Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 4
4 H FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 Fréttir I>V Fylgisbreytingar í könnunum síöustu mánuöi: Kannanir DV gáfu tóninn Umtalsverðra fylgisbreytinga þriggja stjómmálaflokka síðustu tvo mánuði í þá veru sem nú virðist raunin varð fyrst vart í könnunum DV. Þetta á við fylg- isbreytingar Framsóknarflokks- ins, Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar. Framsóknarflokkurinn bætti fyrst verulega við sig í könnun DV í lok apríl þegar fylgi hans mældist 17 prósent. Fram að því, þ.e frá því í marsbyrjun, hafði fylgi flokksins í könnunum ver- ið mun lægra. Það var fyrst 2. maí sem Fréttablaðið sagði fylgi flokksins hafa mælst 15,6 pró- sent en í apríllok var þaö 12,8 prósent. Kannanir Félagsvís- indastoftiunar hafa sýnt Fram- sókn á uppleið en hæst mældist fylgið 14,4 prósent í könnun sem gerð var 27.-30. apríl. Gallup mældi Framsókn með 12,8 pró- senta fylgi í apríl en fyrr í þess- ari viku náði það í 15,7 prósent- um. Undir lok apríl mældist fylgi Framsóknar 13,4 prósent hjá IBM viðskiptaráðgjöf. Þróun- ina má sjá á meðfylgjandi grafi. Punktarnir í grafinu eru kann- anir mismunandi aðila á rúmum tveimur mánuðum, táknaðir með mismunandi litum. Ef litið er á heildarmyndina má sjá hvernig fylgi Framsóknar sveifl- ast upp á við. Fylgisbreytingar í könnunum • IBM F.vísindast - Gallup 20% 15% 10% 5% 40% 35% 30% 25% Framsóknarflokkur 1 Fréttabl. DV apríl maí Samfylking Könnun DV í marslok varð fyrst til að sýna fylgi Samfylk- ingarinnar fara undir 30 pró- sent. Þá mældist það 27,1 pró- sent. í lok apríl var fylgi Sam- fylkingarinnar komið undir 30 prósenta markið hjá öllum nema Félagsvísindastofnun. Rétt er að geta þess að nýjasta könnun Gallups, sem kynnt var í gær- kvöld, er ekki með í þessari sam- antekt en þar mældist fylgi Sam- fylkingarinnar 32,7 prósent, nán- ast jafnmikið og í þjóðarpúlsi Gallups fyrir apríl. Heildar- myndin í grafinu sýnir fylgið þó á niðurleið. DV varð fyrst til að mæla fylgi Frjálslyndra tæp 10 prósent en þannig mældist það í könnun blaðsins 3. apríl. Reyndar höfðu kannanir Fréttablaðsins 24. og 31. mars mælt fylgi Frjálslyndra 7.8 og 8 prósent en það var ekki fyrr en 14. apríl að fylgið fór yfir 9.8 prósentin úr könnun DV. Þjóðarpúls Gallups, sem kynntur var í lok apríl, mældi fylgi Frjálslyndra 9,6 prósent, könnun Félagsvísindastofnunar 6.-11. apríl mældi Frjálslynda í 8.9 prósentum og hjá IBM tóku Frjálslyndir stökk úr 7 prósent- um í 11,5 í könnun 22.-23. apríl. Á grafinu sést fylgisaukning Frjálslvndra greinilega. -hlh Vörubíllinn hafnaði í undirgöngunum Mikill árekstur varð á gatnamót- um Reykjanesbrautar og Lækjar- götu í Hafnarfiði í gær þegar fólks- bíll sem ók í suðurátt beygði inn í Setbergshverfið og í veg fyrir vöru- bU fullan af möl sem var aö keyra norður Reykjanesbrautina. Við áreksturinn lenti vörubillinn á fólksbUnum og hafnaði svo í undir- göngum sem liggja undir Reykjanes- brautina. BUstjóri vörubUsins slas- aðist lítiUega og er líklega ökkla- brotinn en aðrir slösuðust minna. Slysið varð um klukkan hálf sex í gær en tækjabUar náðu ekki vöru- bílnum aftur upp á veginn fyrr en klukkan hálf tíu í gærkvöld. Reykja- nesbrautinni var lokað frá Lækjar- götu að Flatahrauni í nokkurn tíma vegna slyssins. Að sögn lögreglunn- ar eru téð gatnamót tU mikiUa vand- ræða og hafa mörg alvarleg slys orð- ið þar í gegnum tíðina. -EKÁ Félagsþjónustan í Reykjavík gagnrýnir niöurstööu Hörpu Njáls: Meðalfjárhæð aðstoðar hækkaði Slapp með skrekklnn Bílstjórí þessa malarflutningabíls má teljast heppinn eftir aö bíllinn hafnaöi utan vegar á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfiröi í gærdag. Ökumaöurinn hafnaöi undir hlassinu en björgunarmenn náöu honum þaöan lítt slösuöum. Miklar umferöartafir uröu vegna þessa óhapps í gær. Meðalstyrkur fjárhagsaðstoðar sem hver einstaklingur naut frá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík (FR) hækkaði um 19% á miUi áranna 1994 og 1996, að því er fram kemur í gögn- um sem forsvarsmenn FR kynntu á blaðamannafundi í gær. Björk VU- helmsdóttir, formaður félagsmála- ráðs Reykjavíkurborgar, segir þetta tU marks um að það sé ekki rétt, sem Harpa Njáls heldur fram í bók sinni, Fátækt á íslandi, að breyttar reglur sem teknar voru upp 1995 hafi þrengt að fátæku fólki. Harpa heldur því sem kunnugt er fram í bók sinni að hertar reglur FR hafi meðal annars valdið aukinni ásókn fátækra tU góð- gerðarstofnana, þar á meðal sú ráð- stöfun að frysta viömiðunarmörk fjárhagsaðstoðar í íjögur ár ffá 1995-1999. Útúrsnúningur Hörpu Björk segir aö þessi niðurstaða Hörpu sé að sínu mati algjörlega röng. „Þaö er ekki hægt að segja að með breyttum reglum, sem urðu tU þess að aðstoð tU hvers og eins jókst, höfúm við verið að senda fólk á Mæðrastyrksnefnd; það er bara útúr- snúningur.“ Fram kom hjá Sigríði Jónsdóttur, framkvæmdastjóra þróunarsviös FR, að tafia sem birt er í bók Hörpu (á bls. 180) og sýnir sífeUt minnkandi framlag FR tU tUtekins hóps einstak- linga á þessu árabUi, eigi aðeins við um fámennan hóp öryrkja og sé því mjög villandi. En Björk Vilhelmsdóttir segir að þær fuUyrðingar og ályktanir Hörpu sem hún mótmælir rýri ekki í sínum huga gUdi annarra niðurstaðna Hörpu í bókinni. „Nei, mér finnst það ekki. Mér finnst Harpa Njáls leggja mál sitt fram á málefnalegan og fag- legan hátt. Ég er hins vegar ekki sammála þeirri niðurstöðu sem hún kemst að gagnvart fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar - er reyndar al- veg andsnúin henni - en ég er alveg tUbúin að ræða svona gagnrýni sem sett er ffam á málefnalegan hátt,“ segir Björk. Hún segir að vissulega sé Súlur og línur Björk Vilhelmsdóttir (t.h.) og Sigríöur Jónsdóttir (t.v.) mótmæla þeirri niöur- stööu Hörþu Njáls aö þreyttar reglur Félagsþjónustunnar í Reykjavik 1995 hafi þrengt aö fátæku fólki. sveitarfélagiö síðasti hlekkurinn í velferðarkerfinu. Hins vegar veröi sveitarfélagið að hafa viðmiðunar- mörk íjárhagsaðstoðar lægri en bæt- ur frá ríkinu þvi eUa myndi Félags- þjónustan þurfa að greiða öUum ör- yrkjum og atvinnulausum viðbót ofan á aðrar bætur. -ÓTG Töluvert um eggjaþjófnað Töluvert hefur borið á því að egg séu tekin úr hreiðrum fugla á Seltjarnarnesi og sést hefur til fólks við þá iðju en það er með öllu óheimilt. Fuglalíf á Seltjarn- arnesi er afar fjölskrúðugt og að mörgu leyti einstætt. Yfir hundrað tegundir fugla hafa sést þar en um þrjátíu fuglar verpa þar að staðaldri. Kríuvarp er mjög umfangsmikið á Seltjarnar- nesi og hefur umhverfisnefnd Sel- tjamarness lagt áherslu á að fugl- arnir fái frið fyrir mönnum yfir varptímann. Grótta er til dæmis lokuð frá 1. maí til 30. júní af þeim sökum. Umhverfisnefnd Sel- tjamarness hefur brugðist við þessu með því að setja upp skilti með upplýsingum um að óheimilt sé að taka egg úr hreiðrum. -EKÁ Fíkniefnagengi: Hafnaboltakylf- up á lofti Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt á þriðjudagskvöld um mikil læti úti í. Gróttu á Seltjarnamesi. Vegfarandi sem átti leið þar um kvaðst hafa séð tvö fikniefnagengi og svo virtist sem þau væra að gera upp fikniefnaskuldir. Mikill hávaði og læti voru í þeim og sagði maðurinn að hafnaboltakylfur hefðu verið á lofti. Maðurinn kvaðst hafa forðað sér og hringt á lögregluna. Þegar lögreglan kom á vettvang var flest fólkið farið. Tal- aði hún við nokkra úr öðrum hópn- um og virtist málið hafa verið mun minna en í fyrstu var talið. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að menn geri upp fikniefna- skuldir sinar með þessum hætti og hefur það tíðkast um langan tíma. Sagði lögreglan að fikniefnamál væru yfirleitt skipulögð starfsemi og menn væru oftast margir saman í hópum. Lögreglan fær sjaldnast vitneskju um slík mál þar sem þau eru yfirleitt aldrei kærð til lögregl- unnar. Það er ekki nema menn fari verulega yfir strikið og slasi aðra alvarlega að lögreglan fréttir af þeim. Menn sem verða fyrir minni háttar áverkum í svona viðskiptum tilkynna slíkt yfirleitt ekki til lög- reglu, enda hafa þeir þá einnig óhreint mjöl í pokahorninu. -EKÁ Lottóið stefnir í 50 milljónir Allt stefnir í að lottóvinningur- inn verði 50 milljónir á kosninga- ‘I daginn. Fyrsti vinningur er sexfaldur að þessu sinni og að sögn forráðamanna íslenskrar getspár er búist við að þátttaka verði með fjörugasta móti. Ef að líkum lætur verður vinn- ingurinn nú sá þriðji hæsti í sögu Lottósins. Hæsti vinningur sem gengið hefur út var um 80 milljónir og féll í hlut eins lottó- spilara í lok apríl á síðasta ári. Athygli er vakin á því að sölu- staðir verða opnir lengur en venja er, eða til klukkan 21.15 á laugardag, og útdráttur kvöldins verður samtímis á Stöð 2 og í Sjónvarpinu klukkan 21.40. -aþ 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.