Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 DV Fréttir Aðalfundur Landssambands kúabænda: Réttaróvíssa ríKjandí í starfs umhverfi mjólkuriðnaðarins Aðalfundur Landssambands kúabænda hófst í gær. Þórólfur Sveinsson, formaður sambandsins, sagði við upphaf hans að sú þróun héldi áfram að búum fækkaði og þau stækkuðu að sama skapi og tæknivæðing yxi. Það ríkti festa með frjálsræði í framleiðslustýr- ingunni en slíkar aðstæður væru að mörgu leyti forsenda nauðsyn- legra framfara. Kúabændur væru duglegir að tileinka sér nýja þekk- ingu sem væri lykillinn að fram- þróun, afurðir eftir hvern grip héldu áfram að vaxa og viðhorf innan greinarinnar væri almennt jákvætt. Ytri aðstæður voru naut- griparæktinni almennt hagfelldar á síðasta ári og fóðuröflun gekk vel síðasta sumar. „Verð á nautgripakjöti er því miður of lágt og ástandið á kjöt- markaðinum algerlega óviðunandi. í kjölfar ályktunar síðasta aðal- fundar Landssambands kúabænda um málefni nautakjötsins var ósk- aö eftir því við landbúnaðarráð- herra að skipaður yrði vinnuhópur til að fara yfir stöðu nautgripa- kjötsframleiðslu á íslandi og gera tillögur til úrbóta. Starfshópurinn skilaði áliti í janúar. En það er annað sem nær stend- ur í tíma og brýnna er að fá lausn á. Þar er um að ræða þá réttar- óvissu sem uppi er varðandi starfs- umhverfi mjólkuriðnaðarins eftir að hætt verður að verðleggja mjólkurvörur á heildsölustigi, en að óbreyttum „samningi um starfs- skilyrði mjólkurframleiðslunnar” gerist það 1. júlí 2004. Við getum Dufliö Þaö er 3,2 metrar aá lengd og 1200 kíló að þyngd. Skjálfandafljótsós: Sovéskt hlustunardufl fannst við Húsavík í síðustu viku fékk sprengju- deild Landhelgisgæslunnar til- kynningu frá lögreglunni á Húsa- vík um að grunsamlegur hlutur hefði fundist í fjörunni vestan við Skjálfandafljótsós. Hluturinn reyndist vera hlustunardufl frá fyrrum Sovétríkjunum og var það 3,2 metrar á lengd, 76 sentímetrar i þvermál og 1200 kíló að þyngd. Um var að ræða hluta úr keöju dufla sem notuð voru af Rússum til að nema hljóð frá kafbátum og skipum sem nálguðust strendur þeirra á kaldastríðsárunum. Duflið hefur líklega slitnað frá festingum sínum og hefur verið á reki mánuðum saman áður en það rak á fjöruna við Skjálfanda- fljótsós. Að sögn Landhelgisgæslunnar eru margir hlutir sem rekur á fjörur stórhættulegir eins og tund- urdufl, djúpsprengjur og jafnvel tundurskeyti og mikilvægt fyrir þá sem fmna slíka hluti að hafa í huga að þeim sé beinlínis ætlað að valda tjóni. Aðrir hlutir sem hafi þó ekki verið framleiddir með það í huga að valda hættu eða tjóni geti samt sem áður innihaldið sprengiefni sem notað sé til að sökkva þeim þegar þeir hafi gegnt sínu hlutverki. Því megi segja að ef slíkir hlutir finnist í fjöru hafi búnaðurinn af einhverjum orsök- um ekki virkað. Þó beri að varast að snerta eða koma nálægt slíkum hlutum. -EKÁ ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að það eru ekki áhrif alþjóðasamn- inga sem eru að rústa kjötfram- leiðsluna núna heldur fullkomið skipulagsleysi í framleiðslu og af- urðasölu kjötframleiðenda. Þó standa kjötframleiðendur miklu betur að vígi en mjólkurframleið- endur til að eiga möguleika á að lifa af í óskipulegri afurðasölu. Ástæðan er sú að mjólkurfram- leiðendur eru algerlega háðir verkaskiptingu í mjólkuriðnaðin- um, þar sem á einum stað er fram- leidd þessi vara og á öðrum stað önnur vara sem við þurfum síðan að geta selt í fyrirtæki á borð við Osta- og smjörsöluna," sagði Þórólfur. -GG Frá aöalfundinum í gær Ytri aðstæður voru nautgriparæktinni almennt hagfelldar á síðasta ári og fóð- uröflun gekk vel síðasta sumar. Sjón eru sögu ríkari! Yuns Laugardag og sunnudag kl. 12 -16 Frumsýnd verða: Honda CRF 450R, eitt mest umtalaða fjórgengis motocross hjól síðustu ára. Algjör bylting! Honda CR 250 og 125, eitt sigursælasta motocrosshjól samtímans í endurbættrí útgáfu. Honda XR 50,80, 100 og 250, frábær byrjendahjól fyrir yngstu kynslóðina. Honda CBR 900RR, ótrúlega kraftmikið og glæsilegt götuhjól í alla staði. Honda VT 750 C2, klassísk hönnun, einn vinsælasti „hippinn" á markaðnum. Honda ST 1300 sennilega glæsilegasta ferðahjól sem er á markaðnum í dag. Honda Silver Wing 600, stórglæsileg og kraftmikil ofurvespa fyrir vandláta. VFR 800 V-TEC frábært götuhjól fullt af tækninýjungum. Kynntur verður PlayStation MX Superfly leikurinn alla helgina og heppnir gestir fá leikinn í verðlaun. Nýtt glæsilegt Honda-tímarit verður á staðnum! PlayStation*Eí Vatnagörðum 24-26 Sími 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.