Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 6
G FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 DV Fréttir Stórbruni þegar fiskvinnsla Jóns Erlingssonar í Sandgeröi brann í nótt: Allt bnunnið til kaldra kola Mikiö tjón varö þegar eldur kom upp í fiskverkunarhúsi Jóns Erlings- sonar í Sandgerði í nótt. Um klukkan 1.40 barst slökkviliðinu í Sandgeröi tilkynning um að mikinn reyk legði frá fiskvinnsluhúsinu og skömmu seinna var það mætt á vettvang. Reynir Sveins- son, slökkviliðsstjóri í Sandgeröi, lýsti aðkomunni svo: „Það var mikill reykur héma þeg- ar við komum á svæöið og erfitt reyndist að komast að eldinum þar sem einu inngangar hússins vom fullir af reyk. Vindáttin var líka sér- lega óhagstæð þannig að eina leiðin til að beijast við þetta var ofan frá.“ Körfubíll frá slökkviliðinu á Kefla- víkurflugvelli kom heimamönnum fljótlega til aðstoöar auk þess sem allt tiltækt lið frá Bmnavömum Suð- umesja var kailaö út. Þegar mest var vom um 60 manns að störfum við eldinn. Rýma þurfti verbúðir viö hlið fisk- verkunarhússins þegar ammón- íakkútar, sem vom inni í húsinu, sprungu. Vindurinn stóð beint á ver- búöimar þannig að ammóníakslykt- in lá þar yfir öllu. íbúar verbúðanna vom fluttir óskaddaðir í íþróttahús bæjarins þar sem þeir munu hafast við uns hættuástandinu lýkur. „Það er Ijóst að mestallt sem inni í húsinu var er brunnið auk þess sem húsið er meira eða minna allt ónýtt,“ sagði Reynir þegar DV náði tali af honum rétt fyrir klukkan níu í morg- un. „Núna erum við að bíða eftir kranabíl til þess að geta rifið þakið burt en eldurinn hefur læst sig í ein- angrun þess. Við þoram lítið aö fara inn í húsiö fyrr því mikil hætta er á því að þakið hrynji eins og staöan er núna.“ Slökkvistarfi var að mestu lokið þegar blaðið fór í prentun um klukk- Barist ofan frá Mikinn reyk iagöi frá öllum inngöngum fiskverkunarhússins og þurftu slökkviliösmenn því aö berjast viö eldinn ofan frá. an 10 í morgun en upptök eldsins eignartjónið nemur tugum, ef ekki vom þá enn ókunn. Ljóst þykir að hundraðum milljóna króna. -áb Landbúnaðarráðherra um framkomna gagnrýni á Umboðsmann íslenska hestsins: Þetta eru mikil tímamót „Ég er klár á því að þetta eru mikil tímamót fyrir allar þær hreyfingar sem eru að vinna í kringum íslenska hestinn, hvort sem um er að ræða bændur eða áhugamenn, að tekist hefur sam- staða um að stofna þetta emb- ætti,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um verk- efnið Umboðsmaður íslenska hestsins sem Jón Albert Sigur- björnsson, formaður Landssam- bands hestamannafélaga, gagn- rýndi nokkuð í DV í gær. Jón Al- bert kvaðst heldur hafa viljað sjá uppstokkun á félagskerfi hesta- manna og þjónustusamninga við þá aðila sem þegar væru að vinna að sömu verkefnum og Umboðsmanni væri ætlað. A þann hátt hefði mátt verja þeim fjármunum sem ætlaðir eru til nýja verkefnisins á markvissan hátt, í stað þess að margir væm að vinna það sama. „Þetta embætti, Umboðsmaður íslenska hestsins, er auövitað sjálfstætt embætti,“ sagði Guðni. „En það er skýrt kveðið á um það að hann skuli kappkosta að efla jákvæða ímynd greinarinnar og jafnframt aö efla samstööu meðal hestamanna. Verkefnið skuli vinnast í þágu allra þeirra sem starfa að kynningu og sölu á hestum og hestatengdri þjónustu, innanlands og utan. Umboðsmað- ur skuli byggja starf sitt á þeim grunni sem fyrir er. Hann skuli hafa náið samstarfs við samtök hestamanna og svo mætti áfram telja. Það er auðvitað hinnar félags- legu heildar að skipuleggja sitt starf. Þetta er annars vegar bú- grein, íþróttafélög, áhugamanna- félög, tamningamenn og feröa- þjónusta. Það er þeirra verkefni. Ég tek þetta ekki að mér sem landbúnaðarráðherra. Ég hef heyrt þetta innan þeirra raða um langa hríð að þeir eru að kýta um Guðnl Ágústsson landbúnaðarráðherra. hver eigi að vera hvað. Ég held að það sé ljóst að eitt er búgrein og annað er áhugamannafélag. Ég tel þaö aðalatriðið að hin fé- lagslega heild vinni saman og til hennar hef ég náð gríðarlegum stuðningi sem Jón Albert getur ekki rætt um í þessum dúr.“ Guöni benti á, þessu til árétt- ingar, að um leið og Hestamið- stöö íslands í Skagafirði heföi verið opnuð hefði komið samn- ingur við félagslega heild hesta- manna, LH, Félag hrossabænda og Félag tamningamanna um stuðning af hálfu ríkisins til að efla fagmennsku í hestamennsku. „Ég tel það mjög mikilvægt sem gerist við þetta nýja verkefni að að því koma Flugleiðir og Búnaðarbankinn. Ekki er síður mikilvægt að utanríkisráðherra segir að sendiráðin og ræðis- mennimir verði virkjaðir til upp- lýsinga um hestinn og ísland. Þá kemur samgönguráðherra þama inn og segir að ferðaþjónustunni sé mjög mikilvægt að tengjast hestinum." -JSS Stækkun EES ekki í liættu afi sögn Halldórs Ekki tekst að skrifa undir samninga við Evrópusam- bandið um stækkun Evr- ópska efnahags- svæðisins fyrir leiðtogafund ESB í Aþenu þar sem gengið verður frá stækkun sambandsins. Ástæðan eru óvæntar kröfur Pólverja um aukin tollfríðindi fyrir ísland og Noreg. Mikil áhersla hafði verið lögð á að ljúka samningum. „Ég tel þetta ekki vera alvar- legt,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. „Við höfum verið að reyna að fá sem hæstan tollkvóta í frystri síld og Pólverj- ar telja það mjög mikilvægt vegna þess að þeir kaupa hana af okkur. Þjóðir ESB sem stunda síldveiðar eru hins vegar andvíg- ar því að kvóti okkar og Norð- manna verði hækkaður. Það er verið að vinna að málamiðlun en við erum þakklátir fyrir stuðning Pólverja og Eystrasaltsríkjanna í þessu máli.“ Halldór segir að samningar verði af þessum sökum ekki und- irritaðir í Aþenu og hann er því hættur við ferð sína þangað. „Þeim verður hins vegar lokið þannig að þeir geti gengið til af- greiðslu þjóðþinga með sama hætti og samningurinn um stækkun Evrópusambandsins," segir Halldór; staðfestingarferlið verði samhliða og töf á undirrit- un samninga því ekki alvarleg. -ÓTG Halldór Ásgrímsson. Höfuðborgarstofa opnuð í Ingóllsnausti Höfuðborgarstofa, ný stofnun Reykjavíkurborgar sem tók til stalrfa um síðustu áramót, verður opnuð í nýjum húsakynnum. Starfsemi Höfuðborgarstofu, þar með talin Upplýsingamiðstöð ferðamanna, er nú til húsa í Ing- ólfsnausti (áður Geysishús) við Aðalstræti 2. Borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra munu opna húsið formlega kl. 17 og staðfesta tvo nýja samstarfs- samninga borgar og ríkis um upplýsingamiðlun og kynningar- mál sem treysta mjög samvinnu höfuðborgar og landsbyggðar á vettvangi ferðamála. Borgarstjóri mun jafnframt opna nýtt ferða- vefsvæði Reykjavíkurborgar www.visitreykjavik.is sem er víð- feðm og öflug gátt fyrir feröaþjón- ustu á íslandi. Þar sem nú er Aðalstræti 2 var naust Reykjavíkurbóndans allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar enda kallað Ingólfsnaust í göml- um heimildum. Aðalbátalending- in var fyrir neðan í Grófinni. Það er því vel við hæfi að taka upp þetta gamalgróna nafn á nýja og fjölbreytta miöstöð, sem mun þjóna bæði íbúum og gestum höf- uðborgarinnar. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.