Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003
DV
Fréttir
Matgæðingar DV bragðprófa páskaeggin
Bragðprófun DV
Slgmar
Ulfar
Samtals
Bragðgæöingar DV gáfu páskaegg-
inu frá Nóa hæstu samanlagða ein-
kunn í bragðprófun sem fram fór í
DV-húsinu viö Skaftahlíð í gærmorg-
un. Bragðgæðingar blaðsins eru sem
fyrr þau Dröfn Farestveit, Sigmar B.
Hauksson og Úlfar Eysteinsson.
Bragðgæðingar DV smökkuðu á 5
páskaeggjum. Frá Góu, Nóa, Mónu,
Opalegg frá Nóa og egg fyrir sykur-
sjúka frá Mónu. Eggið frá Góu var
nr. 6, frá Mónu nr. 8, nr. 6 frá Nóa,
eggið fyrir sykursjúka var án núm-
ers og Opaleggið frá Nóa var nr. 6.
Eggin voru keypt í Hagkaupum í
Kringlunni seinnipart miðvikudags
og kostuðu þau samtals rúmar 8 þús-
und krónur.
Áður en bragðgæðingar DV mættu
til bragðprófunarinnar voru umbúð-
ir fjarlægðar af eggjunum og áfast
sælgæti eða skraut sem gat gefið til
kynna hvaðan eggið væri. Eggin
voru klofin til helminga og annar
helmingurinn brotinn í bita sem
deilt var á diska með númerum frá 1
til 5. Að lokinni bragðprófun gátu
bragðgæðingarnir séð hinn helming
eggjanna með fyllingunni í og gefið
umsögn um hana ef tilefni þótti til.
Áður en lengra er haldið er rétt að
geta þess að bragðgæðingunum
fannst eggin vera ósköp keimlík.
Munurinn væri ekki afgerandi frá
einu eggi til annars og erfitt að gera
upp á milli þeirra.
Eins og að ofan greinir kom eggið
frá Nóa best út, fékk samanlagt 13 af
Dröfn
Nóa ☆☆☆☆☆
Góa ☆☆☆☆
Nóa Opal ☆☆☆☆☆
Móna ☆☆☆☆
Móna f. sykursjúka ☆☆☆
15 mögulegum í einkunn. Þá komu
eggin frá Góu og Opaleggið frá Nóa
saman með 11 stig og loks Mónuegg-
in, þetta hefðbundna og eggið fyrir
sykursjúka, með 10 stig hvort egg.
Vel troöiö í
Öll eggin þóttu vel fyllt af sælgæti.
Minntust bragðgæðingar þess að
innihald eggjanna hafi verið af
skornum skammti fyrir nokkrum
árum og sættu salgætisframleiðend-
ur þá nokkurri gagnrýni vegna þess.
En hin síðari ár hafa páskaeggja-
framleiðendur sannarlega tekið sig
á. Mónueggið fyrir sykursjúka var
þó með litlu sælgæti innan i, eðli
máls samkvæmt. En þar var þó að
fmna lítið plastdýr. Málsháttur var í
öllum eggjunum.
☆☆☆ ☆☆☆☆☆ 2®
☆☆☆ ☆☆☆☆ 22,
☆"☆ ☆☆☆☆ 22,
☆☆ ☆☆☆☆ 2®
☆☆☆ ☆☆☆☆ 2®
Toppegg
Dröfn og Úlfar gáfu egginu frá
Nóa toppeinkunn eða 5 en Sigmar lét
3 nægja. „Góð fylling, bragðið vel
fyllt. Toppegg," sagði Úlfar og Dröfn
sagöi: „Mjög bragðgott egg. Ekkert
aukabragð. Vel útilátið innihald."
Sigmar sagði: „Gott rjóma-smjör-
bragð en lítið súkkulaðibragð."
Eggið frá Góu fékk 4 í einkunn hjá
Dröfn sem sagði þó of mikið vanillu-
bragö af því fyrir sinn smekk. En
innihald væri vel útilátið. „Góð fyll-
ing í bragði og fallegt egg,“ sagði Úlf-
ar og gaf 4 en Sigmar sagði: „Milt
bragð þó lítið súkkulaðibragð. Mikið
af sælgæti innan í. Týpískt egg „al la
ísland“. Sigmar gaf 3 í einkunn.
Dröfn fannst Opaleggið frá Nóa
bragðbesta eggið og gaf því toppein-
kunn. Sagði hún innihald mikið.
Úlfari fannst Opaleggið fallegt en
fannst dökki liturinn plata bragð-
skynið. „Ég átti von á bragði sem
var í takt við dökka litinn. Bragðiö
líkist um of hinum eggjunum," sagði
hann og gaf því 4 í einkunn. Sigmar
gaf Opalegginu 2 í einkunn, þótti það
lítið spennandi og votta fyrir gervi-
bragði.
Mónueggið fékk 4 í einkunn hjá
Dröfn sem skýrði það ekki frekar en
hrósaði innihaldinu þar sem eggið
var troðfullt af sælgæti. Úlfar sagði
góða fyllingu í egginu og það væri
bragðgott. Gaf því 4. Sigmari fannst
bragðið einkennilegt, súkkulaðið
heldur sætt og eggið lítt spennandi.
Niðurstaðan var 2 i einkunn.
„Ég fagna því að þeir sem ekki
mega fá sælgæti geti notið páska-
eggjanna," sagði Dröfn um páskaegg-
ið fyrir sykursjúka frá Mónu. Hún
sagði bragðið sérkennilegt vegna
sykurleysisins og gaf því 3. Úlfar gaf
þessu eggi 4 í einkunn, sagði bragð-
ið milt og gott. „Húrra fyrir fram-
leiðandanum. Ég vona bara að verð-
ið sé gott fyrir þá sem verða að
kaupa þetta egg.“ Sigmar sagði erfitt
að fjalla um þetta egg vegna þess að
enginn sykur er í því en sagði þó
ánægjulegt að þessi vara væri á
markaðnum.
Sérstaöa Mónu
til eftirbreytni
Eins og að ofan greinir báru
bragðgæðingarnir lof á sælgætis-
gerðina Mónu fyrir að framleiða
egg fyrir sykursjúka og hvöttu til
framhalds þar á. Þá ber að geta
þess að Móna framleiðir einnig
egg án mjólkur, fyrir fólk með
mjólkurofnæmi, og er það einnig
vel. Það egg fannst hins vegar
ekki í verslun Hagkaupa
seinnipart miðvikudags. Greini-
legt er að Móna vill ekki að neinn
veröi út undan í súkkulaðiáti yfir
páskana og er sú afstaða lofsverð.
Innihaldslýsingar eru ítarlegar
á öllum páskaeggjunum. Móna
gerir þó betur en keppinautarnir
að því leyti að á miðanum eru for-
eldrar hvattir tH að fylgjast með
börnunum þegar þau borða
páskaeggin sín þvi smágert inni-
hald eggjanna geti staðið í þeim
eða hrokkið ofan í þau.
Spurning um smekk
Áréttað skal að smekkur hvers
og eins ræður miklu þegar bragð
af súkkulaði er metið eins og hér
er gert.
Bragðgæðingarnir eru fráleitt
sammála um eggin en samanlögð
niðurstaða ræður hins vegar
hvaða egg verður í fyrsta sæti.
Lesendur eru hvattir til að lesa
textann tU að sjá hvað býr að baki
einkunnargjöf bragðgæðinganna
og spá í hvaða einkunn hvert egg
fær hjá hverju þeirra.
-hlh
i •★ - ★ ••★•- ★- . >★-.•★•'•★-.★ -•★•
Mjog vont Vont Sœmilegt Gott Mjög gott '
Eggin skoðuö Spáð í molann Málshættir
Dröfn Farestveit og Ulfar Eysteinsson skoöa páskaeggin áöur en þau voru Sigmar B. Hauksson spáir I súkkulaðiö. Málshættir voru aö venju í hverju eggi enda hluti af heföinni
tekin í sundur og bútuö fyrir bragöprófun. Hann var spar í einkunnagjöf sinni. í kringum páskaegg.