvær byssukúlur í bakinu. Honum er bjargað og þegar hann raknar út rotinu man hann ekkert hver hann er, veit ekki hver skaut hann, skilur ekki hvers vegna númerið á svissneskum banka- reikningi er graflð í mjöðmina á honum. Honum verð- ur þó fljótt ljóst á viðbrögðum sem virðast honum í blóð borin þegar fólk er að reyna að abbast upp á hann að hann er enginn venjulegur námsráð- gjafi eða vörubíl- stjóri. Hann talar reiprennandi fjöl- mörg tungumál, get- ur afvopnað hóp lög- regluþjóna með hnefunum einum og doblað sæta stelpu til að aka sér á heimsenda. Við áhorfendur erum skrefi á undan hon- um allan tímann því á meöan hann berst við minnisleysi, svissneska lögreglu, sendiráðsfólk og fleiri þá vitum við að Jason Bourne The Bourne Identity Matt Damon í hlutverki njósnarans Jasons Bourne. hefur ýmislegt á samviskunni, sem og yfirboðarar hans hjá CIA. -HK VIKAN 24. FEBR. 2. MARS FYRRI VIKUR SÆTl VIKA Timi (DREIFINGARAÐIU) ÁUSTA o _ IThe Bourne Identity (sam myndbónd) 1 j 0 _ XXX (SKÍFAN) 1 ! ö 1 Insomnia (sam myndbönd) 3 ! O 2 Sorority Boys (sam myndbönd) 2 ! Q 6 Windtalkers (skifan) 2 | 0 3 K-19: The Widowmaker (myndfdrm) 3 ! Q 5 Serving Sara (sam myndbönd) 4 Q 4 The Sum of All Fears isam myndböndj 6 j 0 10 Big Trouble (sam myndbönd) 2 ; © 7 The Sweetest Thing (skífan) 6 ;© 8 Swimfan (myndform) 2 : 0 © 9 Van Wilder (myndform) 6 ! _ The Ring (myndform) 2 © 11 Orange County (sam myndbönd) 7 ! © 15 Murder By Numbers (sam myndbönd) 1 © 13 Eight Legged Freaks (Sam myndbönd) 5 1 © 12 Unfaithful (skífan) 11 © 16 About a Boy (sam myndbönd) 5 ! © 20 Black Knight (skífanj 8 © Importance of Being Earnest (skIfanj 3 : mMrmr i)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.