Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2003, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 Fréttir DV Móamenn bjartsýnir á nauðarsamninga - segja afstööu Búnaöarbanka ekki ráöa úrslitum íslensk getspá: Flokkarnir vilja engar breytingar Allir stjómmálaflokkamir styðja framlengingu starfsleyfis Getspár á næsta kjörtímabili í þeirri mynd sem verið hefur. Eignaraðilar íslenskrar getspár, íþrótta- og ólympíusamband ís- lands, Öryrkjabandalag íslands og Ungmennafélag íslands, leituðu álits stjórnmálaflokkanna á af- stöðu þeirra gagnvart framleng- ingu á starfsleyfi Getspár. Stjóm- málaflokkamir gáfu allir svör í þá veru að þeir hefðu ekki í hyggju að gera neinar breytingar á þeirri fjármögnunarleiö sem hér á landi hefur um áratuga skeið verið far- in til að rísa undir þeim umfangs- miklu og margþættu verkefnum sem ofangreind fjöldasamtök hafa með höndum i samfélaginu. Vilja eignaraðilar Getspár þakka stjómmálaflokkunum af- dráttarlaus svör sem þykja endur- spegla ábyrgð og skilning á starf- seminni. -hlh Tveir styrkir til byggingarlistar Stjórn Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar hefur ákveðið að veita tvo styrki úr sjóðnum, sam- tals 800 þúsund krónur. Ritið Leiðsögn um íslenska byggingar- list hlýtur styrk að upphæð 400.000 krónur til styrktar útgáfu, kynningarstarfsemi og markaðs- setningu á samnefndu leiðsöguriti. Þá hlýtur Guja Dögg Hauksdóttir styrk að upphæð 400.000 krónur til að vinna að verkefninu íslensk menning í byggingarlist. -hlh Kristinn Gylfi Jónsson, stjómar- formaöur kjúklingabúsins Móa i Mosfellsbæ, segir að fyrirtækið hafi átt góðar viðræður við Búnað- arbankann um þeirra mál varð- andi nauðarsamninga fyrirtækis- ins. í hádegisfréttum Ríkisútvarps- ins í gær var greint frá því að Sól- on R. Sigurðsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, hefði sagt að bank- inn ætlaði að greiða atkvæði gegn nauðarsamningum við Móa þegar gengið yrði til atkvæða um samn- ingana þann 2. júní næstkomandi. Samkvæmt samtali við Kristin Gylfa í morgun liggur þessi afstaða þó alls ekki fyrir og þó sú yrði raunin hefði það ekki úrslitaáhrif á nauðarsaminga Móa. „Það hefur engin formleg afstaða verið tekin af hálfu Búnaðarbank- ans til nauðarsamninga Móa. Stað- an er sú að Búnaðarbankinn hefur ekki einu sinni lýst kröfum undir nauðarsamning og þeirra kröfur eru innan við 15% af þeim kröfum sem heyra undir nauðarsamning- inn. Þeir em því enginn úrslitaað- ili um afgreiðslu nauðarsamnings- ins sem tekinn verður fyrir á fundi með kröfuhöfúm annan júní. Þar dugar að 70% aðila samþykki sam- inginn. Við Móamenn lítum svo á að við höfum verið í góðu sam- komulagi við bankann og erum í viöræðum við hann,“ sagði Krist- inn Gylfi í morgun. Hann segir bankann að öðru leyti hafa góðar tryggingar fyrir sínum veðskuld- um hjá Móum og viðræður séu í gangi um endurfjármögnun á þeim skuldum. -HKr. Var tregur í framboð „Ástæðan fyrir því að ég fór út í framboð er að ég tilheyri hópi sem hefur mikil afskipti af þjóðfélgsmál- um og hittist reglulega," segir Jón Magnússon, lögmaður og frambjóð- andi Nýs afls. „Það sem sameinaði hópinn er m. a. andstaðan við gjafa- kvótakerfið og menn í hópnum veltu fyrir sér í kringum áramótin hvort þeir gætu lagt eitthvað til landsmál- anna fyrir kosningar. Að sjálfsögðu komu upp ýmis sjónarmið og menn ekki allir á sama máli og sumir gengu til liðs við aöra flokka. Við sem eftir sátum fannst ekki stætt á því að sitja á rassinum og gera ekki neitt. Við birtum því ávarp til þjóð- arinnar sem hét Eigum við samleið? og fengum mikil viðbrögö og í fram- haldi af því var farið út í framboð." Jón segist hafa verið tregur til að fara í framboð til að byrja með og hafi haft meiri áhuga á að stýra bar- áttunni. „En hér stend ég og get ekki annað, eins og Marteinn Lúter sagði á sínum tíma. Okkur óraði ekki fyrir að verða landsframboð þegar viö hófum bar- áttuna en það er að sjálfsögðu í höndum kjósenda að ákveða hvort þeir veita okkur umboð.“ Jón segir að hvemig sem útkoman verði þá hafi Nýtt afl haft áhrif. „Skattamál- in voru varla til umræðu í kosn- ingabaráttunni áður en við tókum þau upp og öll umræða um kvóta er líflegri." Jón segist yfirleitt vakna snemma DV-MYNDIR GVA Stíf dagskrá Jón ásamt Höskuldi Höskuldssyni og Hilmari Viktorssyni frambjóðendum að fara yfir dagskrá næstu daga á kosningaskrifstofu Nýs afis. Hæstarétti Jón Magnússon, lögmaður og fram- bjóðandi Nýs afls, ásamt Gísla Baidri Garðarssyni lögmanni á leið í réttarhöld í Hæstarétti klukkan 8.50. Á matstofu Brimborgar Klukkan 12.30 fórJón á fund með starfsmönnum Brimborgar þar sem hann kynnti þeim stefnumál Nýs afls, N-listans. ALÞINGISKOSNINGAR 2 0 0 3 Á FERÐ MEÐ FRAMBJÓÐENDUM á morgnana og sofna seint á kvöld- in. „Ég þarf ekki mikinn svefn en vil gjaman eiga frí yfir miðjan dag- inn.“ Að sögn Jóns einkennist kosn- ingabaráttan af loforðum. „Það lofa allir öllum öflu án þess að gera sér grein fyrir því hvemig á að efna lof- orðin. Auglýsingamennskan er líka allt of mikil og menn nánast til i að gera hvað sem er. Meira að segja syngja vita laglausir frambjóðendur í sjónvarpinu til að ná athygli kjós- enda.“ -Kip Brunaö meö bæklinga Það er mikiö að gera hjá frambjóðendum fyrir kosningar. Hér er Jón á leið að dreifa bæklingum. Forstjóri ÚA og bréfiö: Lögbrot hvarflaði ekki að mér „Ég hef alls ekki hugsað um lög um stéttarfé- lög og vinnudeil- ur og því hefur það ekki hvarfl- að að mér eina sekúndu að ég væri að brjóta umrædd lög. Ásakanir þar að lútandi dæma sig sjálfar í ljósi þeirra ummæla sem Sigurður Líndal lagaprófessor hefur viðhaft en hann hefur sagt að tjáninarfrelsið sé meginregla og stjómarskrárvemduð. Atvinnu- rekendum er aðeins óheimilt að hafa afskipti sem leiða til upp- sagnar eða hótunum um uppsögn, fjárgreiðslna, loforð um hagnað eða netiunum á réttmætum greiðslum," segir Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa og Brims. “Ég hef hvergi leynt því að ef tillögur stjórnarandstöðunnar í kvótamálum ná brautargengi leið- ir það til hruns í fiskvinnslunni, enda eru þær mjög vanhugsaðar og menn þurfa að huga vel að endanum. í upphafi skyldi end- ann skoða. Það er alveg eins og þegar kvótakerfið var sett á sín- um tíma, þá hugsaði enginn um afleiðingamar. Nú vita menn hins vegar hvað þeir hafa í hendi. Við- brögð við þessum tilskrifum mín- um til starfsmanna hafa verið al- veg ótrúlega lítil, t.d. engir póli- tíkusar að hringja í mig. Miðstjórn ASÍ hefur harðlega varað við því að forsvarsmenn ÚA og Brims séu að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir starfsmanna og telur það vera alvarlegt brot á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur frá árinu 1938. Konráð Al- freðsson, formaður Sjómannafé- lags Eyjafjarðar og varamaður í miðstjórn ASÍ, hefur hins vegar sagt að hann geri engar athuga- semdir við skrif forstjórans til starfsmanna. -GG Dalvíkurbyggðj Starfsemi íslands- fugls aftur í gang Starfsemi kjúklingabúsins ís- landsfugls á Dalvík, sem lýst var gjaldþrota í marsmánuði sl., fer líklega af stað aftur í lok maí- mánaðar. Skiptastjóri þrotabús- ins hefur verið í sambandi við ýmsa aðila sem sýnt hafa áhuga á að kaupa reksturinn og hefja starfsemina að nýju. Þaö kann að skýrast í dag hvort hópur sem stofnendum fyrirtækisins tengjast nær samningum viö skiptastjóra og ríkir bjartsýni um að það tak- ist. Um er að ræða nýja aðila sem ekki áttu hlut áður í íslandsfugli. Framleiðslan hefur eðlilega al- veg dottið niður en þrátt fyrir það hefur verið haldið lífi í ung- um svo framleiðsla gæti hafist síöustu viku í maí ef samningar nást nú. Bæjarráð Dalvíkurbyggð- ar fundaði í morgun og voru mál- efni íslandsfugls þar á dagskrá. Um 30 manns hafa starfað hjá ís- landsfugli og starfsemin því mik- ilvæg fyrir atvinnulíf byggðar- lagsins. -GG VEGA fartölvun mikil verðlækkun! VEGA+C506 www.ormsson.is 15" XGA TFT - Intel Celeron 2,1 Ghz - 256Mb DDR Ram - HDD30Gb - Skiáminni 4-64 Mb shared - CD-Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56KbpsA/.90 - Netkort: 10/1 OOMbps - 2 x USB 2.0, 1 xlRport, 1 xTVút, IxlEEE 1394 (firewire), 1x PCMCIAType II - Lion rafhlaúa - Windows XP home Verð: kr.149.900.- VEGA+506 15" XGA TFT - Intel PIV 2,5 Ghz - 512Mb DDR Ram - HDD 40 Gb - Skjámlnni 4-64 Mb shared - CD- Rom 8xDVD/8x8x24x CD-RW Combo - Modem 56Kbps/V.90 - Netkort: 10/100Mbps - 2 x USB 2.0, 1 xlRport, 1 xTVút, IxlEEE 1394 (firewire), IxPCMCIATypell-Lionrafhlaða-WindowsXPhome Verð: kr. 179.900.- ORMSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.