Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 DV Ræktun lýðs og lands Vel heppnað málþing: Þátttaka en lífsstíll „Þátttaka er lífsstíll", málþing um æsku- lýðsmál, var haldið í Borgarholtsskóla síð- astliðinn laugardag, en KFUM og KFUK, SAMFÉS, Slysavarnafélagið Landsbjörg, þjóðkirkjan, BÍSN, AFS á íslandi, BÍS og Ungmennafélag íslands stóðu að þinginu. Greipur Gíslason, verkefnisstjóri hjá UMFÍ, sá um framkvæmd málþingsins og hann var ánægður með hvernig til tókst: „Já, það er ekki annað hægt, þátttakan var góð og vinnan í málstofunum skilaði miklum árangri. Það var líka ánægjulegt að menntamálaráðherra sá hag sinn í að dreifa skýrslu nefndar um stöðu og fram- tíð æskulýðs- og tómstundastarfs á íslandi á þinginu, en hann fékk hana í hendur tveimur dögum áður.“ Greipur segir að eins og gefi að skilja hafi mikill tími farið í að ræða skýrsluna og einstaka þætti hennar: „Já, og ég held að það sé mjög gott, þótt ekki væri nema skýrslunnar sjálfrar vegna, að það sé strax farið að vinna með hana líkt og við gerðum á laug- ardaginn. Það hefur lengi verið beðið eft- Góð stemning á málþingi Þessar fögru snótir tóku á móti gestum á mál- þinginu „Þátttaka er iífsstítr. Góð stemning ríkti á málþinginu og umræður í málstofum voru fjörugar. ir henni og því tilvalið að kynna hana á málþinginu." Niðurstöður málþingsins verða unnar og sendar til þeirra sem tóku þátt. Formannanámskeið á Selfossi Formannanámskeiö UMFÍ verður haldið í Selinu á Selfossi fóstudaginn 4. apríl og laug- ardaginn 5. apríl næstkomandi. Dagskrá námskeiðsins er fjölbreytt og margir góðir fyrirlesarar mæta með áhugaverð erindi um þau atriði sem forystumenn í félögum verða að kunna skil á. Valdimar Gunnarsson, fræðslustjóri UMFÍ, segir að formannanám- skeið hafi verið haldin víða um landið í vet- ur og góð þátttaka hafi verið í þeim. „Við leggjum áherslu á að vera með góða fyrirles- ara og hagnýtt námsefni og það hefur gefist vel.“ Meðal þess sem fjallað er um á for- mannanámskeiðum er uppbygging ung- menna- og íþróttafélaga, áhrifaríkari fundir, kynningarmál og kostun, framkoma og ræðulist. Á formannanámskeiðum er farið í leiki og þrautir sem tengjast námsefninu. Ekki er nauðsynlegt að þátttakendur séu formenn í félögum, deildum eða nefndum og það geta komið fleiri en einn frá hverju fé- lagi. Góö þátttaka á formannanámskeiðum Valdimar Gunnarsson, fræðslustjóri UMFÍ, segir að formannanámskeið hafi verið haldin víða um landið í vetur og að þátttaka hafi verið góð. Skráningar á námskeiðið þurfa að berast fyrir kl. 16 fimmtudaginn 3. apríl. Hægt er að skrá sig með tölvupósti á hsk@hsk.is eða í síma 482 1189. Umhverfisverðlaun Pokasjóös og UMFÍ voru afhent í Gunnarsholti Sveinn Runólfsson landgræðslustjórí og eiginkona hans Oddný Sæmundsdóttir, Sif Friðleifsdóttir umhverfisráöherra, Björn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Pokasjóðs, og Björn Jónsson, formaður stjórnar UMFÍ. LANPSMÓT LEIÐTOGA. SKÓLINN Umsjón Páll Guðmundsson Vilmundur Hansen Kynning á tómstundum og leik- tækjum fypir eldri borgara Næstkomandi laugardag mun Félag áhugafólks um íþróttir eldri borgara og UMFÍ standa fyrir kynningu á tómstundum og leiktækjum fyrir eldri borgara. Kynning- in fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og hefst klukkan 14. Páll Ólafsson, íþróttakennari og formaður undirbúningsnefndar, segir að eldri borgar- ar séu almennt mjög virkir í tómstunda- starfi og því sé gaman að geta kynnt nýja möguleika í tómstundum og afþreyingu fyr- ir eldri borgarana. „í dag eru eldri borgarar Eldri borgarar virkir í tómstundastarfi Páll Ólafsson, iþróttakennari og formaður undir- búningsnefndar, segir að eldri borgarar séu al- mennt mjög virkir í tómstundastarfi og því sé gam- an að geta kynnt nýja möguleika í tómstundum. mikið í íþróttum og leikjum eins og boccia, golfi og pútti, leikfimi og dansi, en við vilj- um kynna nýja möguleika í tómstundastarfi þessa hóps og má þar nefna leiki eins og iðu og skondru," segir Páll. Félagar úr FAÍA munu kynna leikina og ýmis ný leiktæki og er kynningin opin öll- um og allir velkomnir. íslandsleikhús ræður leikstjóra - þriðja leikárið í sumar Stjórn íslandsleikhúss hefur ráðið Jó- hönnu Friðriku Sæmundsdóttur, leiklistar- nema frá Vík í Mýrdal, í stöðu leikstjóra í sumar. Fjöldi umókna barst um stöðuna og þóttu fjórar koma til greina. Eftir nánari fyr- irgrennslan ákvað stjórnin að ráða Jóhönnu Friðriku. Jóhanna Friðrika fæddist 4. maí árið 1980. Hún er dóttir Sæmundar Hafsteins Jóhann- esson og Guðmundu Magneu Magnúsdóttur. Hún ólst upp í Vík í Mýrdal og bjó þar þang- að til hún fór að heiman til náms, fyrst í Menntaskólann að Laugarvatn og síðan í leiklistardeild Listaháskóla íslands þar sem hún er á öðru ári. Jóhanna kveðst ánægð með ráðninguna: „Já, þetta er mjög spenn- andi og mikill heiður fyrir mig. Svo er þetta svo frábært vekefni; það hefði nú verið gam- an ef það hefði verið boðið upp á svona þeg- ar ég var á þessum aldri." Jóhanna hefur mikla reynslu af starfi með unglingum og vann sem flokksstjóri í vinnuskólanum í Vík. „Svo var ég líka í sumarbúðum Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaöra í Reykjadal og það er mikil reynsla. Þar kom maður að skipulagningu dagskrár og það á eftir að nýt- ast með vel. Svo má ekki gleyma því að ég var frjálsíþróttaþjálfari hjá Umf. Drangi og Umf. Dyrhólaey." Þegar rætt er við Jóhönnu er sko aldeilis ekki komið að tómum kofun- um. Hennar helstu áhugamál eru, auk leik- listarinnar sem hún hefur lagt töluverða stund á, íþróttir, fondur, fjarlægar þjóðir og eldamennska. Það síðastnefnda á aldeilis eft- ir að koma sér vel þar sem stór þáttur í starfi leikstjóra íslandsleikhúss er matreiðsla. „ Já, ég hlakka mikið til að takast á við þetta og þá ekki síst eldamennskuna." fslandsleikhús 2003 verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það verður skipað 14 ungmennum frá sjö sveitarfélögum víðsveg- ar af landinu auk Jóhönnu Friðriku og Sögu Sigurðardóttur sem er fararstjóri leikhúss- ins líkt og í fyrra. Stjóm íslandsleikhúss skipa Greipur Gíslason verkefnisstjóri, Dóra Hlín Gísla- dóttir frá Gamla apótekinu og Páll Guð- mundsson frá Ungmennafélagi íslands. Nýr leikstjóri Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, önnur frá vinstri^ ásamt bekkjarsystkinum sínum í 2. bekk í Listaháskóia íslands s X Einn skíðapassi Akureyri, Dalvík og Olafsfjörð www.eyjafjordur.is J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.