Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Qupperneq 19
19 MIÐVDflJDAGUR 2. APRÍL 2003 H>'V____________________________________________________________________________________________________ Menning Þióðremba og minnimáttarkennd Umræða um sjálfs- mynd íslendinga, þjóð- erni okkar og framtíð þess hefur verið áber- andi á undanförnum misserum og er greinasafnið Þjóðerni í þúsund ár? innlegg í þá umræðu. Þar íjalla alls 16 fræðimenn um efnið frá mörgum hlið- um, tímaskeiðum og forsendum nokkurra fræðigreina. Hér leggja í púkkið sagnfræðingar, bók- menntafræðingar, þjóðfræðingar og sér- fræðingur í klassískum fræðum. Ritið er efnismikið og víðfeðmt og verður hér að- eins tæpt á því helsta sem þar er rætt. Sjálfsmyndir Sverrir Jakobsson ríður á vaðið með grein um sjálfsmyndir íslendinga á mið- öldum. Hann notar orðið í fleirtölu því niðurstaða hans er að sú mynd sem ís- lendingar gerðu sér um sjálfa sig sé langt í frá einfold heldur fléttuð úr fjölmörgum þáttum. Hann telur varasamt að setja jafnaðarmerki milli nútíma hugmynda um þjóðerni og þess að íslendingar hafl litið á sig sem þjóð á miðöldum. Forsend- urnar séu einfaldlega ólíkar. Bókmenntir____________j Gottskálk Þór Jensson ræðir í sinni grein tengsl íslenskrar bókmenningar við latneska bókmenningu á miðöldum og fyrri hluta nýaldar. Hann bendir á að á tímum sjálfstæðisbaráttunnar við Dani hafi fræðimenn tónað þessi tengsl niður eftir bestu getu og lagt áherslu á sérstöðu bókmenningar á íslensku. Gottskálk ræð- ir líka um málhreinsunarstefnu Arn- gríms Jónssonar lærða sem margir hafa viljað túlka í anda þjóðernisstefnu. Gott- skálk gagnrýnir slíka túlkun og bendir á Sverrir Jakobsson. að Arngrímur flokki íslensku með forntungunum og geri sömu kröfu til hennar og latínunnar í anda húmanism- ans, að hún sé færð í sitt gullaldarform. Ákveðnar efasemdir vakna þó um túlkun Gottskálks því ekki verður betur séð en Amgrímur vilji að ritmálið sé fært sem næst íslensku samtimamáli á 16. og 17. öld. Húmanistarnir sóttu fyrirmyndir sín- ar til gullaldar Rómaveldis og hefði þá ekki átt að sækja íslenska ritmálið aftur til 13. aldar, gullaldar íslenskra bók- mennta? Grein Gottskálks er þörf áminn- ing til okkar um að kominn sé tími til að gefa gaum hinum latneska bókmenntaarfi Islendinga. í bráðskemmtilegri og háðskri grein sem ber heitið „ísland í aðalhlutverki. Þjóðernisstefna Morgunblaðsins" ræðir Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur um hin nánu tengsl þjóðrembings og minnimáttarkenndar sem oft má greina í Katrín Jakobsdóttir. „blaði allra landsmanna“ þegar sagt er frá árangri íslendinga á erlendum vett- vangi, einkum í Bandaríkjunum, og tínir til Qöída dæma. Nokkuð vantar hins veg- ar á að fræðilegur grunnur sumra álykt- ana sem hún dregur sé nægilega traustur. Það er til dæmis hæpið að þeir Morgun- blaðsmenn hafi eins djúphugsuð mark- mið og undirtón í skrifum sínum og Katrín gerir ráð fyrir. Rasismi Grein Jóns Yngva Jóhannssonar um Skrælingjasýninguna svokölluðu í Kaup- mannahöfn árið 1905 er einnig á léttari nótunum, en undirtónninn er grafalvar- legur þegar höfundur rekur mótmæli ís- lendinga viö því að vera spyrtir saman við negrakerlingar og eskimóa eins og það var svo smekklega orðað. íslenskir þjóðernissinnar gerðu nefnilega kröfu til að vera flokkaðir með hvítum menningar- þjóðum Vesturálfu og litu á íbúa annarra hjálendna Dana í Vestur-Indium og á Grænlandi með sömu fyrirlitningu og uppbólg- inn Stór-Dani. Þjóðremb- an og minnimáttarkennd- in í skrifum þeirra er sömu ættar og í skrifum Morgunblaðsmanna um árangur íslendinga í út- löndum einni öld síðar. Rasismi er einnig við- fangsefni Unnar Karls- dóttur í grein um sam- band þjóðernis- og kyn- þáttahyggju sem var áber- andi meðal íslenskra menntamanna fram um miðja síðustu öld. Fleiri athyglisverðar greinar eru í bókinni svo sem út- tekt Valdimars Tr. Haf- steinssonar á nútíma álfatrú mörlandans og athugun Sigríðar Matthíasdóttur á sambandi þjóðernishyggju og karl- mennskuhugmynda á fyrstu áratugum 20. aldar. Ranglega er sagt á bls. 158 að Benedikt Sveinsson hafi verið forseti Alþingis 1944, það var Gísli Sveinsson. Á bls. 157 er svo sagt að Einar Olgeirsson hafi „sölsað" um í mati sínu á þjóðhátíðum. Hann hefur væntanlega söðlað um. Þjóðerni í þúsund ár? er metnaðarfullt verk um málefni sem koma okkur öllum við. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér rækilega efni þess og gefa því gaum. Guðmundur J. Guðmundsson Þjóðerni í þúsund ár? Rltstjórar: Jón Yngvi Jóhanns- son, Kolbeinn Proppé og Sverrir Jakobsson. Há- skólaútgáfan 2003. Jón Yngvi Jóhannsson. BORGARLEIKHÚSIÐ Leikféíag Reyiqavikur STORASVIÐ PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht 4. sýn. fi. 3/4 kl. 20, græn kort 5. sýn. su. 6/4 kl. 20, blá kort Fi. 10/4 ki. 20. Su. 13/4 kl. 20. Lau. 26/4 kl. 20 LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Láru Stefánsd. og Ed Wubbe Fö. 4/4 kl. 20 ATH. SÍÐASTA SÝNING SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Agúst Ulfsson Lau. 5/4 kl. 20. Fö. 11/4 kl. 20 Lau. 12/4 kl. 20. Fö. 25/4 kl. 20 NÝJASVIÐ SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Frumsýning fi. 10/4 kl. 20 UPPSELT Lau. 26/4 kl. 20. Su. 27/4 kl. 20 ALLIR I LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið et fjölskylduvænt leikhús: Börn, i2 ára og yngri, fá fritt í leikhúsið í fyigd með íorráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.) "Erótískur dans rœkjubrauðsneiðar og lifrakœfubrauðsneðar var sérlega eftirminnilegur og svo ekki sé minnst á litlu rœkjunna sem sveiflaði sér fimlega upp og niður lilfinningaskalann. " HF, DV BORGARLEIKHUSIÐ rÍS5 Ur minjasafni fööurins Á rabbfundi á morgun, 3. apríl, kl. 12-13, í stofu 101 í Lögbergi, flytur Helga Kress erindið „Ur minjasafni föðurins. Ævisaga Maríu Stephensen (1883-1907), laundóttur Þorvalds Thoroddsens, sögð í bréfúm“. Þorvaldur Thoroddsen, náttúru- fræðingur og síðar prófessor í Kaupmannahöfn, eignaðist Maríu með vinnukonu á Möðruvöllum þegar hann var þar kennari. Mar- ia ólst upp við gott atlæti hjá fóst- urforeldrum á Akureyri og fékk alla þá menntun sem um síðustu aldamót stóð stúlkum til boða á ís- landi. Hún dó ung úr berklum en lét eftir sig mikið af bréfum og úr þeim má rekja ævisögu hennar frá skim tfl greftrunar, viðbrögð við fæðingu hennar og tilvist sem óskilgetins barns, menntaþrá hennar og leit að sjáifsmynd, ást og umhyggju fósturforeldranna og höfnun fóðurins sem hún dáði mjög og vildi allt til vinna að gera tfl geðs. eftir Eve Ensler í Borgarleikhúsinu Takmarkaður sýningafjöldi Hin smyrjondi jómfrú Nærondi leiksýning fyrir líkomo og sól. Sýnt íIðnó: /------1----------------\ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR ; eftir Peter Brook og Marie-Héléne Estienne \ Fö. 4/4 kl. 20. Su. 6/4 kl. 20 | Fö. 11/4 kl. 20. Fö. 25/4 kl. 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi. 3/4 kl. 20. Su. 13/4 kl. 20. Fi 24/4 kl. 20. 15:15 TÓNLEIKAR CAPUT SÓLÓ I Lau. 5/4 kl. 15.15 ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau. 5/4 kl. 20. Su. 13/4 kl. 21. Ath. breyttan sýningartíma Takmarkaður sýningafjöldi. LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau. 5/4 kl. 14. Lau. 12/4 kl. 14. Lau. 26/4 kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT í kvöld kl. 20, UPPSELT Fö. 4/4 kl. 20. Mi. 9/4 kl. 20. Lau. 12/4 kl. 16 Lau. 12/4 kl. 20. Fö. 25/4 kl. 20 FORSALUR LEIKHÚSMÁL GÖTULEIKHÚS Su. 6/4 kl. 20.15 - Umræðukvöld Lau. 4. aprO kl. 20 Mið. 16. aprO kl. 20 Lau 4. aprO kl. 20 Sun. 27. aprfl kl. 20 „Til að kóróna herlegheitin er boðið upp á Ijúffengt smurbrauð fyrir sýningu og því óhœtl lofa þeim sem taka allan pakkann nœrandi kvöldstund fyrir sál og líkama. “ H.F., DV "Charlotte var hreint út sagl frábœr í hlutverki hinnar smyrjandi jómfrúar og hún átti ekki í neinum vandrœðum með að heilla áhorfendur upp úr skónum með ... einlcegni sinni, ósviknum húmor og ekki síst kómískri sýn á hina íslensku þjóðarsál." S.A.B. Mbl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.