Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 27 Fyrirliði Gróttu, Eva Margret Kristmsdott- ir, átti ekki erfítt með að brosa þegar DV-Sport hitti hana í leikslok. „Það er einhvem veginn þannig að við missum þetta alltaf frá okkur en það er skemmtilegra að hafa þetta spennandi," sagði Eva um lokakaflann þar sem lið- ið missti niður fimm marka forskot. „Þetta er frábært lið, það eru góðir leikmenn í öllum stöðum og við erum búnar að standa okkur vel í vetur. Við vitum líka að viö erum aídrei sterkari en veikasti hlekkurinn og það eru allar í liðinu tilbúnar að bera ábyrgð. Við er- um taplausar á íslandsmótinu en töp- uðum reyndar í undanúrslitum bikars- ins. Við vorum mjög svekktar með þaö tap, Stjaman varð síðan bikarmeistari og við vorum staðráðnar í að láta þær ekki vinna tvöfalt. Við voruin búnar að vinna þær þrisvar sinnum í deildinni og vomm enn nægilega hungraðar í að vinna þær í fjórða skiptið. Við uröum síðast íslandsmeistarar í 5. flokki og nokkrar af stelpunum eru að fara upp í meistaraflokk og það var því kominn tími á að vinna annan íslandsmeistara- titil," sagði Eva Margrét sem sjálf á ár eftir í flokknum eins og margar til við- bótar og því gæti annar íslandmeist- aratitill verið á leiðinni á næsta ári. „Ég og stelpumar, sem verða áfram, mætum galvaskar tO leiks á næsta ári og nú verður biðin styttri mdli fslands- meistaratitla," sagði Eva Margrét að lokum. -ÓÓJ Uncjlingaflokkui kvenna: Gnótta—Stjarnan 23-22 0-2, 1-3, 6-3, 6-6, 0-7, (11-3), 12-8, 12-10, 13-10, 16-11, 17-12, 10-14, 20-16, 20-19, 21-19, 21-21, 22-22, 23-22. Grótta: Mörk: Eva Margrét Kristinsdóttir 7/2, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 4, Amdis Erlingsdóttir 4, Aiga Stefanie 3, Gerður Rún Einarsdóttir 3, Anna Maria Halldórsdóttir 2. Skiptlng marka: 5 langskot, 5 hraða- upphlaup, 4 úr homi, 4 gegnumbrot, 3 af línu, 2 víti. Stoðsendingar: Eva Margrét 4, Gerð- ur Rún 4, Aiga 3, Anna Úrsula 2, Anna María, Amdís. Fiskuð víti: Anna Úrsula 3. Varin skot: Hildur Gísladóttir 15/2. Stiaman: Mörk: Sólveig Lára Kjæmested 6, Rakel Dögg Bragadóttir 6/4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Ama Gunnarsdóttir 3, Helga Sigurðardóttir 1, Elsa Rut Óðinsdóttir 1, Lilja Lind Pálsdóttir 1. Skipting marka: 8 úr homi, 5 lang- skot, 4 af línu, 4 víti, 1 gegnumbrot. Stoðsendingar: Rakel Dögg 7, Ama 4, Elsa Rut 2, Sólveig. Fiskuð viti: Sólveig 2, Rakel Dögg, Elsa Rut. Lilia Lind. Biörk Gunnars- íslandsmeistarar Gróttu f unglingaflokki kvenna: Efri röö frá vinstri: Aöalsteinn Eyjólfsson, þjálfari, Hera Hilmarsdóttir, Anna Úrsula Guömundsdóttir, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir og Geröur Rún Einarsdóttir. Neöri röö frá vinstri: Arndís Erlingsdóttir, Anna María Halldórsdóttir, Ása Ingimarsdóttir, Eva Margrét Kristinsdóttir, Hildur Gísladóttir, Eva Kristinsdóttir, Aiga Stefanie. DV-myndir Siguröur Jökull Sport unglinga Grótta varð íslandsmeistari í unglingaflokki kvenna í handbolta eftir 23-22 sigur á Stjöm- unni í frábærum úrslitaleik í Hafnarfirði um síðustu helgi. Gróttustelpumar leiddu leikinn nánast ailan tímann en Stjömustúlkur voru þó ekki á því að gefa frá sér íslandsmeistaratitil- inn sem þær unnu í fyrra og vora hársbreidd frá því að jafha leikinn í lokin. Þetta er fjórði titillinn hjá Gróttunni á tímabilinu því Gróttu- stúlkur unnu Granollers-mót á Spáni síðasta sumar, urðu Reykjavíkurmeistarar og svo deildarmeistarar. Grótta skellti í lás í vöminni þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og'Stjam- an var yfir, 3-1. Gróttuliðið skoraði næstu fimm mörk og Stjaman skoraði ekki í rúmar níu mínútur. Alls skilaði góð vöm fjórum hraðaupphlaupsmörkum og þriggja marka for- ustu í hálfleik, 11-3. Grótta hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og náði mest fimm marka forustu, 19-14, þegar þrettán minútur voru eftir. Sex mínútum síðar var munurinn þó aðeins eitt mark, 20-19, eftir góðan sprett Stjömunnar en Gróttustelpumar héldu haus og fyrirliðinn Eva Margrét Kristinsdóttir skor- aði sigurmarkið úr vítakasti þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Lokamínútumar gáfu síð- an báðum liðum tækifæri sem þau ekki nýttu. Margar hetjur hjá Gróttu Það vom margar hetjur í liði Gróttu í þess- um úrslitaleik enda liðið jafnt og allir leik- menn liðsins vakandi og úrræðagóðir þegar á þurfti að halda. Hildur Gisladóttir, markvörður liðsins, var valinn maður leiksins af fulltrúum HSÍ, landsliðsþjáifurunum Ágústi Jóhannssyni og Gunnari Magnússyni, en frammistaða þeirra önnu Úrsulu Guðmundsdóttur og Evu Margrétar Krisinsdóttur í vöm og sókn áttu allt eins skilið útnefninguna. Vitin tvö, sem Hildur varði í seinni hálfleiknum, gerðu þó lík- lega útslagið en hún stóð sig afar vel. Auk þeirra er rétt að minnast á Önnu Mar- íu Halldórsdóttur í vinstra hominu sem bjó til tvö góð mörk upp á eigin spýtur á mjög mikil- vægum tímapunktum, Aigu Stefanie sem hélt ró sinni þrátt fyrir að vera tekin úr umferð frá fyrstu sekúndu og nýtti öll þrjú skotin sin í leiknum og Amdísi Erlingsdóttur sem kláraði sín færi vel í hægra horninu. f Stjörnuliðinu átti Sólveig Lára Kjærnested frábæran seinni hálfleik er hún skoraði úr öll- um fimm skotum sínum í hægra horninu en eins vora þær Rakel Dögg Bragadóttir og El- ísabet Gunnarsdóttir traustar þótt augljóst væri að gamli þjálfarinn þeirra legði höfuð- áherslu á að stöðva frábært samspil þeirra. Helga Dóra Magnúsdóttir varði auk þess ágæt- lega í markinu og Ama Gunnarsdóttir skoraði þrjú góð mörk á lokakaflanum. Landsliðsþjálfaramir hrifust greinilega af frammistöðu Gróttustelpnanna í leiknum því fimm þeirra era í 18 ára landsliðinu sem er að fara í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Hollandi í byrjun júní. Aldrei sterkari en veikasti hlekkur Fyrsti titUli síðan í 5. II - hjá unglingaflokki Gróttu sem varð íslandsmeistari Aöalsteinn Eyjólfsson er sigursæll þjálfari: Erfitt að kveðja þær Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari unglingaflokks Gróttu í kvennahand- boltanum, veit greinilega hvað þarf til að verða íslandsmeistari í þessum flokki þvi þetta er annað árið í röð sem lið hans vinnur titilinn. Aðal- steinn þjálfaði Stjörnuna sem vann í fyrra og í ár stýrði hann Gróttunni til sigurs gegn sínum gömlu læri- sveinum úr Garðabænum. „Minar stelpur sýndu mikinn karakter 1 lokin eftir að hafa misst niður gott forskot og náðu að klára leikinn. Þær hafa lent í því áður að missa leiki frá sér en það var mjög ánægjulegt að þær skildu ná að tækla þetta að þessu sinni. Hildur varði frá- bærlega í markinu og stóð sig ótrú- lega vel eins og allar stelpurnar í lið- inu,“ sagði Aðalsteinn sem hefur bú- ið til mjög jafnsterkt lið sem býr yfir mörgum vopnum. „Þær era búnar að æfa upp í átta til níu sinnum í viku í vetur og era margar búnar að spila sína fyrstu leiki í meistaraflokki og það var því gríðarlega gaman að klára veturinn svona. Breiddin í liðinu er mikil og sem dæmi era þær era allar að skila í markaskoraninni. Þessar stelpur hafa sýnt það í vetur með frábærri æfingasókn og miklum metnaði að þær geta náö langt i þessu. Ég nota mikið lyftingar í minni þjálfum og þakka þeim það að stelpurnar náðu að halda út jafn erfitt og langt tíma- bil sem nú er að baki. Ég vil kannski ekki kalla þetta sætan sigur en það var sterkt að klára þetta því ég gerði þetta Stjörnu- lið að íslandsmeisturam í fyrra og náði að vinna núna með Gróttustelp- urnar. Þetta er frábær hópur og þær tóku vel á móti mér þegar ég tók viö þeim í haust og það verður gríðar- lega erfitt að kveðja þær því það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá meistaraflokki Gróttu/KR,“ sagði Aðalsteinn í samtali við DV-Sport en hann hefur ákveðið að hverfa á nýjar slóöir en vildi í lokin þakka ung- lingaráði Gróttu og þeim sem hafa stutt dyggilega við hann og stelpurn- ar í vetur. -ÓÓJ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.