Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 Rofpóstur: dvsport@dv.is - keppni í hverju oröi Grandberg til Spánar Kevin Grandberg, sem lék meö Kefla- vík í Intersport-deildinni framan af- vetri, er farinn til Spánar og hefur hann gert samning við 4. deildar lið þar í landi. Grandberg spilaði sinn fyrsta leik í fyrrakvöld og lék í 18 mínútur. Hann gerði 13 stig og tók 8 fráköst á þeim tíma sem verður að teljast gott þar sem hann hefur ekki spilað frá því að honum var sagt upp hjá Keflavík í byrjun janúar. Grandberg fékk íslenskt ríkisfang sl. sumar og lék með landsliðinu á milli jóla og nýárs á móti í Lúxemborg. -Ben Ótrúleg úrslit í Krikanum - þegar Stjarnan sigraöi FH, 14-28, og tryggöi sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sigraði FH örugglega, 14-28, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Essodeildar kvenna í hand- knattleik sem leikinn var í Kaplakrika í gærkvöld. Stjömustúlk- ur sem sigmðu í fyrsta leik liðanna á laugardaginn tryggðu sér meö sigrinum leik í undanúrslitunum þar sem þær mæta Haukum. FH- stúlkur era hins vegar úr leik og þurfa að upplifa þessa martröð sem leikurinn var þeim í allt sumar, frammistaða þeirra var fyrir neðan allar hellur og ótrúlegt að lið geti boðið upp á slíka frammistöðu í úr- slitakeppninni og það á sínum heimavelli. Það var aðeins fyrsta stundarfjórðunginn sem FH sýndi einhverja baráttu og í stööunni 6-7 kom vendipunkturinn í leiknum, FH-stúlkur höfðu þá möguleika á að jafna leikinn en þær misnotuðu þrjár góðar tilraunir til þess og gest- imir úr Garðabæ keyrðu þess í stað fram úr FH og höfðu yfir, 7-13, í hálf- leik. I síðari hálfleik var sama von- leysið sem einkenndi leik FH á sama tíma og allt gekk upp hjá Stjömu- stúlkum. Þær héldu áfram að auka forskot sitt og þegar þær komust í 9-18 þegar rúmar tíu mínútur vom liðnar af síðari hálfleik þá gáfust FH- stúlkur hreinlega upp, munurinn var orðinn of mikill en hins vegar var engin reisn yfir tapi þeirra. Öruggt í restina „Þetta var ömggt í restina en mað- ur var aldrei ömggur fyrr en tíu mínútur vom eftir og munurinn tíu mörk. Við eram búnar að brenna okkur á þvl oft í vetur og það kost- aði okkur meðal annars annað sætið og mér leið aldrei vel fyrr en þetta var í raun búið. Við unnum heima- vinnuna mjög vel og það gekk allt eftir og ekkert sem kom okkur á óvart. Það er ekki til heppni í íþrótt- um og það sýndi sig í kvöld, við vor- um að vinna vel og uppskárum eftir því og FH-stelpurnar mættu hrein- lega ofjörlum slnum hér í kvöld, þær eiga Scimt hrós skilið fyrir frammi- stöðu sína i vetur,“ sagði Matthías Matthíasson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. í liði Stjömunnar átti Elísabet Gunnarsdóttir mjög góðan leik á lín- unni og Margrét Vilhjálmsdóttir stóð sig einnig vel. Jolanta Jovanovic varði vel og einnig Helga Dóra Magnúsdóttir sem stóð í markinu síðustu tíu mínútur leiksins. Hjá FH var litiö um góða frammistöðu, þá helst markverðirnir þær Jolanta Slapikina og Kristin María Guðjóns- dóttir sem stóðu fyrir sínu. Dröfn Sæmundsdóttir kom ágætlega inní síðari hálfleik en slasaðist á fæti þeg- ar um fimm mínútur vora eftir og var borin af leikvelli, meiðsli sem litu út fyrir að vera alvarleg. Mikil vonbrigði „Þetta er þaö hrikalegasta í vetur og mikil vonbrigði. Við komumst aldrei í takt við leikinn og það var ekki eitt heldur var það allt, sama hvort það voru sendingar eða skot eða hvaða atriði í handbolta sem er, það var allt í mínus. Það er stutt í spennufall þegar menn era búnir að gera sér væntingar, en stundum er þetta svona í handbolftanum, það gengur allt upp öðram megin en ekk- ert hinum megin,“ sagði Einvaröur Jóhannsson, þjálfari FH. -ÞAÞ Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaöur Stjörnunnar, er hér ekki tekin neinum vettlingatökum af þeim Jónu Heimisdóttur og Hörpu Vífilsdóttir, en Elísabet Gunnarsdóttir bíður átekta á línunni. Þessi varnarieikur FH-inga skilaði engu fyrir þær í gærkvöld og eru þær nú úr leik í Essodeildinni. DV-mynd E.ÓI. Skyldusigur og kveðjutap - þegar deildarmeistarar ÍBV slógu út Fylki/ÍR í átta liöa úrslitum Essodeildar kvenna Deildarmeistarar ÍBV sigruðu Fylki/ÍR, 28-23, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum íslandsmótsins í Ár- bænum í gærkvöld. Leikurinn var fyr- irfram álitinn skyldusigur gestanna. Lítil leikgleði og barátta var í þeirra liði. Annað var uppi á teningnum hjá Fylki/ÍR því þar voru allir leikmenn liðsins að berjast og leikgleöin skein úr hverju andliti. Leikmenn liðsins kvöddu þar með þjálfara sinn í vetur, Gunnar Magnússon, i hans síðasta leik með liðið með góöum leik. Strax í upphafi leiks tóku heima- stúlkur tvo leikmenn deildarmeistar- anna úr umferð. Það virtist ekki ætla að koma aö sök því ÍBV komst í 3-1 en þá kom góður leikkafli Fylkis/ÍR sem skoraði fjögur næstu mörk og náði 9-4 spretti á næstu 20 mínútum. Þar með var staðan orðin 10-7 heimastúlkum í vil. Þjálfari Eyjastúlkna tók þá leikhlé og á síðustu 7 minútum hálfleiksins sneru þær leiknum sér í hag með 6-1 spretti. Á þessum leikkafla var Hekla Daðadóttir tekin úr umferð hjá gest- gjöfunum og virtist það há þeim tölu- vert til að byrja með. Munurinn á liðunum jókst í upp- hafi síðari hálfleiks en það var samt ekki fyrr en upp úr miðjum hálfleikn- um að munurinn var orðinn þaö mik- ill að sigurinn var orðinn öraggur og varamenn ÍBV fengu að spreyta sig síðustu mínútumar og héldu í horf- inu. Hjá Fylki/ÍR var Hekla Daðadótt- ir áberandi í vöm og sókn. Ema M. Eiríksdóttir varði oft vel í markinu, þar á meðal þrjú vítaköst. I liði ÍBV var Anna Jákova at- kvæðamest þrátt fyrir að vera tekin úr umferð allan leikinn. Birgit Engel var einnig sterk í vöm og sókn. Vig- dís Sigurðardóttir varði nokkuð vel í markinu. Það var samt greinilegt á leik liðsins að um skylduverk var að ræða. Lítil stemning var í liðinu. Þær þurftu að standa lengstum leiksins í vörn og þegar sóknarfærin komu var asi á öllum aðgerðum fram eftir leik. „Það er kannski erfitt að ná upp stemningu í svona leik þar sem við eigum að vinna. Við komum ekki nógu vel stemmdar á meðan stúlkurFylkis/lR komu alveg brjálað- ar til leiks og eiga heiður skilið fyrir baráttuna sem þær sýndu í þessum leik. Það er ábyggilega rosalega gam- an að vera í þeirra liði þar sem liðs- heildin er svona sterk. Vonandi tekst okkur að rífa okkur upp því annars eigum við ekkert skilið að fara lengra. Mér líst bara.vel á framhaldið, við er- um alveg með liðið til að komast langt en hausinn þarf bara að vera í lagi,“ sagði yigdís Siguröardóttir, mark- vörður ÍBV. „Mér fannst stelpumar spUa frá- bærlega. Þær eru ungar og eru að spila á sínu fyrsta ári og eru að spUa í úrslitakeppninni á móti þessum leik- mönnum ÍBV sem eru miklu reyndari og mér fannst við bara spUa alveg ótrúlega vel. Við þurftum að taka tvær úr umferð vegna þess að við er- um í meiðslum og öðru. Okkur vantaöi mikinn líkamlegan styrk þannig við urðum að mæta þeim framarlega. Mér fannst það ganga vel. Sóknarlega fannst mér þetta ganga mjög vel nærri aUan leik- inn en smáhikst kom þegar þær tóku Heklu þama úr umferð eftir tuttugu mínútur. Þar kannski snerist leikur- inn því þær skoruðu fimm núU. Þetta tímabU er búið að vara algjört ævin- týri og það er rosaleg eftirsjá að þessu liði. En þessar stelpur sönnuðu það að þær eiga heima í þessari deUd og auð- vitað er sárt að kveðja þær en hjá mér tekur spennandi og erfitt verkefni við,“ sagði Gunnar Magnússon sem er að fara að þjálfa karlalið Víkings á næsta tímabUi. -MOS FH- Stjarnan 14-28 1-0, 2-5, 4-6, 6-7, (7-13), 7-15, 9-18, 10-21, 13-24, 14-28. FH: Mörk/viti (skot/víti): Harpa Vífilsdóttir 3 (3), Dröfn Sæmundsdóttir 3 (10), Björk Æg- isdóttir 3/2 (10/3), Berglind Björgvinsdóttir 2 (2), Eva Albrecthsen 2 (4), Sigrún Gilsdótt- ir 1 (3), Bjarný Þorvaröardóttir (1), Birna Helgadóttir (1), Sigurlaug Jónsdóttir (3). Mörk úr hradaupphlaupum: 1, Harpa. Vítanýting: Skoraö úr 2 af 3. Fiskuö viti: Dröfn, Björk, Sigrún. Varin skot/viti (skot á sig): Jolanta Slatikina 15 (40/2, hélt 5,37%), Kristín Guö- jónsdóttir 2 (5, hélt 1 40%). Brottvisanir: 4 míiiútur. Dómarar (1-10): Jónas Elíasson Ingvar Guöjóns- son (7). Gœöi leiks (1-10): 4. Á horfendur: 180. Best á vellinum: Elísabet Gunnarsd., Stjörnunni Stjarnan: Mörk/víti (skot/viti): Elísabet Gunnarsdóttir 8 (8), Margrét Vilhjálmsdóttir 6 (6), Amela Hegic 4/2 (11/2), Anna Einarsdóttir 3 (4), Sólveig Lára Kjærnested 2 (4), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2 (5), Rakel Bragadóttir 1 (2), Júlíana 1 (5), Hind Hannesdóttir 1 (6). Mörk úr hradaupphlaupum: 6, Elisabet 3, Sólveig 1, Anna 1, Margrét 1. Vitanýting: Skorað úr 2 af 2. Fiskuó víti: Hind 2. Varin skot/viti (skot á sig): Jelena Jovanovic 13/1 (25/3, hélt 4, 52%), Helga Dóra Magnúsdóttir 4 (6, hélt 2 67%). Brottvisanir: 6 mínútur. Stjarnan - FH 2-0 Fylkir/ÍR - ÍBU 23-28 0-1, 1-3, 5-3, 6-6, 10-7, (11-13), 11-15, 14-18, 15-20, 19-26, 23-28. Fylkir/ÍR: Mörk/viti (skot/viti): Hekla Daðadóttir 6/4 (12/5), Lára Hannesdóttir 5 (8), Hulda Guö- mundsdóttir 3 (4), Tinna Jökulsdóttir 3 (8), Soffía Rut Gísladóttir 2 (2), Valgeröur Árna- dóttir 2 (4), Andrea Olsen 1 (1), Iris Ásta Pét- ursdóttir 1 (1), Helga Pálsdóttir (1), Hrönn Kristinsdóttir (5). Mörk úr hraóaupphlaupum: 2 (Andra Valgerður). Vítanýting: Skoraö úr 4 af 5 Fiskuö viti: Tinna, Soöia, Hekla og Lára Varin skot/viti (skot á sig): Ema M. Ei- ríksdóttir 14/3 ( 42/6 , hélt 5, 33%). Brottvisanir: 6 mínútur. Best á vellinum: Anna Yakova, ÍBV ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Anna Yakova 9/1 (12/2), Sylvia Strass 5/1 (6/1), Birgit Engl 4 (6), Edda Helgadóttir 2 (2), Ingibjörg Jóns- dóttir 2 (4), Edda Eggertsdóttir 2/1 (4/1), Anna Hallgrímsd. 1 (1), Þorsteina Sigur- bjömsson 1 (3), Ana Perez (2/1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 6 (Yakova 3, Sylvia 2, Þórsteina 1. Vitanýting: Skoraö úr 3 af 6. Fiskuö viti: Ingibj. 3, Edda, Birgit, Sylvia. Varin skot/víti (skot á sig): Vigdís Siguröuardóttir 15/1 (38/4, hélt 9, 39%). Brottvisanir: 2 mínútur. ÍBV—Fylkir/ÍR 2-0 Dómarar (1-10): Júlíus Sigurjóns- son og Magnús Bjömsson (7). Gœöi leiks (1-10): 6 . Áhorfendur: 150. Leyfiskerfi KSÍ: Leyfisráð frestar fundi Leyfisráö kom saman í dag, en samkvæmt leyfishandbók KSÍ skal úrskurður leyfisráðs liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl. Leyfisráð ákvað að fresta fundi þar sem Knattspymu- samband Evrópu, UEFA, hefur ekki formlega samþykkt leyfishandbók KSÍ. UEFA hefur lýst því yfir að fyrstu leyfishandbækur knatt- spymusambanda í Evrópu verði samþykktar í apríl. KSÍ væntir þess að leyfishandbók KSl verði í hópi þeirra bóka sem fyrstar verða sam- þykktar. Gert er ráð fyrir að leyfis- ráð komi aftur saman 8. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.