Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
•BHfc-ur
Fréttir
Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjori Sementsverksmiðjunnar hf. a Akra-
nesi, telur að grípa hefði átt til sölu fyrirtækisins fyrir fimm til sex árum
sew veröa vilt, ert míkil óvissa er um hvort hugsantegir
kaupendur komi tit meó aö reka verksmiöjuna áfram.
Verksmiðia til sölu on starfs-
menn híða bess sem verða vill
Ríílega 60 starfsmenn Sements-
verksmiðjunnar hf. á Akranesi
bíða nú þess sem verða vill varð-
andi sölu á verksmiðjunni sem frá
upphafi hefur verið í 100% eigu
ríkisins. Segjast þeir nú vera al-
gjörlega í lausu lofti varðandi
störf sín þar sem mikil óvissa rík-
ir um það hvort væntanlegir eig-
endur komi til með að reka verk-
smiðjuna áfram eða ekki.
Það ræðst nú í vikulokin hver
af þeim flmm hópum áhugasamra
kaupenda verður valinn af Fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu
til frekari viðræðna um kaup á
verksmiðjunni. Um er að ræða
kaup á öllum hlutabréfum fyrir-
tækisins sem eru að nafnverði 450
milljónir króna. í auglýsingu
Framkvæmdanefndar er tekið
fram að leitað sé að fjárfesti sem
áhuga hefur á að viðhalda rekstri
fyrirtækisins. Ekki munu þó allir
tilboðsgjafar hafa áhuga á slíku og
reyndar þykir mikill vafi leika á
að hægt sé að reka verksmiðjuna
áfram nema til komi verulegar
breytingar. Stefnt er að því að
ljúka sölu verksmiðjunnar í apríl.
Fimm hópar
í einum hópnum sem skiluðu
inn tilboðum er Framtak fjárfest-
ingarbanki hf., BM Vallá ehf.,
Björgun ehf. og Steypustöðin ehf.
Þá er hópur sem samanstendur
af GJ-fjármálaráðgjöf sf. fyrir
hönd Ramis ehf., Benedikts Jón-
mundssonar, Gunnars Sigurðsson-
ar og Jóns Sigurðssonar.
Gunnar Leifur Stefánsson býð-
ur fyrir hönd Verkplansins ehf.,
Háaímjúks ehf„ Knarrar ehf., Tré-
smiðjunnar Kjalar ehf„ Café 67
ehf„ Kistils ehf. og fasteignasöl-
unnar Miðborgar ehf.
Jóhann Halldórsson hrl. býður
fyrir hönd fjórða hópsins sem
samanstendur af Húsasundi ehf„
Uniland Cementera S.A. og óstofn-
aðs hlutafélags Jóns Ólafs Hall-
dórssonar og Steingríms Erlings-
sonar.
í fimmta hópnum eru svo
Loftorka hf„ Eykt hf. og Sparisjóð-
ur Mýrasýslu.
Fyrirfram hefur verið talið lík-
legast að hópur Framtaks fjárfest-
ingarbanka hf„ BM Vallár, Björg-
unar og Steypustöðvarinnar verði
fyrir valinu sem fyrsti kostur í
viðræðum um væntanleg kaup.
Ástæða þess er einfaldlega talin
sú að þar eru á ferð stærstu við-
skiptavinir verksmiðjunnar og
því lykilaðilar varðandi tal um
mögulegt framhald rekstrarins.
Ekkert hefur þó verið látið uppi
um hvort sú verði raunin.
„Veruleg óvissa“
Ljóst er að staða verksmiðjunn-
ar er mjög slæm; í ársreikningi
fyrir síðasta ár kemur fram að tap
á árinu nam 220,3 milljónum og á
árinu 2001 var rekstrartapið 228,4
milljónir króna. Samanlagt rekstr-
artap verksmiðjunnar þessi tvö ár
er því 449 milljónir króna. Bók-
fært eigið fé félagsins var í árslok
2000 1.095,9 milljónir króna, en
hafði lækkað í 732,1 milljón í árs-
lok 2002 eða um 363,8 milljónir
króna. Peningaleg staða félagsins í
árslok, þ.e. heildareignir án var-
anlegra rekstrarfjármuna að frá-
dregnum heildarskuldum, var já-
kvæð um 77,7 milljónir króna.
Hafði hún versnað á tveim árum
um 310,1 milljón króna.
í áritun endurskoðenda Deloitte
& Touche hf. kemur fram að ekki
séu fyrirliggjandi áætlanir um
fjármögnun uppsafnaðs taps síð-
ustu tveggja ára. Þá séu verulegar
líkur á tapi á árinu 2003 þrátt fyr-
ir að gripið hafi verið til ýmissa
aðgerða til þess að draga úr tap-
rekstri félagsins. Síðan segir;
„Með vísan til þessa verður að
telja að veruleg óvissa sé um
möguleika félagsins til áframhald-
andi rekstrar.“
í gegnum súrt og sætt
Gylfi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Sementsverksmiðjunnar hf„
hefur verið þar innanborðs síðan
1978. Hann man tímana tvenna í
rekstrinum og segir hana hafa
gengið í gegnum lægðir á sements-
markaði nokkuð reglulega á tíu
ára fresti. Hann segist vita lítið
meira en hver annar um hvernig
sölumál verksmiðjunnar fari.
Hann segir vissulega vilja til að
halda verksmiðjunni gangandi á
núverandi stað. Útilokað sé að
flytja starfsemina og reisa nýja
verksmiðju t.d. á Grundartanga.
Slíkt sé einfaldlega of dýrt. Verk-
smiðja til að mala gjall með öllu
tilheyrandi myndi vart kosta mik-
ið undir tveim til þrem milljörð-
um króna og verksmiðja á borð
við núverandi verksmiðju myndi
líklega kosta um fimm milljarða
króna. Gylfi telur því mjög óraun-
hæft að ætla að slík verksmiðja
geti borið sig á okkar litla mark-
aði. Annaðhvort sé því að reka
verksmiðjuna áfram á Akranesi
eða hreinlega hætta framleiðslu á
sementi hérlendis og flytja þá inn
tilbúið sement.
Of seint ákveðið að selja
Gylfi segir að álit endurskoð-
enda á rekstrarmöguleikum verk-
smiðjunnar sé mjög ábyrgt. Hann
telur þó alls ekki vonlaust að láta
framleiðsluna standa undir sér.
Líklega myndi það samt fela í sér
töluverða fækkun starfsmanna.
Verksmiðjan hét áður Sements-
verksmiðja ríkisins, en var breytt
í hlutafélag árið 1993 og heitir nú
Sementsverksmiðjan hf. Öll hluta-
bréf í fyrirtækinu eru í eigu ríkis-
ins. Þó undanfarin ár hafi mönn-
um staðið til boða að kaupa 25% í
verksmiðjunni, þá vissu menn
undir niðri að enginn kaupandi
fengist til að leggja fjármuni í slíkt
eignarhald sem væri nær óvirkt.
Gylfi telur að miklu fyrr hafi átt
að grípa til þess að selja verk-
smiðjuna. - „Það hefði átt að ger-
ast fyrir fimm til sex árum í kjöl-
far mikillar hagræðingar eftir
samdrátt á árunum 1993 til 1994.“
Gylfi segir að eftir það hafi verið
búið að gera verksmiðjuna mjög
öfluga og í framhaldi af því hefði