Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Page 31
31
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
DV Tilvera
Jóhann Ásmundsson
Bætir kermslunni viö spilamennskuna.
Eftin endalausa spilamennsku
var kominn tfmi tl að Uára námið
- segir Mezzoforte-kappinn Jóhann Ásmundsson sem heldur tónleika í kvöld
lífiö
Leiðsögn i Listasafni íslands
Hádegisleiðsögn verður um sýn-
ingamar þrjár sem eru í gangi í
Listasafni íslands milli kl. 12.10 og
12.40 í fylgd Rakelar Pétursdóttur,
deildarstjóra fræðsludeildar.
Blóðugt og bragðmikið
Stúdentaleikhúsið sýnir verkið
Sweeney Todd í Vesturportinu.
Verkið fjallar um rakara sem sker
meira en skegg af fólki. Miðasala í
síma 8810155.
Skipta kosningar máii?
Félag stjórnmálafræðinga boðar
til fundar um efhahagsstjóm á
næsta kjörtímabili í ljósi
væntanlegra framkvæmda.
Fundurinn verður haldinn í
Lögbergi 101 kl. 17.10-19. Með
framsögu fara Sigurður Jóhannes-
son hagfræðingur og Már
Guðmundsson, aðalhagfræðingur
Seðlabankans. Að framsögnum
loknum munu fulltrúar
stjómmálaflokkanna sitja fyrir
svörum: Birgir Ármannsson,
Sjálfstæðisflokki, Halldór
Ásgrímsson, Framsóknarflokki,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Samfylkingunni, Sigurður Ingi
Jónsson, Frjálslyndaflokknum,
Ögmundur Jónasson, Vinstri-
hreyfmgunni Grænt framboð. Með
fundarstjóm fer Lilja Hjartardóttir
stjómmálafræðingur.
Afleiðingastjórnun - hagnýt
nálgun fyrir stjórnendur
Síðasta málstofa sálfræðiskorar á
vormisseri verður haldin frá kl.
12.05-12.55 í dag. Dr. Finnur
Oddson, lektor við Viðskiptadeild
Háskólann í Reykjavík, heldur
erindið: Afleiðingastjórnun hagnýt
náigun fyrir stjórnendur. Málstofan
er öllum opin.
Verndar stjórnarskráin
verkfallsrettindi?
Við þessari spumingu verður
leitað svara milli kl. 12.15 og 13.30 í
dag í stofu 101 í Lögbergi.
Málstofan er opin ölllum þeim sem
áhuga hafa á efninu.
í kvöld mun bassaleikarinn Jó-
hann Ásmundsson halda tónleika
í sal Félags íslenskra hljómlistar-
manna. Þessir tónleikar eru loka-
áfangi í námi við skólann, eða 8.
stig. Jóhann er þekktur fyrir leik
sinn í hljómsveitinni Mezzoforte
en hún hefur gert garðinn frægan
í um tvo áratugi.
„Nú hef ég lokið áttunda stigi
þannig að þetta eru nokkurs kon-
ar útskriftartónleikar," segir Jó-
hann. En aðspurður hvað hafi orð-
ið til þess að hann skellti sér loks-
ins í nám eftir öll þessi ár og alla
spilamennskuna segir hann að
það hafl verið kominn tími til að
klára þetta, „Ég byrjaði á þessu
þegar skólinn var opnaður fyrir
um 20 árum. Síðan tók Mezzoforte
við og endalaus spilamennska.
Það er búinn að vera mjög
skemmtilegur og lærdómsríkur
tími en ég ákvað síðan að skella
mér aftur í skólann og klára nám-
ið.“
Jóhann er einnig að ljúka kenn-
aradeild skólans og fær því
kennsluréttindi í vor. „Þá fer ég
líklega að kenna. Mér sýnist að
það verði nóg að gera í því, það
eru það margir sem vilja læra á
hljóðfæri."
Jóhann segir að Mezzoforte sé
enn á fulllu. „Við fórum til Noregs
nýlega og spiluðum í þrjár vikur.
Síðan höfum við komið saman
svona annað slagið. Við stefnum á
að gera plötu sem mun líklega
koma út í haust. Þá mun restin af
haustinu fara í að fylgja henni eft-
ir í Evrópu. Við erum samheldinn
hópur. Það hafa ekki orðið neinar
mannabreytingar í hljómsveitinni
en við erum svo aftur á móti í
samstarfi við ýmsa aðila.
Dagskráin í kvöld byggist upp
að mestu á efni úr smiðju Jóhanns
en einnig verða flutt lög eftir
Ornetta Coleman, Andrea Crouch
og Bob Berg. Jóhann hefur fengið
til liðs við sig hóp af frábæru tón-
listarfólki til að leika með sér á
þessum tónleikum. Þar koma fram
Eyþór Gunnarsson, Jóel Pálsson,
Sigurgeir Sigmundsson, Erik
Quick, Agnar Már Magnússon og
loks Óskar Einarsson sem mun
stjórna Gospelkór Reykjavíkur
ætla þau að syngja tvö lög. Ein-
söngvarar úr hópi þeirra eru
Fanney Tryggvadóttir og Edgar
Smári Atlason.
Tónleikarnir eru eins og áður
sagði í sal Félags íslenskra hljóm-
listarmanna í Rauðagerði. Þeir
hefjast kl. 20 og aðgangur er
ókeypis. -GFV
Jackoekki
með öllum mjalla
Sú var tíöin
að söngkonan
og leikkonan
Cher dáðist
mjög að furðu-
popparanum
Michael
Jackson. Ekki
meir. Henni
finnst gaukur-
inn bara ekki með öllum mjalla.
„Mér er nokk sama hvað hann
gerir við andlitið á sér,“ segir
Cher sem sjálf veit kvenna best
um strekkingar og aðrar lyftingar
á andliti og öðrum líkamspörtum.
Það er meðferð hans á börnunum
sem fer fyrir brjóstið á henni.
Þar verður henni hugsað til
þess þegar Mikki mætti með
börnin á tónleika og haföi pakkað
þeim inn í teppi. „Þessi náungi er
ekki með öllum mjalla, hugsaði
ég með mér,“ segir Cher í viðtali
við aprílhefti ameríska sjónvarps-
vísisins.
Michelle Pfeiffer
aftur í grínið
Samkvæmt
fréttum frá kvik-
myndaborginni
Hollywood hefur
leikonunni
Michelle Pfeiffer
verið boðið hlut-
verk í nýrri
gamanmynd sem
tvíeykið Army-
an Bernstein og
Mark Johnson hafa tekið að sér að
framleiða fyrir Disney.
Taki Pfeiffer boðinu verður þetta
hennar fyrsta gamanhlutverk í
nokkur ár en síðustu árin hefur
hún aðeins fengist við alvarlegri
hlutverk eins og í myndunum
White Oleander og What Lies
Beneath.
Áður hefur hún ma. leikið í gam-
anmyndum eins og Frankie and
Johnny og The Witches of
Eastwick, en umrædd mynd, sem
hlotið hefur vinnuheitið She’s
Gone, mun fjalla um veraldarvön
hjón sem standa á krossgötum í
hjónabandi sínu.
DVJílYND E.ÓL.
I heimsókn hjð DV
7. bekkur SHG í Selásskóla kom í heimsókn á DV nýlega ásamt kennar-
anum sínum, henni Sólrúnu Hönnu. Þetta voru þau Andrea Fanný Rik-
harösdóttir, Andri Friöriksson, Anna Lilja Marteinsdóttir, Aron Grétar
Björnsson, Árni Viöar Steinsson, Ásta Karen Ólafsdóttir, Ásta Sif Magn-
ússon, Daöi Daníelsson, Daöi Hauksson, Emma Ásmundsdóttir, Felix
Hjálmarsson, Gunnar Skaptason, Kári Ólafsson, Kjartan Már Ragnars-
son, Kristín Helga Bergsveinsdóttir, Magnús Ingvi Magnússon, Margrét
Ríkharösdóttir, Reynir Snorrason, Sævar Már Atlason, Unnur Kristín Sig-
urgeirsdóttir og Vigdís Matthíasdóttir.
SérBCað um sum arfíús fyCaír
Magasmí
MeðaC efnís:
Hvað kostar að byggja sér góðan
bústað?
Hvað spyr sumarhúsafólk helst um?
Sagan á bak við sumarhúsið
Viðtal
Útþensla byggðanna
1 Umfjöllun um gróður og
trjáklippingar
og margt annað fróðlegt og skemmtilegt
efni.
io, aj)ríí - 82_þús. eintöíz
Umsjón með efni í blaðið hefur
Vilmundur Hansen kip@dv.is
Skilafrestur auglýsinga ertil 8. apríl.
Við erum tilbúin að aðstoða ykkur:
Inga, b.s. 550 5734, inga@dv.is
Katrín, b.s. 550 5733, kata@dv.is
Ransý, b.s. 550 5725, ransy@dv.is
Teitur, b.s. 550 5728, teitura@dv.is