Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 DV Fréttir Mál Péturs Þórs Gunnarssonar, fyrrverandi eiganda Gallerí Borgar: Segist hafa selt öll verkin í góðri trú DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL Héraösdómur Reykjavíkur í gær Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson eru báðir sakaðir um að hafa falsað eða látið falsa gríðarlegt magn af málverkum. Hér eru þeir ásamt lögmönnum sínum Aðalmeðferð í máli gegn Pétri Þór Gunnarssyni, fyrrverandi eig- anda Gallerí Borgar, og Jónasi Freydal Þorsteinssyni hófst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pétur og Jónas eru ákærðir fyr- ir skjalafals og fjársvik og sakaðir um að að hafa blekkt viðskipta- vini með skipulögðum hætti á list- munauppboðum og í verslun Gall- erí Borgar til að kaupa fólsuð mál- verk. Þeir hafi ýmist falsað eða látið falsa myndirnar og höfunda- merkingu þeirra, í sumum tilvik- um með þvi að mála yfir myndir annarra höfunda eða merkt mynd- ir óþekktra höfunda með nöfnum þekktra listamanna, s.s. Kjarvals, Nínu Tryggvadóttur og Asgríms Jónssonar. Um er að ræða gífur- lega umfangsmikið mál og hátt í hundrað myndir. Jón Snorrason saksóknari lagði í málflutningi sínum áherslu á að ákæruvaldið hefði óskað eftir gögnum um viðskiptin með hin meintu folsuðu málverk úr bók- haldi Gallerí Borgar. Pétur hefði ekki látið nein gögn af hendi og ekkert væri til um móttöku mynd- anna né uppgjör þegar þær voru seldar. Pétur heföi ekki getað rak- ið eigendasögu þeirra fyrir þann tíma er þau komust í hendur hans sem eiganda Gallerí Borgar. Farið var yfir tuttugu og sex liði ákærunnar en Pétur sagðist ekki geta gert grein fyrir viðskiptum með umrædd málverk þar sem langt hefði liðið frá því að þau áttu sér stað, eöa um það bil tiu ár. Hann gagnrýndi lögregluna fyrir að hafa dregið málið óhæfi- lega og sagði að eðlilegra hefði verið að yfirheyra hann varðandi allar kærurnar á sínum tíma. Saksóknarinn fór yfir listfræði- leg álit ýmissa sérfræðinga á myndunum sem töldu þær allar falsaðar. Rökin fyrir þeirri niður- Lést í vélsleðaslysi Maðurinn sem lést í vélsleðaslys- inu í Kerling- arljöllum um helgina hét Sveinn Magnús Magnússon, Sveinn Magnús til heimilis Magnússon. að Blómstur- völlum 34 í Neskaupstað. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Hann var fæddur 12. janúar 1961. stöðu voru meðal annars að í hin- um meintu fölsuöu myndum hefðu verið notaðir litir sem ekki voru til á þeim tíma sem myndirn- ar áttu að vera frá. Til dæmis væru í nokkrum myndunum svokölluð alkíðblönduð litarefni sem heföu ekki verið til þá. Pétur sagði það rangt þar sem slíkir lit- ir hefðu komið á markað í kring- um 1920 og því væri vel hugsan- legt að málarar eins og Jón Stef- ánsson hefðu notað þau í sín verk. Hann sagði að allar myndimar hefðu verið seldar í góðri trú og neitaði alfarið að hafa falsað eða látið falsa þær. Hann gagnrýndi harkalega þau listfræðilegu álit sem ákæruvaldið lagði fram og fann að því að sérfræðingarnir hefðu aðeins borið meintu falsan- irnar saman við þekktustu og hefðbundnustu málverk lista- mannanna. Þeir væru allir mann- legir og hefðu oft málað lélegar myndir sem væru gjörólíkar hin- um heföbundnu verkum þeirra. Því væri alls ekki hægt að full- yrða myndimar væru falsaðar. Vegna gríðarlegs umfangs máls- ins er héraðsdómur fjölskipaður þeim Pétri Guðgeirssyni dómara, Friðgeiri Björnssyni dómstjóra og Ásdísi Ólafsdóttur listfræðingi. Aðalmeðferðinni verður haldið áfram i dag en gert er ráö fyrir að hún muni taka allt að tvær vikur. Fyrir dóminn munu meðal ann- arra koma þeir listfræðingar sem áður voru nefndir og gefa skýrslu um þau álit sem fyrir liggja. -EKÁ boð vinnuafls auk þess sem það geti virkað sem hemill á útgjöld hins opinbera. Þá segir í skýrslunni að hag- þróun á íslandi hafi verið mjög hagfelld á síðasta áratug. Hag- kerfið hafi sýnt mikla aðlögun- arhæfni þegar komið var í veg fyrir ofþenslu og ójafnvægi á ótrúlega skömmum tíma og án þess að það kostaði djúpa niður- sveiflu. Þessa auknu aðlögunarhæfni má að miklu leyti rekja til breytinga í hagstjórn, segir í skýrslunni, sem stuðlað hafi að stöðugleika í efnahagsmálum og auknu frjálsræði. Viövörun Búnaðarbanka Greiningardeild Búnaðar- bankans komst hins vegar í gær að annarri niðurstöðu um skattalækkanir en OECD. Þar er varað við „yfirboðum stjórn- málaflokkanna um skattalækk- anir: „Eins og staðan er í dag eru það [...] fyrst og fremst skatta- lækkanir sem gætu leitt til al- menns aukins kaupmáttar um- fram það sem nú er,“ segir í nýju riti bankans, Ávöxtun og horfum. „í þessu felst einmitt vandi hagstjórnarinnar þar sem hætta er á að yfirboð stjórnmálaflokk- ana, nú í aðdraganda kosning- anna, valdi því að halli myndist á ríkissjóði. Við núverandi að- stæður er halli á ríkissjóði ein mesta ógnunin við efnahags- stöðugleikann á meðan á stór- iöjuframkvæmdunum stendur,“ segir Búnaðarbankinn. -ÓTG Brekkuskóli: Mikil óeining um ráðningu skólastjóra Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur ráðið Karl Erlendsson, skólastjóra Þelamerkurskóla, sem skólastjóra Brekkuskóla frá 1. ágúst nk. Hann tekur við af Birni Þórleifssyni sem lést fyrr í vetur. Aðrir umsækjendur voru Snorri Óskarsson, starf- andi aðstoðarskólastjóri Brekku- skóla, Sigfús Aðalsteinsson, kennari í Noregi, og Eva S. Ólafsdóttir, starfsmaður við Kaupmannahafnarháskóla. Eva S. Ólafsdóttir hefur ekki kennsluréttindi og uppfyllti því ekki skilyrði fyrir stöðunni. Sig- mar Ólafsson, starfandi skóla- stjóri Brekkuskóla, sótti ekki um stöðuna. Kennarar viija Snorra Undirskrifta- listar hafa ver- ið í gangi með- al kennara Brekkuskóla, sem eru 30, til stuðnings Snorra í skóla- stjórastöðuna. Jafnvel hefur verið haft eftir kennurum að þeir hygðust segja upp stöðum sínum yrði Snorri ekki ráðinn í starfið. Að sögn Gunnars Gísla- sonar, skólafulltrúa Akureyrar- bæjar, höfðu engar slíkar upp- sagnir borist í gær og hann sagðist reyndar ekki búast við þeim. Skólafulltrúi fundar meö kennurum Brekkuskóla í dag. Mikil umskipti „Öðruvísi mér áður brá,“ kynnu einhverjir að segja nú. Þegar Snorri flutti til Akureyrar fyrir nokkrum árum frá Eyjum mætti honum mótbyr en Snorri er landskunnur fyrir störf sín að trúmálum. Hann hafði fengið kennarastöðu við Hrafnagils- skóla en kennarar þar lögðust gegn ráðningunni og höfðu sitt fram. Hann var síðan ráðinn kennari við Brekkuskóla og hef- ur reynst farsæll kennari, bæði meðal samkennara og nemenda, og mjög vel liðinn af þeim. -GG Kosið um samein- ingu Búðahrepps og Stöðvarhrepps Fyrstu sameiningarkosningarn- ar á þessu kjörtímabili fara fram 10. maí nk., samhliða kosningum til Alþingis. Samstarfsnefnd um sameiningu Búðahrepps og Stöðv- arhrepps hefur ákveðið að leggja til að íbúar þessara sveitarfélaga greiði atkvæði um sameiningu þeirra í eitt sveitarfélag. Fleiri sameiningarkosningar eru ekki fyrirhugaðar á næstunni en heyrst hefur af vilja tU samein- ingarviðræðna nokkuð víða á landinu, s.s. á Suðurlandi og Vesturlandi. í Búðahreppi búa um 570 manns, en í Stöövarhreppi 260 manns. Þrátt fyrir sameininguna verður sveitarfélagið ekki með þeim stærri á landinu með 830 íbúa, það 40. stærsta, næst á eftir Vatnsleysustrandarhreppi en að- eins nokkuð stærra en Seyðis- fjarðarkaupstaður. -GG Ný skýrsla um stööu efnahagsmála: 0ECD mælir með skattalækkunum Efnahags- og framfara- stofnunin, OECD mælir með skattalækkunum í nýrri skýrslu um stöðu íslensks efnahagslífs sem birt var í morgun. Segir í skýrslunni að skattalækkanir hafi vinnuhvetjandi áhrif sem sé æskilegt að fá fram í aðdrag- anda aukinna umsvifa í efna- hagslífinu. í skýrslu OECD er lagt til að skattar á einstaklinga verði lækkaðir enn frekar þar sem slíkt hafi jákvæð áhrif á fram-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.