Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 Skoðun 3>V Hugmyndavinna á sviði jalnréttismála Katrín Jakobsdóttir kosningastjóri VG í Reykja- víkurkjördæmum „Aðeins tvær þingkonur Samfylkingarinnar studdu tillöguna viö atkvæða- greiðslu á Alþingi á vor- dögum, hinir sátu hjá.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, frambjóöandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir í yfirheyrslu DV í gær, 5. maí, að hvað snertir jafnréttismál sé Samfylkingin „í rauninni eini flokkurinn sem hef- ur viljað setja þau mál á dagskrá í þessari kosningabaráttu". Vegna þessa er rétt að benda á eftirfarandi: Málflutningur með ólíkum hætti Á yfirstandandi kjörtímabili hefur farið fram umfangsmikil hugmyndavinna á sviði jafnrétt- ismála innan Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs. Þar hef- ur sjónum ekki aðeins verið beint að birtingarmyndum kynjamis- réttis heldur jafnframt leitast við að greina félagslegar rætur þess og benda á leiðir til úrbóta. Af- rakstur þessarar vinnu var gef- inn út í sérstöku riti um kven- frelsi nú á vordögum og kynntur íjölmiðlum í síðasta mánuði. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur lagt ríka áherslu á jafnréttismál í yfirstandandi kosningabaráttu, rétt eins og flokkurinn hefur alla tíð gert í baráttu sinni fyrir stefnu sem grundvallast á jöfnuði, félagslegu „Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til að leiða hjá sér vinnu og baráttu fólks í öðrum stjórnmálaflokkum fyrir jafnrétti kynjanna er málaflokknum ekki til framdráttar. “ réttlæti, umhverfisvernd, kven- frelsi og friðarstefnu. Máiflutningur frambjóðenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og þess frambjóðanda Samfylkingarinnar sem í hlut á hefur vissulega verið með ólíkum hætti. Þannig hafa frambjóðend- ur VG lagt áherslu á stöðu kvenna almennt og þá ekki síst stórra hópa kvenna sem vinna láglaunastörf. Meðal annars hef- ur flokkurinn talað fyrir þjóðar- sátt um verulega hækkun lægstu launa og að Jafnréttisstofa fái í hendur nauðsynleg tæki til að fylgja eftir ákvæðum laga um sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kynferði. Aðeins tvær konur Á kjörtímabilinu flutti VG til- lögu um bætt starfsumhverfi fyr- ir kvennahreyfinguna og ítrekað fluttu þingmenn flokksins tillög- ur um að færa refsiábyrgð af herðum þeirra sem leiðast út í vændi yfir á kaupendur. Aðeins tvær þingkonur Sam- fylkingarinnar studdu tillöguna við atkvæðagreiðslu á Alþingi á vordögum, hinir sátu hjá. Til- raun Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur til að leiða hjá sér vinnu og baráttu fólks í öðrum stjórn- málaflokkum fyrir jafnrétti kynj- anna er málaflokknum ekki til framdráttar. Athugasemd frá Hörpu Njáls: Ríkið ber meginábyrgðina Senn kemur miöill í sjónvarp Frjálst, gott sjónvarp Gunnar Jóhannsson skmar: Það er ekki ofsögum sagt af hinum frjálsu útvarps- og sjón- varpsstöðum, þær slá ríkissjón- varpið út. Þættir eins og Innlit- útlit og sjónvarpsþáttur Sirrýj- ar og Silfur Egils á Skjá einum ásamt Jay Leno eru ómissandi afþreyingarefni fjölskyldunnar. Stöð 2 hefur verið framarlega í áhorfinu með alla sína sér- þætti, morgunsjónvarp og margt fleira. Senn sjá menn þar nýja þætti eins og miðilinn Þórhall Guðmundsson sem verður með skyggnilýsinga- þætti á Stöð 2 með haustinu. Allt eru þetta þættir sem kosta lítið, þar er engin sérstök sviðs- mynd eða fiöldi umsjónar- manna, bara viðtöl og einföld uppsetning. Það þarf ekki hóp listamanna eða tugi tækni- mann til að gera vinsæla sjó- varpsþætti. Vegna umfjöllunar Ólafs Teits- sonar blaðamanns um bók mína, Fátækt á íslandi viö upphaf nýrr- ar aldar, og vegna umfiöllunar í leiðara blaðsins vil ég taka eftir- farandi fram: DV dregur upp mjög einhliða og villandi mynd af efni bókarinnar með því að staðhæfa að Reykja- víkurborg hafi haft góðærið af fá- tæku fólki í Reykjavík. Meginá- byrgð á fátækt í landinu liggur hjá almannatryggingakerfmu sem til- heyrir ríkisvaldinu. Bætur al- mannatrygginga og atvinnuleysis- bætur eiga samkvæmt markmið- um laganna að tryggja öllum þegnum viðunandi lágmarksfram- færslu. Ef ríkið bregst hlutverki sínu á þessu sviði og ýtir ábyrgð yfir á sveitarfélögin þá rísa al- mannatryggingar ekki lengur undir nafni. Stærstur hluti ábyrgðarinnar liggur því eðli málsins samkvæmt hjá ríkisvald- inu. Blaðamaðurinn haföi lofað að leyfa mér að lesa yfir umfiöllun sína fyrir birtingu en ekki varð af því. Eg hefði gert alvarlegar at- hugasemdir við framsetningu hans. Harpa Njáls Athugasemd blaðamanns Rétt er að árétta að í umfiöllun DV um bók Hörpu Njáls, sem ný- verið var gefin út á vegum Borg- arfræðaseturs, kom skýrt fram að meginniðurstaða hinnar viða- miklu rannsóknar hennar væri að umtalsvert vantaði upp á að vel- ferðarkerfið tryggði fólki lág- marksframfærslu og að ríkið hefði fært hluta af skyldum sínum yfir á sveitarfélögin með því að ákvarða bætur almannatrygginga of lágar. Þetta hefur áöur komið fram í umfiöllun fiölmiðla um rannsókn hennar. Meginviðfangs- efni umfiöllunar DV var hins veg- ar gagnrýni Hörpu á Félagsþjón- ustuna i Reykjavík, sem hvergi hafði veriö fiallað um áður. í því efni var eingöngu stuðst við bein- ar og skýrt auðkenndar tilvitnan- ir í bók Hörpu. Henni var heitið því að undir hana yrðu borin um- mæli sem hugsanlega yrðu höfð eftir henni úr stuttu samtali en það reyndist óþarft þar sem um- fiöllun um sama efni var að finna í bók hennar. í bókinni kemst Harpa meðal annars að þeirri niðurstöðu, á bls. 362, að Félagsþjónustan í Reykja- vík hafi sett hluta af þeirri ábyrgð sinni að koma í veg fyrir að fólk líði skort yfir á góðgerðastofnanir. Einnig, á bls. 179, aö tilteknir hóp- ar hafi farið á mis við góðærið á liðnum árum vegna þess að fram- færsluviðmið Félagsþjónustunnar hækkaði ekki í fiögur ár. DV stendur við umfiöllun sína um bók Hörpu Njáls en getur vit- anlega ekki ábyrgst að allar niður- stöður eða ályktanir bókarinnar séu réttar. Félagsþjónustan í Reykjavík hefur mótmælt ofan- greindum niðurstöðum Hörpu og ýmsu fleiru sem hún heldur fram um Félagsþjónustuna í bók sinni. í þeirri deilu getur DV ekki orðið sáttasemjari. Ólafur Teitur Guðnason Betri formaður Halldór Halldórsson skrifar: Pistlar Þráins Ber- telssonar em oft frá- bærir. Nú segir hann að Samfylkingin hefði ekki átt að keyra svona stíft með sterkan foringja á sama tíma og sum- ir í þeim hópi gagn- rýna einmitt for- ingjatign og krafta- jötna i stjómmálum. Þarna klikkar Sam- fylkingin. Hún keyrir á fúllu á leiðtoga- efni á leiðtoga ofan og meira að segja búin að munstra hann sem forsætisáð- herraefni! Þetta hefúr haft öfug áhrif og margir, t.d. eðalkratar, sætta sig ekki við þessi ósköp. Ég held að Guömundur Ámi Stefánsson hefði verið prýðilegur formað- ur Samfylkingar og sný ekki aftur með það. Hann er skeleggur málsvari jafnað- arstefnunnar og þekkir alla innviði stjómmáianna - sanngjam góður dreng- ur og viðræðugóður. Hans dagur kann líka að koma fyrr en varir. Sanngjarn og skeleggur málsvari jafnaö- arstefnunnar. Sigvaldi Ólafsson sknfar: Vegna umræðu um Borgarleikhúsið er það mitt mat að Reykjavíkurborg geti ekki mokað endalaust af skattpeningum í að því er viröist botnlausa hít. Leikfélag- ið verður náttúrlega að axla rekstrarlega ábyrgð og þeir sem vilja halda úti leik- húsi að borga það sem þaö kostar í að- gangseyri, alveg eins og kvikmyndagestir borga það sem kostar að halda úti kvik- myndasýningum. Aiiar götur sé ég ekk- ert réttlæti í því að ég greiði fyrir leik- hús sem ég hef engan áhuga á, hvað þá að byggja tónlistarhús sem yrði enn einn bagginn á skattgreiðendur landsins. - Eða hefur einhver sett fram raunhæfa rekstraráætlun sem ekki er byggð á opin- berum styrkjum? Farþegar af ýmsu þjóöerni. Vilhjálmur SigurOsson skrifar: Það hefur borið á því að Rúmenar, sem koma með Norrænu til landsins, gefa sig fram viö yfirvöld og tilkynna að þeir séu pólitiskir flóttamenn. Þetta er ósatt að því leyti til aö Rúmenía er lýð- ræðisríki og Rúmenar geta farið til og frá landi sínu óáreittir, lfkt og gerist um okkur íslendinga, sem þykir það sjálf- sagt. Því miður virðist sem Amnesty og Rauði krossinn misskilji hlutina því allir þeir sem kjósa að kalla sig flóttamenn eru sem heilagar kýr. Ég vona að yfir- völd láti ekki blekkjast því vissulega er ástæða til að vera á varðbergi þegar hin- ar Norðurlandaþjóðimar eru að taka fast á þessum málum. Margin svíkja lit Axel Jónsson hringdi: Við félagamir á kaffistofunni í vinn- unni hér höfum verið að skeggræða kosningamar og kjósendur. Við erum ekki sammála í pólitíkinni. Við erum hins vegar allir sammála um eitt: að margir muni verða til þess aö svíkja „sinn flokk“ að þessu sinni. Og það ein- kennilega er að þar verða allir flokkar fyrir kárinum. Maður heyrir mikið um svona nokkuð, einkum hjá Samfylking- unni og Framsókn, en þetta hlýtur að eiga við um alla flokkana. Árferöið er gott en framtíðin er óviss og þvi munu margir hugsa sitt, hvað sem þaö svo þýð- ir!! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.