Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Side 18
42
______________________________________MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003
Skoðun I3V
Tilraunaeldhús með viðskipti
Geir R.
Andersen
blaöamaöur
skrifar:
Skoðun
„Er nú svo komiö að
fyrirtækjum á hluta-
bréfamarkaði hér fækkar
ört og flótti er brostinn á
í Kauphöll íslands. Á
sama tíma er klifað á því
að „styrkur krónunnar"
veiki atvinnulífið en það
er alveg á skjön við það
sem gerist í alvöru
þjóðríkjum vítt og
breitt um heiminn.“
Þau nema hundruöum ráðin,
nefndirnar og stýrihóparnir sem
skipaðir hafa verið í þessu landi
til þess að þoka þjóðinni upp á
við í takt við það sem „best gerist
erlendis". Öll erum við nú farin
að kynnast hinu rafræna samfé-
lagi sem hér hefur verið komið á
í nánast öllum viðskiptum.
Ég varð fyrst var við það þegar
ég var sviptur bankabók, sem ég
hafði átt frá barnsaldri, hún inn-
kölluð og mér afhent í staðinn
leyninúmer í rafrænu formi,
númer sem ég átti að muna eða
bera á mér þóknaðist mér að
leika sparifjáreiganda í framtíð-
inni. Ekkert var lengur fast í
hendi eða bókfært í mínum vasa.
Áður hafði ég fengið til afnota
greiðslukort sem voru líka raf-
ræn og skráðu úttekt á öli, tóbaki
og sælgæti neysluþjóðfélagsins.
Allt skráð samviskusamlega.
I samfélagi syndugra?
Úr kynningarhófi veröbréfafyrirtækis í Reykjavík áriö 1999.
Nú fullyrða fulltrúar í íslensk-
um stýrihópi að góðar líkur séu á
því að ísland geti slegist í hóp
fjögurra annarra þjóða til að
verða tilraunasamfélag fyrir raf-
ræn viðskipti. „ísland er kjörið
tilraunasamfélag, alveg tilbúið
fyrir svona verkefni," segir þar.
Tillagan, sem Staðalráð íslands
m.a. stendur að, felst í því að
skapa skilvirkt, rafrænt við-
skiptaumhverfi - „tilraunasamfé-
lag, sem þjóni sem viðskiptalíkan
fyrir önnur Evrópulönd".
Ekki vil ég segja þessu margt
til hnjóðs umfram það, að ég er
afar vantrúaður á að við íslend-
ingar séum í stakk búnir til að
þjóna sem tilraunaeldhús fyrir
heilbrigð viðskipti enn sem kom-
ið er. Ekki heldur rafræn. En
þetta eiga kannski ekki að vera
tilraunir á sviði viðskiptaheil-
brigðis. Bara svona rafrænu al-
mennt...
Ég tel að hingað til hafi okkur
ekki tekist svo vel í kortlagningu
viðskiptasiðferðis; höfum frekar
stofnað til samfélags syndugra á
þeim vettvangi, erum raunar á
flótta undan réttvísinni í flestum
greinum, þar sem valdablokkir
takast á og skeyta ekki baun um
hag handhafa almennra hluta-
bréfa eða verðbréfa er haldið hef-
ur verið að vitum landsmanna
sem hafa ginið við og keypt þau
óséð - með rafrænum hætti.
Er nú svo komið að fyrirtækj-
um á hlutabréfamarkaði hér
fækkar ört og flótti er brostinn á
í Kauphöll íslands. Á sama tíma
er klifað á því að „styrkur krón-
unnar“ veiki atvinnulífiö en það
er alveg á skjön við það sem ger-
ist í alvöru þjóðríkjum vítt og
breitt um heiminn.
Eigi okkur íslendingum að
vegna betur í því tilraunaeldhúsi
sem viðskiptalíf hér hefur ólmast
í á siðustu misserum, hlýtur bætt
siðferði, meiri heiðarleiki og auk-
in virðing fýrir öðrum að leika
stærra hlutverk til að ná góðum
árangri í viðskiptum. Bæði milli
einstaklinga sem á þjóðarvísu.
Forboðin
umnæöa?
Jðhannes Guömundsjon_skrifar:
Það sætir furðu hjá fleirum
en mér, hvernig svokölluð
„sala“ eða sameinging Búnað-
arbankans og Kaupþings hefur
gengið til fram að þessu. Enn
furðulegra er hvernig fjölmiðl-
arnir sniðganga gjörsamlega
forsendur gjörnings þessa, þótt
alkunna sé, að hér er verið að
ráðskast með fjármuni í al-
mannaeigu, sjóði og stofnanir
sem fólk hefur verið látið
greiða í áratugum saman.
Hvar er t.d. Framkvæmda-
sjóður atvinnulífsins eða Þró-
unarsjóður og hvar er Sam-
vinnusjóðurinn? Enn fleiri
mætti nefna. Má kannske
flokka þetta allt undir helm-
ingaskipti íhalds og Framsókn-
ar? Og spyrja má: Hvað varð
um fyrrverandi viðskiptaráð-
herra, sem m.a. um vélaði þeg-
ar uppstokkunin mikla átti sér
stað á eignarhlutum Framsókn-
ar og Samvinnufélaganna?
Hvar situr hann nú? - Allt fjöl-
miðlaefni sem liggur í þagnar-
gildi. Þorir einhver að hefja
forboðna umræðu?
í framhaldi af frétt í DV mánud.
15. þ.m. vil ég leiðrétta og bæta
við þá frétt um veggjakrot og
skemmdarfýsn sem hefur bitnað
verulega á verslanasamstæðunni
við Áifheima hér í borginni.
Sannleikurinn er sá að við, íbú-
arnir í Álfheimum 4, erum oftar
en ekki í vandræðum með að
komast inn í íbúð okkar vegna
ágangs krakka úr Langholtsskóla,
en þeir sitja gjarnan á útidyra-
tröppunum reykjandi og skilja
jafnvel eftir sig ýmsan óþverra,
líkt og sjá mátti á mynd með
nefndri frétt í DV.
Ég hef margoft rætt málið við
skólastjóra Langholtsskóla og beð-
ið hann að taka á málinu, en erfitt
hefur verið að fá þann góða mann
til að beita sér. Hann viröist
greinilega ekki trúa neinu mis-
jöfnu á sína skjólstæðinga, krakk-
ana í skólanum.
Meinið kann að mega rekja til
þess að allsendis ónóg aðstaða
hefur verið fyrir allan þann fjölda
sem tengist Langholtsskóla, sem
er skráður við Holtaveg og þaðan
ætti auðvitað öll aðkoma að skól-
anum að vera. Staðreyndin er
hins vegar sú að öll umferðin er
frá Álfheimunum.
í skipulagi nýrra byggingafram-
kvæmda við Langholtsskóla er
áætluð bygging samkomuskála
sem tengibygging við skólann og
á hún að hýsa matsal, samkomu-
aðstöðu og annað því skylt. Eftir
sem áöur er ekki lausn í sjónmáli
vegna umferðarinnar til og frá
skólanum. Engin tenging ætti
hins vegar aö vera á milli versl-
anasamstæðunnar og Langholts-
skóla.
„Eftir sem áður er ekki
lausn í sjónmáli vegna
umferðarinnar til og frá
skólanum. Engin tenging
ætti hins vegar að vera á
milli verslanasamstæð-
unnar og Langholtsskóla. “
Vonandi verður þessi umræöa
um skemmdir og ágang ungmenn-
anna til þess að borgaryflrvöld
sjái til þess aö þarna verði gerðar
úrbætur sem duga til þess aö allir
viðkomandi geti gengið sáttir til
starfa og leiks. Áifheimarnir eru
gróið og mannvænt hverfi sem
ekki er sæmandi að skilja eftir í
ringulreið og óvissu um framtíð-
arheill íbúanna og þeirra sem
sækja þangað frá degi til dags.
Veggjakrot við Alfheimana
Siguröur Ingimundarson
skrífar:
Við Langholtsskóla.
- Nýtt skipulag í bígerö.
Leiður á „Onminum"
Gunnar Sveinsson skrifar:
Sjáifskipaðir
spekingar friðar-
sinna leika nú laus-
um hala í sérhverj-
um íslenskum fjöl-
miðli, en virðast þó
njóta sérstakrar
virðingar þátta-
gerðarmanna Ríkis-
útvarpsins, svo og
Egils Helgasonar i
sérviðtölum. Það
var einmitt hjá honum sem hinn
„síséði“ Jón Ormur Halldórsson,
sérstaklega útfarinn í því að leggja
til atlögu gegn flestu því sem amer-
ískt er, var á fullu við iðju sína. Ég
hef heyrt marga orða það svo að
þetta sífellda jarm vinstra gengis-
ins um vonsku Bandaríkjanna sé
farið að snúa mörgum fyrrum
vinstra manninum til stuðnings
við Bandaríkin og frumkvæði
þeirra við að bregðast við ógnum
og hryöjuverkum víða um heim.
Enda verður það seint fullþakkaö.
Önnup þjóðarsán? - Nei
Örnjngólfsson skrifar:
Okkar háttvirti utanríkisráðherra
minntist á „hóflegar launahækkan-
ir“, svo að hægt væri að lækka
skatta! En bíðum nú viö; hefur ekki
sá stóri hópur sem hefur „lægstu
launin“ fómað mjög miklu undanfar-
in ár og hefur tekið á sig óhóflegar
launalækkanir (hærri skatta, hærra
vöruverð, og ekki síst lækkaðar bæt-
ur fyrir bamafólk, öryrkja, ellilífeyr-
isþega? Ég vona, að lágtekjufólk
muni eftir þessu og svo barnafólkið
eftir bamakortunum. Allt að fmm-
kvæði Kjaradóms. Þá var okkar háu
herrum innan þessarar ríkisstjórnar
og öðram embættismönnum úthlutað
mikilli kauphækkun! En því miður
var (þegar þetta kom í fréttum) ai-
menningur búinn að kjósa! - Tilvilj-
un á kosningadag?
Skattalækkanir
Sérfræðingur
í samstöðu
gegn Banda-
ríkjunum?
Jðhann Sveinsson skrifar:
Mýr sýnist þaö
vera Sjálfstæðis-
flokkurinn sem býð-
ur best í kapphlaup-
inu um kjósenda-
fylgi í komandi
kosningum. Sjálf-
stæðismenn lofa
lækkun tekjuskatts um 4%, úr
25,5% í 21,7%, auk þess að hafa gert
persónuafsláttinn millifæranlegan.
Barnabætur eiga að hækka um 2
milljarða króna og lækkun hins
svokallaða neðra þreps virðisauka-
skatts verður umtalsverð, fer úr
14% í 7%. Afnám eignaskattsins er
veruleg búbót fyrir íbúðaeigendur,
og eru ekki flestir íbúðareigendur í
dag - eða þá verðandi eigendur? Ef
þetta er ekki veruleg kjarabót, þá
veit ég ekki hvaö slíkt er.
Karólina hringdi:
Enn eru að birtast í blööum og
bæklingum auglýsingar sem eru
manni vita gagnslausar, þar sem
þær sýna ekki verð þeirra hluta
eða þjónustu sem verið er að aug-
lýsa. Ég sá t.d. nýlega áhugaverð
skilaboð um jógakennslu í jógamið-
stöð í miðbænum (bæði fyrir jóga
og svo danstíma). Ágætlega útfærð-
ar auglýsingar, og skilmerkilegar
að öðru leyti en því að ekkert verð
fygldi. Af hverju þarf maður alltaf
að hringja til fá upplýsingar um
verð? Hvers vegna ekki að birta
verð svo maður geti reiknað út til
fulls hvað manni hentar fjárhags-
lega? Það er oftar en ekki verðið
sem mest skipta mann máli.
IDV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Skaftahlíð 24,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Hefur vinning-
inn í kjara-
bótaboöum?