Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Side 22
22 Skoðun MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 ____________DV Aumingjavæðing í algleymingi Geir R. Andersen blaöamaöur skrifar: Aumingjavæðingu þjóðfélags- ins ætlar ekki að linna í bráð. Það er ekki nóg að trillusjómenn - stundum líka kallaðir „bátasjó- menn“ til aðgreiningar frá ofur- tekjumönnunum á hinum skipun- um - standi uppi í hárinu á stjórnvöldum og krefjist stærri hluta í „erföagóssinu" til sjós, heldur standa þeir stíflr gegn ágjöfinni og gagnrýninni um af- nám sjómannaafsláttarins af sköttum þeirra. - Eina stéttin í landinu sem býr viö sérstakan af- slátt af sköttum. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins bar ekki þá gæfu að kjósa þennan aumingjaafslátt út af borðinu. Sjómenn eru því enn einu súper-aumingjarnir í þjóðfé- laginu. - Vont fyrir þá, en gott fyrir okkur hin sem getum staðið keik eftir og greitt skatt af öllum tekjum samkvæmt landslögum. Aumingjavæðingin er líka á fullu í rekstri Ríkisútvarps og -sjónvarps, sem fer með himin- skautum í klámvæðingu og of- urpyntingum í nánast hverjum innlendum þætti sem settur er í leikrænt form þar á bæ. Tapið er nokkur hundruð milljónir ár eft- ir ár og mest vegna Sjónvarpsins (ekki hljóövarps) sem er dragbít- ur á að aðrar frjálsar sjónvarps- stöðvar geti boðið þjónustu sína með eðlilegum hætti. En Sjón- varpið má ekki leggja af. Ráð- herra menntamála og útvarps- stjóri leggjast á bæn þegar að þessum miðli er „vegið“, eins og það er orðað þegar menn gagn- rýna tilvist ófreskjunnar. Það er ekki stórmannlegt að vilja ekki horfast í augu við þá staðreynd að ríkisrekstur Sjón- varpsins er löngu úreltur og í raun skaðlegt að halda úti afþrey- ingarmiðli í blóra við almenn- ingsálitið. Eöa hversu margir myndu ekki kjósa Stöö 2 og Skjá einn fremur en Sjónvarpið yrði spurt hvaða stöð mætti helst leggja niður? Og til að bíta höfuðið af skömminni eru fullfrískir „aum- „Aumingjarekstur á ekki að verða einkenni íslend- inga sem sjaldan hafa komist nœr því að bergja af allsnægtahominu en þessi árin. Aumingjavœð- ingin verður að vera sjálfbær og borin uppi af þeim sem hana heimta.“ ingjarnir“ að ólmast við að halda uppi foreldraorlofi. Það eru víst engin takmörk fyrir þvi hvað má hafa út úr velferðarkerfmu með hinu svonefnda „foreldraorlofi", eins og svo snilldarlega er komist að orði á vefsíðu Vefþjóðviljans 31. mars sl. Það er auðvitað ekki heilbrigt sálarástand þeirra sem vilja þiggja fjárhæð sem nemur 80% af því sem þeir áður öfluöu á meðan þeir eru í fæðingarorlofi. Og því rausnarlegri bætur því hærri sem launin eru. Er hér að skapast fávitaþjóðfélag af manna- völdum? Það einkennilega í allri um- ræðunni um velferðarkerfíö, bæt- urnar og ölmusuna sem hið vinn- andi fólk er að biðja um - margt á slíkum ofurlaunum að undir tekur í hátekjuhellunum - er að það vill í raun ekkert vita af þeim sem eru sannanlega veikir, lam- aðir eða fatlaðir og útilokaðir frá viðteknum lífsstíl. Það vill ekki taka þann hóp út úr sérstaklega, heldur blandar öllu saman, þ.á m. gömlu fólki sem eðli málsins sam- kvæmt kemst ekki í hóp þurfalinga við það eitt að verða gamalt. Aumingjarekstur á ekki að verða einkenni íslendinga sem sjaldan hafa komist nær því að bergja af allsnægtahorninu en þessi árin. Aumingjavæðingin verður að vera sjálfbær og borin uppi af þeim sem hana heimta. Hún á ekkert skylt við rausnar- lega aðstoð við þann hóp þjóðfé- lagsþegna sem illu heilli hafa orð- ið fyrir áföllum í starfi eða leik og geta ekki meir. Þeir styðjast meira að segja við slagorðin: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. Hinir fullfrísku eru þeir sem eiga að styðja en ekki að væla og biðja. Haukur Magnússon hringdi: Nú ber maður augum auglýs- ingu frá sjóðnum AVS-rann- sóknarsjóði í sjávarútvegi - en þetta AVS á víst að standa fyr- ir „Aukið verðmæti sjávarút- vegs“. í auglýsingunni eru menn hvattir til að sækja um styrki úr sjóðnum til verkefna í flskeldi - fyrirtæki, einstak- lingar, rannsóknir, þróunar- og háskólastofnanir og aðrir slík- ir. Hvernig er það; vorum við ekki búnir, íslendingar, að fá nóg af eldistilraunum sem flest- ar fóru út um þúfur? Loðdýrin sömuleiðis. Við verðum að bú- ast við því að sótt verði ótæpi- lega í sjóð þennan, líkt og í aðra svipaða sjóði, t.d. sjóð til eflingar ferðaþjónustu, þar sem allt er á suðumarki í skuldum og gjaldþrotum. - Ég skora á stjórnvöld að staldra nú við í sjóðasukkinu og kæfa þennan í fæðingu. Rskeldisstyrkir enn í boði? Ónýt hagfræði „Dollarinn Fellur á rétt verö miöaö viö magn í umferö á móti raun- verömætum tii sölu. - Jafngildir peningaprentun og óöaveröbólgu. “ Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri skrifar: Fyrsta lögmál hagfræði ætti að vera það að hags- munir ríkjandi starfs- greina séu fullkomlega ómerkilegir miðað við al- menna hagsmuni. Hvers vegna? Vegna þess að hagsmunir ríkjandi starfs- greina krefjast aðfanga og aðferöa þar sem aðföngin eru takmörkuð og aðferð- imar meira eyðileggjandi en gefandi eftir að ákveðnu beitingarstigi er náð. Hagvöxtur undanfar- inna áratuga á sér orsök í frjálsri milliríkjaverslun. Hér áður gátu þeir einir vaxið sem réðu flestum eða öllum aðföngum. Það voru nýlenduveldi og aðfangarík lönd. Þess vegna fóru Japanar og Þjóðverjar í stríð. Efnislega fram- legðargetu aðfanga, í sama mæli og ríkustu þjóðir nota, brysti ef aUar þjóðir notuðu jafn mikið. Sem sé; aðföng og aðferðir brest- ur. Hagfræði samtímans fjallar um stærðarmælingu á því sem er raunframlegð og raunviðskipti. Þessi hagfræði er ekki byggð til þess að sýna hvaða aðföng og hvaða aðferðir þarf til þess að mannsæmandi aðstæður geti kom- ist á aUs staðar. Þetta sést í ljósi „Hagvöxtur undanfarinna áratuga á sér orsök í frjálsri milliríkjaverslun. Hér áður gátu þeir einir vaxið sem réðu flestum eða öllum að- föngum. Það voru nýlendu- veldi og aðfangarík lönd. Þess vegna fóru Japanar og Þjóðverjar í stríð. “ nútíma hagfræði með því að áætla hvað myndi gerast ef við létum tvo mUljarða eistaklinga fá þúsund dollara á mán- uði í eitt ár. Myndi það bæta eitthvað? Alls ekki. Dollarinn fellur niður á rétt verð miðað við magn í umferð á móti raunverð- mætum tU sölu. Þetta jafn- gUdir peningaprentun og óðaverðbólgu. Ef fátækari ríki tækju sig saman og settu ofur- toUa bæði á út- og inn- flutning frá iðnríkjunum en frjálsa verslun sín á mUli yrði aðfangabrestur í iðnríkjunum. Og við það yrðu hagsmunir einungis tryggðir með stríðsaðgerð- um, sem í sjálfu sér hafa sömu áhrif. Augljóst er að marghátt- aðar félagslegar hindranir verða að hverfa til þess að skipu- lag til framlegðar, svo og fyrirsjá, geti farið fram. Síðan er það sem er aUs ekki augljóst samtíma- mönnum; að lýsingarhæfni kerfa vísindanna er mjög takmörkuð og frumstæð, tæknilega séð, þrátt fyrir aUa félagslegu aðdáunina á þeim vísindum sem á er byggt. Að lokum tvö önnur atriði; hið fyrra er það að við erum ein menn- ing á einni plánetu en ekki mörg- um, og svo hitt, að við deyjum öll en gen okkar lifa. Þau eiga plánet- una en ekki samtímamenn á hverj- um tíma. - Ráðið þið við þetta? Ekki aögangur fyrir íslendinga. J6n Gislason skrifar: Sá sem átti hugmyndina að siglingum Norrænu, Thomas Arabo, hefur talið mögulegt að sigla einnig mUli Færeyja og Grænlands um Island. Nú hefur verið ýjað að því að þetta mætti út- færa tU Ameríku og auka þannig ferðamannastraum mUli þessara landa. Bandaríkjamenn sjálfir leita leiða tU öruggari viðkomustaða á ferðum sínum, einkum eftir 11. september. Það er greinUegur áhugi á siglingum með farþega/bU- ferju hér á norðurslóðum. Það sést best á því hve mörg glæsifley hafa viðkomu hér á landi yfir sumarið. í Reykjavíkur er hvert skipið á eftir öðru við miðbakkann í höfninni. Hér er tækifæri fyrir Vestnorræna ráðið, sem er skipað þingmönnum, m.a. frá íslandi, tU að flýta athugun á hagkvæmni svona ferjusiglinga. Funðulegan vepðmerkingap Kristin Ólafsdóttir skrifar: Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið pistU í DV sl. þriðjudag um okur hjá íslenskum markaði í Leifsstöð. - Ég hef reyndar oft furð- að mig á verölagningunni þar, t.d. er matvara þar mUdu dýrari en vítt og breitt hér í Reykjanesbæ. Það er eins með tímaritin; á þeim er enginn vsk. Frænka mín sem kom hingað um jólin hugöist kaupa graflax og ann- að góðgæti þama á flugveUinum er hún var á heimleið, því búið var að auglýsa að verð væri þar lægra en í stórmörkuðunum. Annað kom heldur betur á daginn. Verð var mun hærra í íslenskum markaöi. Einnig eru furðulegar verðmerk- ingar á vörum þama í Leifsstöö. Þær eru ýmist í íslenskum krón- um. doUurum eða pundum og virð- ist ekkert samræmi þar á vera. Og væri þá verðugt verkefni fyrir verðlagsstjóm eða samkeppnis- stjóm, eða hvað þessi batterí öU heita sem búið er að setja upp, að kanna þetta aUt. Þama er gífurleg velta og að mínu mati er verið að hlunnfara fólk um miklar upphæð- ir daglega. Fpóap Nói sóp? Pétur Jónsson skrifar: Ég las pistU Vík- veija í Mbl. en þar segir hann sig reka í rogastans yfir slæ- legri aðsókn á íslensku kvikmynd- ina Nóa albínóa á þeim rúma mánuöi sem liðinn er frá því hún var frumsýnd. En er það nokkur furða? Það sem ég hef séð úr þess- ari íslensku mynd í sjónvarpsaug- lýsingu (hversu annars góð sem hún kann að vera!) er hreinn við- bjóður. Og það á kannski ekki bara við þessa mynd, því þær eru margar slæmar og klámfengnar með afbrigðum. (Er ekki verið að taka á þeim málum einmitt þessa dagana?) Það sem auglýst var sér- staklega úr Albínóanum var er drengurinn var spurður hversu oft hann fróaði sér! A þetta að draga að áhorfendur? - Það var að von- um að myndatexti undir „Nóan- um“ í Víkverjapistli væri: „AUir á Nóa albínóa!" Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Og samt lítil aösókn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.