Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 Fréttir DV DV kannar afstööuna til starfsemi erótískra nuddstaöa: Þjóðin klofin gagnvart banni Bann viö erótískum nuddstööum Þeir sem afstööu tóku Karlar Konur r ' 56,3% L 43,7%^ n Fylglandl [~] Andvíglr Jafnmargir eru fylgjandi því að erótískir nuddstaðir verði bannað- ir og að þeir verði leyfðir. Ekki er marktækur munur á þessum hóp- um. Hins vegar er marktækur munur á afstöðu kynjanna þar sem meirihluti karla er andvígur því að erótískir nuddstaðir verði bannað- ir en meirihluti kvenna er hins vegar fylgjandi banni. Þessar nið- urstööur má lesa úr skoðanakönn- un DV sem gerð var á mánudags- kvöld Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) banni við starfsemi eró- tískra nuddstaða? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Af öllu úrtakinu sögðust 45,8 pró- sent fylgjandi banni við starfsemi erótískra nuddstaða, 43,8 prósent sögðust andvíg slíku banni, 7,2 pró- sent voru óákveðin og 3,2 prósent neituðu að svara. Það þýðir að tæp- lega 90 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu reynd- ist 51,1 prósent fylgjandi banni við starfsemi erótískra nuddstaða en 48,9 prósent andvíg. Konur vilja frekar bann Þegar afstaða kynjanna er skoð- uð reyndust 45,6 prósent karla fylgjandi banni en 54,4 prósent and- víg. Hjá konunum snýst þetta við en 56,3 prósent þeirra reyndust fylgjandi banni en 43,7 prósent and- víg. Við þetta er að bæta að konur voru ákveðnari í afstöðu sinni þar sem 7,6 prósent þeirra reyndust óákveðin eða svöruðu ekki á móti 13 prósentum karla. Það er einnig marktækur munur þegar afstaða til erótískra nudd- staða er greind eftir búsetu þannig að færri eru fylgjandi banni á höf- uðborgarsvæðinu en mun fleiri á landsbyggðinni. 46,3 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru fylgjandi banni en 53,7 prósent andvíg. Á landsbyggðinni snýst dæmið alveg við þar sem 59,1 prósent er fylgj- andi banni við starfsemi erótiskra nuddstaða en 40,9 prósent andvíg. Spurningin virtist hins vegar vefj- ast frekar fyrir kjósendum á lands- byggðinni en 15,4 prósent þeirra reyndust óákveðin eða svöruðu ekki á móti 7 prósentum á höfuð- borgarsvæðinu. Ráðherra í herferð Áþreifanlegar tillögur um bann við erótískum nuddstofum hefur ekki komið fram en ljóst er af könn- un DV að þjóðin er klofin í þeim efnum. í DV á mánudag mátti hins vegar lesa að dómsmálaráðherra ætlaði í herferð gegn kynlífsiðnað- inum á íslandi, þar á meðal nudd- stofum þar sem boðið er upp á nak- ið nudd og DV hefur greint ítarlega frá. „Við höfum beint þeim tilmælum til lögreglu að skoða þessi mál í kjölfar ykkar umfjöllunar," sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra við DV á mánudag. Dómsmálaráðherra sagði að lög- regla færi með eftirlit á fyrirbærum sem þessum svokölluðu nuddstof- um. Hún myndi væntanlega skoða þá starfsemi sem þar færi fram. „Lögreglan hefur verið að fylgjast með þessari starfsemi," sagði dóms- málaráðherra. „Eftir ykkar umfjöll- un beindum við þessum tilmælum til hennar. Mér fmnst það nokkuð sérstakt að þetta skuli vera að skjóta rótum hérna. En þetta er kannski þáttur í því að við erum orðin hluti af alþjóðasamfélaginu." -hlh Mælir dýptina á Malavívatni Forstjóri Landhelgisgæslunnar, Hafsteinn Hafsteinsson, og fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar, Sighvatur Björgvinsson, hafa undirritað samstarfssamning við Mælingastofhun Malaví um að- stoð Landhelgisgæslunnar við dýpt- armælingar og kortagerð af Malaví- vatni. Samningurinn gildir til árs- loka 2004. Forstjóri gæslunnar og forstöðu- maöur sjómælingasviðs stofnunar- innar eru nú staddir í Monkey Bay í Malaví í boði Þróunarsamvinnu- stofnunar þar sem samningurinn var undirritaður. -GG Fnáleitt að Ingibjörg Sólpún hafi neitað að mæta Halldóri Það er aldeilis fráleitt að Ingi- björg Sólrún hafi neitað að mæta Haildóri Ásgríms- syni í sjónvarp- inu eins og hann hélt fram í DV í gær. Samfylking- in bað um að kappræða þeirra yrði færð til um fáeina daga vegna anna Ingibjargar Sólrúnar. Af alkunnri fómfýsi sinni og bræðraþeli tók Halldór Asgríms- son vel í það og þessi sjónvarpsþátt- ur verður í næstu viku,“ segir Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vegna ummæla Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra í DV í gær en þar hélt Halldór því fram að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir ætlaði ekki að mæta sér í Kastljósþætti eins og til stóð. „Það er hins vegar frétt aö Davíð Oddsson hefur neitað að mæta í slíka kappræðu við Ingibjörgu Sól- rúnu og vill senda varamann í sinn stað. Það ber ekki vott um mikið sjálfstraust hans gagnvart konunni sem frelsaði Reykjavíkurborg úr höndum Sjálfstæðisflokksins, ef hann treystir sér ekki til að leyfa kjósendum að bera þau saman hvort á móti öðru. Því hefði maður ekki að óreyndu trúað á formann Sjálfstæðisflokksins, segir Karl Th. Birgisson. -aþ Karl Th. Birgisson. DV-MYND SIGURÐUR JÓKULL Páskaeggin búin til Hér sést starfsmaður Nóa-Síríusar setja gsm-síma í páskaegg Sérpöntuð páskaegg: Demantshringir og símar í eggin „Það er mjög mikið um að fólk vilji setja alls konar hluti í páska- eggin," sagði Sigfríð Þormar hjá Nóa-Síríusi í samtali við DV í gær. „Þetta eru alls konar hlutir eins og gsm-símar, skartgripir og ástar- kveðjur. Einn maður bað mig um að skrifa fyrir sig lítinn miða þar sem á stóð: Viltu giftast mér? og fannst okkur það mjög skemmti- leg. Það kostar ekkert að láta setja aukahluti í páskaeggin, þetta er bara skemmtileg þjónusta sem við bjóðum upp á,“ sagði Sigfrið. „Það kom nokkrum sinnum upp hér áður að fólk vildi setja alls konar skrítna hluti í eggin en nú er mest um skartgripi og fallegar orðsend- ingar. Fyrir nokkru kom maður sem var að fara að gifta sig og vildi að ég setti demantshring og tvo miða í siglingu um Karíbahafið í páskaeggið sitt. Það fannst mér mjög hugljúft,“ sagði Sigfríð. Hjá sælgætisverskmiðjunni Mónu er einnig boðið upp á sér- pöntuð páskaegg. „Margir biðja okkur um að setja hluti í páska- eggin og skemmtilegast fmnst okk- ur að setja bónorð í þau,“ sagði Jakobína Edda Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Mónu. „Fólk er að senda alls konar kveðjur til vina og vandamanna og einnig er mikið um að skartgripir séu settir í eggin. Það er aðeins erfiðara með stærri hlutina því þeir komast ekki inn um götin á eggjunum. Við höfum selt fólki egg með lausum tappa til þess að það geti sjálft sett hluti í þau en þó verður að fara varlega í þeim efnum. Við viljum helst gera þetta sjálf þar sem við berum ábyrgð á eggjunum," sagði hún. „Þetta er bara hluti af þjón- ustu okkar viö viðskiptavinina og kostar ekkert aukalega. Við sett- um einnig á markað fyrir um það bil tveimur árum svokölluð ástar- egg sem eiga að höfða meira til eldra fólks. Þar eru málshættir og allt nammi valið með ástina, vin- áttu og fjölskylduna í huga,“ sagði Jakobína. „Við höfum séð nokkuð af því að fyrirtæki kaupi páksaegg fyrir starfsfólkið sitt og setji happdrætt- ismiða í þau“ sagði tálsmaður Góu. „Við setjum einnig hluti í eggin fyrir einstaklinga og er alltaf nokkur aðsókn í það hjá okkur.“ Símafyrirtækið Tal lætur einnig sérframleiða fyrir sig páskaegg í ár og sagði talsmaður fyrirtækis- ins að þau væru ætluð fyrir símaglaða páskaeggjaunnendur. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins biður fólk ekki aðeins um að rómantískar orðsendingar og dem- antshringir séu sett í páskaeggin heldur er eitthvað um það að gervilimir og önnur hjálpartæki ástarinnar fái að fljóta með. Þá dugar nú varla annað en stærstu eggin. -EKÁ DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Stöðin opnuö Umhverfisráöherra, Siv Friðleifsdótt- ir, ýtir hér á hnapp og nýja sorp- brennslustöðin tekur til starfa. Kirkjubæjarklaustur: Sorpið hitar upp skóla og sundlaug Sorpi sem leggst til á Kirkju- bæjarklaustri og nágrenni, um það bil tveim tonnum á dag, er nú breytt í orku, 440 kílóvött á dag. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra ræsti nýverið nýja véla- samstæða til sorporkubrennslu en í stöðinni eru nú tvær vélar til orkuframleiðslu og verður hægt að framleiða 0,6 megavött daglega þegar best lætur. Það þýðir hita fyrir þrjár mikilvægar og talsvert orkufrekar stofnanir. Heita vatnið er leitt í hitakerfi skóla og sundlaugar og síðar á þessu ári verður það nýtt til að hita upp nýtt íþróttahús sem þá verður fullbyggt og er við hliðina á sorporkustöðinni. Talið er að heildarkostnaður við að reisa nýju sorporku- brennsluna á Klaustri nemi um 60 milljónum króna. Hreppsfélag- ið fékk tvo myndarlega styrki til að vinna verkið, frá Byggðastofn- un og Orkusjóði. -JBP Aukin umsvif eystra: Lifnar yfir flugstöö- inni á Egilsstöflum Það er líflegt um að litast á Eg- ilsstaðaflugvelli um þessar mund- ir og má merkja það þar sem annars staðar í fjórðungnum að þensla á sér stað og mannlif er með fjörugasta móti. Frá 1. janúar til 27. mars jókst farþegafjöldi hjá Flugfélagi ís- lands um Egilsstaðaflugvöll um 11% frá því sem var í fyrra eða úr 12.111 farþegum á þessum tíma árið 2002 í 13.456 árið 2003. Frá 1. mars til 27. mars síðastlið- inn jókst fjöldinn um 15% frá því sem var í fyrra eða úr 4.411 í 5.094 farþega. Algengara er nú að vélar séu orðnar fullbókaðar daginn fyrir flug og þarf fólk að huga að því að bóka sig fyrr í flug en áður. Dagsferðarfarþegum hefur fjölgað og kemur sú aukning einnig fram hjá bílaleigunum, þar sem al- gengt er að dagsferðarfarþegar nýti sér þjónustu þeirra. Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú verið bætt við ferð um miðjan dag á mánudögum, auk þess sem bætt verður við ferðum er nær dregur páskum. Að sögn Hlyns Elíssonar hjá Flugfélagi íslands er félagið mjög vakandi yfir nýtingartölum á þessari flugleið og kemur til með að bæta við ferðum ef eftirspurn gefur tilefni til þess. -HEB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.