Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 Útlönd DV í nóvember síöastliðnum gaf breska varnarmálaráðuneytið út skýrslu sem ber heitið: „Saddam Hussein - glæpir og mannrétt- indabrot". Hún hefst á orðunum: „írak er ógnvænlegur staður til að búa á.“ Og það er síst ofsagt miðað við lýsingarnar í skýrsl- unni. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að safna upplýsingum í slíka skýrslu. Saddam Hussein bannaði fulltrúum Sameinuðu þjóðanna í heilan áratug að heimsækja landið til þess að kanna ástand mannréttindamála. í febrúar 2002 fékk einn þeirra leyfi til að svipast um í landinu í skamman tíma en liðsmenn stjórnvalda fylgdu honum eftir hvert fótmál. Skýrsla varnar- málaráðuneytisins er því byggð á ýmsum heimildum: vitnisburði burtflúinna íraka; sönnunar- gögnum sem Sameinuðu þjóðun- um og mannréttindasamtökum hefur tekist að afla og upplýsing- um frá leyniþjónustum. Pyntingar Saddam Hussein er einráður í írak. Samkvæmt skýrslunni beit- ir hann pyntingum skipulega til að bæla niður andstöðu við sig. 1992 setti hann reglur um að ekk- ert mál mætti höfða á hendur flokksmönnum hans þótt þeir eyðilegðu eignir fólks, yllu því skaða eða jafnvel dauða i þeirri viðleitni sinni að hafa hendur i hári óvina ríkisins. Amnesty International segir að pólitískir fangar séu pyntaðir skipulega í írak. Mannréttindasamtök hafa fregnað af margs konar pynting- um í írak. Samkvæmt þessum fréttum er algengt að borað sé í hendur pólitískra fanga. Dæmi eru um að sýru hafi verið hellt yfir opið sárið. Aðrir eru hengdir upp á úlnliðunum og geymdir þannig klukkustundum saman, stundum með hendur bundnar fyrir aftan bak. Frásagnir eru af því að fóngum sé sagt að þeir verði teknir af lífi og aftaka sett á svið; hetta sett yfir höfuð þeirra og þeim stillt upp fyrir framan af- tökusveit sem síðan skýtur púð- urskotum. Óþarft er að rekja all- ar þær líkamsmeiðingar sem fréttir hafa borist um. Þá hefur Saddam sett reglur um harðar refsingar á borð við brennimerkingar og limlestingar fyrir ýmsa glæpi. Árið 2000 var ákveðið að tungan skyldi skorin úr þeim sem hallmæltu Saddam Hussein eða fjölskyldu hans. Myndir af fullnustu slíkra refs- inga hafa verið sýndar í írösku sjónvarpi öðrum til viðvörunar. Frásannir af hrottaskan ÓBnanstiórnar Saddams Hussein Börn pyntuö Síöastliðið sumar hitti John Sweeney, fréttamaður BBC, írak- ann Ali á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-írak. Ali hafði unnið fyr- ir Udayy, son Saddams, en flúið eftir að grunur féll á hann um að hafa staðið að misheppnuðu banatilræði við Udayy. Ali sagði frá því að leynilögregla Saddams hefði handtekið konu hans og tveggja ára dóttur eftir að hann lagði á flótta. Fyrst pyntuðu þeir konu hans en þegar hún vildi ekki leysa frá skjóðunni um hvert Ali hefði flúið sneru þeir sér að dóttur hans. Hún var enn hölt þegar fréttamaðurinn hitti fjölskylduna tveimur árum eftir að þetta gerðist. Hann hitti sex aðra sem vissu frá fyrstu hendi að börn hefðu verið pyntuð í írak, meðal annars fyrrverandi liðsmann Saddams, sem Kúrdar höfðu tekið til fanga, sem sagði að engum væri hlíft við yfir- heyrslur: „Við máttum gera kebab úr börnunum ef við vild- um,“ sagði hann og hló. Nauðgarar að atvinnu íraksstjórn lætur skipulega nauðga konum sem grunaðar eru um andstöðu við stjórnina, segir í skýrslu breska varnarmála- ráðuneytisins. Þessu til stuðn- ings eru ekki bara frásagnir sem reglulega berast ýmsum mann- réttindasamtökum um slíkt; Harvard-háskóli hefur komist yfír skjöl úr skrám íraska hers- ins þar sem „starfssvið" tiltekins hermanns, Aziz Salih Ahmed, er skráð sem „að svipta konur heiðri sínurn" (e. „violation of women’s honour"). Mýmargar frásagnir eru um að konur séu hálshöggnar á götrnn úti án dóms og laga. í flestum til- vikum eru þar að verki liðsmenn Fidayeen-sveitanna sem Udayy sonur Saddams stýrir. í skýrslu Amnesty International frá 2001 segir frá því að í desember 2000 hafi tuttugu og fimm ára kona verið hálshöggvin úti á götu af liðsmönnum Fidayeen eftir að eiginmaður hennar flúði land, grunaður um stuöning við and- spyrnuhreyfingar. Konan var tekin af lífl fyrir framan börn sín og tengdamóður sem síðan voru handtekin og færð á brott. Hryllingssögur um fangelsi Breska leyniþjónustan hefur aflað upplýsinga um aðstæður í fangelsum i írak. Einhver hrylli- legasta lýsingin er um „Sijn Al- Tarbut" fangelsið, eða líkkistu- fangelsið. Það er til húsa neðan- jarðar, undir nýjum höfuðstöðv- um ráöuneytis öryggismála í Bagdad. Þarna eru fangarnir geymdir í stálboxum - eins og þeim sem notaðir eru í líkhúsum - þangað til þeir annað hvort játa glæpi sína eða deyja. Boxin eru á annað hundrað og eru þau opnuð í hálfa klukkustund á dag. Vökvi er eina næringin sem fangarnir fá. Annað fangelsi, „Mahjar", er á æflngasvæði lögregluskólans í miðborg Bagdad, að hluta til neð- anjarðar. Þama munu fangar þurfa að sæta barsmíðum tvisvar sinnum á dag og konum er nauðgað reglulega. Fangarnir fá enga læknisþjónustu og er sagt sjaldgæft að þeir lifi af heilt ár í þessari vist. Tveir stórir olíu- geymar hafa verið byggðir í grenndinni og leiðslur lagðar úr þeim í fangelsið. Yfirmönnum þess hefur verið skipað að kveikja í því ef nauðsyn krefur. Kúrdi sem sat í fangelsi í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.