Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2003, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 33 Æfir með Sávehof Vilhjálmur Halldórsson, handknattleiks- maður úr Stjörn- unni í Garðabæ, er þessa dagana staddur í Gauta- borg og skoðar að- stæður hjá 1. deildar liðinu Sávehof. Vil- hjálmur æfði með sænska liðinu í gærkvöld en tím- inn verður síðan að leiða i ljós hvort liðið gerir við hann samn- ing, Sænska liðið er í öðru sæti í deildarkeppninni en það sló sem kunnungt er Gróttu/KR út úr 8-liða úrslitum i áskorendakeppni Evrópu fyrir skemmstu. -JKS Evrópumótiö í handknattleik karla 2006: Níu þjóðir sækja um að halda keppnina Olafur og Björgvin komust áfram Kylfmgarnir Björgvin Sigur- bergsson, GK, og Ólafur Már Sig- urðsson, GK, eru þessa dagana að keppa á úrtökumóti EuroPro mótaraðarinnar. í gær komust þeir báðir í gegnum niðurskurð að loknum tveimur hringjum. Mótið fer fram í Norður-Devon í Englandi. Björgvin var í 50.-57. sæti á fimm höggum yfir pari eftir tvo hringi en Ólafur Már í 78.-94. sæti á sjö höggum yfir pari. í gær gekk Björgvini ekki nógu vel á þriðja hring. Hann lauk keppni á 74 höggum, eða á þremur yfir pari. Það var fyrst og fremst vindurinn og harður völlur sem gerðu honum lífið leitt í brautarhöggunum, en pútt- in gengu vel. Björgvin fékk fímm fugla en tókst ekki að láta þá bera sig alla leið og var með +5 á síðustu sex brautum. Hann hitti 11 brautir af 15 og 11 flatir af 18 en púttin voru alls 32. Ekki höfðu borist fréttir af því hvernig Ólafi Má gekk seint í gærkvöld. Englendingurinn Ryan Fenwick stóð sig best eftir tvo hringi og var þá á sex högg- um undir pari. -JKS Ljóst er nú að ekki færri en níu þjóðir sækjast eftir að halda Evrópukeppni karla i handknatt- leik 2006. Þetta eru Austurríki, Tékkland, Danmörk, Þýskaland, Grikkland, Makedónía, Noregur, Sviss og Tyrkland. Ákvörðun hvar keppnin verður haldin verð- ur tekin á þingi handknattleiks- sambands Evrópu á þingi þess á Kýpur í maí 2004. Umsækjendur hafa aldrei verið fleiri en Evrópumótið var fyrst sett á laggirnar 1994. Evrópumót- inu hefur vaxið jafnt og þétt fisk- ur um hrygg og var til að mynda þó nokkur hagnaður af Evrópu- mótinu I Svíþjóð í fyrra en það er jafnframt talið eitt glæsilegasta mót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Evrópumót er haldiö annað hvert ár og verður næsta mót i Slóveníu í janúar nk. en íslend- ingar unnu sér keppnisrétt á mót- ið með fjórða sætinu á EM í Sví- þjóð í fyrra. Slóvenar höfðu tvi- vegis áður sótt um að halda Evr- ópumót en urðu að láta í minni pokann, fyrst fyrir Króatíu 2000 og síðan fyrir Svíum 2002. Fjórar þjóðir sóttust eftir að halda mótið 2004 en Slóvenar unnu kapphlaup- ið í þriðju tilraun. Þýskaland þykir nokkuð væn- legur kostur fyrir Evrópumótið 2006 en það var þeim mikil áfall þegar þeir urðu undir fyrir Túnis að halda heimsmeistaramótið 2005. Fram á síðustu stundu töldu flestir að Þjóðverjar myndi vinna Túnis í atkvæðagreiðslu en Afr- íkuþjóðin smalaði vel á síðustu metrunum og vann í atkvæða- greiðslunni nokkuð sannfærandi. Það er varla svo að Þjóðverjar hafi náð sér enn þá en þei'r hafa ákveðið að sækja um Evrópumót- ið 2006 og ekki er talið útilokað að þeir sæki um heimsmeistaramót- ið 2007. Allir eru á einu máli um að Þjóðverjar hafi allt til alls og myndu efiaust halda stórmót með glæsibrag. Ekki skemmir fyrir sú mikla handboltahefð sem er í landinu. Danir þykja ekki síður líklegri en mörg ár eru síðan þeir héldu stórmót i handknattleik og finnst þeim sem tími sé kominn til að halda eitt slíkt. Umsóknir Tyrkja og Makedóna þykja síst koma til greina og þá sérstaklega þegar litið er öryggis hjá þjóðunum báðum eins og málum er háttað í dag. Umsókn Grikkja kemur til með að ráðast af því hvernig þeim tekst upp á Ólympíuleikunum á næsta ári en útlitið í þeim efnum er ekki gott eins og fram hefur komið í fréttum á síðustu dögum. Áhugi á að halda Evrópumót kvenna 2006 er ekki síðri en hjá körlunum en átta þjóðir hafa þeg- ar sótt um að halda mótið. Það eru Búlgaría, Tékkland, Dan- mörk, Frakkland, Makedónía, Slóvakía, Svíþjóð og Tyrkland. -JKS Halldór skoraði flmm mörk Halldór Sigfússon, fyrrum leikmaður íslandsmeistara KA í handknattleik, skoraði fimm mörk fyrir Friesenheim sem sigraði Solingen, 23-20, í suður- riðli þýsku 2. deildarinnar. Friesenheim hefur varla mögu- leika lengur að komast upp í úr- valsdeildina en efsta liðið fer beint upp en liðið í öðru sæti fer í umspil. Kronau/Österingen er í efsta sæti riðilsins með 51 stig og Dússeldorf er i öðru sæti með 49 stig. Friesenheim er í þriðja sæti með 42 stig en fjórum umferðum er ólokið. -JKS Börsungar stefna á titilinn Fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Barcelona vinni spænska meistaratitilinn í hand- bolta þetta árið. Barcelona sigr- aði Cangas, 45-19, í fyrrakvöld. Rúnar Sigtryggsson og félagar í Ciudad Real sigruðu Barakaldi, 32-17, og gerði Rúnar eitt mark í leiknum. Barcelona er í efsta sæti með 45 stig, Ciudad Real hefur 40 stig í öðru sæti og Ademar Leon 39 stig í fjórða sæti. -JKS Markús Þór Björnsson frá ísafirfii og Elsa Gufirún Jónsdóttir frá Ólafsfirfii meistarar í sprettgöngunni. Skíðamót hófst í gær í Hlíðar- fjalli við Akureyri og fyrsta keppnisgreinin var sprettganga karla og kvenna. Snjór er ekki mikill í Hlíðarfjalli en Akureyringar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leggja brautir og hefur það tekist með ágætum. Sprettganga getur verið mis- munandi löng en nú var genginn 300 metra hringur. Reglur sprettgöngu eru þannig að fyrst ganga allir keppendur einn hring á tíma. 16 bestu tím- arnir komast úrslit. Síðan ganga tveir keppendur saman með út- sláttarfyrirkomulagi þar til einn stendur eftir sem sigurvegari og er í þessari keppni íslandsmeist- ari. Mikil spenna og ágætis stemning Mikil spenna og ágætis stemm- ing var í Hlíðarfjalli og veður mjög gott meðan sprettgangan fór fram. íslandsmeistari karla varð Markús Þór Björnsson frá ísafirði sem gekk til úrslita gegn félaga sínum frá ísafirði, Ólafi Th. Árnasyni. Um bronsið kepptu Andri Steindórsson frá Akureyri og Helgi Heiðar Jó- hannesson, einnig frá Akureyri, og hafði Andri betur í þeirri keppni. Keppnin um gullið hjá körlun- um var sérstaklega dramatísk þar sem Ólafur leiddi kapphlaup- ið framan af en braut síðan skiðastaf og Markús fór fram úr honum. í kvennaflokki varð íslands- meistari Elsa Guðrún Jónsdóttir, 17 ára stúlka frá Ólafsfirði, en hún keppti á móti Hönnu Dögg Marinósdóttur, einnig frá Ólafs- firði, um gullið. Enn ein Ólafs- fjarðarmærin náði þriðja sætinu, Stella Víðisdóttir. í dag hefst keppni klukkan 10 fyrir hádegi og verður þá keppt í stórsvigi kvenna og karla. Klukk- an 16 hefst ganga karla og kvenna með frjálsri aðferð. Á laugardag hefst keppni klukkan 10 um morguninn með svigi kvenna og karla og á sama tíma verða karlar og konur ræst út í göngu með hefbundinni að- ferð. Á lokadegi mótsins á sunnu- dag verður keppt í stórsvigi karla og kvenna og hefst keppni klukkan 10. Klukkutíma síðar hefst boðganga karla og kvenna. Þess má geta að keppt verður tvisvar í stórsvigi en keppnin á föstudag gildir til Islandsmeist- aratignar. Unglingameistaramótið flutt til Akureyrar Ekki er útlit fyrir að hægt verði að halda unglingameistara- mót í Bláfjöllum þetta árið. Stefnt er að því að mótið verði haldið í Hlíðarfjalli dagana 14. og 15. apríl. Breiðablik mun halda mótið í samstarfi við Skíðafélag Akureyrar með góðum stuðningi annarra skíðadeilda og hafa Dal- vík og Ólafsfjörður gefið góð fyr- irheit um aðstoð eftir föngum. Stefnt er á að halda tveggja daga mót. Nánari dagskrá verður birt fljótlega. Ekki er gert ráð fyrir að keppni hefjist á mánudag fyrr en eftir hádegi. -JKS/ÆD Skíðalandsmót íslands hófst á Akureyri í gær: Markús og Bsa fvrst í mark * x

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.