Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 14
14
Útlönd
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003
DV
REUTERSMYND
fgor ívanov
Rússneski utanríkisráðherrann vill
að SÞ verði í aðalhlutverkinu í írak.
við endurreisn Iraks
Rússnesk stjórnvöld sögðu í
morgun að Sameinuðu þjóðirnar
yrðu að vera þungamiðjan við
endurreisn íraks og tóku þar með
undir sjónarmið Frakka og Þjóð-
verja.
ígor ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði við fréttamenn í
Tadsjíkistan að „enginn drægi í
efa hlutverk SÞ sem þungamiðj-
unnar við að viðhalda friði og ör-
yggi í heiminum".
Leiðtogar Rússlands, Frakk-
lands og Þýskalands koma saman
til fundar í dag í Pétursborg,
næststærstu borg Rússlands, og
ræða saman fram á morgundag-
inn um hvernig standa beri að
uppbyggingunni í írak. Þeir vilja
allir að þar gegni SÞ lykilhlut-
verki en því eru Bandaríkjamenn
andvígir og vilja ráða ferðinni.
Leitaö að líkamsleifum
Saddams í Bagdad
Bandarískir sérsveitarmenn hófu í
gær leit í rústum veitingastaðarins í
Bagdad, sem bandarísk sprengjuflug-
vél varpaði sprengjum á á mánudag-
inn eftir að upplýsingar bárust um
það að Saddam Hussein og tveir syn-
ir hans væru hugsanlega á staðnum.
Sérsveitarmennirnir eru sagðir
leita hugsanlegra líkamsleifa Sadd-
ams og sona hans, Udays og Qusays,
eða einhverra annarra gagna sem
sanni um að þeir hafi verið staddir í
byggingunni þegar fjórum 900 kílóa
sprengjum var varpað á veitingastað-
inn.
Talsmenn leyniþjónustu breska
hersins hafa áður haldið því fram að
Saddam hafi yfirgefið staðinn áður
en loftárásin var gerð.
Val á verktökum í frak
verði réttlætt
Fimm bandarískir þingmenn
lögðu í gær fram frumvarp til
laga þar sem opinberum stofnun-
um er gert að rökstyðja opinber-
lega hvemig staðið verður að vali
fyrirtækja sem fá að bjóða í end-
urreisnarstarfið í írak. Hundrað
milljarðar dollara eru í húfi og
segja þingmennirnir að almenn-
ingur eigi rétt á að vita þetta.
LÖGMÁUN SJÖ
UM VELGENGNI
Einlæg ósk um farsæld
Mldl upplausn ríkir í Bagdad
eftir fpelsun bopgapínnap
og kveikt í húsum
Öllu stollð
Ræningjahópar halda áfram að láta greipar sópa í stjórnar-
byggingum og híbýlum stuðningsmanna Saddams í Bagdad
og stela öllu steini léttara.
- spítalar rændir
Mikil upplausn ríkir nú í
Bagdad eftir frelsun borgar-
innar fyrr í vikunni og kom
í nótt til harðra skotbardaga
milli liðsmanna síta-
múslíma, sem búið hafa við
áralanga kúgun Saddam-
stjórnarinnar, og Fedayeen-
liða, hliðholira Saddam.
Að sögn talsmanns
bandríska hersins í Bagdad
hófst bardaginn rétt eftir
miðnætti i Saddam-hverf-
inu, sem er eitt helsta fá-
tækrahverfi borgarinnar, og
stóð hann í klukkustund.
„Skærur hafa einnig stað-
ið í öðrum hverfum borgar-
innar milli stríðandi fylk-
inga og í einu tilviki kom til
skotbardaga milli arabískra
stríðsmanna, sem þar hafa hreiðrað
um sig, og ungra manna sem fóru þar
um rænandi," sagði talsmaðurinn.
Annars staðar í borginni hafa ræn-
ingjahópar haldið áfram að láta
greipar sópa í stjórnarbyggingum og
híbýlum stuðningsmanna Saddams.
Einnig hefur verið kveikt í mörgum
byggingum og sumar lagðar í rúst.
Þar á meðal eru glæsivillur Udays,
sonar Saddams, Halas dóttur hans,
hálfbróður hans, Watbans, og íbúðar-
hús Tariqs Aziz aðstoðarfor-
sætisráðherra. í húsi Udays
var ekkert skilið eftir nema
niðursteypt útigrillið í garð-
inum.
Þá hafa spítalar í borg-
inni einnig orðið fyrir barð-
inu á ræningjunum og í gær
voru tveir helstu spítalar
borgarinnar rændir og öllu
umturnað í leit að verðmæt-
um.
Stjórnleysið í borginni
hefur einnig beinst að
bandarísku hermönnunum
og skömmu eftir miðnætti í
nótt særðust að minnsta
kosti fjórir þeirra þegar
íraskur stuðningmaður
Saddams Husseins gerði
sjálfsmorðsárás á eftirlits-
stöð í Saddam-hverfi.
Þá hafa bandarískir hermenn ít-
rekað orðið fyrir árásum í borginni
og í gær lést einn þeirra eftir að til
skotbardaga kom við stuðningsmenn
Saddams í miðborginni.
REUTERSMYND
Leitaö aö brakl geimskutlunnar
Eileen Collins og James Kelly, sem verða í áhöfn fyrstu geimskutlunnar sem send verður út í geiminn í kjölfar Col-
umbia-slyssins fyrr á árinu, tóku þátt í leit að braki úr geimskutlunni við borgina Nacogdoches í Texas í gær.
litringur i Mið-Austurlöndum
vegna hugsanlegra áforma Bush
Þrátt fyrir að mönnum létti víða
við fall stjórnar Saddams
Husseins í írak á miðvikudag, var
þó ekki laust við að margir hefðu
áhyggjur af framtíð íraks og því
hvar Bandaríkjamenn myndu nú
beita hemaðarmætti sínum næst.
Víða í Evrópu og Asíu gætir tor-
tryggni í garð Bandaríkjamanna. í
arabaríkjunum gætti reiði í gær
en ísraelar gátu varla leynt kæti
sinni með hvernig komið var fyr-
ir Saddam og stjóm hans.
Ýmsir veltu vöngum yfir því
hvort George W. Bush Bandaríkja-
forseti, tvíefldur eftir auðveldan
sigur í írak, myndi beina athygli
sinni að öðrum löndum sem ráða-
menn í Washington hafa sakað
um að reyna að komast yfir gjör-
eyðingarvopn. í þeim hópi eru
lönd eins og Sýrland, íran, Líbýa
og Norður-Kórea.
REUTERSMYND
Hvert næst?
Breskt blað spyr hvert bandarísku
Abrams-skriðdrekarnir muni snúa
hlaupi sínu næst.
Hassan prins í Jórdaníu ságði í
viðtali við breska ríkisútvarpið
BBC að titringur væri í öllum
Mið-Austurlöndum vegna hugsan-
legra hótana Bandaríkjamanna í
garð Sýrlendinga og ef til vill
Irana sem myndu hafa í fór með
sér fall ríkisstjóma eins og væru
þær dómínókubbar.
Sú skoðun hefur meira að segja
fengið hljómgrunn í Bretlandi,
helsta bandamanni Bandaríkj-
anna í stríðinu í írak.
„Hver veit hvert þeir snúa
hlaupinu á Abrams-skriðdrekun-
um næst?“ spyr breska blaðið The
Guardian.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sló á allar slíkar
vangaveltur í gær þegar hann
sagði að bandarísk stjórnvöld
hefðu ekki gert lista yfir lönd sem
ráðast þyrfti á.
Gott fypip fpiðapandann
Paul Wolfowitz,
aðstoðarland-
vamaráðherra
Bandaríkjanna,
sagði í gær að fall
Saddams Husseins
í írak ætti að geta
bætt andrúmsloft-
ið fyrir friðarvið-
ræður milli Palestínumanna og
ísraela. Góður gangur þar myndi
einnig bæta ímynd BNA í
arabalöndunum.
Noppæna fullbókuð
Fullbókað var í nýju ferjuna
Norrænu þegar hún hélt í fyrstu
áætlunarferð sína frá Þórshöfn til
Hanstholm í Danmörku laust eft-
ir miðnætti síðastliðna nótt.
N-Kópeumenn staðfastip
Háttsettur norðurkóreskur
stjómarerindreki sagði í morgun
að eftir ósigur Saddams í írak
væru N-Kóreumenn staðfastir í
því að grípa til tryggra leiða til
að verja hendur sinar. Þar er
væntanlega átt við kjarnavopn.
Fimm ána skuldbinding
Gamalreyndur bandarískur
stjómarerindreki sagði í gær að
Bandaríkjamenn þyrftu að skuld-
binda sig til fimm ára við upp-
bygginguna í írak til að tryggja
stöðugleika í landinu.
Sendiherpa ípaks á föpum
Búist er við að
Mohammed Aldo-
uri, sendiherra
íraks hjá SÞ og
fyrsti íraski emb-
ættismaðurinn til
að játa ósigur
Saddams, haldi frá
New York til Par-
ísar í dag. Þaðan er gert ráð fyrir
að hann fari til Sýrlands, á leið
sinni heim.
Viðpæðup út um þufun
Stjórnarmyndunarviðræður í
Hollandi sigldu í strand í nótt
þegar kristilegum demókrötum
og krötum tókst ekki að koma sér
saman um málefnasamning.
Páfagapðup vill skjótan enda
Jóhannes Páll
páfi og menn hans
í páfagarði sögð-
ust í gær vona að
skjótur endi yrði
bundinn á bardag-
ana í írak og þeir
hvöttu jafhframt
alþjóðasamfélagið
til að taka þátt í uppbyggingar-
starfinu í írak að stríðinu loknu.
Fékk bætup fypip háplos
Kona, sem fór í mál við hár-
greiðslustofu vegna þess að hún
fór að missa hár eftir mislukkaða
tilraun til að slétta úr hárinu,
fékk dæmdar sex þúsund dollara
bætur fyrir ósköpin.
óveðupsský á himni
Forsætisráðherrar Bretlands og
írlands,Tony Blair og Bertie
Ahern, hættu við að hirta áætlun
um frið á Norður-írlandi í gær og
fóru ekki til Belfast vegna þess að
kaþólikkar og mótmælendur gátu
ekki fallist á pappírinn.