Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
DV
Útlönd
17
Lokasóknh gegn liðssveitum Lýð-
veldisvarðar Saddams Hussems hafin
- segir talsmaöur bandaríska varnarmálaráöuneytisins í Pentagon
Talsmaöur varnarmálaráöuneytis-
ins í Pentagon sagði í morgun að mik-
il sókn væri hafm gegn síðustu sveit-
um Lýðveldisvarðar Saddams Huss-
eins, sem enn veittu viðnám 1 ná-
grenni höfuðborgarinnar Bagdad og
yrði hún hugsanlega lokaáfanginn í
sókn bandamanna til borgarinnar þar
sem Saddam og nánustu samstarfs-
menn hans hafa búist til vamar.
Að sögn talsmanna bandaríska
hersins hefur borgin Karbala, heilög
borg síta-múslíma, þegar verið um-
kringd, en hún mun að þeirra áliti
vera síðasta meiri háttar hindrunin
i sókninni til Bagdad, sem er í um
100 kílómetra fjarlægð.
Aðgerðimar við Karbala hófust
upp úr miðnætti í nótt að staðartíma
og tók það bandarísku hersveitimar
aðeins um þrjár klukkustundir að
ná tökum á öllum helstu aðkomu-
leiðum til borgarinnar.
Að sögn sjónavotta veittu írakar
litla sem enga mótspymu enda við
ofurefli að etja þar sem hersveitir
Karbala umkringd
Hersveitir txandamanna umkringdu í nótt borgina Karbala, heilaga borg síta-músiíma,
en hún er sögö síöasta meiri háttar hindrunin í sókninni til Bagdad, sem er í um 100
kílómetra fjarlægö.
Bandaríkjamanna voru dyggilega
studdar árásarþotum, Apache-
þyrlum og stórskotaliði.
Á sama tíma héldu ílugvélar
bandamanna áfram að dæla
sprengjum yfir höfuðborgina
Bagdad og var árásunum aðallega
beint að einni halla Saddams
Husseins og höfuðstöðvum írösku
ólympíunefndarinnar á vestur-
bakka árinnar Tígris en þar er
talið að helsta pyntingarstöð
Udays, sonar Saddams, hafi verið
til húsa.
Þá varð ein snekkja Saddams
fyrir árás og einnig höfuðstöðvar
íraska flughersins en þar var
einnig til húsa foringjaklúbbur
iraska hersins.
Framvarðarsveitir
bandamanna eru nú sagðar í
aöeins um 50 kílómetra íjarlægð
frá Bagdad og komnar inn á
svokallað „rauða svæði“ innan
varnarlínu Lýðveldsvarðar
Saddams Husseins.
REOTERSMYND
Lengi enn
Bretar telja að hermenn þeirra eigi
jafnvel eftir aö berjast lengi í írak.
Bretar telja að stríðið
í írak geti orðið langt
Meirihluti Breta telur vel hugs-
anlegt að stríðið í írak eigi eftir
að verða bæði langt og blóðugt en
engu að síður að stríðsaðgerðim-
ar séu nauðsynlegar, að því er
fram kemur í skoðanakönnun
sem birtist í blaðinu Daily Tele-
graph í morgun.
Fimmtíu og fjögur prósent eru
hlynnt hernaðaraðgerðum tU að
koma Saddam Hussein íraksfor-
seta frá, sama hlutfall og fyrir
tveimur dögum. Fjörutíu prósent
telja hins vegar að rangt hafi ver-
ið að fara í stríð, tveimur pró-
sentustigum fleiri en í síðustu
könnun.
REUTERSMYND
Blaöaö í Biblíunni í rústunum
Bólivískur maður biaöar í Biblíu sem hann fann í rústum þar sem áöur voru meira en eitt hundraö hús áöur en gífur-
leg aurskriöa fór þar yfir og eyöilagöi allt. Aö minnsta kosti fjórtán manns týndu lífi þegar aurskriöur fóru yfir gullgraf-
arabæinn Chima sem er um 190 kílómetra noröur af bóiivísku höfuöborginni La Paz. Tvö hundruö er saknaö.
írakar streyma heim
frá Norðurlöndum
Ágreiningur meðal ráðamanna
vestra um framtíðarskipanina í frak
Yfir þúsund írakar, sem búsettir
eru á Norðurlöndunum, hafa leitað
ásjár i íraska sendiráðinu í Stokk-
hólmi. Þeir vilja komast heim. Flest-
ir þeirra vilja taka þátt í stríðinu og
berjast við hlið Saddams meðan
nokkrir vilja finna fjölskyldur sínar
og koma þeim til hjálpar eftir því
sem þeir geta.
Þá hafa ferðaskrifstofur sem sér-
hæfa sig í ferðum til Miðausturlanda,
vart við að afgreiða traka sem vilja
komast heim. Framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar Merru Travels &
Tours segist aldrei hafa upplifað slík-
an ágang í ferðir til nágrannalanda
íraks, aðallega Sýrlands og Jórdaníu,
og segir hann fyrirtækið ekki geta
annað eftirspuminni.
Jamal Abbeulraka, ritari í íraska
sendiráðinu í Stokkhólmi, segir að
þúsundir landa sinna, frá Svíþjóð,
Noregi og Danmörku, bíði eftir að
komast heim til að taka þátt í stríð-
unu með trúbræðrum sínum. -GÞÖ
Hætta er talin á að öll áform um
neyðaraðstoð og uppbyggingu í
írak að stríðinu þar loknu verði í
uppnámi vegna innbyrðis deilna í
ríkisstjórn Bush Bandaríkjafor-
seta, að því er embættismenn og
sérfræðingar greindu frá í gær.
Donald Rumsfeld landvarnaráð-
herra og embættismenn í Penta-
gon, sem eru með eitt hundrað
þúsund hermenn í írak, keppa við
embættismenn í utánríkisráðu-
neytinu um það hver getur haft
mest áhrif og stjórn á uppbygging-
unni og á skipan bráðabirgða-
stjórnarinnar í landinu.
„Á meðan umtalsverður fjöldi
hermanna verður í írak, og þeim
fer fjölgandi, mun Pentagon ráða
ferðinni," sagði sérfræðingur sem
hefur tengsl við utanríkisráðu-
Ráöríkur
Donald Rumsfeld, iandvarnaráö-
herra Bandaríkjanna, vill ráöa sem
mestu um framtíöarskipan í írak.
neytið í samtali við Reuters-frétta-
stofuna.
Bandaríska dagblaðið Was-
hington Post sagði frá því í gær að
Rumsfeld hefði hafnað liði emb-
ættismanna sem utanríkisráðu-
neytið stakk upp á að yrðu hafðir
með í ráðum við stjórn íraks að
Saddam Hussein forseta föllnum.
Ari Fleischer, talsmaður Hvíta
hússins, viöurkenndi fyrir frétta-
mönnum að innan stjórnkerfisins
færu fram viðræður um eðli fram-
tíðarstjórnar íraks.
Sagt er að utanríkisráðuneytið
vilji að þáttur hersins verði ekki
jafnsýnilegur og Sameinuðu þjóð-
imar muni hugsanlega taka við, í
þeirri von að það yrði til að efla
bæöi pólitískan og íjárhagslegan
stuðning við uppbygginguna.
Notaðir bííar hjá
Suzuki bilum hf.
Hyundai Accent 1,5, bsk.
Skr. 9/98, ek. 67 þús.
Verð kr. 570 þús.
Land Rover Freelander, bsk.
Skr. 6/99, ek 58 þús.
Verð kr. 1490 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
---✓/// , ! ..........
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100
Suzuki Baleno GLX, 4d., bsk.
Skr. 8/99, ek. 39 þús.
Verð kr. 1150 þús.
Suzuki Swift GLX, 5d., bsk.
Skr. 11/96, ek. 67 þús.
Verð kr. 560 þús.
Suzuki Jimny JLX, bsk.
Skr. 6/02, ek. 15 þús.
Verð kr. 1480 þús.
Suzuki Sidekick JX, 5d., bsk.
Skr. 9/96, ek. 88 þús.
Verð kr. 780 þús.
Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk.
Skr. 11/98, ek. 88 þús.
Verð kr. 1450 þús.
Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk.
Skr. 6/01, ek. 67 þús.
Verð kr. 1790 þús.
Subaru Forester 2,0, ssk.
Skr. 3/98, ek. 89 þús.
Verð kr. 1250 þús.