Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Page 20
Kjallari
Arni
Bergmann
rithöfundur
Fyrir skömmu var hallæris-
legt að finna að því að
mikill auður safnaðist á
fáar hendur.
Það var annaðhvort lágkúruleg
öfund eða úrelt sveitamennska að
skilja ekki að þetta væri óumflýj-
anleg þróun og sjálfsagður þáttur í
því að hnattvæðast og virða þar
með í verki trúna á kraftaverkafor-
stjóra og fjármálasnillinga sem eru
tvö hundruð sinnum dýrari en aðr-
ir menn.
Allir fá ntálið
En nú ber nýrra við. Fjölmiðlar
fyllast með ónot í garð forstjóra-
græðgi, sjálftöku, fáránlegra
kaupauka, ótrúlegra starfsloka-
samninga og kvótasöluævintýra.
Og því fer fjarri að hér séu einna
helst vinstrivillingar að sinna
þeirri gömlu og góðu skyldu sinni
að hafa hátt um rangindi þar til
einhver hlustar. Urgur og reiði hef-
ur safnast upp út um allt samfélag
og nú vilja allir tala í einu.
Ekki nóg með að flóttamenn úr
Sjálfstæðisflokki og Framsóknar-
flokki láti illum látum. Davíð Odds-
son skilur ekkert í því að menn
vilji vera ofboðslega ríkir og er allt
í einu farinn að spyrja eins og Tol-
stoj fyrir hundrað árum: hversu
mikið étur einn maður? Matthí-
as Johannessen skrifar lesenda-
bréf í sitt gamla Morgunblað og
hneykslast á yfirgangi peninga-
manna sem valsa í útlöndum
með „auðtekinn ofsagróða" og
koma íslensku samfélagi að
engu haldi og lesandi spyr sig
hvort skáldið hafi óvart tekið að
sér að fylla það tóm sem varð
þegar nöldurseggir gátu ekki
lengur skotið á Mammon úr hús-
um Þjóðviljans.
Sjálfskaparvíti hægrimanna
Ögmundur Jónasson var að
stríða Geir Haarde á því á þingi
að þau mál sem almenningur
hneykslast sem mest á væru
sjálfskaparvíti hægrimanna sem
hefðu gefið bröskurum lausan
taum á sínu valdaskeiði. Fjár-
málaráðherra reiddist þessari
réttmætu sögutúlkun, en
málsvörn hans varð undarlega
daufleg. Hann sagði sem svo, að
„hið nýja og opna umhverfi" í
fjármálum og viðskiptum „ætti
ekki að vera gróðrarstía spilling-
ar og skattaundandráttar heldur
þvert á móti farvegur fyrir heið-
arlega starfsemi öllum til ávinn-
ings“. Nokkuð skondið tilsvar,
en sendir kjama máls eitthvað
út í buskann.
Vaidhafar hafa hælt sér, bæði
hér og annars staðar af því sem
kallað er „deregulation“ - og þar
er átt við að dregið sé sem allra
mest úr hvers kyns afskiptum
stjórnvalda af fjármagnsstreymi,
viðskiptasiðum og bókhaldi.
Þetta „opna umhverfi" naut
samstillts lofs um allar jarðir -
allt þar til miklir brestir komu í
Ummæli
Nógaö hækka launin
„Á glæsilegum landsfundi Sam-
fylkingarinnar var meðal annars
haldin einkar fróðleg málstofa (mál-
stofa 1) um auðsköpun og velferð.
Þar sátu hagfræðingamir Ágúst
Einarsson, Edda Rós Karlsdóttir og
Gylfi Ambjömsson fyrir svörum.
Til þeirra beindi ég þeirri spum-
ingu hvort þau teldu að lengi geti
dregist að hækka skattleysismörk.
[...] Öll töldu þau óþarft að hækka
skattleysismörkin, sögðust ekki hafa
talað fyrir slíkum breytingum og
minntust ekki einu orði á þá leið-
réttingu vegna kjaraþróunar undan-
farið, sem ég held þó að nánast sé
samkomulag um að gera þurfi. Það
þarf bara að hækka launin, sagði
Ágúst!"
Haukur Brynjólfsson í
grein á vef Samfylkingar-
innar 15. janúar 2002.
Poppstjama, sem hefur 800 milljónir
króna í tekjur á árinu áður en hún
eignast bam, á kröfu á ríkið um að
fá 320 milljónir króna á þvi sex
mánaða tímabili sem hún er í fæð-
ingarorlofi. Barnsfaðir hennar var
heimavinnandi á þessum tíma og
fær því samtals 99 þúsund krónur
þá 3 mánuði sem hann tekur í orlof
eins og annað heimavinnandi fólk
sem eignast bam.“
Vefþjóöviljinn á Andríki.is.
Þarf ekki púlt
„Jesú þurfti ekkert ræðupúlt en
kom boðskapnum samt til skila.“
Guðni Ágústsson á fundi í Holti,
isafjarðarbæ, I fyrradag. Sagt eftir
aö fundarstjóri haföi afsakað aö
ekkert væri ræðupúltiö.
“h
MIDVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 21
Skoðun
Kjallari
Séra María
Ágústsdóttir
héraðsprestur
í Reykjavíkurpróffasts-
dæmi og formaöur
Samstarfsnefndar
kristinna trúfélaga
á íslandi
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plótugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Fylgið á fleygiferð
Það sannast nú sem aldrei fyrr að
vika er langur timi í pólitík. Fylgið er
á fleygiferð á milli helstu stjórnmála-
flokka landsins og flokksleiðtogar eru
ekki fyrr byrjaðir að fagna góðri út-
komu en þeir þurfa að afsaka niður-
sveiflu næstu könnunar. Það eru fáar
vikur til kosninga, í reynd rífir tutt-
ugu virkir dagar og því má segja að
það styttist i endasprettinn sem verð-
ur snarpur og harður og hefst í fyrstu viku sumars. Flokk-
arnir eru að taka sér stöðu og startbyssan komin á loft.
Nú er spurt um dagsformið í islenskri pólitík. Sjálfstæð-
isflokkurinn er á flugi eftir ljúfan landsfund þar sem for-
maðurinn baðaði sig i sviðsljósi loforðaflaums og léttra
gamansagna. Vænghaf stóra fálkans skyggir sem
snöggvast á Samfylkinguna og Vinstri grænir ná ekki enn
að brjóta sér leið upp úr tíu prósenta dikinu. Framsókn er
heldur á uppleið og sömuleiðis frjálslyndir. Fylgið er að
skila sér heim. í grófum dráttum eru flokkarnir á pari. Og
lokaspretturinn fram undan.
Ef fylgissveiflur síðustu tuttugu ára í islenskri stjórn-
málasögu eru skoðaðar kemur i ljós að flokkarnir kastast
upp og niður á milli kosninga og það með talsverðum lát-
um. Hefðbundið er að flokkar sveiflist hálfan skalann
enda á milli á kjörtímabili en nálgist svo gamla kjörfylgið
sitt á siðustu dögunum fyrir kjördag. Það er eins og rót
komist á hugi kjósenda að loknum kosningum og þeir vilji
máta sig við marga flokka á meðan hægt er að svara
fylgiskönnuðum án ábyrgðar.
Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna, sem birtist í
gær, sýnir aðra mynd en dregin hefur verið upp af ís-
lenskri pólitík um margra mánaða skeið. Tveggja turna
myndin er horfin en þess í stað mælast allir þingflokkar
þjóðarinnar svo nálægt kjörfylgi sinu að með hreinum
ólíkindum má heita. Framsókn á að visu enn nokkuð
langt i land með að endurheimta sitt gamla fylgi en nær
þó fimmtán prósentum sem er veruleg hreyfing upp á við,
miðað við margar kannanir að undanförnu.
Nú er spurt; hvað er í spilunum? Hver flokkurinn af
öðrum er að sýna á trompin sín. Vinstri grænir kynntu
stefnuskrá sína i fyrradag, FramsóknarfLokkurinn gerir
það í dag. Sjálfstæðisflokkurinn stendur enn í ljóma lands-
fundar og kastljósið beinist að Samfylkingunni um næstu
helgi. Frjálslyndir mega hafa sig alla við til að halda
þeirri athygli sem þeir hafa og víst er að sú verður þraut-
in allra stjórnmálaflokka á næstu dögum og vikum að
vera áhugaverður kostur.
Niðurstaða könnunarinnar, sem DV tók nú i upphafi
vikunnar og hefur verið að birtast á siðum blaðsins í gær
og i dag, sýnir ekki einasta að flokkarnir eru við kjörfylgi
sitt, heldur og að nærri helmingur kjósenda hallast að þvi
að affarasælast sé að sama rikisstjórnin sitji áfram við
völd. Næsti kostur er langt undan. Vel innan við fimmt-
ungur kjósenda kýs samstjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna, aðeins tíu prósent samstjórn Samfylkingar og
Framsóknar.
Spurning dagsins í islenskum stjórnmálum snýst fyrst
og síðast um þær breytingar sem kjósendur vilja sjá að
gerist í stjórn landsmála. Vilja menn miklar breytingar
eða litlar - eða vilja menn jafnvel engar breytingar? Og
þora menn að breyta til? Tvennt ræður miklu á næstu vik-
um. Kjósendur munu vega og meta kosningaloforð flokk-
anna og þeir munu sömuleiðis fylgjast með hverri hreyf-
ingu hjá forystumönnum þeirra. Og þar skiptir dagsform-
ið langsamlega mestu.
Sigmundur Ernir
ogvio
Þein forríku
hn
„Eign er vald. Vald er varhugavert - og vald fáeinna
eignamanna yfir litlu samfélagi verður fljótlega
mun háskalegra en það ofríki stjómmálamanna sem
lengi hefur verið yfir kvartað. “
Frómósk
„Áttu aukamerki?"
Eva María Jónsdóttir spyr
Stefán Pálsson, gest í
Kastljósinu, um merki sem
hann bar í barminum með
áletrununum „Davið í her-
inn og herinn burt" og
„Halldór I herinn og herinn
burt".
Hærri laun, hærri bætur
„Með nýjum lögum um
foreldra- og fæðingarorlof
á árinu 2000 var [...] í
fyrsta sinn í sögu landsins
ákveðið að láta félagslegar
bætur fylgja launum
manna meö þeim hætti að
því hærri sem launin eru
því rausnarlegri eru bæt-
urnar sem menn fá. [...]
Klám eða kærleikur?
En vandi flokksins stóra eru
smámunir hjá því sem við hin
þurfum að hafa andvökur af.
Við vitum öll að sú þróun sem
hér er tæpt á hlýtur að gera ís-
lenskt samfélag að grimmara og
verra plássi en það hefur verið.
Vegna þess að þegar fáeinir menn
eignast landið: miðin, bankana og
búðimar - þá hnignar lýðræði og
þeim lífsgæðum sem tengjast sann-
girni og trausti. Eign er vald. Vald
er varhugavert - og vald fáeinna
eignamanna yfir litlu samfélagi
verður fljótlega mun háskalegra en
það ofríki stjómmálamanna sem
lengi hefur verið yfir kvartað.
Við getum steypt stjórnmála-
mönnum, en ekki þeim forríku.
Þeir forríku geta svosem verið alla-
vega menn. Þeir geta verið kapp-
samir menningarvitar eða háif-
gerðir bófar og allt þar á milli. En
við ráðum engu um það hvaða
stefnu duttlungar þeirra taka. Sam-
félagið allt verður innan tíðar eins
og sjávarpláss þar sem ein fiöl-
skylda á allan kvóta. Kannski fer
hún skynsamlega með þann auð,
kannski glutrar hún öllu út úr
höndum sér, kannski klofnar fiöl-
skyldan og selur allt klabbið í ann-
an landshluta (eða úr landi þegar
fiárflakksfrelsið verður enn meira).
Fólkið í plássinu veit ekki neitt um
það fyrir fram og enginn fær rönd
við reist. - Nema öll þau ráð sem
enn eru til andófs séu tekin - strax
í dag.
kerfið í sjáifum Bandaríkjunum
með Enronhneykslinu og mörg-
um skyldum dæmum. Og nú
vakna menn einnig á íslandi
upp við vondan draum við, að
einnig þeir eru lentir á allt öðr-
um stað en þeir ætluðu sér. Það
sem „ætti að vera“ er ekki. í
Morgunblaðsleiðara var viður-
kennt feimnislega að það væri
„ekki að ástæðulausu“ að marg-
ir landsmenn spyrji „hvort við-
skiptalífið á íslandi hafi farið úr
böndunum". En það var reynd-
ar „fært úr böndum“ með sam-
stilltu ástandi ráðandi stjórn-
málamanna og markaðshöfð-
ingja, og einmitt sú stefna átti
aö skila mönnum á grænar
grundir eilífrar farsældar.
Verra mannlíf
Ekki nema von reyndar að
einmitt ýmsir oddvitar Sjálf-
stæðisflokksins séu áhyggjufull-
ir. Þeir vita auðvitað að
kaupaukar upp á 58 miiljónir,
skattaflótti upp á milljarða og
sú þróun að „fámennur hópur
kaupi landið" (vitnað í fyrir-
sögn í Morgunblaði) - allt þetta
grefur í bráð og lengd undan
þeirri hugmyndafræði að flokk-
ur þeirra sé hinn mikli og nauð-
synlegi vettvangur málamiðlana
í samfélaginu. Allt tal um dreif-
ingu valds, um stétt með stétt og
fleira þesslegt verður að skrýtlu
sem enginn hlær að.
Á undanförnum árum hafa
miklar breytingar oröiö í
íslensku þjóðfélagi, bæði
til góös og ills. Eitt af því
sem færst hefur til verri
vegar er hnignandi sið-
ferðiskennd. Virðingin fyrir
samferðafólkinu hefur
dvínað og þar með sjálfs-
virðingin.
Um þetta ber hin svonefnda
klámvæðing órækt vitni. Nú er
það svo að klám er ekkert nýtt fyr-
irbæri og ekki heldur fylgifiskur
þess, vændið. Það er hins vegar
engin afsökun fyrir tilvist þess,
ekki frekar en morðum og grip-
deildum, eins og bent var á í grein
í helgarblaði DV nú um helgina.
Og áhyggjuefnið er ekki síst hið
aukna umfang klámsins og hve
auðvelt er að nálgast það.
Nú er öldin önnur
Þegar ég var að alast upp voru
myndir af fáklæddum konum á
bensínstöðvum og bílaverkstæð-
um það svæsnasta sem fyrir augu
bar. Sjónvarpið var vant að virð-
ingu sinni, þessi eina stöð sem til
var, og gætti þess vandlega að
sýna ekkert sem misboðið gat ung-
um og ómótuðum sálum og dag-
blöð og hljóðvarp sömuleiðis.
Nú er öldin önnur. Klámblöð eru
aðgengileg í nánast hverri sjoppu
og ríkissjónvarpið þrammar veg
niðurlægingarhyggjunnar með
sumum öðrum stöövum. Klámfeng-
ið orðalag og tilboð eiga einnig
greiða leið að einhverjum útvarps-
stöðvanna og ekki þarf að hafa
mörg orð um klámið á Netinu, sem
eitt út af fyrir sig hefur meðvirkað
að upplausn hjónabanda. Höfum
hugfast, að þessir miðlar eru opnir
börnunum okkar, oft eftirlitslítið,
og skilaboðin sem þaðan fást sjást
m.a. í tískustraumum unglinga-
menningarinnar.
Auglýsingaherferð Flugleiða,
þar sem gylliboðið er gratís laus-
læti íslenskra kvenna, er einnig
ein birtingarmynd viðurstyggðar-
innar og til háborinnar skammar
fyrir „virt“ fyrirtæki. Fyrirmynd
okkar fullorðna fólksins er líka oft
harla vafasöm þegar sumum körl-
um og jafnvel einnig einhverjum
konum virðist þykja fínt að kaupa
þjónustu þeirra sem hafa atvinnu
sína af því að selja losta.
Viðkvæmasta gjöfin
Til að fyrirbyggja allar ásakanir
um þröngsýni og tepruskap vil ég
taka eftirfarandi fram: Kynlíf og
klám er ekki það sama. Kynlíf er
af Guði gert, dásamleg gjöf til okk-
ar mannfólksins, fyrirheit um þá
mestu nánd sem hægt er að öðlast
við aðra manneskju. Sú gjöf er
hins vegar ein sú viðkvæmasta og
hana þarf að umgangast af sér-
stakri ábyrgð.
Líkami og tilfinningar verða
ekki aðskilin. Það sem gert er við
líkama okkar hefur djúpstæð áhrif
á sálarlífið, hvort sem við erum
samþykk því sem á sér stað eða
ekki.
Þetta þurfum við að kenna börn-
unum okkar, bæði piltum og stúlk-
um, og innræta þeim virðingu og
umhyggju fyrir manneskjunni
sem heild.
Misnotkun þeirrar gjafar Guðs
sem kynlífið er sést skýrast í
klámiðnaðinum. Þar er virðingin
fyrir manneskjunni engin, niður-
læging seljanda jafnt sem kaup-
anda algjör. Ekki ósvipað eitur-
lyfiamarkaönum græðir hvorki
neytandi né seljandi neitt, nema
stundarsvölun eða smápening.
„Gróðinn" fer allur í vasa hinnar
ósýnilegu illsku, sem hlakkar yfir
rofnum trúnaði hjóna og brostn-
um fiölskyldum.
Samstaöa kristinna manna
Ekki alls fyrir löngu staðfesti
Hæstiréttur bann Reykjavíkur-
borgar við einkadansi. Einkadans-
inn er aðeins ein hinna mörgu
„Kynlíf er af Guði gert, dásamleg gjöf til okkar mannfólksins, fyrirheit um þá
mestu nánd sem hœgt er að öðlast við aðra manneskju. Sú gjöf er hins vegar ein
.______sú viðkvæmasta og hana þarf að umgangast af sérstakrí ábyrgð.“
birtingarmynda klámsins, en engu
að síður ber að fagna hverju skrefi
sem tekið er í andspyrnu við
klámvæðinguna. Það hefur Sam-
starfsnefnd kristinna trúfélaga á
íslandi gert og vill þar með sýna
samstöðu kristinna manna gegn
klámi.
Kristin trú byggir á virðingu
fyrir lífinu og náunganum og
Biblían kennir okkur að annast
gjafir Guðs af ábyrgð, kynlífið þar
með talið. Ef einhver er í vafa, þá
er viðmiðið þetta (1. Kor. 16.14):
Allt sé hjá yður í kærleika gjört.
+