Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 19 K Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifíng@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, simi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Smánarbletturinn Oft og tíðum virðist svo vera sem kerfið sé ekki fyrir fólkið heldur kerfið sjálft. Þjónusta rik- is og sveitarfélaga getur tekið á sig furðulegar myndir og vel þekkt er að opinberu kerfin geta verið svo flókin og þung í vöfum að helstu starfsmenn þeirra eiga erfitt með að útskýra og leið- beina almenningi um völundarhús hinnar íslensku vel- ferðar. Og velferðarstefnan er ekki sist fólgin i því að skera hana niður. Rikisvaldið grípur reglulega inn i líf þeirra sem eiga bágt og gerir þeim lífið enn erfiðara. „Maður þarf að vera svo sterkur til að vera sjúklingur hér og fá lausn sinna mála,“ sagði Margrét Gisladóttir í DV í fyrradag en hún er 75 prósent öryrki eftir harða og tvisýna baráttu sína við bráðan ofnæmissjúkdóm. „Maður þarf að berjast fyrir öllu sjálfur, hvort sem um er að ræða ráðleggingar eða læknishjálp,“ sagði Margrét. Hún nær ekki endum saman því hún greiðir lækniskostnað sinn úr eigin vasa. Til þess hefur hún aðeins örorkubætur en fær fjárhagsaðstoð foreldra sinna. „Ég sé bara svart,“ sagði Lára Magnúsdóttir, 44 ára ör- yrki, í DV i síðustu viku en hún óttast mjög að missa heimahjúkrun sína vegna kjaradeilu og ekki komist hún að á stofnunum, „sem þegar eru meira en yfirfullar“. Lára segist ekki skilja kerfið. Hún sé algerlega háð heimahjúkr- un með allar sínar þarfir, en spari samt rikinu mikla fjár- muni með þvi að vera heima hjá sér. Sífellt sé verið að kroppa i kerfið - og spara. Sparnaðarleið hennar sé svar- að með enn frekari sparnaðarkröfum. Foreldrar þroskahefts og fatlaðs unglings, sem DV ræddi við nýlega, segjast hafa þurft að berjast fyrir heim- ili fyrir son sinn í heilan áratug. Þegar heimilið hafi loks verið í höfn og fjármunir tryggðir til rekstursins hafi ekki hálft ár liðið frá vigslu heimilisins þar til rekstrarfræðing- ur á vegum ráðuneytisins hafi verið fenginn til að gera út- tekt á því hvernig hægt væri að spara í rekstri heimilis- ins. Blómvöndur ráðherrans frá þvi húsið var vigt hafi greinilega verið byrjaður að skrælna. Foreldrar geðsjúks drengs, sem beðið hafa i mánuði eft- ir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss, fullyrtu i DV fyrr í vetur að stjórnvöld hefðu ekki snefil af áhuga á að ganga rösklega til verks í því neyðarástandi sem blasti við einhverjum veikasta hópi íslenskrar æsku. Fjölskylda þeirra og fleiri barna sem ættu við alvarlegar geðraskanir að stríða væru ein- faldlega að hruni komnar. Fáu milljónirnar vantaði alltaf þegar fólk bæði um þær. Og jafnvel kerfið kannast við vanda sinn. „Það er smán- arblettur á okkar samfélagi,“ segir Karl Steinar Guðna- son, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, í nýlegu blaði ASÍ, „að fólk skuli lenda í fátæktargildru við það að missa heilsuna en það er því miður að gerast.“ Karl Steinar ósk- ar eftir pólitískum vilja til aðgerða á sviði velferðarmála. Fyrrverandi landlæknir, Ólafur Ólafsson, spyr reyndar í sama blaði hvort breyting í frjálsræðisátt í lyfsölu hafi fremur verið gerð fyrir lyfsala en sjúklinga. íslenska velferðarkerfið er eitt stórt spurningarmerki. Alls staðar úti í samfélaginu eru foreldrar, börn og ein- staklingar sem furða sig á því hvernig ríkisvaldið raðar verkefnum sínum. Niðurskurður i umönnun og stórfelld- ar verðhækkanir á þjónustu sjúkrahúsa, sérfræðilækna og lyfsala eru að gera ísland að því Norðurlandanna sem sist sinnir sjúku fólki og fötluðu. Ef til vill er þessi hópur ekki nógu stór í þeirri miskunnarlausu markaðsstefnu sem þessa dagana er rekin. Sigmundur Ernir Skoðun Talsmenn þorrans iónas Bjarnason efnaverkfræöingur „Skoðanakannanir virðast sýna flesta á móti stríðinu, enda er það sérfag mótmœlenda alls staðar að vera á móti öllu amerísku, Alheimsviðskiptastofnun, Alþjóðabankanum og frjálsum viðskiptum yfirleitt. “ Fyrir um áratug mátti sjá kvikmyndina „Water- worlcT, en aðaileikari og leikstjóri var hinn þekkti Kevin Costner; hann átti viðkomu hér fyrir fáeinum árum til að veiða iax og var tekinn tali. Kvikmyndin varð ekkert vinsæl; hún fj'allaði um veröld undirlagða vatni þar sem lönd voru á kafi. Það fólk sem enn tórði viðhafðist á fleytum eða manngerðum floteyj- um, en matur og saltlaust vatn var af skornum skammti. Líf fólks gekk út á blóðuga baráttu um lífs- viðurværi og allir beittu dýrslegu eðli og slóttugheitum til aö halda sér á lífi. Já, þetta var eins og klippt út úr Völuspá: „Sól tér sortna, sígur fold í mar“. Svona kvikmynd með dapurlegri heimsendaspá gat tæpast orðið vin- sæl; hinsta fordæming mannkyns vegna eigin breytni er lítið skemmtiefni fyrir fólk, sem bryður poppkom og sötrar gos. Hinir gáfuðu fordæmendur heimsviðskipta eru ekki bestu bíó- gestirnir hvort sem er; farið hefur fé betra. Þessi útópía er reyndar náskyld þeirri sem fæst með breyt- ingu á formerkjum; í stað enda- lauss sjávar kemur sandur og auðn til allra átta; skortur á vatni og mat er í báðum tilvikum. Þetta gefur að líta um stór svæði heims, sérstak- lega í Miðausturlöndum. Líf í auðn og örvæntingu Þegar rýnt er undir yfirborðið i fréttum og á líf fólks fyrir botni Miðjarðarhafs má sjá að það er bókstaflega byggt á sandi. Matur er að stórum hluta innfluttur ef mið- að er við korn og brauðmeti og orku í matvælum. Kúveit og fursta- dæmin flytja inn allt sitt kornmeti og stærstur hluti matvæla í Jórdaníu, Sádi-Arabíu, Óman, Jemen, Líbanon og já, í írak einnig, er innfluttur. Auðvitað eru ávextir, grænmeti og dýraafurðir þó að miklu leyti af innlendum toga, en þá þarf áveitur og hluti af þeim eru drifinar með orku, olíu að sjálfsögðu; allt hangir á henni nán- ast hvert sem litið er og sérstak- lega þar sem lífskjör eru talin góð fyrir innlenda íbúa, en farand- verkamenn eru ekki í klúbbi útval- inna. Hvernig stendur á því að írak þarf að flytja inn um 3/4 af því kommeti sem er á borðum fólks? Hin gamla Mesópótamía, milli- fljótalandið, sjálf vagga menningar og styrjalda í þúsaldir, er á brauð- fótum og lifir við rányrkju; 2/3 ræktarlands þarf að vökva og notk- un á innfluttum áburði er mikil. Dýraafurðir koma að miklu leyti af óræktuðu landi í fjallahéruðum sem eru í afturfor. Umhverfi fólks einkennist af eyðimörkum og orka kemur frá olíubrennslu. Yfirstéttir eru víða spilltar og styðjast við erfðaveldi og ríkidæmi og hafa ekki miklar áhyggjur af almenn- ingi; hann er óupplýstur víðast hvar og hefur ekki notið sömu menntunar og tíðkast á Vestur- löndum. Hvaða framtíð bíður ungs fólks í þessum heimshluta? Lífið virðist líkjast því sem er á olíu- borpöllum í sjó. Hvernig getur ungt fólk öðlast heilbrigði og trú á fram- tíðina og land sitt þegar allt er í niðumíðslu og ráðleysi, spillingu og stéttaskiptingu? Ætli þetta sé ekki einmitt jarðvegur sjálfsmorðs- hryðjuverka? Með vopnum veik- leikans er valdi stórveldanna storkað og menn æsa sig út af því að gripið sé til ráða, stríðs, sem er fordæmt í núinu en verður aðeins dæmt í ljósi sögunnar. Með minni- máttarkennd og skort á þekkingu láta ungir menn miskunnarlausa brjálæðinga ota sér út í verk, sem eiga að bitna á þeim sterku og upp- lýstu, en sem lenda mest á þeim sjálfum. Hversu oft hefur Arafat eða Saddam beöið um aðstoð al- þjóðasamfélagsins til matarkaupa eöa til að veita fólki í flóttamanna- búðum aðstoð til menntunar og undirbúnings fyrir störf framtíðar- innar? Ætli menn tali ekki meira um vopn og stríð en menntun? Ábyrgö ráðamanna Shimon Perez er húmanískur og öfgalaus maður sem mjög margir virða. Hann var nýlega spurður um Íraksstríðið og kosti banda- manna í því máli. Hvaða valkostir eru aðrir? Gamalt fólk er hrætt við breytingar og dvínandi tök íslams- trúar og ungt fólk, sem sér engar útgönguleiðir eða framtíð, lætur ginnast til hryðjuverka, jafnvel með fórn eigin lifs. Þegar komið er út í stríð verður enginn sigurveg- ari; spurningin snýst um að finna sameiginlegan grundvöll til að standa á, samkomulag eða bara vopnahlé. Vanræksla og svívirða ráða- manna veldur því að ungt fólk er ómenntað og óupplýst; uppeldi þess hefur verið vanrækt. Menn kaupa vopn og byggja hallir fyrir of ljár. Á Vesturlöndum ríkir kapphlaup í tölvufærni og þekkingaröflun til að unga fólkið geti fótað sig í samfé- lagi framtíðarinnar. Á sama tíma horfa menn upp á menntunars- nautt fólk sem er ofurselt brjáluð- um glæpamönnum eða spilltum erfðaprinsum; konur eru víða valdalausar inni í búrum eða und- ir andlitsslæðum. Já, „gröfin ein bíður þín,“ sagði Abdulla prins í Sádi-Arabíu og benti á Gaddafi Lí- býuforseta, sem vildi verða leiðtogi araba, en hefur hvatt til hryðju- verka og hýst alls konar óþjóðalýð. Hinir útvöldu ítrekað fá íslendingar að heyra í útvarpi að nú sé þorri heimsbyggð- arinnar á móti stríðinu. Það er gott fyrir landann að njóta góðra frétta- manna staddra á miðjum Písa- kvarðanum um hæfni og sem segja okkur á hvaða skoðun heimsbyggð- in er. En yfirgnæfandi meirihluti hennar veit bara ekkert um stríðið; það er einmitt eitt vandamálanna í núverandi glímu um sálir og svartagull. Einn milljarður upp- lýstra manna, aðallega á Vestur- löndum og öðrum iðnvæddum, veit væntanlega um stríðið í írak, en örugglega lítill hluti hans veit um hvað það snýst ef dýpra er kafað; skoðanakannanir virðast sýna flesta á móti stríðinu, enda er það sérfag mótmælenda alls staðar að vera á móti öllu amerísku, Al- heimsviðskiptastofnun, Alþjóða- bankanum og frjálsum viðskiptum yfirleitt. Spurningin er bara hvaða áróðursspjald á að nota hverju sinni og á hvaða útvarpsstöð er hlustað. Chirac forseti og de Villepin und- irsáti hans hótuðu að beita neitun- arvaldi í Öryggisráði SÞ. Þeir geta nú státað af því að hafa blekkt margan Evrópubúann og Saddam sjálfan, sem hélt að götumótmæl- endur myndu verða honum til sig- urs. Sandkom Hætt í íslandi í dag Hin geðþekka sjón- varpskona, Guðrún Gunnarsdóttir, er hætt sem umsjónarmaður ís- lands í dag. Guðrún mun ekki hafa verið alls kost- ar sátt við stöðu sína og því ákveðiö að láta gott heita. Því er fleygt að henni hafi þá verið boðið að hafa umsjón með útvarpsþætti á Bylgj- unni eða einhverri af öðrum útvarps- stöðvum Norðurljósa en ekki þegið. Allt er óljóst um áform Guðrúnar en sjálfsagt munu landsmenn njóta krafta þessarar hæfileikakonu á einhverjum vettvangi áður en langt um líður ... Sameinaöip á ný? Sem kunnugt er skiptu framsóknar- menn skipulagi sínu í Reykjavík í tvennt til samræmis við skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi, norður og suður. Framsóknarfélögin í Reykjavík SJmmæii Aðaliega til vinstri „Stefna Samfylkingarinnar er í meg- inatriðum vinstristefna, þó að í sum- um málum hafi hún litið til hægri svo sem hvað varðar aukið frelsi einstak- linga og fyrirtækja. En aðalmarkmiðið er vinstramarkmið sem er aukinn jöfn- uður hjá fólki í landinu." Hjörtur Einarsson á Sellunni.is. Ekkí aldeilis vinstri „Ég sé engan tilgang með því að kjósa málamiðlanasúpuna sem Sam- fylkingin býður upp á en þar gæti ég kosið í Reykjavík norður Varðbergs- hundana Ellert Schram og Össur Skarphéðinsson og konuna sem sagði mér og öllum öðrum Reykvíkingum fyrir tæpu ári að hún ætlaði ekki í sandkorn@dv.is eru því tvö og kjördæmissamböndin sömuleiðis. Öðrum flokkum fannst þetta óþarft en líklega töldu framsókn- armenn að kosningabaráttan yrði markvissari með þessu móti. Ekki virðist þó skiptingin vera alveg skýr. Til dæmis er Guðjón Ólafur Jónsson 3. maður á lista flokksins í Reykjavík- norður þótt hann sé formaður kjör- dæmissambandsins í Reykjavík-suður. Ýmsir héldu svo að skiptingin hefði hreinlega verið látin ganga til baka þegar Þorlákur Björnsson skrifaöi grein á Hriflu.is á dögunum og titlaði sig formann kjördæmaráðs framsókn- arfélaganna í Reykjavík. Á skrifstofu flokksins fékkst hins vegar staðfest að flokkurinn er enn tví-einn í Reykjavík. Eftir stendur spurningin: Hvað er kjör- dæmaráð framsóknarfélaganna í Reykjavik? Um það er engar heimildir að finna á vef flokksins en Þorlákur er þar titlaður formaður kjöræmissam- bandsins í Reykjavík-norður... þingframboð. Ekkert af þessu fólki tek- ur undir þá skoðun Hjartar að Sam- fylkingin sé vinstriflokkur.“ Katrín Jakobsdóttir á Múrnum.is. Um Jackass „Undanfarið hef ég heyrt gagnrýnis- raddir sem telja að Skjár einn sé að bregðast ábyrgð þeirri sem felst i að reka sjónvarpsstöð meö því að sýna þætti eins og Jackass. [...] Er ábyrgðin ekki fyrst og fremst forráðamanna bam- anna. Eru börnin ekki undir ábyrgð þeirra frekar en rekstraraðila sjónvarps- stöðvar úti í bæ? [...] Foreldrar verða að hjálpa bömum við að velja og hafna ef þau vOja ekki missa uppeldishlutverk sitt algjörlega i hendur fjölmiðla." Guöríöur Siguröardóttir á Tíkinni.is. Baldvin on kjarnorkuvá Börkur Gunnarsson rithöfundur og leikstjóri Þaö hefur veriö ótrúiegt að sjá hve leiðtogi vinstri- manna í Bretlandi, Tony Biair, hefur staðið fast á ákvörðun sinni um að af- vopna íraka. Áður en hann komst til valda í flokki sínum höfðu pacifistar ráðið Verkamannaflokkn- um í tugi ára. Honum hefur verið það ljóst frá upphafi að hinn sterki armur pacifista í flokknum myndi grafa undan völdum hans ef hann fylgdi sannfæringu sinni í þessu máli og það gera þeir nú. í stað þess að grípa tækifærið og komast til auð- veldra vinsælda með því að spila á klassíska and-ameríska tóna vinstrimanna hefur Blair ákveðið að berjast gegn straumnum. Það er ótrúlegt af leiðtoga vinstriflokks. Hann er sannfærður um að Saddam Hussein hafi verið að koma sér upp eða verið búinn að koma sér upp gereyðingarvopn- um. Ef það er rétt er barátta Blairs aðdáunarverð. Ef það er ekki rétt er áhættan sem hann hefur tekið illskiljanleg - og erfitt að réttlæta þessa innrás. Því þótt innrásin verði líklegast íröskum almenn- •ingi tO mikils gagns er það alveg á hreinu að fyrir almenning á Vest- urlöndum er innrásin til mikils efnahagslegs tjóns. Kjarnorkuváin Javier Solana benti með réttu á stórt vandamál í Evrópu nútím- ans. Faðir hans barðist í tveimur styrjöldum og hann hefði ekki þurft neinar fortölur til að grípa til aðgerða til að koma í veg fýrir að brjálæðingur kæmist yfir kjarnorkuvopn. Hann vissi vel af eigin raun hvað svona yndislegir einræðisherrar eru færir um að gera ef þeir komast yfir efna- eða kjarnorkuvopn. Sonur hans hefur enga styrjöld upplifað og mun von- andi ekki upplifa. Hann elst upp í Evrópu þegar hún upplifir sitt lengsta friðartímabil. Það er að- eins erfiðara að sannfæra hann um mikilvægi þess að grípa til vopna til að stöðva einhvern byjál- æðing i Asíu. En, eins og Solana bendir á, þegar kemur að gereyð- ingarvopnum þá eru þau allra mál; ekki aðeins mál Bandaríkj- anna. Út frá þessari ábyrgu hugs- un virðist hinn djarfi Tony Blair taka ákvarðanir sínar. En, eins og svo margir ábyrgir leiðtogar vinstrimanna, gæti hann þurft að greiða fyrir ábyrgðartilfinningu sína með pólitísku lífi sínu. Af djörfum leiðtogum Við áttum líka djarfan leiðtoga vinstriflokks, Jón Baldvin Hannibalsson. Hann stjórnaði Alþýðu- flokknum og var í ríkis- stjórn á feikilega mikilvæg- um tíma. Kjarkur hans og framsýni, hvernig hann var tilbúinn að standa fast að baki ákvörðunum sem hann vissi að þrátt fyrir óvinsældir voru þjóðinni til heilla, var aðdáunar- vert. Samþykkt EES-samn- ingsins er aðeins eitt af fáum dæmum sem aftur- haldið barðist gegn og ef Jón Baldvin hefði ekki flokki og það sem var verst var að þeim linnti ekki þótt sannaðist æ ofan í æ að hann gerði rétt. Því miður fyrir þjóð- ina þurfti hann að láta sitt pólitíska líf alltof snemma. Pólitísk launmorð Líkingin nær ekki lengra en að sannfæring- unni því Jón Baldvin Hannibalsson hafði rétt fyrir sér og fórnaði póli- tísku lífi sínu fyrir heill þjóðarinnar á meðan hin- ir frámunalega skamm- sýnu pólitíkusar í hans flokki sem börðust gegn honum njóta ávaxtanna af dirfsku hans enn þann dag í dag. Hvað Tony Bla- ir varðar mun framtíðin leiða í ljós hvort hann er framsýnn eöa ekki. Jón stf•vS'HlfHtævÍsmv<:nn -í Baldvin Hannibalsson hafði rétt fyrir sér og fómaði pólitísku lífi Baidvin getur aftur á jafnmikilli hörku í því máli er óvíst hvort það stóra hagsmunamál fyrir íslend- inga hefði náð fram að ganga. (í dag er náttúrlega erfitt að ímynda sér að ein- hver hafi barist gegn EES- samningnum, þar sem hann hefur veitt þjóðinni svo augljósa hag- sæld, en á sínum tíma voru það ekki aðeins 19. aldar pólitíkusar eins og Jóhanna Sigurðardóttir sínu fyrir heill þjóðarinnar á meðan hinir frámunalega skammsýnu pólitíkusar í hans flokki, sem börðust gegn honum, njóta ávaxtanna af dirfsku hans enn þann dag í dag ... Það hefur alltaf mátt treysta því að Villta vinstrið drepur sína bestu syni. “ sem efuðust um ágæti hans, ekki einu sinni Ingibjörg Sólrún veitti samningnum atkvæði sitt, sem þó verður að teljast vinstrimaður sem er kominn upp úr 19. aldar hugs- unarhætti, í það minnsta inn á 20. öldina.) Jón Baldvin þurfti að lifa við stöðugar pólitískar morðtilraunir af hálfu afturhaldsaflanna í sínum móti þegar sofið rólegur, hans stutta pólitíska líf varð þjóðinni til mikilla heilla þótt pólitískir morðingjar hans lifi enn þann dag í dag góðu póli- tísku lifi. Líklegast þarf Tony Blair ekki heldur að óttast langt pólitískt líf þótt hann reynist hafa rétt fyrir sér. Það hefur alltaf mátt treysta því að Villta vinstrið drepur sína bestu syni. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.