Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2003, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2003
Skoðun
DV
Fjárhagsvandi KA
KA og Þór á Akueyri
Gengust undir aö reka starfsemi sína hallalaust.
Geir Hólmarsson
skrifar:
Þann 3.10. 2001 gerði Akureyr-
arbær samning við KA til að
leysa fjárhagsvanda félagsins.
Samkvæmt honum kaupir Akur-
eyrarbær að fullu íþróttahús
þeirra, fyrir um 95 milljónir
króna. Síðan gerir bærinn rekstr-
arsamning við KA um að bærinn
borgi félaginu rúmar 13 milljón
kr. á ári, næstu fimm árin, fyrir
að reka íþróttahúsið. Allar tekjur
sem af húsinu koma, s.s. af æf-
ingaleigu, húsaleigu, auglýsing-
um, veitingasölu og öllu öðru sem
reksturinn gæti gefiö af sér, að
undanskildu gjaldi Lundarskóla
fyrir leikfimiaðstöðu, renna til
viðbótar til KA.
„Hér er ólíku saman að
jafna; tekjum af heilu
íþróttahúsi annars vegar
og búningsaðstöðu hins
vegar. Bæði félögin gang-
ast svo undir að reka
starfsemi sína halla-
laust. Gerist það ekki
verður þeim refsað. Þeg-
ar ég las þessa samninga
fannst mér að hér væri
vitlaust gefið. “
Sama dag var undirritaður
samningur við Þór til að leysa
fjárhagsvanda félagsins. Sam-
kvæmt honum kaupir Akureyrar-
bær búningsaðstöðuna í kjallara
félagsheimilisins Hamars fyrir
um 33 milljónir króna. Síðan ger-
ir bærinn samning við Þór um
reksturinn og greiðir samkvæmt
honum rúmlega eina milljón
króna á ári næstu 5 árin. Allar
hugsanlegar tekjur af búningsað-
stöðunni renna til Þórs, hverjar
sem þær gætu nú orðið.
Kvennalist?
- Gaman eöa ofbeldisfullt?
Ofbeldi gegn konum
Gísli Kristjánsson skrifar:
Það er sannarlega kominn
tími til að fjalla um ofbeldi
gegn konum á íslandi. Nefnd
hefur oft verið skipuð af minna
tilefni en því að koma í veg
fyrir ofbeldi af þessu tagi. Það
furðar mig hins vegar að konur
hér á landi, ekki síst þær sem
framarlega eru í umræðu um
þessi mál, skuli ekki fordæma
allt það ofbeldi sem felst í því
þegar leikhúsin hér freistast til
að færa upp leikverk þar sem
konur koma ýmist fram naktar
eða fækka fötum og láta öllum
illum látum með líkama sinn
til að þóknast sýningargestum.
Þetta er ekkert annað en of-
beldi gegn konum, þegar allt
kemur til alls. - Einnig mætti
taka fyrir sýningar ríkisfjöl-
miðilsins Sjónvarps á ofbeldi
sem konur eru beittar í hinum
ýmsu þáttum sem þar eru
sýndir. - Ég segi einfaldlega:
Lítum okkur nær í ofbeldinu
gegn konum.
Hér er ólíku saman að jafna;
tekjum af heilu íþróttahúsi ann-
ars vegar og búningsaðstöðu hins
vegar. Bæði félögin gangast svo
undir að reka starfsemi sína
hallalaust. Gerist það ekki verður
þeim refsað. Þegar ég las þessa
samninga fannst mér að hér væri
vitlaust gefið.
í skýringum í samningi KA seg-
ir: „Með þessum rekstrarstyrk er
Akureyrarbær að kaupa þjónustu
vegna æfinga og keppni deilda
Knattspyrnufélags Akureyrar. Ak-
ureyrarbær kaupir með samningi
þessum 65 tíma á viku vegna
handknattleiks, knattspyrnu og
blaks í 34 vikur á ári og 17 tíma í
júdósal í 34 vikur á ári.“
í samningi Þórs segir: „Með
þessum rekstrarstyrk er ekki ver-
ið að kaupa þjónustu heldur
standa undir kostnaði við rekstur
eigna Akureyrarbæjar eftir upp-
Freyr
skrifar:
Langar mig að byrja á að þakka
DV fyrir oft og tíðum góða og vit-
ræna umræðu um skattamál. í
blaðinu þriðjud. 25. febrúar lýstu
einhverjir hagfræðingar því fjálg-
lega yfir að ekki mætti lækka
skatta á uppgangstímum. „Þvætt-
ingur,“ sagði H.H.G. réttilega.
Skattar sem sveiflujöfnunartæki í
höndum stjórnmálamanna eru
ekki annað en ríkið í líki bam-
fóstru sem ofverndar börn sín.
Sem einstaklingar verðum við öll
að læra að búa í haginn og taka
sveiflum í okkar persónulega
gengi. Að ætla ríkinu það hlut-
verk getur eflaust verið skamm-
tímalausn, en er varla gott til
frambúðar.
Aðalástæður þess að ég skrifa
þessar línur eru þó vonbrigði mín
með staðnaðar og lítt frumlegar
hugmyndir Framsóknarflokksins
í skattamálum. Þeir nefndu ekki
einu orði neysluskattana, hverra
lækkun kæmi óumdeilanlega öll-
um mjög til góða. Svo minntust
þeir hvergi á áhugaverðar hug-
myndir sem fram komu á síðum
DV í haust um flatan 17% tekju-
skatt. - Þrátt fyrir að fram hafi
komið að það myndi ekki skerða
kjör hinna lægst launuðu og
sennilega heldur ekki skerða tekj-
ur ríkisins vegna veltuaukningar-
innar sem yrði.
Það sem myndi hins vegar ger-
ast er að þeir mörgu íslendingar
sem eru til í að vinna mikið til að
koma undir sig fótunum gætu það
á löglegan hátt. Að sama skapi
kaup eigna." Mér fannst augljóst
að hlutur Þórs væri jafnaður með
einhverjum hætti. Mér datt því í
hug að forvitnast um þá styrki
sem félögin hafa þegið undanfar-
in tvö kjörtímabil.
Ég ákvað að spyrja bæjarstjór-
ann. - Hvað hafði bærinn lagt
mikið fé til félaganna tveggja síð-
ustu tvö kjörtímabil? Hann vísaði
erindinu til íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa sem svaraði mér
því til að sér væri bæði ljúft og
skylt að svara. Síðan komu
nokkrar línur í tölvupósti sem
svöruðu engu. Ég ítrekaði beiðni
mína, vildi fá rökstutt svar sem
ég gæti sannreynt hvort væri
sannleikanum samkvæmt. Þá
barst mér svar í umslagi, það var
frá lögfræðingi bæjarins.
Hún tjáði mér að samkvæmt
stjórnsýslulögum væri hver
styrkur sérstakt stjórnsýslumál
„Þeim er vorkunn sem
álykta sem svo að á ís-
landi séu einungis
vinstriflokkar, þar af
tveir jafnstórir, eins og
staðan er í dag.“
yrði atvinnurekendum ekki eins
dýrt að umbuna framúrskarandi
starfsmönnum með hærri laun-
um. Aðgerðin ynni þannig gegn
meðalmennsku og yki framleiðni
einnig á þann hátt. Falleg og gegn-
sæ hugmynd, vel til þess fallin að
einfalda kerfið.
En, ónei, Framsóknarflokkur-
inn vill endilega viðhalda hinu
vinnuletjandi og skattsvikahvetj-
andi persónuafsláttarkerfi. Og
vissulega koma menn sér undan
því að greiða skatt, það veit ég af
kynnum mínum af byggingar-
og þyrfti ég að leggja inn sérstakt
erindi fyrir hvern styrk, þ.e. þeg-
ar ég væri búinn að finna það út
að hann hefði verið veittur. Mér
skildist að samkvæmt sömu lög-
um gætu bæjarstjómendur tekið
þetta saman og veitt mér þessar
upplýsingar en þeir ætluðu sér
ekki að gera það.
Ég skrifaði íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa aftur og helming-
aði niður umfang erindis míns.
Hann svaraði og vísaði i fyrr-
nefnt svar bæjarlögmanns. - Þeir
gætu veitt mér þessar upplýsing-
ar en ætluðu ekki að gera það.
Það veit ekki á gott þegar sá
sem spurður er hagar sér eins og
sakamaður, svarar ekki nema
með lögmann sinn viðstaddan eða
lætur lögmanninn tala fyrir sig. -
Nú skora ég á bæjarstjóra að beita
sér fyrir því að upplýsingar um
styrkina verði lagðar fram.
bransanum (mál sem einnig var
komið inn á í DV sl. þriðjudag)
Ég held því reyndar fram fullum
fetum að þetta sé eðlilegt og sjálfsagt
við núverandi aðstæður þótt óhjá-
kvæmilega grafi það undan virð-
ingu manna fyrir lögunum. Fjörutíu
prósenta tekjuskattur er bara ekki
hóflegur, sama hvernig á er litið.
Vissulega var það áhugavert
sem fram kom í máli formanns
Framsóknarflokksins að skattpró-
sentan hefði farið stöðugt hækk-
andi frá því núverandi kerfi var
tekið upp. Að hann vilji nú af
rausnarskap sínum skila þessari
hækkun til baka er of lítið og of
seint. Þeim er vorkunn sem álykta
sem svo að á íslandi séu einungis
vinstriflokkar, þar af tveir jafnstór-
ir, eins og staðan er í dag. Er ein-
hver von á því að einhver þeirra
sjái ljósið í skattamálum svo að
taki því fyrir venjulegt vinnandi
fólk að mæta á kjörstað í vor?
Vonbrigði vegna skattamálanna
Til þess að vinnandi fólk mæti á kjörstað verður eitthvert Ijós að sjást í
skattamálunum.
Óskar Jónsson skrifar:
„Nú er kominn
tími til að ræða
Evrópumál á hag-
nýtan hátt“. Hver
skyldi nú segja
þetta? Jú,
Kolfinna Bald-
vinsdóttir sem
auglýsti ráðstefnu
ráðgjafafyrirtæk-
isins „EUphoria" í Reykjavík.
Markmiðið? Jú, að veita íslending-
um innsýn í Evrópusambandið. En
hvaða fyrirtæki er þetta
„EUphoria" sem Kolfinna í Brussel
stendur fyrir? Hefði ekki verið
fróðlegra að fræða okkur íslend-
inga um þetta fyrirtæki, t.d. um
það hverjir standa á bak við það
og hverjir borga svona ráðstefnu,
heldur en draga fjöður yfir það
með orðskrúði um „fyrirlesara",
sem ég hef grun um að séu
„fimmtu deildar-sendimenn" ESB?
Það vekur furðu margra hve marg-
ir afkomendur þekktra krata og
venslamenn starfa hjá Brussel-
bákninu.
Þögn Morgunblaðsins
Ingibjórg Árnadóttir skrifar:
Mér finnst Mogginn okkar gamli
verða orðinn rýr í roðinu á mánu-
dögum. Leit í hann í morgun (3.
mars) og þar var ekki um auðugan
garð að gresja í fréttum ef frá er
talið uppgjör á skuldbindingum
nokkurra opinberra stofnana við
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Mbl. hefur heldur ekki tekið upp
umræðuna um Baugsmálið sem
verið hefur aðalfréttaefni helgar-
innar í fjölmiðlunum öllum, öðrum
en Mogganum. Mér finnst Mbl.
líka forðist að „taka á“ málum sem
segja má, jú, að séu viðkvæm á
ýmsan hatt. En blaðið ætti þó að
geta greint frá þeim
Jonas aftur á fenð
Kristinn Guójðnsson skrifar:
Ég er einn
þeirra sem vafra
á Intemetinu, sér-
staklega til að
skoða innlendar
síður af mismun-
andi tagi. Innherj-
ar á Visir.is koma
,,. {®nas t.d. oft með
Kristjansson. punkta sem verða
að fréttaefni síðar. Þeir eru þó orð-
ljótir margir hverjir og sumir ekki
skrifandi. Margir halda úti sínum
einkapistlum og skín þá oft í gegn
áhugmál þeirra og innræti. Á ein-
um þeirra er t.d. Jónas Kristjáns-
son fyrrv. DV-ritstjóri. Hann fer
mikinn gegn Bandaríkjunum í
hverjum pistlinum á fætur öðrum.
Virðist vera bólusettur gegn sann-
gjarnri umfjöllun um það volduga
ríki og ráðamönnum þess. Svo tek-
ur DV stundum kafla úr þessum
pistlum Jónasar og birtir í um-
mæladálki blaðsins. Mér finnst það
ofrausn hjá DV.
Sigurbjörg Ólafsdóttir skrifar:
Ég get ekki hjá því komist að
kvarta opinberlega yfir dagskrá
Sjónvarpsins yfirleitt. En sl. sunnu-
dagskvöld var dagskráin slík að ég
lét af því verða að senda þessar lín-
ur. Á aðaldagskrártíma fyrir okkur
sem heima sitjum getur Sjónvarpið
ekki boðið okkur upp á heimilda-
þátt um rokkhljómsveit, síðan
framhaldsmyndaflokk um vagg og
veltu-dansinn, og síðast franska
kynferðisglæpamynd af sóðalegasta
taginu. - Er þarna engin stjóm?
Skammast menntamálaráðherra sín
ekki fyrir að vera yfir slíkri stofn-
un sem Sjónvarpið er?
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.
Kolfinna
Baldvinsdóttir.