Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 15
15 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 PV__________________________________________________________________________________________ Menning Munnstykkið skapar karakterinn - og öfugt. Dagur hljóðfærisins í Geröubergi á sunnudag Tvíblöðungarnir óbó og fagott verða í aðalhlutverki á Degi hljóðfœrisins í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudaginn. Flytjendur eru 19 talsins og koma víða að af landinu. Dagskráin er þrískipt og hefjast hlutarnir kl. 14, 15.30 og 16.30. Meðal annars veróa frum- flutt þrjú ný tónverk - eftir Atla Heimi Sveinsson, Svein Lúðvík Björnsson og Tryggva M. Baldvinsson. Þetta er í sjötta sinn sem Dagur hljóðfœrisins er haldinn. Hann er samstarfsverkefni Geróubergs og Félags íslenskra tónlistarmanna. Kristín Mjöll Jakobsdóttir, einn fagott- leikaranna sem kemur fram í Gerðu- bergi, var beðin um skýringu á orðinu ungur“ hljómar eins og afbrigði. .tvíblöð- - Það dálítið plöntu- Hvað Stórhljómsvelt tvíblöðunga. táknar það á máli hljóðfæraleikara? „Munnstykki hljóðfærisins er samsett úr tveim- ur blöðum sem titra saman og gefa tóninn,“ svar- ar hún. „Við smíð- um þessi blöð sjáif úr reyr og það er stór hluti námsins, tónsins og okkar sjálfsmyndar að ná þeim góðum. Þau verða alltaf mismunandi eftir því hver býr þau til. Það fer eftir kennaranum sem menn lærðu hjá og hvaða tónn hentar hverjum. Þannig skapa munn- stykkin karakterinn og öfugt. Það hefur skapast sérstök menning kring um þessi hljóðfæri sem kannski má kalla sérvisku. Hér á íslandi er hún reyndar ekki áberandi en erlendis er til fólk sem hefur alveg brennandi áhuga á tvíblöðungum." DV-MYND ÞOK Fagottleikarinn „Það hefur skapast sérstök menning kring um þessi hljóöfæri sem kannski má kalla sérvisku, “ segir Kristín Mjöll. DV-MYND HARI Sagan ótrúlega stutt - Eru tvíblöðimgar bara þessi tvö hljóðfæri, óbó og fagott? „Nei, í tvíblöðungafjölskyldunni eru óbó, engla- horn, ástaróbó, fagott og kontrafagott og nýja verkið eftir Tryggva er skrifað fyrir alla fjölskyld- una. Atli Heimir skrifaði sitt verk fyrir Fagotterí, sem er hljómsveit fjögurra kvenna. Þama verður líka flutt nýlegt verk sem Snorri Sigfús Birgisson gaf frænda sínum, Matthíasi Nardeu sem útskrift- arverk í vor. Matthías spilar einmitt með okkur." - Verða fluttir fyrirlestrar um hljóðfærin? „Það verður kynning a þeim en þetta eru fýrst og fremst tónleikar og svo sýning þar sem brugðið verður upp sögu óbó- og fagottleiks hér á landi og sagt frá frumkvöðlunum. Sagan er nefnilega svo ótrúlega stutt. Fyrsti ís- lenski fagottleikarinn, Sig- urður Markússon, byrjaði ekki að spila í Sinfóníu- hljómsveitinni fyrr en um 1960. Fram að þeim tíma voru fengnir útlendingar tU að spila og flestir stopp- uðu stutt við. Svo verða gömul barokkhijóðfæri til sýnis og reyndar verður spUað á þau líka.“ Flugeldasvítan í lokin - Spila margir á þessi hljóðfæri hér á landi núna? „Nei, en þó er aðeins að fjölga, sértaklega á óbóinu. Við erum tíu sem erum út- lærð í fagottleik og höfum atvinnu af honum, að minnsta kosti að hluta tU. í lokaatriðinu, Flugeldasvítu Hándels, spUa 35 at- vinnu- og áhugahljóðfæraleikarar saman. Okkur hefði þótt það ótrúlegt fyrir 15 árum að við hefð- um slíkri sveit á að skipa. Erlendis eru tU samtök tvíblöðunga og það er mjög algengt að fundum þeirra ljúki á þessari svítu.“ - Eitthvað að lokum? „Við erum auðvitað óskaplega hamingjusöm að fá tækifæri tU að kynna þessi elskulegu hljóðfæri okkar og vonum að Dagur hljóðfærisins verði vel heppnaður hátíðisdagur nú sem endranær.“ -Gun. Vorhátíö LHÍ Við minnum á raftón- leikana í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20 á Vorhátíð Listaháskólans. Guð- mundur Steinn Gunnars- son og HaUvarður Ás- geirsson gítarleikarar flytja dagskrá. Um helgina verður mikið á seyði í Hafnar- húsinu: Kl. 14 á morgun verður Hljóð og video, uppákoma á vegum myndlistardeildar þar sem kynntar verða nýj- ungar á sviði vídeólistar. Kl. 16 á morgun og sunnudaginn verður tískusýning í porti Hafn- arhússins, lokaverkefni útskriftarnemenda í textU og fatahönnun. Kl. 13 á sunnudaginn verður lesið leikritið Hvað er í blýhólknum? eftir Svövu Jakobsdótt- ur. Kl. 15-16 á sunnudag verður leiðsögn um myndlistarsýninguna með þátttöku útskriftar- nemenda. Á mánudagskvöldið kl. 20.30 verða kammer- tónleikar þar sem nem- endur úr tónlistardeUd flytja tríó fýrir píanó, fiðlu og selló eftir Franz Schubert og píanókvin- tett eftir Dmitri Shosta- kovítsj. Leikfélag Hólmavíkur sýnir: Sex í sveit eftir Marc Camoletti, f leikstjóm Skúta Gautasonar Laugardaginn 17. maf, kL 20.30, f Tjamarbíói, Tjamargðtu 12, Reykjavík. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.500 fyrir fullorðna, kr. 800 fyrir 6-16 ára og 67 ára og etdri. Frftt fýrir yngri en 6 ára. - Miiapantanir i báðar sýningar í síma 865-3838 Laugardagur 17. maí, kt. 17 Sautjan sangarar fra Klakksvik Kórtónleikar. Stjórnandi Jogvan vid Keldu. Gestaflytjendur: Samkór Kópavogs. Aðgangur ókeypis- og allir velkomnir. Sunnudagur 18. maí, kt. 17 Tónmenntaskóli Rvíkur 50 ára - afmælistónleikar Sigrún Eðaldsdóttir, Gunnar Kvaran, Anna Guðný Guðnundsdóttir o.fl. leika verk eftir Beethoven, Dvorák og Brahms. Verð kr. 1.200/800/500 Mánudagur 19. maí, kt. 20 Tónmenntaskóli Rvíkur 50 ára - afmælistónleikar Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurbjörn Bernharðsson, ÁsdísValdimarsdóttir, Gunnar Kvaran o.fl. leika verk eftir Bach, Tchaikovsky, Kreisler og Schumann. Verð kr. 1.200/800/500 Fimmtudagur 22. maí, kt. 20 Áfram veginn Margrét Stefánsdóttir sópran og Hrefna Eggertsdóttir, píanó, flytja íslensk sönglög, erlend söngljóð eftir Strauss, Brahms og Fauré og óperuaríur. Verð kr. 1.500/1.200 Ingveldur Yr Söngstúdíó Sími 898 0108 www.songstudio.ehf.is Söngnámskeið Byrjendanámskeið, unglinganámskeið, masterclass og einkatímar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ásamt West End Internatíonal Ltd flytur THÍU1K VOU FOR THE HIUSIC öll vinsælustu lög hljómsveitarinnar ABBA BORGARLEIKHÚSIÐ Lcikfólag Reykjavikur STÓRA SVIÐ ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Denk Benfíeld Lau. 17/5 kl. 20 Lau. 24/5 kl. 20 Su. 1/6 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi. 22/5 kl. 20 Su. 25/5 ld. 20 Fi. 29/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAK SÖNGLEIKURINN SÓL& MÁNI eftlrSálina og Karl Ágúst Úlfsson 1 kvöld kl. 20 Fö. 23/5 kl. 20 Fö. 30/5 kl. 20 Lau. 31/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR "DANS FYRIR ÞIG" 30 ára afmælissýning íslenska dansflokksins Frosti - Svanavatnið eftir Láru Stefánsdóttur Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verkum fslenska dansflokksins 3. sýn su. 18/5 kl. 20 ATIL SÍÐASTA SÝNING NÝJA SVIÐ SUMARÆVINTYRI e. Shakespeare og leikhópínn Lau. 17/5 kl. 20 Fim. 22/5 kl. 20 Lau. 24/5 kl. 20 ATH. SÝNINGUM LÝKUR í MAÍ MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélkne Estienne í kvöld kl. 20 Fö. 23/5 kl. 20 ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-EmmanuelSchmitt Su. 18/11 kl. 20 - AUKASÝNING DANSLEIKHÚS JSB Lau. 17/5 kl. 20 Þri. 20/5 kl. 20 ATH. Aðeins þessar sýningar ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su. 18/5 kl. 20 Su. 25/5 kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi UTLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfl við SIÓNLEIKHÚSIÐ Lcikrít meðsöngvum -ogísá eftir! Lau. 17/5 kl. 14 - SÍÐASTA SINN RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö. 16/5 kl. 20 Lau. 17/5 kl. 20 Miðasala 5 700 400 Miðaverð 35CX)/3000 Örfá sæti laus. Miðasala á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500 __________________________________________________________ / föstudaginn 16. maí kl. 19.30, laugardaginn I7.maíkl. 17.00. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.