Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003
31
DV
Sport
HK-Kfl 24-28
1-0, 2-1, 3-3, 6-3, 6-5, 10-0, 11-11, 16-12,
(14-13), 14-14, 16-14, 17-17, 16-18, 16-21,
21-23, 24-24, 24-28.
HK:
Mörk/viti (skot/víti): Jaliesky Garcia 7
(14/1), Ólafur Víöir Ólafsson 5/1 (12/1), Sam-
úel ívar Ámason 4 (7), Vilhelm Gauti Berg-
sveinsson 3 (4), Atli Þór Samúelsson 3 (7),
Jón Bersi Ellingsen 1 (1), Már Þórarinsson 1
(3), Alexander Amarson (2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Garcia,
Ólafúr).
Vitanýting: Skoraö úr 1 af 2.
Fiskuö viti: Már, Alexander.
Varin skot/viti (skot á sig): Björgvin Gúst-
afsson 12 (35/5, hélt 7, 34%), Amar Freyr
Reynisson 5 (10/2, hélt 3, 50%).
Brottvísanir: 22 mínútur, Alexander rautt
3x2.
Dómarar (1-10):
Ingvar
Guöjónsson og
Jónas Elíason (6)
Gϗi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur: 500.
Maöur leiksins:
Baldvin Þorsteinsson, KA.
Mörk/viti (skot/víti): Baldvin Þorsteinsson
10/7 (12/7), Jónatan Magnússon 5 (9), Amór
Atlason 5 (14), Ámi B. Þórarinsson 3 (3),
Ingólfur Axelsson 3 (4), Einar Logi Friöjóns-
son 1 (3), Hilmar Stefánsson 1 (4), Amar Sæ-
þórsson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Baldvin,
Amór, Jónatan).
Fiskuð viti: Þorvaldur 3, Hilmar, Einar,
Ingólfur, Jónatan.
Vitanýting: Skorað úr 7 af 7.
Varin skot/viti (skot á sig): Egidijus Pet-
kevicius 24/1 (48/2, hélt 11, 50%).
Brottvísanir: 12 mínútur. Stelmokas rautt fyrir brot. Andrius 181-
HK-Kfl
Árni Stefánsson Mjögmili 1
vonbrigð i
„Þetta eru mjög mikil von-
brigöi og ég er rosalega ósáttur
við dómara leiksins. Ég skil
ekki af hverju óreyndasta dóm-
araparið er látið á þennan leik.
Þetta er leikur milli liðanna í
4. og 5. sæti og það er vitað að
úr verður hörkuleikur og ég
skil bara ekki af hverju þetta
par er sett á. Þar að auki
dæmir það fyrir Fram og að-
stoðarþjálfari KA hefur verið í
Fram í 25 ár. Ég er heldur ekki
sáttur við ganginn í þessum
leik. Við spilum ágætlega á
köflurn en það er verið að
henda okkur út af fram og til
baka. Þeir láta Stelmokas fá
rautt spjald, sem er hárréttur
dómur, en síðan er eins og þeir
fái móral og þori síðan ekkert
að dæma á þá. Við hefðum get-
að gert betur. Þeir voru
ákveðnari í lokin en hendi
dómaranna var alltaf komin
upp strax þegar við vorum í
sókn en ekki hjá þeim,“ sagði
Árni Stefánsson, þjálfari HK,
súr í bragði.
-HRM
Ólafur Víðir Ólafsson reynir að brjótast fram hjá tveimur varnarmönnum KA í viðureign liðanna í Digranesi í gærkvöld. KA-menn eru komnir áfram en HK-
liðið er komið í frí. DV-mynd Sigurður Jökull
KA með sterkari taugar
KA tryggði sér sæti í undanúrslit-
um íslandsmótsins með því að bera
sigurorð af HK í öðrum leik liðanna
í Digranesi í gærkvöldi, 28-24. KA
mætir siðan annaðhvort Haukum
eða Fram í undanúrslitum. Lokatöl-
urnar gefa varla rétta mynd af þró-
un leiksins því jafnt var á flestum
tölum upp í 24-24 en KA-menn
höfðu það sem til þurfti í lokin.
Leikurinn hófst með miklum látum
þar sem sóknarleikurinn var í fyrir-
rúmi hjá báðum liðum. Sérstaklega
voru sóknir HK-inga beinskeyttar
og skiluðu 6 mörkum í fyrstu 7
sóknarlotunum og þriggja marka
forskoti, 6-3. Munurinn hélst þetta
eitt til þrjú mörk og fór það jafnan
eftir því hvort liðið var meö full-
skipað lið hversu mikið forskotið
var hverju sinni. Liðin fengu
snemma að kenna á refsihörku
dómaranna, sérstaklega HK-ingar,
en það dugði KA-mönnum ekki til
þess að vinna forskot HK-inga upp
að fullu. Eftir 16 mínútna leik átti
sér stað umdeilt atvik þegar Andri-
us Stelmokas sneri Alexander Arn-
arson niður og fékk að launum að
líta rauða spjaldið. Strax í kjölfarið
komst HK í 10-6 og útlitið dökkt hjá
gestunum. Þeim tókst hins vegar að
þjappa sér saman og minnkuðu
muninn í 14-13 fyrir hálfleik.
Seinni hálfleikur var þrunginn
spennu frá fyrstu mínútu. Eftir því
sem á leiö áttu HK-ingar alltaf í
meiri og meiri vandræðum með að
finna leið fram hjá 3-2-1 vöm KA.
Hinum megin tóku HK-ingar Ingólf
Axelsson úr umferð en hann átti
góða innkomu seinni part fyrri hálf-
leiks. KA komst i fyrsta skipti yfir í
19-20 um miðjan hálfleikinn og
náðu síðan tveggja marka forskoti.
Þetta efldi HK-inga og tókst þeim
fljótlega að jafna. Þegar rúmar fjór-
ar mínútur voru eftir var staðan
jöfti, 24-24, og leit út fyrir að
lokamínúturnar yrðu spennandi.
HK-ingar misstu þá mann af leik-
velli og KA-menn sýndu að þeir
höfðu sterkari taugar, skoruðu fjög-
ur síðustu mörkin á meðan HK-ing-
ar komu ekki skoti á mark KA.
KA hefur í gegnum tíðina haft
gott tak á HK, sérstaklega í Digra-
nesi þar sem liðið hefur ekki tapað
í áraraðir, og það kom kannski í ljós
hér. Það var athyglisvert að fylgjast
með hvernig liðið tvíefldist við
brotthvarf Stelmokas og hvemig
vömin varð þéttari með hverri mín-
útunni sem leið í leiknum. Menn
leiksins voru Baldvin Þorsteinsson,
sem var óhemju öruggur á vítalín-
unni, ekki síst á örlagaríkum
augnablikum í seinni hálfleik, og
Egidijus Petkevicius sem varði 24
skot, flest eftir góða vamarvinnu
samherja sinna. Þorvaldur Þor-
valdsson fékk það erfiða hlutverk að
binda saman vömina og gerði það
mjög vel. Sóknarleikur KA var ag-
aður og liðið tapaði aðeins sjö sinn-
um boltanum í öllum leiknum en
leikmenn fóm í staðinn ekki nógu
vel með opin færi.
HK-ingar geta kennt sjálfum sér
um hvemig fór. Staða þeirra var
vænleg á tímabili í fyrri hálfleik en
þegar mest lá viö var eins og þá
vantaði trúna. Ólafur Víðir og
Jaliesky Garcia vom bestu menn
þeirra og flestir komust nokkuð vel
frá leiknum en í svona leik þurfa
menn að sýna sínar bestu hliðar.
Fjölmargir brottrekstrar, margir
fullstrangir höfðu líka sín áhrif.
„Við fengum náttúrlega skell þeg-
ar Andrius fékk rautt spjald. Hann
er lykilmaður í vamarleik okkar.
Við vorum í smátíma aö ná áttum
og stilla upp vörninni. Ég sagði
þeim að við létum ekki svona byrj-
endamistök hjá dómurum i stress-
leik eyðileggja fyrir okkur leikinn
og að við myndum bara bæta það
upp sem vantaði frá honum. Það
gerðum við og rúmlega það. Við
þjöppuðum okkur bara betur saman
og ég er griðarlega stoltur af strák-
unum í kvöld. Þeir voru í rauninni
að berjast við ofurefli liðs, má segja,
en höfðu betur. Baldvin var alveg ís-
kaldur í vítaköstunum og Ámi
Bjöm, sem kom í vinstra hornið,
skoraði 3 úrslitamörk og það má
segja um alla þá sem komu við sögu
að þeir hafi staöið sig frábærlega,"
sagði Jóhannes Bjarnason, þjálfari
KA.
-HRM
ÞÓP flk.HR 32-33
0-1, 4H, 6-7, 10-9, 11-9 (12-14), 13-14, 17-17,
20-20, 23-24, 26-25. 25-26, 25-27, 26-27, 26-28,
27-28, 23-28. 23-29, 23-30, 29-31, 31-32, 32-32,
32-33.
Þór Ak.
Mörk/víti (skot/viti): Goran Gusic 8/6
(13/7), Ámi Þór Sigtryggsson 7 (12), Halldór
Oddsson 5 (8), Páll Gíslason 5/2 (9/2), Aigars
Larzdins 3 (11), Höröur Sigþórsson 2 (2),
Þorvaldur Sigurösson 2 (5).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Aigars,
Goran).
Vitanýting: Skoraö úr 8 af 9.
Fiskuö víti: Ámi 3, Páll 3, Höröur 3.
Varin skot/viti (skot á sig): Hörður Flóki
Ólafsson 18/2 (51/10, hélt 12, 35%).
Brottvísanir: 10 mínútur.
Háspenna á Akureyri
ÍR-ingar unnu Þórsara, 32-33, í
tvíframlengdum leik í íþróttahöll-
inni á Akureyri í öðmm leik lið-
anna í úrslitakeppninni. Liðin
leiku bæðu sterkan vamarleik og
var leikurinn jafn framan af en
undir lok fyrri hálfleiks kom góður
leikkafli hjá sunnanmönnum, með
Ingimund Ingimundarson í farar-
broddi, og þegar leikmenn fóru í
klefann í hálfleik var staöan 12-14
fyrir ÍR. ÍR-ingar héldu 3 marka
forrystu fyrstu 10 mínútur seinni
hálfleiks en Þórsarar voru ákveðn-
ir að koma sér inn í leikinn á ný og
tókst að jafna metin 17-17 eftir 10
mínútur með gegnumbroti hjá
Áma Þór Sigtryggsyni sem spilaði
geysivel í þessum hálfleik. Liðin
skiptust á að skora það sem eftir
var leiks og leikurinn endaði með
jafntefli, 25-25, og þvi ljóst að grípa
þyrfti til framlengingar. Strákamir
í ÍR byrjuðu betur í framlenging-
unni og skoruðu 'fyrstu 2 mörkin
og leiddu með 2 mörkum, 26-28, eft-
ir fyrstu 5 mínútumar. Þórsarar
skoruðu hins vegar 2 mörk, þau
einu, á seinni 5 mínútunum og
jöfnuöu metin í 28-28. Þurfti því að
framlengja að nýju. ÍR-ingar
skoruðu fyrstu 2 mörkin en Þórs-
arar neituðu að gefast upp og Aig-
ars Larzdins jafnaði metin fyrir
heimamenn í 32-32 þegar 50 sek-
úndur vom eftir. Einar Hólm-
geirsson skoraði síðan sigurmark
leiksins þegar 10 sekúndur voru til
leiksloka og Þórsurum tókst ekki
að nýta þann tíma sem eftir var til
að jafna leikinn.
Ólafur Sigurjónsson, leikmaður
ÍR, var að sjálfsögðu ánægður í
leikslok. „Ég held við hefðum átt
að klára þetta fyrr í leiknum, vor-
um klaufar. Þeir vildu fá aukaleik
en við vorum staðráðnir í aö vinna
þetta og losna við leik á sunnudag-
inn, vildum komast í góða pásu.
Það er seigla í Þórsumm en það
vantar breidd í liðið hjá þeim og í
því liggur munurinn á liðunum,"
sagði Ólafur í leikslok.
„Ég var ánægður með strákana og
tel þá hafa átt meira skilið. Þá lang-
aði í þriðja leikinn og það sást á
þeim í kvöld. Ég er virkilega
óánægður með dómgæsluna. Annar
dómarinn vildi greinilega vera hér í
aðalhlutverki í kvöld en þannig eiga
þeir ekki að starfa. Góð dómgæsla
felst í því að láta fara lítiö fyrir sér
og leyfa leikmönnum að njóta sín,“
sagði Sigurpáll Árni Aðalsteinsson,
þjálfari Þórs, og var svekktur í leiks-
lok en taldi ÍR-inga fyllilega vel að
sigrinum komna og óskaði þeim
góðs gengis í næstu leikjum. -ÆD
Dómarar (1-10):
Guöjón L. Sig-
urðsson og Ólaf-
ur Hai*aldsson (7)
GϚi leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur: 350.
Maöur leiksins:
Einar Hólmgeirsson, ÍR
IrI
Mörk/viti (skot/viti): Einar Hðlmgeirsson
8 (13), Ólafur Sigurjónsson 6 (10), Sturla Ás-
geirsson 5/4 (8/6), Ingimundur Ingimundar-
son 4 (8), Guðlaugur Hauksson 4/4 (5/4),
Kristinn Björgúlfsson 2 (3), Bjami Fritzson
2 (6), Fannar Þorbjömsson 2 (39, Ragnar
Helgason (1).
Mörk úr hraöaupphlaupunv 4 (Fannar,
Sturla, Einar, Bjarni).
FiskuA viti: Fannar 5, Ólafur 2, Ingimund-
ur, Kristinn, Bjami.
Vitanýting: Skorað úr 8 af 10.
Varin skot/víti (skot á sig): Hallgrimur
Jónasson 19/1 (50/8, hélt 11, 37%), Stefán
Peterson (1/1)
Brottvisanir: 10 minútur.
J