Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003
I>V
13
Fréttir
Afmælissýning
í tilefni þess að listakonan
Gerður Helgadóttir hefði orðið
75 ára í dag, 11. apríl, opnar
Gerðarsafn yfirlitssýningu á
verkum hennar á morgun, laug-
ardaginn 12. apríl, kl. 15.
Þar eru um 150 verk, högg-
myndir úr ýmsu efni, steindir
gluggar, mósaíkmyndir og
teikningar, enn fremur skart-
gripir úr bronsi og steinum og
þrívíðar frumgerðir að stórum
útilistaverkum. Elstu verkin
eru frá námsárum Geröar í
Handíðaskólanum en það
yngsta var afhjúpað eftir lát
hennar, 1975.
Komi þeir sem...
Svandís Eg-
ilsdóttir sýnir
málverk í
Litlu kaffistof-
unni, Sand-
skeiði, frá 13.
apríl til 27.
apríl. Um er
að ræða verk sem unnin eru á
þessu og sl. ári. „Litla kaffistof-
an er kjörinn sýningarstaður
hvað varðar staðsetningu og
bílastæði," segir listakonan.
„Eiginlega er Litla kaffistofan
Mokka sveitarinnar. Komi þeir
sem koma vilja!“
Málverk og skúlptúran
Listakon-
urnar Hyl-
ur (Hildur
Karlsdóttir)
og Guggú
(Guðrún
Hjörleifs-
dóttir) opna
sýningu í
Listasafni
Borgarness
á morgun, 12. apríl, kl. 14. Þar
sýnir Hylur nýlegar myndir og
skúlptúra, unna í leir, og
Guggú olíumálverk.
Þnjár í Nýló
Þrjár sýningar verða opnaðar
í Nýlistasafninu laugardaginn
12. mars, kl. 16. Á annarri hæð
opnar Sólveig Aðalsteinsdóttir
sýninguna Úr möttulholinu en
á þeirri þriðju verða Hanne
Nielsen og Birgit Johnsen með
Stað-hæfingar, eða Territorial
Statements, í suðursal. í norð-
ursal á sömu hæð opnar landi
þeirra, Kaj Nyborg, sýninguna
Nágranni, eða Next door neigh-
bour.
Magnea Tómasdóttir söngkona
hefur hefur undanfarin misseri
verið að vinna að gerð geislaplöt-
unnar Allt svo verði þér til dýrð-
ar, sem komin er út. Á diskinum
eru gamlir sálmar við þjóðlög sem
ekki hafa heyst mikið. I tilefni út-
gáfunnar verða tónleikar í Laug-
ameskirkju í kvöld, klukkan 20 og
verða þeir endurteknir í Reyk-
holtskirkju í Borgarfirði á morg-
un, klukkan 16. Flytjandi á tón-
leikunum auk Magneu er Guð-
mundur Sigurðsson orgelleikari.
„Nafn disksins sóttum við í
einn Passiusálma Hallgríms Pét-
urssonar þar sem á diskinum eru
tólf Passíusálmar, auk ellefu ann-
arra sálma eftir Hallgrím, Odd
Oddsson, Martein Einarsson,
Allt svo veröi til dýröar þér
Magnea Tómasdóttir söngkona og Guömundur Sigurösson æfa fyrir útgáfu-
tónieikana.
Daða Halldórsson og Þorvald Stef-
ánsson. Við sálmana eru svo göm-
ul þjóðlög sem fáir hafa heyrt
áður. Þau hafa varðveist á Áma-
stofnun og Handritadeild Háskóla-
bókasafns og eru bæði úr munn-
legri og skriflegri geymd en útsett
af Smára Ólasyni," segir Magnea
Tómasdóttir söngkona, spurð um
efni geisladisksins.
Tónleikarnir í Reykholti eru
komnir til af því að segja má að
diskurinn eigi rætur sínar að
rekja til Borgarfjarðar. Magnea
lýsir því: „Við stormuðum upp í
Reykholt og tókum diskinn upp
þar. Við völdum staðinn fyrst og
fremst út af orgelinu og kirkjunni
en þar er yndislegur hljómburður
sem fer tónlistinni vel. Svo var
líka gott að komast upp í sveit.“
Magnea og Guðmundur hafa
bæði komið víða við á sviði tón-
listarinnar en Magnea lauk fram-
haldsnámi í söng frá Trinity Col-
lege of Music í Lundúnum árið
1996 og Guðmundur lauk masters-
námi í orgelleik frá Westminster
Choir College í Princeton árið
2002. Smekkleysa gefur diskinn út
og hann ætti að vera hægt að nálg-
ast í flestum hljómplötuverslun-
um. -HH
Á slóðum sjóræningja
Þarna er illa komiö fyrlr Abrax og fé-
laga hans.
Abpax, Brabax og Kalífax
Laddi, Sigurður Sigurjónsson og
Jóhanna Vigdís Arnardóttir fara
fyrir fríðu liði leikara í íslenskri
talsetningu á teiknimyndinni Abra-
fax og sjóræningjamir sem frum-
sýnd verður í Laugarásbíói í dag.
Myndin hefst þegar Abrafax-þríeyk-
ið, Abrax, Brabax og Kalífax eru að
skoða minjasafn eitt í heimabæ
þeirra. Þar handleika þeir skál sem
reynist vera lykillinn aö gullland-
inu E1 Dóradó. Áður en þeir vita af
eru þeir komnir aftur í tímann til
E1 Dóradó þar sem þeir þurfa að
glíma við spænska nýlenduherinn
undir forystu hins vitgranna og
seinheppna Arkímbaldós. Mesta
ógnin stafar frá sjóræningjanum
Svartskeggi sem svífst einskis til
að komast yfir gullið. Til að ná
heilu og höldnu úr þessum raunum
verða félagamir aö sýna þraut-
seigju og útsjónarsemi.
íslenskri talsetningu leikstýrði
Jakob Þór Einarsson og Davíð Þór
Jónsson þýddi texann yfir á ís-
lensku.
Bíógagnrýni
“f-.
101 Kvikmyndahátíö/Regnboginn - Bowiing for Columbine itirici.
Villta vestrið
Hilmar
Karisson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Þjóðlög sem fáir hafa heyrt
Þaö verða aldrei allir á eitt sátt-
ir um Michael Moore. Þeir sem
ekki eru sammála honum segja
hann setja atriöi á svið og það
gerði hann í Roger and Me,
þekktri heimildarmynd þar sem
hann elti forstjóra Genercd Motors
á röndum til að fá hann til að
svara hvers vegna GM lokaði verk-
smiðju í heimabæ Moores, Flint í
Michigan með þeim afleðingum að
bærinn nánast lagðist í eyði.
Moore er einnig ásakaður fyrir að
snúa staðreyndum sér í hag í
Bowling for Columbine. Það er
vísu erfitt að sjá hvar það á að
vera. Hvort þaö er rétt eða ekki þá
kemur það ekki í veg fyrir að
myndin er sterk þjóðfélagsádeila á
Bandaríkin.
í Bowling for Columbine setur
Michael Moore sig í aðalhlutverk-
ið. Hann kemst upp með það vegna
þess að hann er ekki aðeins skarp-
ur ádeilumeistari sem fer af stað
með margar krefjandi spurningar
sem hann vill fá svör við, heldur
er hann húmoristi og þrátt fyrir
alla alvöruna í Bowling for Col-
umbine þá er það húmorinn sem
þéttir myndina og gerir hana að
góðri skemmtun um leið og hún
varar allan heiminn við skotgleði
Bandaríkjamanna.
Nafn myndarinnar er dregið af
þeim hroöalega atburði þegar tveir
nemar viö Columbine-menntaskól-
an í Littleton, Colorado, myrtu
marga skólafélaga sína. Sama dag
höfðu þeir farið í bowling. Moore
notar þennan atburð sem grunn
þegar hann rannsakar hvers vegna
fleiri byssumorð eru í Bandaríkj-
unum heldur en annars staðar.
Þegar hann spyr vegfarendur þess-
arar spurninga fær hann svör sem
Michael Moore
Fékk riffil ókeypis fyrir aö stofna
reikning í banka
hann afsannar í hvelli. Moore fer
til Kanada þar sem hann kemst að
því að skotvopnaeign er jafn mikil
og í Bandaríkjunum og jafn auð-
velt er að verða sér úti um skot-
vopn. Morð með skotvopnum eru
þar samt aðeins brot á við það sem
gerist í Bandaríkjunum.
Moore er ekki í leit svari sem á
vera hið eina sanna, hann er fyrst
og fremst að kryfja til mergjar
hvers vegna landar hans grípa til
byssunar þegar eitthvað bjátar á
auk þess sem hann vill fá fólk sem
verður á vegi hans til að leiða hug-
ann að því hversu háð þjóðin er
skotvopnum, hversu auðvelt er að
nálgast þau og hversu tamt þeim
er að grípa til byssunnar. Eru
þetta áhrif frá villta vestrinu, sjón-
varpinu eöa uppeldi. Það er ekkert
eitt svar við þessu í myndinni.
Hér verður ekki farið út í ein-
stök atriði í Bowling for Col-
umbine sem flest eru áhrifamikil
og sýna snilld Moores í gerð heim-
ildarkvikmynda heldur aðeins
staldrað við Charlton Heston.
Hann er ein frægasta kvikmynda-
stjama síðustu aldar og er nú,
kominn fast að áttræðu, helsti
talsmaður byssueiganda í Banda-
ríkjuunm. Heston er sýndur af og
til vera að ávarpa félagsmenn sína
við mikil fagnaðarlæti og ekki
veröur því neitað að hann kemst
vel að orði þegar hann er í ræðu-
stól. Það fer samt frekar lítið fyrir
rökstuðningnum þegar Moore fær
tækifæri til að hitta hann undir
fjögur augu á heimili hans. Þetta
er í lok myndarinnar og Moore
löngu búinn að sannfæra áhorf-
endur (langflesta) um að eitthvað
er að í landi Bush feöga.
Lelkstjóri og handritshöfundur: Michael
Moore. Kvikmyndataka: Brian Danitz og
Michael McDonough. Tónlist: Jeff Gibbs.
Ifia W"”!
FERMINGAR
GJAFIR
HSÆOUSN IR
©OFMSSON
■DHEBBBDBö-