Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2003, Side 36
36
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003
Sport
DV
Grindvíkingar mæta Keflvíkingum í úrslitum Intersportdeildarinnar
Gpindavik-lindastoll 109-77
Gníndavík—Hndastóll 3-2
Darrel Lewis:
Fráköst: Grindavík 48 (22 i
sókn, 26 í vörn. Lewis 17),
Tindastóll 28 (8 í sókn, 20 i vörn,
Axel 10).
Stoósendingar: Grindavík 18
(Lewis 6 ), Tindastóll 16 (Cook 5).
Stolnir boltar: Grindavík 13
(Helgi J. 6) Tindastóll 5 (Cook 2,
Kristinn 2).
Tapaðir boltar: Grindavík 14,
Tindastóll 22.
Varin skot: Grindavík 3 (Páll 2,
Jóhann), Tindastóll 3 (Antropov 2,
Cook 1).
3ja stiga: Grindavik 9/26 (35%),
Tindastóll 4/23 (17%).
Víti: Grindavík 18/23 (78%),
Tindastóll 19/24 (79%).
- skoraöi 45 stig í 32 stiga sigri Grindvíkinga á Tindastólsmönnum í Röstinni
0-2, 6-2, 8-8, 12-12, 16-17, (25-19),
25-20, 35-20, 35-24 , 43-27, 50-34,
(56-40) 5543, 67-45, 72-57, 76-62,
(81-62) 82-62, 93-70, 102-72, 109-77.
Stig Grindavikur: Darrel Lewis 45,
Predraq Pramenko 14, Páll Axel Vil-
bergsson 12, Helgi Jónas Guöfinnsson
12, Guölaugur Eyjólfsson 7, Guð-
mundur Ásgeirsson 7, Jóhann Þ.
Ólafsson 6, Guömundur Bragason 4,
Ármann Ö. Vilbergsson 2
Stig Tindastóls: Michail Antropov
20, Kristinn Friðriksson 20, Clifton
Cook 16, Axel Kárason 6, Sigurður G.
Sigurðsson 4, Óli B. Reynisson 4,
Gunnar Andrésson 4, Helgi R. Viggós-
son 3.
Dómarar (1-10):
Leifur Garðarsspn
og Kristinn Ósk-
arsson (9).
GϚi leiks
(1-10): (8).
Áhorfendur: 800.
Maður leiksins:
Darrel Lewis, Grindvík
Grindvíkingar unnu öruggan sig-
ur á Tindastóli í Röstinni í gær-
kvöld en þá fór fram fimmti leikur
þessara liða - leikur sem skar úr
um hvort liðið myndi mæta Keflvík-
ingum í lokaúrslitunum. Heimavöll-
urinn reyndist happadrjúgur í þess-
ari rimmu og þótt Tindastólsmenn
hefðu farið betur af stað i þessum
leik var greinilegt að það fór vel
um heimamenn í gærkvöld og þeir
voru tilbúnir í þennan slag - vel
studdir af góðum Grindvíkingum.
Þeir leiddu með sextán stigum í
leikhléi og hleyptu síðan Stólunum
ekki inn í leikinn að nýju. Stórleik-
ur Darrell Keith Lewis vó þar þungt
en drengurinn átti stórkostlegan
leik - skoraði nánast að vild, frá-
kastaði virkilega vel og þá spilaði
hann frábæra vöm á Clifton Cook.
Það er ekki hægt að fara fram á
meira en það sem Lewis skilaði í
þessum mikilvæga leik. Allir leik-
menn Grindvíkinga lögðu sitt af
mörkum, Predrag Pramenko var
drjúgur í sókninni og lét svo Mich-
ael Antropov hafa mikið fyrir hlut-
unum. Helgi Jónas Guðfmnsson og
Páll Axel Vilbergsson voru traustir.
Tindastólsmenn fara út úr þessari
úrslitakeppni með sóma, þeir fóru
lengra en flestir áttu von á en
mættu einfaldlega ofjörlum sinum i
þessum leik. Léleg hittni liðsins í
3ja stiga skotum kom liöinu í vand-
ræði og þá var 3:2 svæðisvöm liðs-
ins ekki að virka vel. Michael An-
tropov fór vel af stað og var síðan
sterkur í þriðja leikhluta en lenti
svo í viUuvandræðum. Kristinn
Friðriksson gaf allt í þetta og
Clifton Cook átti spretti.
Spiluöum illa
Kári Marísson, aðstoðarþjálfari
Tindastóls, hafði þetta að segja í
samtali við DV-Sport rétt eftir leik:
„Eftir því sem leið á þessa rimmu
þá hefur okkur liðið betur og betur
og því áttum við alls ekki von á að
lenda í þessum hremmingum eins
og raunin varð hér i kvöld. Hins
vegar vomm við einfaldlega að
spila Ula í'þessum leik, það er ekk-
ert flóknara en það. Heimavallar-
rétturinn skipti auðvitaö gríðar-
lega miklu máli, bæði lið með
sterkan heimavöU og það sannað-
ist auðvitað í þessum viðureign-
um.“ En er Kári sáttur með vetur-
inn í heildina séð? „Það má
kannski segja að við höfum farið
fram úr væntingum í vetur en það
hefur verið góð stígandi í leik liðs-
ins og okkur finnst við hafa ágæt-
ismannskap sem tók nokkurn tíma
aö berja saman. Það er auðvitað
aUtaf svekkjandi að tapa leik sem
þessum en frammistaðan í úrslita-
keppninni var frábær og við stönd-
um i raun ágætlega eftir þennan
vetur,“ sagði Kári.
Frábærar viöureignir
Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálf-
ara Grindvíkinga, var stórum létt
eftir leik og hafði þetta að segja
þegar DV-Sport kom að máli við
hann í leikslok: „Þetta eru búnar
að vera fimm alveg frábærar
viðureignir og íþróttinni til fram-
dráttar - framganga beggja liða
fannst mér bara glæsileg. Stólarnir
eiga mikið hrós skilið og ég þakka
þeim bara kærlega fyrir frábæra
frammistöðu sem á ekki að þurfa
að koma mönnum svo mikið á
óvart. Einhverjir hafa líkast til bú-
ist við því að við myndum valta
yfir þá 3-0 en þeir sömu menn vita
þá ekki hvað það er að fara á
Sauðárkrók og spila þar. Við náð-
um hins vegar að spila taktískt og
komum með ákveðin svör eftir
tapleikina og segja má að við höf-
um sprungið út hér í kvöld. Við
höfum verið að leita að taktinum í
liðinu eftir að Darrell kom inn aft-
ur og fundum hann svo um mun-
aði í kvöld og liðið mætti virkilega
rétt stemmt í þennan leik og vor-
um alls óhræddir við að gera mis-
tök - við héldum bara áfram á
fullu tempói og trúðum því að það
myndi skila okkur sigri sem og
það gerði. Nú tekur bara við enn
meira fjör og það verður gaman að
taka á Keflvíkingum - þeir eru
með frábært lið en við höfum spil-
að vel gegn þeim í vetur og höfum
ákveðnar leiðir sem við munum
nota og þetta verður heilmikil
áskorun fyrir okkur og við fógn-
um henni,“ sagði Friðrik.
innað
pakka"
Darrell Keith Lewis var fagn-
að gríðarlega í Grindavík í gær-
kvöld enda frammistaða hans
hreint út sagt ótrúleg. Hann
sagði þetta i spjalli við DV-
Sport: „Ég var upptjúnaður og
virkilega tilbúinn í þennan slag
hér í kvöld. Það var að duga eða
drepast og ég var ekki tilbúinn
að pakka niður og fara heim
eftir þennan leik - ég ætlaði að
komast i mín fyrstu lokaúrslit á
ferlinum og gaf allt sem ég átti
í leikinn. Hlutimir litu ekki vel
út hjá mér fyrir nokkrum vik-
um en aðgerðin á hnénu tókst
vel og bati minn hefur gengið
vonum framar - ég trúi á æðri
máttarvöld og Guð blessaði mig
svo sannarlega og gerði mér
kleift að eiga þessa góöu endur-
komu.“
En var þetta besti leikur
hans í vetur, hann hefur átt
þá marga góða? „Mér hefur
fundist skemmtilegast að spila
við Keflvíkinga í vetur og það
hafa verið svaka orrustur. Þar
átti ég tvo góða leiki sem við
unnum en þessi leikur er lík-
lega sá besti sem ég hef spilað í
vetur. Nú er hins vegar
framundan þriðja rimman og
virkilega gaman að fá að kljást
við Keflvíkinga og við trúum
þvi svo sannarlega að við get-
um lagt þá þrisvar að velli - ég
veit að það verður erfitt og
þetta verða rosaleikir og við
verðum að vera andlega tilbún-
ir í þá og einbeitingin í botni,“
sagði Lewis.
-SMS
Clifton Cook átti ekki góðan leik fyrir Tindastólsmenn í gærkvöld og hér
brýtur hann allundarlega á Predraq Pramenko. DV-mynd E.ÓI.
-SMS